Þjóðviljinn - 18.12.1984, Blaðsíða 6
LANDIÐ
Auglýsing
Lausar stöður við Heyrnar- og talmeinastöð
íslands
Eftirtaldar stöður við Heyrnar- og talmeinastöð ís-
lands eru lausar til umsóknar:
1. Staða heyrnarsérfræðings (hörepædagog).
Þarf að geta starfað að endurhæfingu heyrnar-
daufra. Verður að geta hafið störf sem fyrst.
2. Staða hjúkrunarfræðings,
sem auk hjúkrunarstarfa, á að annast heyrnarmæl-
ingar.
Til greina kæmi að ráða heyrnartækni með fóstru-
eða þroskaþjálfamenntun.
Staðan veitist frá 1. febrúar 1985.
Umsóknirásamt ýtarlegum upplýsingum um menntun
og störf sendist stjórn Heyrnar- og talmeinastöðvar
íslands, pósthólf 5265, fyrir 15. janúar 1985.
SAGA ÓLAFSFJARÐAR
Út er komið ritið Hundrað ár í Horninu eftir Friðrik G.
Olgeirsson.
Undirtitill þess er Saga Ólafsfjarðar 1883-1944. Bókin
er í stóru broti, 334 blaðsíður að lengd með um 160
Ijósmyndum teikningum og kortum. Hundrað ár í
Horninu fæst í mörgum stærstu bókabúðunum en
bókina má einnig fá í áskrift.
Áskriftar- og pöntunarsími á höfuðborgarsvæðinu er
(91) 666229 en í Ólafsfirði (96) 62151.
Útgefandi
Bilson
Langholtsvegi 115
Mótor - hjóla og ljósastillingar.
Fullkomin tölvutækni.
Fast verð á ljósastilingu.
Vönduð og góð vinna.
Sími 81090
Blikkiðjan
Iðnbúð 3, Garðabæ
Onnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmiði.
Gerum föst verðtilboð
SÍMI 46711
Frá Grunnskóla Akraness
Við Brekkubæjarskóla og Grundaskóla á Akranesi eru
lausar eftirtaldar kennarastöður frá 1. janúar nk. að
telja:
A: Tvær stöður almennra kennara.
B: 1-2 stöður tónmenntakennara.
C: Staða kennara þroskaheftra.
Stöður þessar eru auglýstar vegna aukningar kennslu
við skólana og barnsburðarleyfa kennara auk tón-
menntakennslu og kennslu þroskaheftra, sem ekki
tókst að ráða í sl. haust.
Upplýsingar um stöður þessar veita Guðbjartur Hann-
esson skólastj. Grundaskóla s. 93-2811 og 93-2723,
Viktor A. Guðlaugsson skólastj. Brekkubæjarskóla s.
93-1388 og 93-2820 og Ragnheiður Þorgrímsdóttir
formaður skólanefndar s. 93-2547.
ÓDÝRARI
barnaföt
bleyjur
leikföng
HúnerekkidauðúröllumæðumfallbyssaþeirraSeyðfirðinga, þóttkominsétil ára sinna. Mynd: HUV
Söfn
Tæknimyndasafn Ausbirlands
Þann 21. okt. sl. var stofnað
á Seyðisfirði safn sem hlotið
hefur nafnið Tækniminjasafn
Austurlands. Stofnfundurinn,
sem boðað var til af safna-
nefnd og bæjarstjórn Seyðis-
fjarðarkaupstaöar, var haldinn
í Gömlu símstöð eða Wathnes-
húsi, einu elsta og merkasta
húsi kaupstaðarins. Þar mun
safnið eiga aðsetur sitt í fram-
tíðinni.
Hlutverk Tækniminjasafns
Austurlands, sem er sjálfseignar-
stofnun í umsjá Seyðisfjarðar-
kaupstaðar, er að safna og varð-
veita muni og mannvirki, sem
snerta sögu tækniþróunar á
Austurlandi. En á Seyðisfirði er
að finna margar af merkustu
tækniminjum fjórðungsins og
þótt víðar væri leitað. Þar kom
sæsíminn fyrst á land 1906, þar er
Stofnað á Seyðisfirði
starfandi elsta vélsmiðja lands-
ins, Vélsmiðja Seyðisfjarðar,
stofnuð 1906, og þar stendur
Fjarðarselsvirkjun, elsta rið-
straumsrafstöðin, reist árið 1913.
Wathnes-hús, eða Gamla sím-
stöð, er Otto Wathne lét reisa
1894, hýsir nú bæjarskrifstofur
Seyðisfjarðarkaupstaðar, en fyrir
nokkrum árum var húsið gert upp
með væntanlegt safn í huga.
Á stofnfundinum bárust safn-
inu góðar gjafir. Meðal annars
gaf Jóhann Grétar Einarsson,
formaður safnanefndar, gamalt
útvarp, sem Þorsteinn Gíslason
stöðvarstjóri smíðaði á árunum
1915-1918. Að fundinum loknum
þáðu gestir veitingar í boði bæjar-
stjórnar. Stofnun Tækniminja-
safns Austurlands var gerð
bæjarbúum heyrum kunn með
dúndrandi skoti úr gamalli fall-
byssu, sem dubbuð hefur verið
upp til að nota við hátíðleg tæki-
færi, eftir að hafa þjónað í 30-40
ár sem bryggjupolli.
