Þjóðviljinn - 23.06.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.06.1984, Blaðsíða 8
®IAUSAR STÖÐUR HJÁ _____I REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg víll ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Deildarstjóri viðskiptaþjónustu hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Háskólamenntun og starfsreynsla áskilin. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri Raf- magnsveitu Reykjavíkur í síma 686222. Skrifstofumann hjá skráningadeild fast- eigna. Starfið felst í skráningu á tölvu, af- greiðslu og vélritun. Upplýsingar veitir Kristinn Ó. Guðmundsson í síma 18000. Félagsráðgjafa hjá Félagsmálastofnun, Vonarstræti 4, fjölskyldudeild. Félagsráð- gjafamenntun áskilin. Umsóknarfrestur er til 13. júlí nk. Upplýsingar veitir yfirmaður fjölskyldudeildar í síma 25500. Starfsmann í þvottastöð SVR að Borgartúni 35. Upplýsingar veitir yfirverkstjóri í síma 82533. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00, mánudaginn 2. júlí 1984. Skrifstofustarf Viljum ráða skrifstofumann með starfs- reynslu til að annast verkstjórn við IBM tölvu- skráningu. Laun samkvæmt launakerfi ríkisstarfs- manna. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar fyrir 1. júlí nk. Vegagerð ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Æskulýðsráð Reykjavíkur vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Starfsmann í eldhús og mötuneyti í Fé- lagsmiðstöðinni Fellahelli. Auk almennrar reynslu á því sviði þarf viðkomandi að eiga gott með að umgangast unglinga. Starfsmann í almennt unglinga- og æsku- lýðsstarf Félagsmiðstöðvarinnar Fella- helli. Menntun og reynsla á sviði uppeldis- mála æskileg. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 73550. Starfsmann til starfa í Tómstundaheimili Ársels fyrir 7-10 ára börn. Krafist er reynslu og menntunar á sviði uppeldismála. Starfsmann í eldhús og mötuneyti í Tóm- stundaheimili Ársels. Auk almennrar reynslu á því sviði þarf viðkomandi að eiga gott með að umgangast unglinga. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 78944. Skrifstofumann á skrifstofu Æskulýðsráðs Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 11. Góð vélritun- arkunnátta nauðsynleg. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 21769. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánudaginn 2. júlí 1984. Hárgreiðslustofa EDDU & DOLLY, Æsufelli 6, simi 72910. Klipping. permanent. glansskol, stripur i 6 mismunandi litum, lagning, blástur og litun, Vinnum einungis úr fyrsta flokks efni. ATH.. GIISTA HREINS er komin heim frá Bandarikjunum og hefur hafið stbrf hjá okkur. 0PID FIMMTUDAGA 0G FÖSTUDAGA TIL KL. 8.00. Hárgreiðslumeistarar: Edda Hinriksdóttir, Dollý Grétarsdóttir og Gústa Hreins. Ritarastörf Þurfum að ráða í nokkrar ritarastöður sem fyrst. Um er að ræða frambúðarstörf, sem krefjast góðrar kunnáttu í vélritun og ís- lensku, auk kunnáttu í ensku og norður- landamáli í sumum störfunum. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá starfs- mannastjóra er veitir nánari upplýsingar. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉIAGA STARFSMANNAHALD ér ul Dúlla Snorrabraut 22 ÓDÝRARI barnaföt bleyjur leikföng MUNIÐ FERÐJ VA$A BOKINA Handhægt uppsláttarrit sem veitir fleiri almennar upplýsingar um ferðalög og ferðamöguleika innanlands og utan ennokkurönnur íslensk bók. Meðal efnis eru 48 litprentuð kort, vegalengdatöflur, upplýsingar um gististaði og aðra ferðamannaþjónustu, um sendiráð og ræðismenn erlendis, vegaþjónustu, veðurfar á ýmsum stöðum og margt fleira. Fæst í bókabúðum og söluturnumumallt land. Ferðavasabókin; ómissandi ferðafélagi! IJÖLVÍS Síðumúla 6 Reykjavík Sími 91-81290 Schliiter kemur Poul Schliiter forsætisráðherra Danmerkur og kona hans koma í opinbera heimsókn til íslands í boði Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra 30. júní n.k. og verða hér á landi til 3. júlí. Umferðarslys Fækkun í maí Alls urðu 521 slys í umferðinni á íslandi í maímánuði. Þeim fækkaði heldur frá því í sama mánuði í fyrra, en þá urðu þau 536. Dauðaslys í maímánuði nú urðu 2 en engin í sama mánuði í fyrra. Voru það jafnframt fyrstu dauðaslysin á árinu 1984 í um- ferðinni. Prestastefnan á Laugarvatni Prestastefnan 1984 verður á Laugarvatni í næstu viku. Hún verður sett á þriðjudaginn að af- lokinni guðsþjónustu í Skálholts- kirkju. Að þessu sinni mun m.a. verða fjallað um ár biblíunnar, kenni- vald bíblíunnar, starfsmanna- frumvarp og ýmislegt fleira. Prestastefnunni lýkur svo á fimmtudag eftir að umræðuhópar hafa starfað og eftir almennar umræður um dagskrármálin. -óe Akureyri Álveri mótmælt Kvennalistakonur á Akureyri ályktuðu á fundi sínum 16. júní að atvinnuvandi Eyfirðinga verði ekki leystur með byggingu álvers. Álveri fylgir mengun og félagsleg röskun, auk þess sem það skapar fá atvinnutækifæri miðað við til- kostnað. Því fylgja stórauknar er- lendar skuldir og ráðlegra væri að beina fjármagni til atvinnuupp- byggingar sem veitir fleira fólki vinnu við hollari skilyrði. Auk þess verða ekki séð nein haldbær rök fyrir því að setja niður álver í einu blómlegasta landbúnaðar- héraði landsins segir í ályktun frá Kvennalistanum á Akureyri. Ekki vaxtahækkun á eldri lán Vegna fljótfærni undirritaðrar var staðhæft í frétt blaðsins þann 20. júní að Lífeyrissjóður versl- unarmanna væri meðal þeirra líf- eyrissjóða sem hækkað hefðu vexti á eldri lánum frá sjóðnum. Þetta er alrangt. Vextir verða nú 3 prósent af þeim lánum, sem sjóðurinn veitir frá og með 15. maí. Lán, sem tekin voru fyrir þann tíma, munu áfram bera 2 prósent vexti. ast

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.