Þjóðviljinn - 23.06.1984, Page 4
LEIBARI
Forstjórakosning
einn maður - eitt
Aðalfundur Sambands íslenskra samvinnu-
félaga sem var nýlega haldinn á Bifröst vakti
vonir margra samvinnumanna um að nú væri
að hefjast tímabil lýðræðislegri vinnubragða
og starfsemi á vegum samvinnuhreyfingar-
innar.
Pjóðviljinn hefur oftsinnis minnt á að starfs-
menn þessarar 47 þúsund manna fjölda-
hreyfingar ættu í hvívetna að miða störf sín við
það, að þeir eru fulltrúar fjöldans. A þetta
hefur því miður mikið skort. Þjóðviljinn hefur
enn fremur ítrekað bent á þá óeðlilegu þróun,
að atvinnulífi á landsbyggðinni sé í auknum
mæli miðstýrt frá Reykjavík. Samvinnumenn
um allt land hafa áhyggjur af því, að miðstjórn-
arvald SÍS í Reykjavík drepi í dróma sjálfs-
stjórn heimamanna í atvinnulífinu á lands-
byggðinni. í lýðræðisbaráttu næstu ára verður
að snúa af braut miðstjórnarvaldsins í sam-
vinnuhreyfingunni til sjálfsstjórnar samvinnu-
manna á atvinnutækjum og annars staðar í
atvinnulífinu um byggðir landsins.
Mörgum finnst að SÍS-forstjóraveldið hafi á
köflum fremur hagað sér í líkingu við einokun-
arhring heldur en í samræmi við þá samvinnu-
hugsjón sem allir félagshyggjumenn bera í
brjósti. Nú verða menn að taka sér tak. Það er
táknrænt fyrir þá óánægju með starfshætti SÍS-
forstjóranna, að yfirforstjórinn Erlendur Ein-
arsson var kosinn af örfáum mönnum í SÍS-
stjórninni fyrir óralöngu. Hann hefur á grund-
velli þess verið æðsti stjórnandi og stundum
einráður um grundvallaratriði þessarar stærstu
fjöldahreyfingar í landinu í þriðjung aldar.
Á aðalfundi Sambandsins á dögunum og
meðal kaupfélaga og kaupfélagsdeilda kom sá
vilji skýrt í ljós, að samvinnumenn væru ands-
núnir samstarfi SÍS við erkióvini samvinnu-
hreyfingarinnar! Morgunblaðið, DV og nokk-
ur önnur fyrirtæki Sjálfstæðisflokksins. Engu
að síður lætur forstjórinn á sér skiljast í fjöl-
miðlum, að þrátt fyrir skýlausa andúð sam-
vinnumanna, muni haldið áfram samstarfi SÍS
við ísfilm. Slíkar yfirlýsingar forstjórans ná
auðvitað ekki nokkurri átt.
Fyrir dyrum standa forstjóraskipti hjá Sam-
bandinu. Ýmis nöfn hafa heyrst nefnd í sam-
bandi við þessi forstjóraskipti. Lakara er þó,
að ýmsir þeirra manna sem orðaðir eru við
forstjórastólinn, hafa ekki notið reynslunnar
af félagslegum vettvangi samvinnuhreyfingar-
innar, heldur eru þeir uppaldir á SÍS-
hjá SÍS
atkvæöi
kontórum í Reykjavík - eða jafnvel í Amer-
íku.
í ljósi þess að samvinnumenn leggja allt
kapp á, að hreyfing þeirra sé sem lýðræðis-
legust, hlýtur það að verða sérstakt áhugamál
að nýi forstjórinn verði valinn með lýðræðis-
legum hætti. Forstjóravalið getur því reynst
prófsteinn á það hvort lýðræði eigi uppá pall-
borðið innan SÍS eða hvort skilur á milli sam-
vinnuhreyfingarinnar og SÍS-forstjóra-
veldisins.
SÍS hefur valið sér kjörorðið einn maður-eitt
atkvæði í auglýsingum sem sjást oftliga. Þetta
kjörorð hefur iljað samvinnumönnum um
hjartaræturnar; einn maður - eitt atkvæði. í
samræmi við þetta kjörorð og nauðsynlega
lýðræðisþróun innan samvinnuhreyfingar-
innar leggur Þjóðviljinn til að næsti forstjóri
SÍS verði kjörinn í almennri atkvæðagreiðslu
meðal samvinnumanna, einn maður - eitt at-
kvæði, og verði miðað við ákveðið kjörtíma-
bil, 5-7ára.
Hið lýðræðislega forstjóraval SÍS getur
þannig orðið fyrsta skrefið í þá átt að raungera
lýðræðislega starfsháttu innan Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga.
