Þjóðviljinn - 23.06.1984, Page 12

Þjóðviljinn - 23.06.1984, Page 12
Kynning á kvennabók- menntum ÍLondon Fyrsta alþjóðlega kvennabók- ahátíðin sem haldin var í London dagana 7.-10. júní s.l. á rætur að rekja til ársbyrjunar 1981, þegar fjórar konur frá kvennabókafor- lögum hittust til að ræða þau vandamál sem kvenrithöfundar og bókaforlög eiga við að etja. Þær héldu áfram að þróa með sér hugmyndina og hittust reglulega næstu tvö árin til að undirbúa há- tíðina. Hægt var farið af stað, því fáar konur sáu um þetta og þurftu að ná sambandi við konur um allan heim, konur sem annaðhvort ráku bókaforlög eða kvennabók- abúðir. Auk þessa þurfti að ná sambandi við kvenrithöfunda og finna leiðir til að fjármagna kynn- ingu á verkum kvenna. Sótt var um styrk frá GLC (Greater London Council), sem veitti fjár- magn til að hafa tvær konur á launum í níu mánuði og eina í þrjá mánuði til að koma hátíðinni í framkvæmd. Fjárveiting þessi dugði hvergi til að standa straum af örðum kostnaði, svo sem til leigu hús- næðis, til að greiða ferðakostnað fyrir rithöfunda og útgefendur frá þriðja heiminum og til að greiða skrifstofukostnað. Allt þetta aukafjármagn kom frá kvenrit- höfunum sem þegar hafa skapað Örtröð var á bókamarkaði hátíðarinnar í þá þrjá daga sem hún stóð. Kvennabókahátíðin var haldin til að vekja athygli á ertiðleikum b/enna við að tá verk sín útgefin og gagnrýnd af skilningi í heimi sem er skilgreindur af karlmönnum. sér heimsfrægð og frá UNESCO. starf, heldur unnu upp undir 100 best. Ekki voru það þó aðeins þessar konur sjálfboðavinnu í 9 mánuði í tengslum við hátíðina sem þrjár konur sem unnu allt þetta til að hátíðin mætti takast sem stóð aðeins í eina helgi var Lilian Mohin - Onlywomen Press, London. Onlywomen Press er lesbískt bókaforlag, sem hóf göngu sína árið 1974, en þá kom upp sund- rung í útgáfustjóm feminista- hreyfingarinnar hér. Það vaknaði hjá okkur sú spurning hvað við meintum með jafnréttisbarátt- unni og skiptist hópurinn í þrjá flokka með tilliti til útgáfustarf- semi, sumir vildu gefa út allar tegundir af bókum bæði eftir karla og konur, aðrir vildu ein- ungis gefa út bækur eftir lesbíur. Við sögðum algerlega skilið við hina tvo hópana og stofnuð- um Onlywomen Press og gefum síðan út bækur eftir róttæka og lesbíska feminista. Við höfðum Urvashi Butalia og Ritu Menon frá Indlandi. Kali, bókaforlag okkar tók til starfa fyrir aðeins einum mánuði. Kali er nafn á indverskri gyðju, gyðju eyðileggingarinnar, hún eyðilagði til þess eins að byggja upp. Við höfum lengi verið að vinna að stofnun þessa forlags, það eru mjög margir erfiðleikar sem verður að yfirstfga. Það erfiðasta er auðvitað að fá fjármagn til að byrja. Við höfum leitað til opin- berra stofnan og félagasamtaka, sem mörg hver hafa tekið vel í þetta framtak okkar. Þó verður það að segjast eins og er að mest af þeim peningum sem við höfum fengið, hefur komið frá einstak- lingum sem eru okkur velviljaðir. Við erum báðar búnar að vinna við bókaforlög í fjórtán ár, þann- ig að við þekkjum marga góða aðila á þessum vettvangi. Einnig hafa komið peningar frá konum sem eru orðnar vinsælir höfundar í Indlandi. Það er mjög erfitt að fá bækur útgefnar á Indlandi, sérstaklega fyrir konur. Konur í Indlandi hafa hvergi nærri sömu mögu- leika og karlmenn. Það eru t.d. fjöldatakmarkanir í flestum há- skólum og þá ganga karlmenn fyrir með inngöngu, síðan ganga þeir fyrir atvinnu, að námi loknu. Það er því mikil viðurkenning fyrir konu þegar henni tekst að krækja sér í vinnu í sinni grein að loknu námi. Þá eru henni heldur engin takmörk sett og hún fær öll sömu tækifæri og karlmenn í sömu grein og á ekki í vand- ræðum með að fá skrif sín gefin út. Það gegnir allt öðru máli með Erfittað fá dreifingaraðita ekki áhuga á að vera einhvers- konar maskína fyrir þá stefnu í kvennapólitík sem er ríkjandi hverju sinni, heldur hefur það verið okkar stefna að koma ti! skila vissri