Þjóðviljinn - 18.12.1984, Blaðsíða 13
ÞJÓÐMÁL
Nokkrar tölulegar staðreyndir
ftarframle.iðsla Hrnct <;am- 7 Á ^run..m 10^70 1001
1. Þjóðarframleiðsla dróst sam-
an um 2,8% milli áranna 1981
og 1982. Þá minnkaði kaup-
máttur kauptaxta að meðaltali
um 0,4%.
2. Þjóðarframleiðsla dróst sam-
an um 9,8% frá 1981 til 1984,
en kaupmáttur kauptaxta
minnkaði um 10,4% til 1. árs-
fjórðungs 1983. Þegar kom
fram á síðasta ársfjórðung
hafði kaupmátturinn hins veg-
ar minnkað um 27% (kaup-
máttur kauptaxta).
3. Frá árunum 1975, 1976 og
1977 (heil ár ríkisstjórnar
Geirs Hallgrímssonar) til
áranna 1979-1982 eykst þjóð-
arframleiðslan um 12,1%. Þá
batnar kaupmáttur ellilífeyris
um 14-15% og kaupmáttur
kauptaxta styrkist einnig
verulega á þessum tíma.
4. Vísitala heilbrigðisútgjalda
hækkaði frá 1970 til 1980 um
66%. Samneysla jókst á árun-
um 1980-1983 um 14,8% sem
hlutfall af þjóðarframleiðslu
og frá 1980 til 1983 eykst sam-
neyslan - það er félagsleg
þjónusta - um 33% - sam-
neyslan er líka lífskjör.
Aukinn
útflutningur
-1985 metár!
1. Útflutningsframleiðslan er
talin 15,6% meiri samkvæmt
spám fyrir 1985 en hún var
1982. Ljóst er að 1984 verður
metár og allt bendir til þess að
útflutningsframleiðslan nái
nýju meti 1985 samkvæmt op-
inberum tölum.
2. Á árunum 1970 til 1981 (sem
sumir spekingar kalla „áratug
hinna glötuðu tækifæra")
jókst útflutningsverðmætið á
föstu verðlagi um 85% - mest-
allt fengið frá sjávarútvegin-
Bændur og
verðbólga
Steingríms
Hermannssonar
1. 1. desember hækkaði verð-
lagsgrundvöllur landbúnað-
arafurða um 11,5%, en launa-
liðurinn um 12,8%.
2. Kjarnfóðurliður grundvallar-
ins hækkaði um 15,1%, olíu-,
bensín- og flutningskostnaður
hækkaði um 16,6%.
3. Bóndinn fékk í sinn hlut 38%
af hækkuninni 1. desember
eða 48.465 krónur - en hækk-
unin nam alls um 128 þúsund
krónum á ári. Aðrir fengu 80
þúsund krónur í sinn hlut.
4. Bóndi með meðalbú- „grund-
vallarbú" - fær 48 þúsund
krónur, en bóndi með þrefalt
meðalbú fær 146 þúsund krón-
ur, með hækkuninni 1. des-
ember.
Fiskiskipa-
flotinn - kaup
sjómanna
1. Tekjur fiskiskipaflotans voru
á septembergrundvelli taldar
6,8 miljarðar króna. En afla-
Úr rœðu Svavars
Gestssonar er hann
mœlti fyrir frumvarpi
Alþýðubandalagsins
um tryggingu
kaupmáttar launa og
viðnám gegn verð-
bólgu
hlutir voru taldir þar af 1,9
miljarðar króna eða um 28%
af aflaverðmætinu.
2. I september taldi Þjóðhags-
stofnun ekki halla á rekstri
báta undir 200 tonnum - þar
væri hagnaður 75 milj. kr. Á
stærri togurunum var talinn 13
milj. kr. halli. Halli á minni
togurunum var talinn vera 128
milj. kr. á ári - þ.e. þeim sem
skráðir eru eftir 1977. Þegar
allt dæmið var gert upp var
hallinn á fiskveiðunum talinn
vera 51,2 milj. kr. - til saman-
burðar við 6,8 miljarða veltu
alls.
3. Olíukostnaður fiskiskipanna
nam 1,3-1,4 miljörðum króna
alls.
4. Olíukostnaður minni togar-
anna var talinn vera 823 milj.
kr., en allir aflahlutir á minni
togurunum námu 862 milj. kr.
5. Olían í Bretlandi er 27% ódýr-
ari á fiskiskipin en hér. Ef
olían hér fengist á sama verði
og í Bretlandi mætti hækka
aflahlutinn um 25% - án flsk-
verðshækkunar.
Fiskvinnslan
og
kaupgjaldið
1. Með því að lækka vexti niður
undir raunvaxtastig má lækka
tilkostnað fiskvinnslunnar um
a.m.k. 300 milj. kr.
2. Með því að lækka umbúða-
kostnað má spara 100 milj. kr.
3. Með því að lækka farmgjöld
(Eimskip hefur nýlega lækkað
farmgjöld um 30-40%) má
enn spara fiskvinnslunni 100
milj. kr.
4. Með þessum ráðstöfunum má
skapa forsendur fyrir mun
hærra kaupgjald Iandverka-
fólks - og með því að ráðast á
olíukostnaðinn er unnt að
hækka kaup sjómannanna.
Vaxtalækkunin
samkvæmt
tillögum
Alþýðubanda-
lagsins
1. Með því að samþykkja til-
lögur Alþýðubandalagsins í
vaxtamálum hefðu vaxtaút-
gjöld þess manns sem skuldar
eina miljón lækkað um nærri
70 þúsund krónur á ári - þrenn
mánaðarlaun!
2. Skuldir verslunarinnar í
bönkunum námu 4,7 miljörð-
um króna í september. Það
kostar þjóðarbúið - neytend-
ur, launamenn - 1,2 miljarða
króna miðað við núverandi
vaxtastig að velta þessum fjár-
munum gegnum bankakerfið.
3. íbúðarlán í bönkunum eru tal-
in nema 2,7 miljörðum króna í
september s.l. Vextir sem
íbúðabyggjendur greiða af
þessari upphæð nú eru um 750
miljónir króna á ári - eða and-
virði 375 tveggja miljón króna
íbúða.
Hverjir fá
lánin í
viðskipta-
bönkunum
1. Fyrstu 9 mánuði ársins jukust
Framhald á bls. 19