Þjóðviljinn - 23.06.1984, Page 9

Þjóðviljinn - 23.06.1984, Page 9
Berlinguer, formaður PCI, var í eldlínunni allt fram á síðustu æfidaga sína: í dauða sínum tók hann þátt í einum stærsta sigri flokks síns. ítalski kommúnistaflokkurinn er nú stærsti flokkur landsins Kristilegir demókratarfarnir að ókyrrast ístjórn Craxis. Verkalýðsforinginn Lama hvetur til vinstrisamstöðu í Evrópu. Einhver merkilegustu úrslit í kosningum þeim sem fram fóru fyrir rúmri viku ítíu löndum Evrópuþingsinsí Strasbourg voru þau, aö í fyrsta sinn varö PCI, Kommúnistaflokkur Ítalíu, stærsti flokkur landsins. Flokkurinn fékk 33.3% sem er næstum því jafn mikið og flokkurinn hefur áðurfengið mestí kosningum, en það var árið 1976, á „ári Berlinguers". Kristilegir demókratar urðu í fyrsta sinn í öðru sæti, fengu 33 % atkvæða, og eru úrslitin talin verulegt áfall fyrir þá og samsteypustjórn þá, sem þeirsitja í undirforsæti sósíalistaforingjans BenedettoCraxis. Kosningaáróðurinn á Ítalíu síðustu daga fyrir kjördaga bar þess mjög merki að Kristlegir væru dauðhræddir við „sorpasso“ þ.e.a.s. að Kommúnistar færu fram úr þeim. Kristilegir drógu kommúnistagrýluna fram úr pússi sínu og gerðu hvað þeir gátu til að lýsa sjálfum sér sem því eina virki sem staðist fær sókn komm- únista. De 'Mita, foringi Kristi- legra, sagði í kosningasjónvarpi, að það væri stórslys ef að PCI næðu þeim árangri að verða stærstur ítalskra flokka. Það mundi grafa mjög undan stjóm Craxis og ef til vill leiða til þess að Kristilegir sæju sig tilneydda til að heimta aftur í sínar hendur forsætisráðherrastólinn. Stjórn í vanda Stjórn Craxis, sem er fyrsti sós- íalistinn í ítalskri eftirstríðssögu Luciano Lama formaður hins róttæka verkalýðssambands CGIL: samein- um evrópskan verkalýð gegn hægri- sinnuðum vinum Reagans. sem verður forsætisráðherra, hefur verið hálfvegis lömuð. Bæði vegna innri ágreinings og vegna mótmælaaðgerða, sem kommúnistar hafa staðið fyrir nú í vor gegn efnahagsstefnu stjóm- arinnar og þá niðurskurði hennar á vísitölubótum sérstaklega. Það hefur og komið æ betur í ljós, að Kristilegir demókratar em mjög ánægðir með þá stefnu Craxis, að nota forsætisráðherrastólinn til að reyna að gera sósíalista að leiðandi afli í ítalskri verkalýðs- hreyfingu á kostnað kommún- ista, sem njóta í kosningum að jafnaði þrisvar sinnum meira fylgis en sósíalistar. Síðustu orð Berlinguers Þessi herkvaðning reyndist erf- ið hjá Kristilegum og öðmm stjórnarflokkum. Bæði vegna eigin ráðleysis, sem fyrr segir, og svo vegna þess, að síðustu daga fyrir kosningar kepptust allir við að votta virðingu sína hinum ný- látna foringja kommúnista, Enr- ico Berlinguer. Allir sendu full- trúa sína til jarðarfararinnar, páfi sendi sérstaka kveðju og um stund skapaðist einskonar þjóð- arsorg á Ítalíu. „Heiðarlegur maður er látinn“ sögðu blöðin hvert um annað þvert - og sú ein- kunn þykir alltof sjaldgæf um stjórnmálaforingja þar í landi. Virðing sú sem Berlinguer naut hefur vafalaust komið Kommún- istaflokknum til góða. Líka vegna þess að Berlinguer hafði lagt fram málflutning í kosningabaráttunni, sem tekið var eftir. Hann sagði í síðustu ræðunni sem hann flutti fyrir flokk sinn meðal annars: „PCI (Kommúnistaflokkurinn) er nú fulltrúi vinstriarmsins í ítalskri pólitík. Og nú stendur yfir hörð barátta við Evrópu íhaldsafl- anna. Það er PCI sem leggur til hinn stærsta og augljósasta skerf Umsjon: Árni Bergmann Laugardagur 23. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.