Þjóðviljinn - 23.06.1984, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 23.06.1984, Blaðsíða 18
mál, nýjar hugsjónir og nýjar konur. Það er stiklað á þeim at- burðum sem sett hafa svip á þjóð- félagið síðastliðin ár, sérstaklega pólitískar sviptingar. Ég ætla ekki að rekja verkið í smáatriðum því leikrit eru til að Sonurinn Garpur Snær og Sigur- björg, ein af sambýliskonum Guð- mundar, rifja upp sambúðina í Dan- mörku. sjá þau en ekki til að lesa um þau í blöðum. Markmiðið með þessu leikriti er að skemmta fólki. Hér fær hver sinn skerf og það er bara gott að hlæja að sjálfum sér um leið og Guðmundi. Hversu margir taka þátt í sýn- ingunni? - Það eru um þrjátíu manns sem vinna að sýningunni sjálfri. Það er þó töluvert stærri hópur sem hefur unnið að undirbúningi hennar. Mér telst til að ekki séu færri en fjörutíu sem lagt hafa hönd á plóginn. Er þetta allt áhugafólk? - Nei, þetta er blanda. Hér eru nokkrir sem þegar hafa útskrifast úr Leiklistarskóla íslands og aðr- ir sem eru á leiðinni að útskrifast. Meginuppistaðan er þó áhuga- fólk, sumt af því hefur leikið tölu- vert hér hjá Stúdentaleikhúsinu, í skólasýningum og/eða tekið þátt í leiklistarnámskeiðum. Nú, Stígur sem sér um leikmyndina er við nám í Mynd- listarskólanum og vinnur jafn- framt við leikmynd í Þjóðleikhús- inu. Hann er þar í læri hjá Sigur- jóni Jóhannssyni. Búningahönn- uðir, Ellen og Margrét eru stúd- entar af myndlistarbraut í Fjöl- brautinni í Breiðholti. Hvers konar mússík er í sýning- unni? - Það er eiginlega tvennskonar mússík. Annarsvegar þekkt lög frá hinum ýmsu tímabilum, allt eftir því hvar Guðmundur er staddur í lífinu. Sú mússík er ým- ist tekin af plötum eða þá að text- ar eru samdir við mússík frá þeim tíma. Hinsvegar er mússík sem sam- in er við þetta verk. Hún er öll eftir Jóhann G. Jóhannsson mik- inn sómamann sem semur skemmtilega mússík. Allir textar eru svo eftir Þórarin Eldjárn og Anton Helga Jónsson. Er ekkert erfitt að koma svona stórum hóp saman? Það er alltaf heilmikið basl. Það er mikið sem gengur á og hefst ekki nema allir taki á sig geysilega mikla vinnu og það hafa krakkamir gert. Þau hafa verið hér öll kvöld og allar helgar síðan í byrjun maí. Það er mikið úthald fyrir fólk sem er ýmist í skóla, í stúdentsprófum eða í fullri vinnu. En þau hafa verið dugleg og skemmtileg svo þetta hefur verið skemmtilegt eins og alltaf þegar unnið er af kappi. Helstu vandamál hafa verið þau að framkvæmdahraði er hér auðvitað minni en í alvöru- leikhúsi og allt er þyngra í vöfum þess vegna. En það er nú kannski skiljanlegt. Það er mikið mál að reka leikhús. ss Maðurinn sem alta dreymir um að vera Kjartan Bjargmundsson, sem leikur hinn eina sanna Guð- mund, þeysist um sviðið, ein- kennilega lítið haltur miðað við að hafa fótbrotnað fyrir einum mánuði. Við spurðum hann hvort hann væri gróinn sára sinna. Nei nei. Eg var bara svo hepp- inn að komast á snoðir um nýja tegund af göngugifsi sem er þó ekki gifs. í tengslum við nýafstað- ið bæklunarlæknaþing var haldin sýning fyrir lækna og hjúkrunar- fólk í Árnagarði. Ég sjúklingur- inn birtist þar svo einn daginn og Stefán Thorarensen, umboðsað- ili fyrir svona útbúnað, gaf mér þetta nýja gifs. Globus gaf mér síðan sóla undir allt saman. Þetta er miklu léttara og sterk- ara og má segja að þetta reddi málunum. Það er ekki hægt að líkja því saman. Þú hefur starfað töluvert með Stúdentaleikhúsinu. Er eitthvað öðruvísi að starfa þar en í öðrum leikhúsum? Já það er mikill munur. Hjá Stúdentaleikhúsinu fær maður ekkert kaup en vinnan er helm- ingi meiri því maður lendir í mörgu öðru en að leika. Þó má segja að ég hafi sloppið vel í þetta skipti þar sem ég er fótbrotinn og á fullt í fangi með að halda mér gangandi. Ekkert kaup? Hvað er þá svona spennandi? Ja, það er nú atvinnuleysi með- al leikara. Svo er hlutverk Guð- mundar skemmtilegt og það er gaman að vinna með þessum krökkum. Þetta heldur manni í þjálfum. Hver er Guðmundur? Maðurinn sem alla karlmenn dreymir um að vera. Alltaf að skipta um konur og stefnur. Það er að vísu bara á yfirborðinu því í raun og veru dreymir alla um að finna þá einu sönnu, svona eins og í ævintýrunum. Eigið þið Guðmundur eitthvað sameiginlegt? Já á köflum. Það er svo stutt í karlrembuna hjá mér eins og flestum karlmönnum. En það er nú mömmunum að kenna. Finnst þér gæta karlfyrirlitningar í verkinu? Ja-há, gífurlegrar. Enda ekki nema von þar sem báðir höfund- arnir