Þjóðviljinn - 23.06.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.06.1984, Blaðsíða 3
Hótel Garður Pöntunum ekki svarað Aðeins hálfnýting á hótelinu þarsem ekki var hirt um að svara bréfum um bókanir Mun lélegri nýting hefur verið á Hótei Garði það sem af er sumri en menn höfðu áætlað. Þegar far- ið var að kanna málið kom í ljós að fjölmörgum beiðnum um bókanir á hótelinu í sumar hafði ekki verið svarað fyrr á árinu. Finnur Ingólfsson formaður stjórnar Félagsstofnunar stú- denta.sem rekur hótelið, sagði í gær að þetta mál hefði verið tekið fyrir á stjórnarfundi nýverið. „Eftir því sem mér var sagt á fundinum, þá kom í ljós þegar hótelstjórinn sem nú er, kom heim að utan, að menn stóðu uppi með hótelið hálfbókað. Þetta hafi verið vegna þess að ekki var hirt um að svara bréfum um bókanir", sagði Finnur. Hann sagði jafnframt að nú væri unnið að því að bóka á aðra tíma í sumar og m.a. væri verið að athuga hvort hugsanlegt væri að stúdentar gæfu hótelið eftir um tíma í september meðan hér stendur yfir alþjóðleg sjávarút- vegssýning. Þau mál væru enn í athugun. Sigrún Magnúsdóttir hótel- stjóri á Garði vildi sem minnst tjá sig um vanbókanir en vísaði þess í stað á stjórn Félagsstofnunar sem hefur tekið málið fyrir eins og áður sagði. _j„ í dag Þegar spurt var um afstöðu til kvartana neytenda vegna sumar- lokunar á laugardögum sagð Elís að sér fyndist ekki raunhæft að kvarta. Það væri opið frameftir á föstudögum í flestum verslunum og það vægi upp á móti. Hann vorkenndi mönnum ekki að fylla ísskápinn á föstudagskvöldum þannig að verslunarmenn fengju eins og aðrir frí á laugardögum. ‘f* Herstöðvaandstæðingar mótmæltu komu þýsku herskipanna í Sundahöfn síðdegis í gær og var þessi mynd þá tekin. Gjaldheimtan kærði ekki Það gerði hins vegar Hagstofan sem árlega lœtur kœra 200 til 300 manns fyrir að tilkynna ekki aðseturskipti. þeirra. „Okkur ber að fylgjast heimtuseðlar sem ekki tekst að heimtunnar tii þess? með því að lög um aðseturskipti bera út, af því viðtakandi finnst „Já, eða öllu heldur ríkisskatt- séu haldin. Ein af þeim leiðum ekki“. stjóra“. Ekki náðist í ríkisskatt- sem við notum til þess eru gjald- - Hafið þið leyfi Gjald- stjóra á föstudag. _ÖS Verslanir Allar búðir lokaðar Við höfum ekki látið kæra þenn- an mann sagði Guðmundur Vignir Jósefsson gjaldheimtu- stjóri í Reykjavík þegar Þjóðvilj- inn spurði hann útí mál Eiríks Brynjólfssonar. En eins og kom fram í blaðinu í gær var Eiríkur kærður með þeim rökum að ekki hefði tekist að bera til hans gjald- heimtuseðil, þareð hann hefði ekki tilkynnt aðsetursskipti. Guðmundur Vignir sagði að sér væri kunnugt um að Eiríkur væri ríkisstarfsmaður, og þar sem ríkið tæki skattana af launum starfsmanna sinna skuldaði Eiríkur ekki neitt, og því hefði engin ástæða verið fyrir gjald- heimtuna að láta kæra manninn. Ingimar Jónasson hjá Hagstof- unni gekkst hins vegar fúslega við því að Hagstofan léti árlega kæra tvö til þrjú hundruð manns fyrir að tilkynna ekki aðseturskipti og Eiríkur Brynjólfsson væri einn Verslunarmenn eiga samnings- bundinn rétt á fríi tíu laugar- daga yfir hásumarið, og hinn fyrsti þeirra er í dag. Allar versl- anir verða lokaðar á höfuðborg- arsvæðinu og á helstu stöðum útá landi og verður laugardagslokun- in við lýði þangað til í septcmber. Elís Adolphsson hjá VR sagð- ist ekki hafa frétt um neina versl- un sem ekki ætlaði að fara eftir samningum. Verslunarmenn í Reykjavík munu fylgjast með framkvæmdinni en um beint eft- irlit verður ekki að ræða. Rétt er að minna á að laugardagslokunin nær einnig til nágrannasveita Reykjavíkur. Samkvæmt samningunum geta kaupmenn ekki staðið sjálfir í verslunum sínum á morgun séu þeir félagsbundnir viðsemjendur verslunarmanna. „Við höfum orðið varir við það“ sagði Elís, „að kaupmenn eru ekki síður ánægður með fríið en verslunar- menn, það hefur orðið hugar- farsbreyting í þessum efnum nú undanfarið. Enda hefur komið í Ijós að það borgar sig ekki fyrir kaupmenn að hafa opið á laugar- dögum nema þeir séu einir um hituna“. Alþýðubandalagið í Reykjavík Samþykktir