pólitík. Fólk hefur komið til okkar og beðið okkur að gefa út bækur sínar, en við höfum neitað, því við ákskiljum okkur allan rétt til að velja sjálfar þær bækur og rit sem við gefum út, við viljum byltingu fyrirokkar sjónarmið. Það hefur alltaf verið mjög erf- itt fyrir lesbíur að fá bækur sínar útgefnar nema þær dylji þá stað- reynd að þær séu lesbíur og ef það kvisast út, þá er lokað á þær. Við erum því eina viðurkennda lesbí- uforlagið í landinu. Það er aðeins ein önnur lesbíubókaútgáfa í heiminum og er í Bandaríkjun- um. Við viljum leggja áherslu á að við erum lesbíur og teljum það gefa bókum okkar annað gildi, heldur en bara það að vera kvennabókmenntir. Eins og er, eru erfiðleikarnir aðallega í sambandi við dreif- ingu, við erum lítið fyrirtæki og það er erfitt að fá fólk til að aug- lýsa lesbíubækur sem slíkar. Það er helst að við fáum þær seldar í feminista og vinstristefnu bóka- Jafnréttisbaráttan á Indlandi rædd. Á Indlandi eru allir fátœkir en konur eru fálœkari rithöfunda. Þetta er allt spurning um peninga og í Indlandi segjum við: „Allir eru fátækir en konur eru fátækari". Konur í Indlandi skrifa mjög mikið eins og sést á þeim fjölda tímarita fyrir konur sem er útgefinn þar. En ef þær e*u ekki þekktar og skrifa mikið, taka útgefendur ekki þá áhættu að gefa verk þeirra út og þær verða að láta sér nægja að fá eitt og eitt ljóð eða smásögu birt eftir sig í tímariti fyrir konur. Það eru nú þegar til tvær útgáf- ur fyrir „kvennaliteratúr“ í Suður-Indlandi, en þær gefa ekki út heil verk eftir konur, heldur hafa einbeitt sér að áróðurs- og dreifiritum. Nýja forlagið okkar er því eitt sinnar tegundar í öllu Indlandi. Annað nýnæmi hjá okkur er, að við gefum verkin út á ensku en ekki á frummálinu og er ein ástæðan fyrir því að indver- skar konur skrifa mikið á ensku til að ná til sem flestra lesenda. Við stefnum að því að gefa út fjóra titla á næsta ári og að koma tveim fyrstu bókunum á markað- inn í mars 1985. Aðalmarkmið okkar er að gera Kali að því sem við köllum 3. heims útgáfu á verkum á ensku. Við höfum hér á kvennabóka- kynningunni haft tækifæri til að tala við svartar konur frá Ástral- íu, Nýja Sjálandi, Suður-Afríku, Simbabwe og frá eyjunum á Karí- bahafi og höfum fengið mjög já- kvæðar móttökur. Ferð okkar hingað hefur verið alveg ómetan- leg hvatning, bæði það að sjá að hægt er að halda uppi kvenna- bókaforlögum og líka að finna samstöðuna og áhugann sem konur hafa sýnt okkur, að maður tali nú ekki um ómetanlegar leiðbeiningar sem eldri og reyndari útgefendur kvennabóka hafa gefið okkur. búðum. Síðan gefum við út bóka- skrár og sendum um allan heim í flugpósti. Við höfum sjálfar reynt að auglýsa útgáfu okkar með því að fara í fyrirlestraferðir um landið, til að fræða konur um hvað við erum að gera og hvers- vegna. Við gefum aðallega út skáld- sögur eftir lesbíur innan feminist- ahreyfingarinnar, nokkrar ljóða- bækur höfum við líka sent frá okkur og mikið af kvennapólit- ísku bæklingum, t.d. umfjöllun um það afhverju það eru mest róttækir feministar sem taka þátt í friðarhreyfingum o.s.frv. Við höfum enn ekki farið út í að gefa út nein leikrit, því við höfum hreinlega ekki efni á því og okkur Fjár magnið er í höndum kari manna Eneni Paboki, Grikklandi. Kvenrithöfundar fóru fyrst að koma fram í Grikklandi árið 1826, í byltingunni gegn Tyrkjum, þegar Eventhia Cairi skrifaði leikrit sitt Neceratos. Það hlaut geysilega góðar við- tökur og varð konum hvatning til að skrifa. Síðan þá hafa grískar konur stöðugt látið meir að sér kveða og má segja að í dag hafi þær mótað mjög sterka hefð. í Grikklandi höfum við dálitla sérstöðu í bók- menntum, því það má segja að engir eiginlegir atvinnurit- höfundar séu til. Flestallir sem skrifa skáldsögur gera það í hjá- verkum, verða að hafa einhverja aðra atvinnu til að lifa. Það á jafnt við um karla sem konur. Laugardagur 23. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.