Þjóðviljinn - 23.06.1984, Side 19

Þjóðviljinn - 23.06.1984, Side 19
A sama tíma og hópferðirnar til Rimini, Sumarhúsa í Danmörku, Sæluhúsa í Hollandi, Dubrovnik, Grikklands og víðar eru nær allar uppseldar bryddum við upp á nýjum og stórglæsilegum ferðatilboðum. Og nú er um að gera að grípa gæsina meðan hún gefst - hér kynnum við Beint flug með Flugleiðum. F PARIS flug og bíll frá kr. 9.870 Já, ótrúlegt en satt - við bjóðum beint flug til Parísar og bílaleigubíl í eina, tvær eða þrjár vikur á þessu stórglæsilega verði, frá kr. 9.870, miðað við fjóra farþega í eina viku á bílaleigubíl í A-flokki. Og nú er auðvelt að fylgjast með úrslitunum í Evrópukeppni landsliða í beinum útsendingum. Hver veit nema þú fáir að upplifa og taka þátt í margra daga sigurvímu Frakka - það yrði áreiðanlega ógleymanleg lífsreynsla. Brottfarardagar: Júní: 30. Júlí: 7., 14. Innifalið í verði: Flug, bílaleigubíll, tryggingar og söluskattur. Möguleiki er á að taka bílinn í París, skila honum í Luxemborg og fljúga þaðan heim. Allar nánari upplýsingar um mismunandi verð eftir tegundum bíla og lengd ferða eru veittar á skrifstofunni. Vinsamlegast athugið að aðeins fá sæti eru til ráðstöfunar á ofangreindum brottfarardögum. ferðamöguleika sem eíga fáa sína líka. Sólarrútan 9. til 30. júlí f þessari ævintýraferð til Ítalíu sameinum við fróðlega og bráðskemmtilega rútuferð með góðum ferðafélögum - og 10 daga afslöppun í sólinni á eftir. Ferðatilhögun: 9. júlí: Flogið til Rimini og dvalið þar I góðu yfirlæti í tvo daga. 11. júlí: Ekið suður hina stórbrotnu Adríahafsströnd Italíu til fallegs fiskimannabæjar, Silvia Marina, og dvalið þar um nóttina. 12. júlí: Haidið upp fjöllin og komið niður í Sorrento við Napólíflóann. Þaðan er örstutt til nokkurra nafntoguðustu staða Ítalíu - eyjunnar Capri, Pompey, Vesúvíusar og til stórborgarinnar Napólí. ( Sorrento er dvalið í 4 daga. 16. júlí: Ekið til Rómar, borgarinnar eilífu, þar dvalið í 3 daga, og það sem hún hefur upp á að bjóða kannað. 19. júlí: Ekið aftur til Rimini og nú er slakað á við fyrsta flokks aðstæður í 10 sólríka daga, áður en haldið er aftur heim. 30. júlí: Heimför. Ávallt er gist á fyrsta flokks hótelum með morgunverði. Fararstjóri: Svavar Lárusson. Verð kr. 31.500 á mann í tveggja manna herbergi. Knattspyrnuferð Stuttgart * Anderlecht órcinc V Feyenoord * Man. Utd. €11 Oll IO £ á stórmóti í Rotterdam Jesper Olsen, Man. Utd. Það verður meiriháttar knattspyrnuveisla í Rotterdam í Hollandi helgina 17.-21. ágúst, með þátttöku fjögurra stærstu liða Evrópu og margra snjöllustu knattspyrnumanna heims. Flogið er til Amsterdam og gist þar allar næturnar á góðu hóteli, vel staðsettu gagnvart líflegu næturlífinu. Ekið er til Rotterdam á leikina (um 1 klst. akstur). Verð aðeins 11.600.- Innifalið: Flug, gisting með morgunverði, flutningur á leiki, miðar á leiki. Síðustu sæti sumarsins: Grikkland 26. júní - 2 sæti laus 3. júlí — 4 sæti laus 17. júií - 3 sæti laus 24. júlí — 4 sæti laus 18. sept. - 6 sæti laus 25. sept. - 6 sæti laus Ásgeir Sigurvinsson, Stuttgart Sæluhús í Hollandi, 24. ágúst - laus sæti 31. ágúst - laus sæti september - laus sæti Rimini 9. júlí - örfá sæti laus 19. júlí - 6 sæti laus 30. júlí - 2 sæti laus 30. ágúst - laus sæti Dubrovnik Örfá aukasæti eru ennþá laus I nokkrar ferðir. Danmörk Sumarhúsin öll uppseld en nokkur sæti laus í flug og bíl í sumar. Sovétríkin 17. ágúst - 6 sæti laus Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SiMAR 21400 & 23727 AUGLÝSINGAÞJÖNUSTAN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.