Þjóðviljinn - 23.06.1984, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 23.06.1984, Blaðsíða 20
Þaö hefur örugglega farið fram hjá mörgum, að Stúdentaleik- húsið er aö æfa nýtt íslenskt verk sem frumsýnt verður á Jónsmessu, nánar tiltekið 24. júní. Er verkið liður í prógrammi Listahátíðar og skrifað af ungum efnilegum kvenrithöfundum, þeim Eddu Björgvinsdóttur og Hlín Agnarsdóttur. Þjóðviljinn hitt þær... sveittaruppi í Félagsstofn- un stúdenta á dögunum, en þar hafa þær setið að skriftum svo lengi sem elstu menn muna. Hvernh> hófst þetta samstarf? Hlín: Eg hef alltaf verið mjög „svag“ fyrir Eddu og Shakespe- are sem rithöfundum, en þar sem Shakespeare er dáinn fékk ég Eddu til liðs við mig. Edda: Hún dró mig nauðuga inn í þetta, en það verður að segj- ast eins og er að eftir samvinnuna er hún orðin einn af þremur upp- áhaldsrithöfundunum mínum. Hafið þið unnið lengi að þessu verki? Hlín: Ég lagði frumdrögin að því árið 1978, á 10 ára afmæli byltingarinnar. J/r, Leiklistarskáldin fínu, Edda og Hlín. - Ljósm.: Atli. Edda: Ég kom inn í þetta að- eins seinna eða á 16 ára afmæli byltingarinnar. Hvaða byltingar? Þessu treysta þær stöllur sér greinilega ekki til að svara. Hlín drúpir höfðu og grætur með ekkasogum. Edda horfir út um gluggann og læst ekki hafa heyrt spurninguna. Um hvað fjallar verkið? Edda: Þetta er harmsaga Guð- mundar Þórs, tilvonandi rithöf- undar sem þó eygir framtíðarvon í syni sínum, Garpi Snæ, sem er ákaflega geðþekkur og efnilegur unglingur. Hvernig stendur á því að þið, kvenrithöfundar, eruð að skrifa um karlmenn? Hlín: Þegar upp er staðið, get- um við ekki verið án þeirra. Edda: Það var alveg sama sag- an Jtegar við settumst niður. Eg hef heyrt að mikillar karlfyrirlitningar gæti í verkinu. Edda: Það er nú bara svo að það er ekki einn karlmaður í verkinu sem við höfum áhuga á, þú getur kallað það karlfyrirlitningu ef þú vilt. Hafið þið einhverja fyrirmynd að Guðmundi? Já. Það er alveg ákveðinn mað- ur hér í bæ. Við erum búnar að bjóða honum á frumsýningu. En nafnið „Láttu ekki deigan síga, Guðmundur“, það er óneitanlcga dálítið asnalegt. Edda: Eiginlega ætluðum við að láta það heita Gæi og Píur en fengum það ekki og þetta hljóm- aði eitthvað svo líkt. Eruð þið með eitthvað fleira í smiðum? Hlín: Smíðum? Ógeðslega not- arðu karlmannlegt myndmál. Við önsum þessu ekki. Spurðu aftur. Eruð þið með eitthvað á hekl- unálinni? Hlín: Ég fékk tilboð frá um- hverfisleikhúsi í Randers á Jót- landi um að skrifa klassískt um- hverfisverk, en ég er ekki að hugsa um að taka því. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri „í aksjón". Edda: Pottaleppa. Já, já. En hvað tekur við hjá ykkur núna? Hlín: Það er alveg á hreinu hjá mér. Ég var hjá spákonu í gær og hún sá í bollanum mínum vel efnaðan mann og mikið af ferða- lögum erlendis, mikið ástarævin- týri seinna á árinu. Satt best að segja held ég að hér sé um að ræða kínverskan píanóleikara. Edda: Já, það verða miklar sviptingar hjá Meyjunni á árinu og þar sem ég er rísandi froskur „Leikhúsverk" sögðu höfundarnir þegar þær voruspurðaraðþví hverskonar verk „Láttu ekki deigan síga, Guðmundur" væri. Okkur fannst það ekkert sérstaklega nákvæmt svar og snérum okkur því til leikstjórans, Þórhildar Þorleifsdóttur, og spurðum hana að bví. - Nú þetta er fyrst og fremst gamanverk með ýmsu ívafi, bæði mússfk og söngvum. Eg hef þá á ég allt eins von á því að finna framandi prins rétt fyri( qramót. Ég tek það fram að þa<J er'örugg- lega ekki kínverskúr píanó- leikari. Jæja, já. En að lokum, hvers- konar verk er „Láttu ekki deigan síga Guðmundur“? Hlín: Hvað er eiginlega að þér, þetta er leikhúsverk. Edda: Leikhúsverk, fullt af mannkærleika, fullt af græsku- lausu gamni og miklu umhverfis- fjöri. ss gjarnan orðað það í þessum hóp að tæpt sé á málum sem eru alvar- leg og skipta miklu máli, en hér er tekið á þeim af léttúð. Öll alvar- leg mál hafa jú sínar spaugilegu hliðar og höfundarnir hafa tekið sér það leyfi að draga þær út. En eru ekki mörg þessara mála viðkvæm? - Þau þurfa ekkert að vera við- kvæm. Nema þú viijir taka sjálfur þig svo hátíðlega að þú getir ekki hlegið að sjálfum þér. Þá er vísast að þér svelgist á. Hver er Guðmundur? - Sagan hefst árið 1967 og nær fram til dagsins í dag. Guðmund- ur er nokkuð ístöðulaus maður, fljótur að krækja sér í ný áhuga- Petta hefsl með geysilegri vinnu Umsjón: Guðjón Friðriksson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.