Þjóðviljinn - 18.12.1984, Blaðsíða 14
FRETTIR
Bœjarstjórn Hafnarfjarðar
Gegn álsamningnum
Vinnubrögðumríkisstjórnarinnarmótmœlt. Hagsmunum bœjarins fórnað með skatta-
eftirgjöfinni. ítrekuðum óskum um aðfá aðfylgjast með samningsviðrœðum í engu sinnt.
Ljóst er að við samningsgerð ir þessum vinnubrögðum ríkis-
þessa hefur enn einu sinni ver- stjórnarinnar.
ið fórnað hagsmunum þeirra sem
fá tekjur af framleiðslugjaldi ísal
til að ná hækkun á öðrum þáttum
í viðskiptum við fyrirtækið. Bæj-
arstjórn HafnarQarðar mótmæl-
Kaup
fyrir jól
Af gefnu tilefni vill Verka-
mannasamband Islands taka
fram, að uppsögn kauptrygging-
arsamnings verkafólks í fisk-
vinnslu leysir atvinnurekendur
ekki undan þeirri skyldu, að
greiða því verkafólki, sem til þess
hefur rétt, dagvinnukaup fyrir þá
helgi- og frídaga, sem ber upp á
virka daga (mánudaga til og með
föstudaga) meðan uppsögnin er í
gildi.
Verkalýösfélög og verkafólk er
minnt á að fylgjast vel með því að
þessi réttindi séu í heiðri höfð.
Verkamannasamband Islands.
Minkaskinn
Verðið á
uppleið
Vel horfir nú með sölu á minka-
skinnum. Á nýafstöðnu uppboði í
Kaupmannahöfn seldust skinnin
á 5-13% hærra verði en fékkst á
síðustu uppboðunum í fyrra vet-
ur og 28-40% hærra verði en í
desember í fyrra.
Svörtu skinnin fóru á hærra
verði en þau brúnu. Svört högn-
askinn seldust á 1440 kr. ísl. en
læðuskinnin á 1263 kr. Fyrir
brúnu högnaskinnin var verðið
1340 kr. en læðuskinnin 1107 kr.
Þessi þróun er þeim mun athygli-
sverðari þegar þess er gætt að
framboð á minkaskinnum hefur
aukist um 2 miljónir í ár. -mhg
Stjórn Neytendasamtakanna
kom saman til fundar 10. desemb-
er sl. og fjallaði ma.a. um sjón-
varpsþáttinn „Heilsað upp á fólk“
sem sendur var út 8. desember.
Svo segir m.a. í samþykkt sem
gerð var einróma á fundi bæjar-
stjórnar Hafnarfjarðar í vikunni.
Fulltrúar allra flokka stóðu að á-
lyktuninni þar sem mælt er gegn
álsamningnum og vinnubrögðum
Kiljurnar mælast afskaplega
vel fyrir og ég á von á því að í
síðustu vikunni fyrir jól, þegar
fólk verður orðið enn peninga-
minna en núna, þá geri það sér
enn betri grein fyrir því hvflík
kjarakaup eru í Uglunum okkar.
Þetta sagði Halldór Guð-
Segir í samþykkt samtakanna að í
þættinum hafi verið vegið ómak-
lega a forystu Neytendasamtak-
anna og hún sökuð um andúð á
bændum auk þess að vera úr
iðnaðarráðherra við gerð hans
mótmælt þar sem engin samráð
voru höfð við Hafnarfjarðarbæ
sem hefur stórra hagsmuna að
gæta varðandi skatttekjur af ál-
verinu í Straumsvík. Bæjar-
stjórninni var fyrst kynntur hinn
nýi samningur 30. nóvember sl.
mundsson, útgáfustjóri Máls og
menningar, sem fyrir þessi jól tók
upp þá nýbreytni að gefa út papp-
írskiljur sem eru miklum mun
ódýrari en innbundnar bækur.
„Best hefur Bróðir minn
Ljónshjarta selst, og frá okkur
eru farin yfir 3000 eintök af
tengslum við neytendur í landinu.
