Þjóðviljinn - 23.06.1984, Page 7
ISI bað
Fylkismenn
afsökunar
ÍSÍ tilkynnti í fyrradag að fjögur
félög, þrjú sem leika í íslandsmótinu í
knattspyrnu, væru dæmd í keppnis-
bann frá og með þeim degi þar sem
þau hefðu trassað að skila inn keppn-
isskýrslum. Félögin eru Fylkir, Þrótt-
ur Reykjavík, ÍBÍ og Óðinn. Fylkis-
menn voru saklausir með öllu og
fengu afsökunarbeiðni frá ÍSÍ í gær,
skýrsla frá Vestra (ÍBÍ) hafði týnst og
afrit hennar var sent ÍSÍ í gær og þá
gerðu Þróttarar einnig hreint fyrir
sínum dyrum. Óðinn er ekki með í
deildarkeppninni í ár, og hvað varðar
keppni á Islandsmótinu er málið úr
sögunni.
Tvö íslands-
met Ragnars
Ragnar Guðmundsson, sund-
maðurinn efnilegt, varð danskur
unglingameistari í 1500 m skrið-
sundi um síðustu helgi. Hann
bætti þá nokkurra daga gamait
Islandsmet sitt um rúmlega fjóra
og hálfa sekúndu, synti
vegalengdina á 16:49,27 mín.
Hann synti fyrstu 800 metrana á
8:55,49 mín. sem er íslandsmet í
þeirri vegalengd.
IÞROTTIR
1. deilcL í knattspyrnu:
Flytja Blikar norður?
Breiðablik vann KA 1-0 á Akureyri í gœrkvöldi og hefur
unnið þar báða sigra sína í deildinni.
Breiðablik ætti að fara að flytja
heimavöll sinn norður á Akur-
eyri; a.m.k. gengur liðinu marg-
falt betur þar en í Kópavoginum!
I gærkvöldi vann Breiðablik sigur
á KA, 1-0, á Akureyrarvelli og
þetta var annar sigur liðsins í
deildinni, sá fyrri var einnig á Ak-
ureyri, gegn Þór. í Kópavogi hafa
Blikarnir tapað öllum sínum
leikjum en með sigrinum í gær-
kvöldi þokuðu þeir sér uppað hlið
KA með 9 stig úr 8 leikjum.
Aðeins tvö marktækifæri litu
dagsins ljós í viðureigninni sem
fram fór í skítakulda og norðan-
gjósti. Breiðablik fékk bæði og
það síðara gaf mark. Ingólfur
Ingólfsson skaut rétt framhjá
samskeytum KA-marksins á 6.
mínútu og sigurmarkið kom á 29.
mínútu. Knettinum var þá rennt
á Þorstein Geirsson, sem staddur
var rétt utan vítateigs KA og
hann þrumaði knettinum í blá-
hornið án þess að Birkir Kristins-
son markvörður fengi rönd við
reist.
Breiðablik sótti talsvert til að
byrja með, reyndi mikið af stuttu
Staðan
í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu:
ÍA...........7 5 1 1 12-3 16
IBK...........7 4 3 0 7-3 15
Þróttur.......7 2 4 1 9-6 10
Vikingur.....7 2 4 1 11-10 10
KA............8 2 3 3 11-12 9
Breiðablik....8 2 3 3 6-7 9
Fram..........7 2 1 4 8-10 7
ÞórA..........7 2 1 4 7-11 7
Valur.........7 1 3 3 4-6 6
KR............7 1 3 3 7-13 6
Idag leika Víkingur-Þór kl. 14
og IA-Þróttur kl. 14.30, á sunnu-
dag KR og ÍBK kl. 14 og á mánu-
dag Valur-Fram kl. 20.
Beinar útsendingar:
Tveir stórleikir!
Frakkland-Portúgal í dag kl. 17.40
Danmörk-Spánn á morgun kl. 17.55
Nú fer að draga til tíðinda svo
um munar í Evrópukeppni lands-
liða í knattspyrnu og áhugamenn
hér heima hafa þegar skipulagt
tíma sinn á laugardag og sunnu-
dag. Þá fara fram undanúrslit
keppninnar í Frakklandi og verða
báðir leikir sýndir beint í íslenska
sjónvarpinu.
þeirra hefur smollið skemmtilega
saman nú í úrslitakeppninni og
þeir Arnesen, Elkjær, Quist,
Bertelsen, Brylle og allir hinir
hafa leikið við hvern sinn fingur.
Spænska liðið er þekkt fyrir að
gefa ekkert eftir og þar leika
harðjaxlar á borð við „slátrar-
spili sem fleytti liðinu takmarkað
áleiðis. Síðan jafnaðist leikurinn
en þegar leið á síðari hálfleik
drógu Blikar sig í vörn og þar
héldu þeir sig síðasta korterið án
teljandi vandkvæða. KA var þá
ávallt með boltann en komst
aldrei lengra en uppað vítateig
Kópavogsliðsins.
Jón Einarsson var besti maður
Breiðabliks, gerði oft mikinn usla
í vörn KA. Þá var vörn liðsins
geysisterk með Loft Ólafsson og
Ólaf Björnsson sem bestu menn.
