Þjóðviljinn - 23.06.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.06.1984, Blaðsíða 5
O-ALIT við markaðskreddumenn Páttaskil Aldarfjórðungi eftir lok síðari heimsstyrjaldar hafði hið al- menna menntakerfi og byltingin í fjölmiðlun mótað nýja kynslóð. Straumar breytinganna brutu sér farveg með fyrirvaralausum og afgerandi hætti. Árið 1968 hefur löngum verið notað sem merki- miði þessara þáttaskila. Þá tók ungt fólk völdin í skólum, gömlu forræðiskerfi var ýtt til hliðar, verkafólk gerði kröfu um hlut- deild í stjórnum fyrirtækja, nýir tónar og nýir siðir umbyltu svip- móti þjóðlífsins á skömmum tíma. Fjoimiðlarnir skópu sí og æ fleiri fulltrúa fyrir þessar breytingar. Hippar, bítlar og blómabörn voru myndbirtingar sem réðu tónum, tísku og tali. Gamlar stefnur voru skoðaðar í nýju ljósi. Ferskar áherslur settu svip á baráttu dagsins. Þótt myndimar væm marg- breytilegar var kjarninn í kröfum þessar róttæku öldu engu að síður skýr. Hann fólst í leit að nýju og betra lýðræði - formum sem veittu einstaklingununt og fjöld- anum tækifæri til að vera eigin herrar. Fólkið ætti að ráða ferð- inni. Drottnun fárra yfir mörgum skyldi hverfa úr sögunni. Boð- orðið um að hver og einn ætti rétt á að ákveða braut sína í skóla og á vinnustað, í hverfinu og hvers konar félagsskap, varð samnefn- ari fyrir sterka lýðræðishyggju. Á áratugnum sem nýlega er liðinn settu vinstri rnenn aðalsvip á þessa nýju strauma. Þeir tóku völdin í félögum stúdenta. Þeir gáfu út ný stefnurit og beittu bar- áttuaðferðum sem áður voru framandi. í kosningunum 1978 átti þessi nýja kynslóð verulegan þátt í kosningasigrum Alþýðu- bandalagsins og Alþýðuflokks- ins. Litlu munaði að þessir tveir flokkar næðu þá saman meíri- hluta á Alþingi. Þótt nýir fulltrúarlýðræðisvið- horfanna væru komnir fram á vettvangi hinnar öldnu valda- stofnunar var farvegur gamalla deilna svo djúpur að atburðarás- Ín hélt áfram sitt fyrra átakastrik í samskiptum A-flokkanna eins og þeir voru títt nefndir um þetta ieyti. Hinir yngri í forystusveit flokkanna eru á síðari árum orðn- ir sannfærðir um að það hafi verið mikil mistök að knýja þá ekki á um ný tök. Það átti að mynda minnihlutastjórn Alþýðubanda- lags og Alþýðuflokks sem efndi til nýrra kosninga og bæði um meirihluta um leið og stjórnar- andstaða Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem báðir voru í sárum mikils ósigurs, felldi lykilfrumvörp á Alþingi, Gamli stfllinn réði hins vegar ferðínni og Framsóknarforystunni var hleypt á ný í stjórnárráðið til að deíla og drottna. Meðan lýðræðiskynslóðin var að sækja fram á vettvangi vinstri manna voru Heimdellingar og annað hægri lið á tvist og bast. Þeir voru án hugsjóna og framtíð- arsýnar - horfðu bara til baka og söknuðu gamallar Viðreisnar- dýrðar. Fyrir rúmum fimm árum fór hins vegar að koma í Ijós að þeir höfðu sótt sér nýtt haldreipi. Það fólst í markaðskreddum tveggja öldunga sem íhaldiö í Bretlandi og Bandaríkjunum hafði tekið upp á arma sína. Þótt þessar kenningar væru allar komnar úr rykföllnum skræðum voru þær nú klæddar í búning nýrra uppgötvana þar sem kapp- kostað var aö sækja styrk í ein- földunina. í fyrstu gerði gamla liðið í Sjálf- stæðisflokknum, VSÍ og Verslun- arráðinu grín að þessum orða- leikjum en áróðursmáttur hinna sannfærðu einfeldninga hefur oft verið vanmetinn. Á skömmum tíma náðu markaðskreddumenn- irnir undirtokunum í flokknum og samtökum atvinnurekenda. Um þessar mundir gera