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf-
ingar og þjóðfrelsis.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Fróttastjórar: óskar Guðmundsson. Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriks-
son, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Ámason, Súsanna
Svavarsdóttir, össur Skarphéðinsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir).
Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson.
Útlit og hönnun: Svava Sveinsdóttir, Þröstur Haraldsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir.
Auglýsingastjóri: ólafur Þ. Jónsson.
Auglysingar: Margrét Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir, Anna
■Guðjónsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Símavarsla: Aðalbjórg Óskarsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Innheimtumaður: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Pökkun: Hanna B. Þrastardóttir,
Jóhanna Pétursdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, simi 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Pjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 22 kr.
Sunnudagsverð: 25 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 275 kr.
Glíma lýðræðiskynslóðar
Sagan erskráðí
mörgum brotum.
Fjölbreytni og hraði skapa í
sífellu nýjar myndir. Erfitt
reynistoft aðgreina
kjarnann frá hisminu. Stóru
drættirnir geta týnst í iðandi
hringsnúningi hins smáa.
Sú aðferð hefur því löngum
reynst notadrjúg að skipta
þróuninni í tímabil og velja
einfalda merkimiða sem
vísa á kjarnann. Þótt slíkt
leiði auðvitað til þess að
margt verður utangarðs
sem erindi ætti í
umræðunaeru kostir
aðferðarinnar
tvímælalaustmiklir. Sagan
verðurskiljanlegog
þungamiðjan í átökum
líðandi stundar kemur í Ijós.
Þegar ísiendingar fengu
heímastjórn við upphaf þessarar
aldar urðu margháttuð
straumhvörf í þjóðlífinu. Ný kyn-
slóð beitti réttinum til ákvörðun-
ar og tók forystuna í atvinnulífi,
menningu og stjórnmálum. Þessi
skil urðu vísbending um að út-
skýra íslendingasögu þessarar
aldar með tilvísunum til nokk-
urra meginkynslóða sem í stórum
dráttum hafa tekið við hver af
annarri. Þótt ýmsar hættur
leynist í slíkri framsetningu verð-
ur hún hagnýtt hér til að varpa
ljósi á höfuðvanda hinnar ungu
kynslóðar íslenskra vinstri
manna sem á undanförnum árum
hefur smátt og smátt verið að láta
að sér kveða á fleiri sviðum. Á
sama tíma og kreddumenn með
markaðsdýrkun og fjármagnstrú
að vopni gerast djarftækir til
valda og ná forystu í stjórnarráði
og samtökum atvinnurekenda
hafa hinir ungu vinstri menn með
lýðræðishugsjónina að leiðarljósi
hrakist í sífellt flóknari varnar-
stöðu.
Umræða um þessa glímu lýð-
ræðiskynslóðarinnar í íslenskri
vinstri hreyfingu við markað-
skreddumennina í herbúðum
hægri aflanna er meðal brýnustu
dagskrárefna. í aðdraganda slíkr-
ar umræðu er gott að hafa í huga
skiptingu sögunnar í sérstök
tímabii ákveðinna kynslóða.
Aldamóta-
kynslóðin
Heimastjórnin opnaði ungu
fólki sýn á nýja möguleika. Á
tveimur fyrstu áratugum aldar-
innar voru þjóðerniskenndin og
ættjarðarástin hreyfiaflið í sam-
tökum æskunnar. Ungmennafé-
lögin urðu vettvangur kröfunnar
-um íslandi allt. Ræktun lands og
lýðs voru burðarásar í stefnu-
mótun. Nýir flokkar og ný blöð
voru stofnuð til að veita þessum
straumum í kraftmikinn farveg
sem á skömmum tíma tók að
setja sterkan svip á valdastofnan-
ir.
Verk þessarar kynslóðar
sönnuðu að réttur íslendinga til
sj álfstj ómar var eðlileg krafa sem
skilaði miklum framfömm í um-
sköpun þjóðfélagsins. Menning-
arlífið varð fjölskrúðugra. Nýir
atvinnuvegir festu rætur. Sam-
göngur tengdu landshluta í sam-
feilt net sem gerði fólki kleift að
blanda geði og taka saman hönd-
um til stærri verka en áður þekkt-
ust. Þorp og bæri stækkuðu ört og
margbreytilegt mannlíf skóp nýja
siði og aðrar viömiðanri.
Kjarkurinn, stoltið og sjálfsvit-
undin voru þó líklega sterkustu
einkenni aldamótakynslóðarinn-
ar. Hún bauð heiminum birginn
með sjálfsöryggi þeirra sem telja
sér alla vegi færa. Þetta svipmót
varð með tímanum að dálítið
skoplegri sjálfsánægju og merki-
miði aldamótamanna, í hugum
annarra ávísun á nokkum remb-
ing. Engu að sfður voru verkin
stór og sporin djúp í sögu þjóðar-
innar.
