Þjóðviljinn - 23.06.1984, Blaðsíða 10
Þakkarávarp
Innilega þakka ég öllum þeim sem á einn eða
annan hátt auðsýndu mér virðingu og vina-
hót á áttræðisafmæli mínu þ. 5. júní sl.
Skólastjórahjónum Alþýðuskólans þakka ég
kærlega húsnæði og hjálp, og börnum mín-
um, fósturdóttur og tengdabörnum færi ég
ástarþakkir fyrir að gera mögulega gesta-
móttöku á Eiðum.
Hafið öll hjartans þakkir og guðsblessun.
Þórarinn Þórarinsson
fyrrum skólastjóri á Eiðum.
Ársrit
kvenréttinda-
félags íslands
19. júní er komið út
Fæst hjá
bókaverslunum og
kvenréttindafélögum
um land allt
Kvenréttindafélag
íslands
Sjúkrahús á ísafirði.
Tilboð óskast í innanhússfrágang í hluta sjúkrahúss-
ins. Um er að ræða um 2.500 m2 gólfflöt í kjallara, 1. og
2. hæð, þar sem m.a. eru skurðstofur, legudeild,
þvottahús og eldhús.
Verktaki skal setja upp innveggi, hurðir og hengiloft,
mála, ganga frá gólfum og smíða innréttingar. Auk
þess skal hann leggja loftræsi-, gas-, raf-, vatns-,
kæli- og skolplagnir.
Verkinu skal að fullu lokið 1. apríl 1987.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni
7, Reykjavík, og hjá Sigurði Jóhannssyni á Isafirði
gegn 20.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð hjá Innkaupastofnun ríkisins
þriðjudaginn, 24. júlí 1984 kl. 11:00.
INNKAUPASTOFNUIÍI RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÚ^I 26844 RÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Þú lest þaö í Þjóðviljanum
Áskriftarsíminn: 81333
Laugardaga
kl. 9—12: 81663
DWÐVIUINN
W%
^ Sveitaheimili
Heilsársvistun vantar fyrir 14 ára dreng. Upplýsingar í
síma 45022 á venjulegum skrifstofutíma.
Félagsmálaráð Garðabæjar.
LÁTIÐ FAGMEIMN VINNA VERKIÐ
Sprungu-
og þak-
Gerum föst verðtilboð yður
að kostnaðarlausu án skuldbindinga
af yðar hálfu.
Upplýsingar í símum (91) 666709
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. júní 1984
Vinstrisveifla
til þessarar baráttu - meðal ann-
ars af þeirri augljósu ástæðu að
PSI, Sósíalistaflokkurinn, er nú
eini sósíalistaflokkurinn í Evrópu
sem er í stjórn með miðju-
mönnum og íhaldsmönnum".
En þótt PCI hafi fengið góða
útkomu í Evrópukosningunum
verður því ekki haldið fram með
réttu að stjómin hafi beðið meiri-
háttar ósigur. Flokkamir fimm,
sem að henni standa, hafa enn
um 54% atkvæða á bak við sig.
Hitt varðar svo miklu um fram-
haldið, hvemig PCI nýtir sér
ávinninginn og hver það verður
sem tekur við af Berlinguer.
Evrópustefna
kommúnista
Flokkasblaðið l’Unitá hefur
birt leiðara eftir einn af þeim
mönnum, sem oft er nefndur sem
Genscher utanríklsráðherra Vestur-
Þýskalands: flokkur hans á leið út úr
stjórnmálum?
líklegur eftirmaður Berlinguers,
en það er Luciano Lama, for-
maður verkalýðssambandsins
CGIL. Hann fjallar um það
áhugamál ítalskra kommúnista
að skapa á evrópskum vettvangi
sterka andstöðu verkamanna-
flokka gegn íhaldsstefnu og þá
hollustu við Bandaríkin.
„íhaldsöflin í okkar heims-
hluta, sem eru mest opin fyrir
bandarísku forræði, hafa í hinum
ýmsu löndum ráðist til beinnar
atlögu gegn verkamönnum“. Það
sem hægriöflin kalla efnahags-
bata er, að dómi Lama, þróun
sem gerist með því að eyðilagt er
margt það sem verkalýðshreyf-
ingar í hverju landi hafa unnið.
Hann segir, að reyndar séu þess-
ar hreyfingar ólíkar eftir löndum,
en þær eigi það þó sameiginlegt
að einmitt þær en ekki hægriöfl-
in, séu aðalhöfundar þess lýð-
ræðis sem til er. Og ef unnt á að
vera að verja það lýðræði, segir
Lama, þá er það helst með virkri
samstöðupólitík í evrópskri
verkalýðshreyfingu.
Sumir furða sig á því, að stjórn-
arflokkarnir fengu ekki meiri
ráðningu en raun ber vitni. Þeir
vísa þá til þeirra miklu hneykslis-
mála sem tengd eru frímúrara-
stúkunni P-2, en ýmsir núverandi
ráðherrar áttu aðild að. En hitt er
víst, að eitt af því sem sæmilegum
stjórnmálamönnum ítölskum
hefur jafnan fundist einkar öf-
undsvert er það, hve vel PCI,
flokki Berlinguers og Lama, hef-
ur tekist að sigla fram hjá þeim
miklu hneykslismálum og þeirri
stórfelldu spillingu, sem hafa
meir en flest annað grafið undan
ítölsku lýðræði og pólitískum
viljastyrk.
ÁB tók saman.
Papandreú forsætisráðherra Grikklands: sósíalistar í stjórn héldu sínu.
- en ekki stór
Kjósendur til Evrópuþings
höfðu einna helst hugann við
að refsa sínum ríkisstjórnum.