Eftirfarandi tillögur voru sam- þykktar á félagsfundi í Alþýðu- bandalaginu í Reykjavík 20. júní 1984: Hér á landi hefur íhaldsstjórn setið við völd í rúm ár. Ríkis- stjórn, sem staðið hefur fyrir stórkostlegri kjaraskerðingum en sögur fara af. Ríkisstjórn, sem hóf feril sinn með því að afnema samningsréttinn og ráðast þannig beint að grundvelli verkalýðs- hreyfingarinnar. Ríkisstjórn sem vinnur að því að nema úr gildi áunnin réttindi verkafólks. Þetta er ríkisstjórn atvinnurekenda og þeir starfa í skjóli hennar. Meðal áunninna réttinda verkafólks er rétturinn til að velja sér málsvara á vinnustað, sem starfi óáreittur af hálfu atvinnu- rekenda. Ennfremur, að verka- fólk sæti hvorki ofsóknum né uppsögnum vegna pólitískra skoðana sinna, skoðana á at- vinnurekstrinum eða annars fé- lagslegs framgangs. Að þessum réttindum er nú vegið og því þarf að verja þau. Fyrir skömmu rak forstjóri SVR Magnús Skarphéð- insson varatrúnaðarmann stræt- isvagnastjóra úr starfi. Magnús var vagnstjóri í 8 ár og á öllum þeim tíma fékk hann aldrei skrif- lega áminningu um vanhæfni í starfi. Magnús var kjörinn vara- fulltrúi starfsmanna í stjórn SVR og var mjög iðinn við að koma skoðunum sínum á framfæri. Skoðunum, sem féllu í misjafnan jarðveg meðal ráðamanna SVR. Ekki verður annað séð, en að þeir hafi ekki geta þolað að hafa §líkan mann í vinnu og því hafi hann verið rekinn. Þá var Brynjari Jónssyni aðal- trúnaðarmanni hafnarverka- manna hjá Hafskip sagt upp starfi. Vinnuveitandi beitti fyrir sig ómerkilegri tylliástæðu til að losa sig við talsmann verkafólks. Jafnframt hefur verið ákveðið af borgaryfirvöldum að segja upp tilteknum fjölda Sóknarkvenna á í uppsagnamáium Borgarspítalanum. Uppsagnir Sóknarkvennanna eru dæmi um niðurskurðar og afturhaldsstefnu ríkisstjórnarinnar og borgaryfir- valda. Félagsfundur ABR haldinn 20. júní 1984 mótmælir harðlega uppsögnum þeirra Magnúsar og Brynjars og Sóknarkvenna. Fél- agsfundurinn skorar á verka- lýðshreyfinguna, að bregðast við þessum árásum á grundvallar- réttindi verkafólks og halda vöku sinni nú, þegar óbilgirni atvinnu- rekenda færist í vöxt. Viðbrögð borgarfulltrúa Al- þýðubandalagsins við nýlegri uppsögn vagnstjóra hjá SVR varpa skýru ljósi á þann vanda, sem verkalýðsflokkur og kjörnir fulltrúar hans þurfa óhjákvæmi- lega að takast á við þegar þeir taka þátt í stjórn fyrirtækja. Sú hætta er ávalt til staðar að kjörnir fulltrúar hlusti aðeins á stjórn- endur en ekki á starfsfólk og finni því fremur til samstöðu með stjórnendum en starfsfólki. Einn- ig skapast sú hætta að kjörnir full- trúar meti samstöðu í eigin hópi meira en heppilegt er og myndi þannig á sinn hátt eigin hóp stjórnenda, sem síðan reynir að fá gagnrýnislausan stuðning flokksmanna á grundvelli eðli- legrar hollustu við helstu tals- menn flokksins. Gegn þessari samstöðu stjórn- enda er aðeins hægt að vinna með virku lýðræði og málefnalegri gagnrýni. Kjörnir fulltrúar Al- þýðubandalagsins skulu í hví- vetna fyrst og fremst líta á sig sem fulltrúa starfsfólks gagnvart stjórnendum. Lögfesta þarf skýran rétt verkafólks til að hafa virk áhrif á starfsmannahald fyr- irtækja og stofnana. Fundur í ABR 20/6 1984 árétt- ar samþykkt stjórnar félagsins frá 14. júní 1984: Alþýðubandalagið í Reykjavík tekur undir þau orð borgarfull- trúa Alþýðubandalagsins að óeðlilega hafi verið staðið að uppsögn Magnúsar Skarphéðins- sonar úr starfi vangstjóra SVR að hann gefi Magnúsi viðhlítandi skriflega skýringu á uppsögninni. Geri hann það ekki verði að líta svo á að hér hafi verið um geð- þóttauppsögn að ræða. Einnig mótmælir stjóm ABR harðlega uppsögn Brynjars Jóns- sonar trúnaðarmanns hafnar- verkamanna hjá Hafskip. Nauðsynlegt er að efla starfsör- yggi og starfslýðræði á vinnustöð- um t.d. þannig að engum verði sagt upp vinnu nema áður hafi verið leitað álits viðkomandi stéttarfélags. Alþýðubandalagið treystir því að kjörnir fulltrúar á þingi og í sveitarstjórnum muni vinna að framgangi þessara markmiða. Laugardagur 23. júní 1984 ÞJOÐVILJINN - SIÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.