Með stofnun Tækniminjasafns
Austurlands fjölgar enn þeim
söfnum, sem eru á starfssvæði
Safnastofnunar Austurlands, en
á vegum þeirrar stofnunar er
unnið skipulega að uppbyggingu
safnaí Austurlandskjördæmi. Nú
eru þessi minjasöfn starfandi á
Austurlandi: Minjasafnið á
Burstafelli í Vopnafirði, Minja-
safn Austurlands, Egilsstöðum,
Náttúrugripasafnið í Neskaup-
stað, Sjóminjasafn Austurlands,
Eskifirði, Byggðasafn Austur-
Skaftafellssýslu, Höfn, og Ljós-
myndasafn Austurlands á Egils-
stöðum.
Formaður Tækniminjasafns
Austurlands er Pétur Blöndal.
-mhg
Riðuveikin
Mótmælum niðurskurði
á heilbrigðu fé
Frá fundi fjáreigenda í V.Barð.
Þann 7. des sl. héldu bænd-
ur og aðrir fjáreigendur í
Ketildaia-, Suðurfjarða- og
Tálknafjarðarhreppum fund á
Bíldudal, þar sem rætt var um
hugsanlegan niðurskurð á
sauðfé í þessum hreppum,
vegna riðuveiki. Lýsti fundur-
inn yfir eftirfarandi:
1. Við ítrekum fyrri samþykkt-
ir allra fjáreigenda á svæðinu um
að við erum reiðubúnir til sam-
starfs við alla þá aðila, sem vinna
að vörnum gegn og útrýmingu á
riðuveiki og erum samþykkir nið-
urskurði á hverri þeirri hjörð,
sem staðfest riðuveiki kemur upp
í.
2. Með þeim niðurskurði, sem
fram hefur farið í haust, má telja
fullvíst, að skorið hefur verið nið-
ur á öllu því svæði í Vestur-
Barðastrandarsýslu, sem
fullvissa er eða grunur getur
leikið á um riðuveiki og þó verið
gengið lengra en efni standa til.
3. Við fordæmum gerræðislega
aðför að einstökum fjáreigend-
um á svæðinu, þar sem skorið
hefur verið niður gegn mótmæl-
um þeirra, án þess að staðfest
væri riðuveiki í hjörðum þeirra
eða nokkur önnur viðhlítandi rök
leidd að nauðsyn þessara að-
gerða. Með tilliti til ákvæða
reglugerðar nr. 556/1982 eru að-
gerðir sem þessar með öllu ó-
heimilar.
4. í áðurgreindum hreppum
hefur aldrei komið upp riðuveiki
og teljum við því með öllu út í
hött að orða niðurskurð á ósýkt-
um hjörðum. Við gerum kröfu til
þess að staðið verði öðruvísi að
sýnatöku vegna sjúkdóms þessa
en verið hefur hingað til og rann-
sóknir séu framkvæmdar af aðila,
sem er alls óvilhallur og nýtur
trausts þeirra, er málið varðar,
þ.e. fjáreigenda. M.a. teljum við
óviðunandi að rannsóknaraðili sé
að blanda sér í framkvæmd mála í
héruðum í stað þess að einskorða
sig við hlutverk sitt sem hlutlaus
ráðgjafi sauðfjársjúkdómanefnd-
ar.
5. Við viljum enn og aftur
minna á, að byggð stendur mjög
höllum fæti í öllum framan-
greindum hreppum og geigvæn-
leg hætta á búseturöskun, ef farið
er að skera niður heilbrigða fjár-
stofna, og biðjum alla aðila að
ígrunda málið vel, áður en á-
kvarðanir eru teknar um frekari
aðgerðir í þessum efnum.
A fundinum mættu eftirtaldir:
Úr Suðurfjarðahreppi: Finn-
björn Bjarnason Litlu-Eyri,
Gunnar Valdimarsson, Hóli,
Esther Gísladóttir, Fossi, Gísli
Matthíasson, Fossi, Jóhannes Ól-
afsson, Reykjarfirði, Sigurður
Guðmundsson, Otradal og Páll
Magnússon, Bfldudal.
Ur Ketildalahreppi: Ólafur
Gíslason, Neðra-Bæ, Jón
Bjamason, Grænuhlíð, Sigurður
Vilhjálmsson, Fífustöðum, Ingi
Bjarnason, Feigsdal, Marinó
Bjamason, Fremri-Hvestu og
Ólafur Hannibalsson, Selárdal.
Úr Tálknafjarðarhreppi:
Magnús Guðmundsson, Kvígind-
isfelli, Hermann Jóhannesson,
Hjallatúni, Kristján Hannesson,
Lambeyri, Gunnbjörn Ólafsson,
Innstu-Tungu.
Gestur fundarins var Stefán
Skarphéðinsson, sýslum. Barð-
astrandarsýslu og oddviti sýslu-
nefndar V.Barð.
-mhg
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 18. desember 1984