Kreppu-
kynslóðin
Hrunið mikla í kauphöllum
kapítalsins, atvinnuleysisvofan
sem barði dyra á miiljónum hei-
mila og harðstjórnin sem fólst í
járgreip fasismans vöktu næstu
kynslóð til vitundar um hin grim-
mu örlög sem fólust í baráttu
stríðandi afla. Atvinnurekendur
svifust einskis til að tryggja sér
hollustu og þjónustu valdha-
fanna. Peningarnir og yfirráðin
áttu að veita rétt til að ráða yfir
fólkinu. Gegn þessu valdi reis
verkalýðsstéttín og flokkar henn-
ar. Glíman við stéttarandstæð-
inginn og síðan innbyrðis átök
urðu aðalviðfangsefni þeirra
jafnaðarmanna sem á áratug
kreppunnar miklu gerðust for-
ystumenn í íslensku þjóðfélagi.
Saga þessa tímabils geymir
margþættan vitnisburð um harð-
ar andstæður. Verkföll og götu-
bardagar sýndu alvöruna í hugum
manna. Rithöfundar og lista-
menn gáfu baráttunni nýtt gildi í
yerkum sínum. Margar perlur
bókmenntanna og málverksins
urðu til í hita þessara ára.
Heimsviðburður settu sterkan
svip á íslenskar aðstæður. Kenn-
ingar og kreddur urðu vopn í dag-
legri baráttu.
Eftir langa og hatramma glímu
stríðandi afla komu til sögunnar
ný bandalög á síðari hluta þessa
síceiðs. Fyrst tóku Sjálfstæðis-
flokkur og Framsóknarflokkur
höndum saman með liðsinni Al-
þýðuflokksins en áður fyrr höfðu
tveir stærstu flokkarnir talið sig
höfuðandstæðinga. Á stofnári
iýðveldisins gerði hinn nýi Sósíal-
istaflokkur svo bandalag við
Sjálfstæðisflokkinn og Nýsköp-
unarstjórnin sá dagsins ljós. Og
aftur fékk Alþýðuflokkurinn að
fljóta með. Á skómmum tíma
höfðu gamlar víglínur riðlast.
Forystumenn sem áður stunduðu
hólmgöngur tóku nú höndum
saman. Þessi gerjun boðaði
breytta tíma og innan tíðar voru
komin ný skil á vettvangi barátt-
unnar.
Kaldastríðs-
kynslóðin
Þegar sigurvegararnir í
heimsstyrjöldinni síðari skiptu
heiminum á milli sín á Jaltafund-
inum varð ísland fórnarlamb í
þeirri skák. Bandaríkin höfðu
ákveðið að eignast hér hlekk í
vígbúnaðarkeðju sinni og hinni
herlausu þjóð var ýtt inn í
NATO. Síðan kom herinn og fs-
lendingar skiptust í andstæðar
fylkingar. Ágreiningurinn um
utanríkismálin varð æ hatramm-
ari eftir því sem risaveldin lögðu
meira kapp á kalda stríðið. Þessi
átök brennimerktu huga þeirrar
kynslóðar sem um og upp úr 1950
var að hefja þátttöku í umræðum.
í kjölfar kalda stríðsins kom
tími mikillar áherslu á veraldleg
gæði. Eignir og gróði urðu keppi-
kefli margra í lífínu. Verðbólgan
varð frjór jarðvegur fyrir hugsun-
arhátt spekúlanta. Verðmætin
voru æ oftar eingöngu mæld á
kvarða peninganna. Útþensla
borgar og bæja, skrifstofuhaliir
við nýjar breiðgötur, einkahús á
stærð við félagsheimili fyrri tíma,
urmull nýrra fyrirtækja, draumar
um hinn fyrirhafnarlitla stóra
vinning í happdrætti lífsgæðanna
voru allt saman einkenni þeirrar
fylkingar sem æ víðar haslaði sér
völl í íslensku þjóðfélagi.
Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins
og flestir ráðherrar Framsóknar-
flokksins í núverandi ríkisstjórn
eru fulltrúar þessarar kaldastríðs-
kynslóðar. Þegar ungir fullhugar
í Sjálfstæðisflokknum eru að af-
greiða ráðherragengið með því
að þeir séu nú að fá sitt síðasta
tækifæri, er um leið verið að til-
kynna að kaldastríðskynslóðin sé
komin á síðasta snúning í flokkn-
um - nýr tími sé að renna upp.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. júní 1984