Þjóðviljinn - 23.06.1984, Page 15
BÓKMENNTIR
Nýlega kom ritið ljósmæður á
íslandi út í tveimur bindum, sam-
tals um 1150 blaðsíður. Ritstjóri
þess er Björg Einarsdóttir, og
hún ásamt útgáfustjóra og rit-
nefnd hefur unnið þrekvirki. í
fyrra bindinu eru æviskrár hvorki
meira né minna en 1626 ljós-
mæðra allt frá því að skipuleg
fræðsla ljósmæðra hófst árið
1760. f seinna bindinu er megin-
efnið saga Ljósmæðrafélags ís-
lands 1919-1982 og greinaflokk-
urinn Úr veröld kvenna - barns-
burður eftir Önnu Sigurðardótt-
ur.
Undirrituðum er kunnugt um
að ritnefnd lagði á sig mikið erfiði
við að fá myndir af sem flestum
ljósmæðrum og m.a. var í blöð-
um birtur langur nafnalisti og
fólk beðið að láta vita um ef það
vissi um myndir af viðkomandi
konum eða gæti gefið upplýsing-
ar um ættingja.
Út af fyrir sig er mikill fengur í
að fá æviskrár svo mikils fjölda
kvenna því að svokölluð töl hafa
hingað til fyrst og fremst verið
karlatöl þó að Hjúkrunarkvenn-
atal sé þar undantekning. Petta á
ekki síst við um rit eins og ís-
lenskar æviskrár, Hver er maður-
inn, íslenskir samtímamenn,
Borgfirskar æviskrár og svo fram-
vegis. Þar eru fyrst og fremst rak-
in æviatriði karla. í formála fyrir
Ljósmæður á íslandi segir
Steinunn Finnbogadóttir:
„Hlutur ljósmæðra í íslenskri
menningu og sögu er stærri og
meiri en margur gerir sér grein
fyrir“. Og þetta er orð að sönnu.
A fyrri tímum þegar læknar voru
sárafáir gegndu ljósmæður ekki
aðeins þvt' starfi sem þeim var ætl-
að heldur voru þær eins konar
kjölfesta í hverri sveit. Þær
gegndu læknis- og hjúkrunarstöf-
um og þetta var afar mikilvægt á
Ljósmœður ó íslandi
Vandaðar œviskrdr 1626 Ijósmceðra.
Saga Ijósmceðrafélags íslands og sögulegt yfirlit
úr veröld kvenna, bamsburðinum
Ljósmæður útskrifaðar 1900. Elsta hópmynd af nýútskrif uðum
Ijósmæðrum sem vitað er um.
tímum barnadauða og dauða
kvenna af barnsburði. „Heppin
ljósmóðir“ er líklega eitthvert
mesta sæmdarorð sem hægt er að
segja um eina konu.
Úpphaf ritsins Ljósmæður á ís-
landi má rekja til þess að Harald-
ur Pétursson safnhúsvörður í
Landsbókasafninu afhenti
Ljósmæðrafélagi fslands að gjöf
handrit að stéttartali ljósmæðra
frá árunum 1761-1954. Kveikjan
að starfi Haralds var útgáfa
verksins Læknar á fslandi eftir
Vilmund Jónsson, enda sýnist
mér að Ljósmæður á íslandi séu
mjög sniðnar eftir því verki. Á
aðalfundi Ljósmæðrafélags ís-
lands 1975 var kosin ritnefnd til
að sjá um framkvæmd og útgáfu
stéttartalsins og var fyrsti starfs-
maður þess María Þorsteinsdótt-
ir, en frá árinu 1977 hefur Björg
Einarsdóttir verið ritstjóri og hef-
ur hún ásamt Valgerði Kristjóns-
dóttur fullunnið æviágripin.
Þess skal hér getið að fyllsta
jafnréttis er gætt er sagt er frá
föður og móður ljósmæðra og
ætta þeirra, en þar á hefur skort í
öðrum tölum. Ennfremurer jafnt
sagt frá mökum dætra og sona, en
t.d. í Guðfræðingatali sem kom
út árið 1976 er aðeins sagt frá
mökum dætra en ekki sona. Mjög
vandlega er sagt frá heimildum
og að því er best verður séð
fyllstu nákvæmni gætt og frá-
gangur allur eins og best verður á
kosið. Þeir sem áhuga hafa á
persónufróðleik, og þeir eru
margir, ættu því ekki að bíða
boðanna að fá sér ritið.
Seinna bindið er ekki síður
merkilegt og í það hefur verið
safnað miklum fjölda mynda.
Eins og áður getur skrifar Helga
Þórarinsdóttir BA sögu Ljósm-
æðrafélags íslands og er fag-
mannlega að henni staðið. Þar er
m.a. rakin ljósmæðramenntun á
íslandi frá upphafi. í þeim kafla
er t.d. birt bréf frá maddömu
Malmquist, ljósmóður í Reykja-
vík, en hún sendi Jörundi hunda-
dagakonungi, en hún og maður
hennar voru meðal hélstu stuðn-
ingsmanna ævintýramannsins hér
á landi og þau hýstu hann í Brúns-
bæ sem stóð þar sem nú er Tjam-
argata 4. Til hennar má rekja það
að Jörundur hugði á úrbætur í
ljósmæðrafræðslu hérlendis.