þeir svo kröfur til að fá ríkisvaldið allt í sínar hendur. Tveir meginstraumar Þróunin í framtíðarmótun ís- lensks þjóðfélags einkennist því í æ ríkara mæli af togstreitu milli tveggja meginstrauma. Ánnars vegar eru þeir sem telja að markaðurinn og fjár- magnið séu æskilegustu hreyfiöfl- in í mannlegu samfélagi. Þeir hafa ofurtrú á einföldum formúl- um sem leysa eiga öll vandamál í sönnum anda kreddunnar. Hins vegar eru þeir sem setja lýðræðið og rétt fólksins til sjálfs- ákvörðunar í æðsta sess og hafna galdraformúlum í glímunni við erfiðleikana. Þeir telja fjöl- breytni mannlífsins slíka að hvorki stakkur markaðarins né máttur fjármagnsins geti vísað á hinn betri veg. Opin umræða og lýðræðislegt samspil ólíkra ein- staklinga og hópa þar sem allir hafi sama rétt séu eina leiðin til að tryggja í reynd alhliða sjálf- stæði einstaklingsins og gera lýð- ræðið að lifandi veruleika þar sem allir taki þátt í að skapa mannlega reisn í daglegu lífi. Kreddumennirnir voru vissu- lega seinir á vettvang en þeir hafa á skömmum tíma náð miklum ár- angri. Með einföldum áróðri og mikilli útgáfu gamalla kreddu- kenninga í poppuðum búningi hafa þeir sannfært marga um að markaðshókus og fjármagnspók- us séu ráðin til að sigrast á öilum vandamálum. Borgarstjórinn í Reykjavfk, formaöur Sjálfstæðis- flokksins, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins og verkstjórinn áskrifstofu Verslun- arráðsins eru allir úr þessurn röðum nýkreddumannanna. Samtök atvinnurekenda, flokk- urinn, borgin og hluti þingmanna og ráðherrasveitar eru nú gengin inn í þá tröllhamra sem markaðs- kreddan reisir þar sem hún nær að heltaka hugina. Á sama tfma hefur fylking lýð- ræðiskynslóðarinnar sundrast. Hún hefur stofnað nýja stjórnmálaflokka og ætlar sam- kvæmt nýjustu heimildum að halda áfram á þeirri braut. Þegar forystumenn Alþýðubandalags og Alþýðuflokks eru nær allir á aldurssíteiði lýðræðiskynslóðar- irinar sjá margir ástæöu til að dreifa kröftunum enn frekar og senda Bandalag jafnaðarmanna og Kvennalista inn á Alþingi. Síðan ætlar Sainhygö meb sómu árganga á oddinum að bætast í hópinn. Það bendir því margt til þess að lýðræðiskynslóðin ætli sér þau ör- lög að sitja á áhorfendabekk á meðan markaðskreddumennirn- ir umturna þjóðfélaginu. Lýð- ræðiskynslóðin dreifir sér á sífellt fleiri flokka og hefur ckki náö neinni teljandi fótfestu í sam- tökum launafólks. Markaðs- kreddumennirnir hafa hins vegar öðlast sterk tök á Sjálfstæðis- flokknum og samtökum atvinnu- rekenda og teyma nú Framsókn- arflokkinn líkt og hressir hesta- strákar haga sér við gamlan drátt- arklár. Þessi þróun setur lýðræðiskyn- slóðina í mikinn vanda. Hinir ýmsu hópar hennar og samtök vilja halda sérstöðu sinni en eru þó ekki sáttir við að láta kreddu- mönnunum eftir að ráða stefnu- mótun á þeim vettvangi þar sem valdið sker úr um framtíðar- braut. Núverandi skipan virðist þó að öllu óbreyttu ekki hafa annað í för með sér. Kreddumennirnir hafa náð forskoti sem ekki verður eytt nema innan lýðræðiskynslóðar- innar komi til sögunnar ný við- horf og sterkur vilji til að leita samstöðu sem dugir til að gera hugsjónir hins virka og fjölþætta lýðræðis að hreyfiafli í þjóðfé- lagsþróuninni. í hinni sögulegu glímu hefur fylking markaðs- kreddumanna náð betri stöðu. Næstu misseri munu skera úr um hvort lýðræðiskynslóðin sættirsig við slfkan ósigur. Ólafur Ragnar Laugardagur 23. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.