Gústaf Baldvinsson lék best
hjá KA, firnafastur fyrir í vörn-
inni. Birkir lék þarna sinn fyrsta
1. deildarleik og komst mjög vel
frá honum, gerði engin mistök.
Óli Óisen dæmdi leikinn sæmi-
lega - áhorfendur voru 890.
- K&H/Akureyri.
ann“ fræga, Goicoechea og Mac-
eda, en einnig nettari spilarar á
borð við Senor og Santillana.
Sigurvegararnir úr þessum
tveimur leikjum mætast loks í
úrslitaleik í París á miðvikudag-
inn og þá viðureign fáum við
einnig að sjá í beinni útsendingu.
-VS
Þorsteinn Geirsson skoraði faliegt
mark á Akureyri í gærkvöldi og
það færði Breiðabliki þrjú stig.
Sundmeistara-
mót íslands
Sundmeistaramót íslands verður
haldið í Sundlaugunum, Laugardal í
Reykjavík, helgina 6.-8. júlí 1984.
Keppt verður í greinum samkvæmt
reglugerð.
Skráningum skal skila á skrífstofu
ÍSÍ fyrir 28. júní á skráningarkortum,
ásamt nafnalista yfir keppendur og
þjálfara. Skráningargjöld, kr. 30 pr.
skráning, skulu fylgja skráningum.
Óski félög eftir að SSÍ sjái um gist-
ingu skulu skriflegar óskir þar að lút-
andi fylgja skráningum. Nánari upp-
lýsingar veitir skrifstofa SSÍ, sími
83377, frá kr. 13-20 alla virka daga.
Frjálsíþrótta-
dómarafélag
Stufnfundur Frjálsíþróttadómara-
félags Reykjavíkur var haldinn á
fímmtudaginn. Kosin var stjórn fé-
lagsins og er hún skipuð þeim Sigurði
Erlingssyni, sem er formaður, Kristni
R. Sigurjónssyni og Oddnýju Árna-
dóttur. Aðalmarkmið félagsins er að
auka þckkingu dómara og keppenda á
leikreglum í frjálsum íþróttum.
Til Noregs
og Ítalíu
Tveir íslenskir sýningahópar í
fímleikum taka þátt í norrænni fím-
leikahátíð sem haldin verður í Sande-
fjörd í Noregi 24.-30. júní.
Átta stúlkur frá Akureyri undir
stjórn Önnu og Eddu Hermanns-
dætra halda utan og einnig 15 konur
úr fimleikadeild Stjörnunnar í Garða-
bæ, undir stjórn Lovísu Einarsdóttur
sem auk þess heldur námskeið í jass-
leikfimi og íslcnskum þjóðdönsum
fyrir þátttakendurá hátíðinni en þeir
verða um 600 frá öllum Norðurlönd-
unum.
Þá fara átta stúlkur frá Fimleikafé-
laginu Björk í Hafnarfirði til Ítalíu og
sýna þar í nokkrum bæjum. Stjórn-
andi þeirra er Hlín Árnadóttir.
í dag, laugardag, hefst útsend-
ing frá Marseille kl. 17.40. Þar
mætast Frakkar og Portúgalir og
sjálfur leikurinn hefst kl. 18.
Frakkar eru sigurstranglegastir í
keppninni en Portúgalir hafa
komið á óvart. Bæði lið leika
létta og skemmtilega knattspyrnu
þegar færi er á, Frakkar nánast
alltaf en Portúgalir eiga þó til að
leggjast í vöm gegn sterkum mót-
herjum. En bæði lið eiga á að
skipa leiknum og útsjónarsömum
leikmönnum; Frakkar eiga sinn
Platini, og auk þess snillinga á
borð við Giresse, Tigana og Roc-
heteau. Portúgalirnir Sousa,
Gomes og Nene gefa þeim lítið
eftir.
Á morgun, sunnudag, á sama
tíma, leika Danir og Spánverjar,
en þá hefst útsending kl. 17.55.
Danir hafa komið á óvart, lið
Ágætt hjá
drengjunum
í Svíþjóð
Tvö íslcnsk drengjalandslið í
körfuknattlcik tóku þátt í alþjóð-
legu móti í Stokkhólmi um hvíta-
sunnuna. Þau stóðu sig vel, gegn
sterkum mótherjum og leikirnir
sem töpuðust voru yfirleitt jafnir.
A-liðið vann sænska liðið KFUM-
Central 55-53 en tapaði naumt
fyrir sænsku liði og tveimur
bandarískum. B-liðið vann stór-
sigur, 61-34 á Akropolis, sænsku
liði skipuðu grískættuðum
drengjum en tapaði fyrir tveimur
sænskum liðum og einu flnnsku.
Sportvöruvers/un Póstsendum
Ingólfs Óskarssonar
Laugavegi 69 - simi 11783 Klapparstig 44 - simi 10330
övSg
Fótboltaskór
Pele Santos
St. 31/2 - 91/2 Kr. 1025,-
Leon
St. 28-35 Kr. 682.
Torero skrúfut. þeir albestu.
St. 41/2-10V2 kr. 2515,-
Maradona malarsk.
St. 31Á-12 Kr. 1358 -
Laugardagur 23. júní 1984 - SÍÐA 7