Kafli Helgu Þórarinsdóttur um
launamál ljósmæðra er líka mjög
lýsandi fyrir viðhorf til mikil-
vægra kvennastarfa hér á landi,
en lengst af voru ljósmæður með
hrein lúsarlaun þó að þær þyrftu
oft á tíðum að leggja á sig mikið
erfiði og iangar fjarvistir frá
heimilum sínum til að sinna störf-
um sínum. Líklega hafa yfirvöld
litið á þessi störf sem sjálfsögð
líknarstörf sem ekki þyrfti að
launa nema að litlu leyti. Er rakin
löng launabarátta ljósmæðra.
í löngum kafla Önnu Sigurðar-
dóttur ber margt forvitnilegt á
góma og sumt af því er hreinn
skemmtilestur fyrir ófróða. Kafl-
aheitin segja nokkuð um efnið: 1.
Barnsfæðingar til forna, 2. Trú og
siðir, 3. Föstur og fæðingarorlof,
4. Barnsfæðing - verðlaun synd-
arinnar, 5. Um yfirsetukonur í
kirkjutilskipunum, 6. Menntun
ljósmæðra, 7. Fyrsta stétt ís-
lenskra kvenna í opinberu starfi,
8. Réttindiog skyldurljósmæðra.
9. Embættisskilríki Guðrúnar
Jónsdóttur á Berghyl 1874, 10.
Starfsheiti ljósmæðra. 11. Orðat-
iltæki og málvenjur, 12. Ljósfeð-
ur og læknar, 13. Læknar góðir,
14. Heilbrigði og hindurvitni, 15.
Ungbarnadauði, 16. Aldamóta-
hreinlæti. 17. Samtök ljósmæðra
brýn nauðsyn, 18. Fæðingar-
stofnanir, 19. Máttur samtaka,
20. Barnsmæður - einstæðar
mæður, 21. Fæðingarorlof og
fæðingarstyrkur á 20. öld og 22
Fréttir af fæðingum.
Anna Sigurðardóttir segir frá
því í eftirmála að saga hennar eigi
sér langan aðdraganda og mun
lengri en frá því að þetta rit var
útgefið.
I lok seinna bindisins er
áhaldaskrá með myndum, prófa-
skrá, umdæmaskrá og fleira.
Ljósmæðrafélag íslands er full-
sæmt af þessu riti og gætu önnur
stéttarfélög farið í smiðju til höf-
unda ritsins til að læra nákvæm og
rétt vinnubrögð.
GFr
Fræðsluskrifstofa
Vestfjarðaumdæmis
auglýsir eftirtalin störf:
Sálfræðings, æskileg reynsla af starfi við
grunnskóla.
Sérkennslufulltrúa, verksvið: Umsjón og
skipulagning sérkennslu og stuðnings-
kennslu í umdæminu. Reynsla ásamt fram-
haldsmenntun mikilvæg.
Kennslufulltrua. Til greina kemur að ráða í
þetta starf, sem felst í almennri ráðgjöf til
skólamanna um kennsluhætti og kennslu-
gögn. Vísir að gagnamiðstöð er í uppbygg-
ingu á Fræðsluskrifstofunni. Haldgóð
kennslureynsla er nauðsynleg, framhalds-
menntun í kennslufræðum æskileg.
Sérkennara vantar auk þess til starfa við
Grunnskóla ísafjarðar og enn eru nokkrar
stöður kennara lausar í grunnskólum í um-
dæminu.
Umsóknir sendast Fræðsluskrifstofu Vest-
fjarðaumdæmis, Hafnarstræti 6, 400 ísa-
fjarðarumdæmis, Hafnarstræti 6, 400 ísa-
fjörður, fyrir 15. júlí nk.
Upplýsingar gefur fræðslustjóri, Pétur
3685 (heima).
Fræðslustjóri Vestfjarðaumdæmis
Blikkiðjan
Iðnbuð 3, Garðabæ
onnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmidi.
Gerum föst verðtilboö
SÍMI 46711
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. júní 1984
EINANGRANDI
ÚTIKLÆÐNING
Helmingur þessa húss er klæddur.
Ljósmyndun meö hitamyndavól sýnir út-
geislun og hitatap. Einangrunargildið
leynir sér ekki.
Múrsteinsklæðningin hjá Kalmar er veöurþolin
klæðning úr náttúruefnum, sem upplitast ekki. Hún
er unnin úr trefjaplötum og er yfirborð þeirra hjúpaö
asfaltlagi sem í er valsaö steinsalla. Klæðningin er
auk þess hljóðeinangrandi og algjörlega viðhalds-
laus. Stærð plötu er 110x35 sm og þykkt 14 mm.
Ásetning er einföld og fljótleg.
Kal
Skeifunni 8.
S: 82011.