Víða þótti mönnum, sem
í kosningunum til Evrópu-
þingsins sem fram fóru í tíu
löndum fyrir rúmri viku,
væru kjósendur fyrst og
fremst að refsa stjórnar-
flokkum og þar með um-
buna stjórnarandstöðunni.
Ekki á þetta þó allsstaðar
við: í Grikklandi til dæmis
hélt Helleníska sósíalista-
hreyfingin, PASOK, flokkur
Papandreú forsætisráð-
herra, velli þrátt fyrir marg-
víslega pólitíska og efna-
hagslega örðugleika.
Grikkland
PASOK fékk um 42% atkvæða
og hélt sínum 10 sætum á Evrópu-
þinginu. En það kom líka fram,
að í Grikklandi virðist vera að
myndast tveggja flokka kerfi.
Ellefu af sextán flokkum, sem
buðu fram, fengu minna en eitt
prósent atkvæða. Við hlið PAS-
OK, sem er einskonar bandalag
sósíalista af ýmsum tegundum, er
að eflast borgaraleg blökk, Nýtt
lýðræði, sem náði góðum árang-
ri, fékk um 38% atkvæða.
Kommúnistaflokkurinn KKE
fékk 11,5% og er þriðji stærsti
flokkur landsins sem fyrr. Evróp-
ukommúnistar fengu 3,4% at-
kvæða og nýstofnaður flokkur yst
til hægri, EPEN, fékk 2,3% og
komst með einn mann á Evrópu-
þingið. Fyrrum einræðisherra
landsins, Papadopolous, stjórnar
þeim flokki úr fangelsi, þar sem
hann situr af sér dóm fyrir afbrot
herforingjastjórnarinnar sem
var.
Úrslitin báru allvíða vott um
„væga vinstrisveiflu". Á Ítalíu
urðu Kommúnistar í fyrsta sinn
stærsti flokkur landsins, eins og
rakið er í annarri grein. Verka-
mannaflokkurinn í Bretlandi
fékk nú 37,5% atkvæða í stað
þeirra 27,6% sem hann fékk við
síðustu þingkosningar. Þar með
sló hann tvær flugur í einu höggi:
tvöfaldaði þingmannatölu sína á
Evrópuþingi og felldi íhaldsmenn
unnvörpum, einnig skaut hann
Miðjubandalagi sósíaldemókrata
og frjálslyndra langt aftur fyrir sig
- fékk það nú 19,5% atkvæða.
í Hollandi unnu Sósíaldemó-
kratar í stjórnarandstöðu nokkuð
á, fengu 33,7% atkvæða en höfðu
30,4% í síðustu þingkosningum.
Borgarstjórnin þar fékk samt
þolanlega útkomu.
Nýtt
flokkakerfi
í Vestur-Þýskalandi gerðust
þau merku tíðindi, að flokkur
Græningja, sem er bandalag um-
hverfisverndarmanna og friðar-
sinna af ýmsu tagi, vann verulega
á - um leið og Frjálsir demókrat-
ar, sá flokkur sem lengst af í pó-
litískri sögu Sambandslýðveldis-
ins hefur ráðið því, hverskonar
samsteypustjórn ríkir í landinu,
náðu ekki 5% atkvæða og duttu
þar með út. Þetta gæti þýtt upp-
hafið að endalokum flokksins -
sem og það, að Sósíaldemókratar
fengju, eftir næstu kosningar,
möguleika á að stjórna landinu -
með nokkru tilliti til Græningj-
anna.
Frœndur vorir
En það er í Danmörku sem
flokkaskipan riðlast verulega í
kosningum til Evrópuþings. Sósí-
aldemókratar fengu t.d. ekki
nema 19,5% atkvæða og stafar
það af því, að „Þjóðarhreyfingin
gegn Efnahagsbandalaginu“ býð-
ur fram sérstaklega og allmikið af
fylgi sósíaldemókrata styður
þann lista. Þessi hreyfing fékk
svotil sama atkvæðamagn og
1979 eða 20,8% (20,9% þá). En
Sósíalíski alþýðuflokkurinn SF,
sem er einnig andvígur aðild
Dana að Efnahagsbandalaginu,
bætti verulega við sig frá 1979 -
þá fékk flokkurinn 4,7% atkvæða
en nú 9,2%. Kosningarnar komu
mjög illa út fyrir enn einn and-
stöðuflokk EBE, Vinstrisósíal-
ista. Þeir fengu aðeins 1,5% at-
kvæða (3,5% síðast). Ef þetta er
vísbending um gengi flokksins,
þá gæti hann fallið út af danska
þinginu næst þegar kosið verður.
En flokkur Vinstri sósíalista hef-
ur átt í miklum erfiðleikum
sökum átaka milli einstakra
hópa, innan hans. Sá hópur sem
er einna best skipulagður, „lenín-
istar“ hefur sætt ámæli fyrir að
þjarma að öllum hópum í þessum
flokki, sem átti upphaflega að
vera einkar opinn og virkur í um-
ræðunni.
Frakkland
Það var svo í Frakklandi að
vinstriflokkarnir í stjórn fengu
mjög slæma útreið. Kommúnist-
ar fengu nær 11% atkvæða og
töpuðu helmingi fylgis frá síðustu
þingkosningum og sósíalistar
fengu aðeins rúmlega 20%. Sig-
urvegarinn varð svo hin hálffas-
íska „Þjóðarfylking", sem eink-
um fjandskapast við útlenda
verkamenn í Frakklandi - en hún
fékk meira en 10% atkvæða og
þykir það heldur betur ills viti.