Þjóðviljinn - 23.06.1984, Page 17
MENNING
Ásmundarsalur
Arkltektúr á
Norðurhjara
Arkitektúr á Norðurhjara er
yfirskrift sýningar á vegum Arki-
tektafélags íslands er nú stendur
yfir í Asmundarsal við Freyju-
götu. Það eru arkitektarnir og
Karel Anpel
Síðasta
helgin
Sunnudaginn 24. júní 1984 er
síðasta tækifæri til að sjá verk
hins heimsþekkta hollenska
listmálara Karels Appel í Listas-
afni íslands. Sýningin verður
ekki framlengd.
Á sýningunni eru alls 48 verk
og eru flest þeirra unnin í olíu en
einnig akrýlmyndir, grafík og
myndir unnar í blandað efhi.
Sýningin verður opin um helg-
ina frá kl. 13.30-22.00.
Listmunahúsið:
Sýning
Steinunnar
Sýningu Steinunnar Þórarins-
dóttur í Listmunahúsinu mun
ljúka 1. júlí n.k. Hún sýnir þar 17
skúlptúrverk unnin í leir, gler og
steinsteypu. Þetta er fjórða
einkasýning Steinunnar en auk
þess hefur hún tekið þátt í sam-
sýningum heima og erlendis.
Sýningin í Listmunahúsinu er
opin virka daga frá 10-18 en um
helgar frá 14-18. Lokað á mánu-
dögum.
Mosfellssveit
Sýning í
bókasafninu
í Bókasafninu í Mosfellssveit
stendur yfir sýning Rutar Re-
bekku Sigurjóndóttur. Á sýning-
unni eru verk unnin með akríl
málun og í silkiþrykki. Þetta er
fyrsta einkasýning Rutar, en hún
hefur stundað nám í Myndlista-
skóla Reykjavíkur og í Myndlista
og Handíðaskóla íslands.
Sýningin er opin alla virka
daga frá kl. 13-20 og um helgar
frá kl. 14-19, en henni lýkur 29.
júní.
hjónin Carmen og Elin Corneil
sem sýna, en þau unnu fyrir 9
árum fyrstu verðlaun í norrænni
hugmyndasamkeppni um endur-
skipulagningu miðbæjar í
Vestmannaeyjum og urðu þá
fyrir miklum áhrifum af íslensk-
um aðstæðum sem sér enn merki í
verkum þeirra.
Carmen Corneil er fæddur árið
1933 í Bandaríkjunum en rekur
nú teiknistofu í Toronto í Kana-
da. Elín er fædd árið 1935 í Nor-
egi starfar með manni sínum að
sjálfstæðum verkefnum í Tor-
onto. Hún kennir ennfremur við
arkitektadeild Torontoskóla og
hefur verið gestaprófessor við
MIT.
Sýningin Arkitektúr á Norður-
hjara er yfirlitssýning á verkum
þeirra frá 20 ára tímabili. Þriðj-
ungur sýningarefnisins er frá
Vestmannaeyjum, en auk þess
eru tillögur og uppdrættir að
byggingum í Noregi, Kanada og
Finnlandi. Öll verkin á sýning-
unni eiga það sameiginlegt að
tengjast norðlægu loftslagi og
umhverfi. í teikningum, ljós-
myndum og texta er skýrt á ýtar-
legan hátt frá margvíslegum hug-
myndum um byggingalist á norð-
lægum slóðum og er mjög vandað
til frágangs og uppsetningar.
Undirbúning sýningarinnar
önnuðust arkitektarnir Þorsteinn
Geirharðsson og Pétur H. Ár-
mannsson. -GFr
Jónsmessunótt
A hjara veraldar
Stuðningssýning við aðstandendur myndarinnar
og ó eftir veltir fólk sér saman í dögginni
Á míðnætti Jónsmessunætur,
laugardaginn 23. júní í Háskóla-
bíói, munu Vinir Völuspár gang-
ast fyrir stuðningssýningu á kvik-
myndinni Á hjara veraldar eftir
Kristínu Jóhannesdóttur.
Hátíðin hefst að sjálfsögðu
ekki fyrr en stundvíslega á mið-
nætti með ávarpi og síðan verða
nokkur lauflétt skemmtiatriði.
Að þeim loknum verður svo
kvikmyndin sýnd. Eftir það geta
gestir gengið saman og velt sér
uppúr dögginni einsog gera ber á
Jónsmessunótt.
Þess má geta að Völuspá nefn-
ist kvikmyndafélagið sem fram-
leiddi myndina, og valinkunnt
sæmdarfólk hefur tekið sig saman
og skipulagt þessa sýningu til að
hressa uppá fjárhag þeirra sem að
henni stóðu. Allir eru hvattir til
að mæta á myndina á Jónsmessu-
nótt og styrkja með því merkilegt
framlag Kristínar og Völuspár til
íslenskrar kvikmyndagerðar.
-ÖS
2U da^gúst
sK0ÖU"ar
\\oV^s .-.ca, V ,q\x\
■jí N®' arSrtóú e( P 9 tíií\'s
* pa,at' ,etð^a<""
., aousse
SPANN
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN 23. júní 1984