og leikstjórinn halda að þær séu mjög meðvitaðar konur. Annars fá allir sinn skammt í þessu verki, hvort heldur eru kvennaframboðskonur, karl- menn, hippar eða hommar. Þrátt fyrir þessa karlfyrirlitningu er verkið alveg drepfyndið. í sýningunni er líka valið lið af tuttugu fæddum kóm- ikerum. Ég hef heyrt að það hafi verið æði fúlt á öllum skemmti- stöðum í bænum þennan eina og hálfa mánuð sem við höfum verið lokuð hér inni í Félagsstofnun. Hjá okkur hefur aftur á móti ver- ið rosalega gaman. ss KVIKMYNDAGAGNRÝNI áneljast Indtandi Hiti og ryk (Heat and Dust, Bretlandi 1983) Handrit: Ruth Prawer Jhabvala Stjórn: James Ivory Kvikmyndun: Walter Lassally Leikendur: Julie Christie, Greta Schacchi, Shashi Kapoor Sýnd í Regnboganum. Bandaríski kvikmyndastjórinn James Ivory og handritahöfund- urinn Ruth Prawer Jhabvala, sem er pólskur Gyðingur, fædd í Þýskalandi og indverskur ríkis- borgari, hafa gert saman nokkrar kvikmyndir, sem flestar gerast á Indlandi. Þau hafa hlotið þó- nokkra viðurkenningu og frægð fyrir myndir sínar, sem margar fjalla um árekstra tveggja ólíkra menningarheima og um fólk sem er utanveltu í framandi umhverfi. í þessari nýjustu mynd þeirra eru sagðar tvær sögur og gerist önnur uppúr 1920, en hin 1982. Anne (Julie Christie) er sjálf- stæð, bresk nútímakona, sem kemur til Indlands í leit að upp- lýsingum um ömmusystur sína, Olivíu (Greta Scacchi), sem fór nýgift með manni sínum þangað austur og lenti í ævintýrum. Anne lendir líka í ævintýrum, og sögur kvennanna tveggja eru fléttaðar saman næsta lipurlega. Þetta er leikur með tímann, og tíminn er eiginlega ein af söguhetjum myndarinnar. Staðurinn er sá sami í báðum sögunum, borgin Satipur, húsin stánda enn, en hafa breytt um hlutverk: læknis- bústaðurinn er orðinn að póst- húsi, stofur Olivíu eru nú skrif- stofa þar sem maður að nafni Inder Lal vinnur, en hjá honum leigir Anne herbergi. Leikmynd- in gegnir því stóru hlutverki í myndinni og er mjög vel unnin. Það er margt vel gert: myndin er fagurlega kvikmynduð og rennur áfram einsog lygn á, en þó aldrei of hægt (nema áhorfandinn sé iila stressaður). Sögurnar eru áhugaverðar. Andrúmsloftið er sannfærandi: hiti og ryk ind- verska sumarsins komast til skila. Það sem háir myndinni er að mínu mati það sama og háði „The Europeans“, sem þetta sama fólk gerði árið 1979 og hér var sýnd á sínum tíma: náttúrulaus fagur- keraháttur og yfirborðsmennska. Það er fjallað um atburði og örlög sem eru í eðli sínu hrikaleg af tepruskap og smáborgaralegri rómantík. Stundum líður manni einsog maður sé að horfa á ind- verska landkynningarmynd fyrir túrista, en oftar fær maður á til- finninguna að þetta sé einhver miðlungsróman frá 19. öld. Mann langar mest til að krefja höfundana um ögn af gagnrýninni afstöðu, svolítið raunsæi, smáskammt af lífs- háska. Konumar tvær sem fjallað er um, Olivía og Anne, ánetjast báðar Indlandi, ef svo má að orði komast. Anne segir eitthvað á þá leið að Indland hafi undarleg áhrif á þann sem þangað kemur, hann „breytist“, af því einu að vera í landinu. Þetta er ekki skýrt nánar, en af því sem á eftir kemur má ráða að hér sé á ferðinni ein- hverskonar austurlensk dul- hyggja. Gallinn er bara sá, að við fáum ekkert að vita um þessa dul- arfullu breytingu, hennar sér hvergi stað. Ég er viss um að Julie Christie hefði verið fullfær um að túlka hana, svo ágæt leikkona sem hún er, en hlutverk hennar býður ekki upp á neinar meiri- háttar sviptingar, fremur en önnur í þessari yfirborðslegu kvikmynd. Greta Scacchi hefur úr meiru að moða í sínu hlutverki - Olivía er mun bitastæðari persóna en Anne og örlög hennar hrikalegri. Hún er ung og falleg og henni leiðast ensku kerlingarnar í em- bættismannanýlendunni sem hún hafnar í. Út úr leiðindum verður hún ástfangin af prinsi sem látið er að liggja að sé ekkert annað en ótíndur bófaforingi. Þarmeð fell- ur hún í ónáð hjá löndum sínum og einnig innfæddum - hún hefur brotið allar reglur og er dæmd úr leik. Einhver hefði nú gert sér mat úr slíku söguefni, en hér er allt á sömu bókina lært - teprusk- apurinn hefur yfirhöndina, og verður leikkonunni ekki um það kennt. Þegar á allt er litið má segja að Hiti og ryk sé þess virði að sjá hana, og áreiðanlega er hún skárri en margt af því sem á boð- stólum er í bíóunum dags dag- lega. En snilldarverk er hún ekki. Anne - Julie Christie. Laugardagur 23. júnf 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.