í samþykkt stjórnar Neytenda-
samtakanna segir ennfrcmur:
Stjórn Neytendasamtakanna
bendir á, að forystumenn sam-
takanna hafa aldrei ráðist að
bændum, heldur hefur skipulag
landbúnaðarins verið gagnrýnt,
auk þess sem bent hefur verið á
hátt verð ýmissa landbúnaðar-
vara. Það er mjög fróðlegt í þessu
sambandi að hlutur launa
bóndans í verði landbúnaðarvara
hefur stöðugt farið minnkandi á
síðustu 15 árum. Það er einnig
athyglisvert, að á sama tíma og
bændum var gert að draga úr
mjólkurframleiðslu, á árunum
kring um 1979, jókst mannahald í
mjólkursamlögunum. Það er því
ljóst að einkaneysla bænda á ekki
sök á háu verði landbúnaðarvara,
heldur milliliðir og rangt skipu-
lag.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar
mótmælir harðlega þessum
vinnubrögðum ríkisstjórnarinn-
ar. Jafnframt eru ítrekaðar fyrri
samþykktir bæjarstjórnar um
samningsbundna kröfu Hafnar-
fjarðarbæjar um hækkun á hluta
bæjarins af framleiðslugjaldi ísal •
henni. Bók Árna Bergmanns hef-
ur líka selst vel, yfir 1000 kiljur
þegar farnar út og hinar kiljurnar
eru líka á góðri hreyfingu", sagði
Halldór og lét þess getið í lokin,
að hann teldi að kiljuformið ætti
eftir að ryðja sér frekar til rúms á
íslandi. -ÖS
Hvað varðar fullyrðingar í
þættinum um að Neytendasam-
tökin séu úr tengslum við
neytendur, má benda á að aldrei
fyrr hafa jafn margir gengið til
liðs við samtökin, eins og á síð-
ustu mánuðum. Tala félags-
manna hefur á þessum tíma vaxið
um 30%. Jafnframt má minna á,
að góð tengsl samtakanna við al-
menning komu skýrt í ljós, þegar
rúmlega 20.000 neytendur á
höfurborgarsvæðinu skrifuðu
undir áskorun um að einokun á
sölu kartaflna yrði afnumin.
Undirskriftasöfnun þessi stóð þó
aðeins yfir í tvo daga í matvöru-
verslunum.
Að lokum ítrekar stjórn
Neytendasamtakanna mótmæli
sín, og krefst þess að hlutleysi
sjónvarpsins verði betur í heiðri
haft í framtíðinni.
Hljómleikar
íslenska
hljómsveitin
Tónleikar í Keflavík og
Reykjavík
r
Islcnska hljómsveitin heldur
tónleika í Iþróttahúsinu í Kefla-
vík kl. 20.30 í kvöld og endurflyt-
ur þá í Bústaðakirkju kl. 20.30 á
miðvikudagskvöldið. Eru þetta
þriðju tónleikar hljómsveitarinn-
ar á starfsárinu og bera yfirskrift-
ina Vetrarsólstöður.
Efnisskrá tónleikanna eru
þessi: Gabríel Fauré: Söngþáttur
fyrir kór og kammerhljómsveit
fluttur af Söngsveitinni Fflharm-
oníu. Gustav Holst: Þáttur fyrir
lágfíðlu og kammerhljómsveit,
einleikari Ásdís Valdimarsdóttir.
Giuseppe Tartini: Sellókonsert í
D-dúr, einleikari Mats Rondin.
Jón Nordal: Adagio fyrir flautu,
hörpu, píanó og strengjasveit.
Ralph Vaughan-Williams: Flos
Campi, þáttur fyrir lágfiðlu, kór
og kammerhljómsveit, einleikari
Asdís Valdimarsdóttir, og fé-
lagar úr Fflharmoníunni syngja.
Nokkrir jólasöngvar: Söngsveitin
Fflharmonía leiðir fjöldasöng við
undirleik íslensku hljómsveitar-
innar. Stjórnandi hljómleikanna
er Guðmundur Emilsson.
-mhg
Ásdís Valdimarsdóttir
Mats Rondin
Ekkiað
gefa
vopn!
„Það setur enginn tíma-
sprengju í jólaböggul barnanna
né heldur önnur vopn - þar ættu
heldur ekki að vera leikfanga-
vopn. - Gerið ekki börnin að litl-
um hermönnum.“ Svo segir í flug-
riti sem Menningar- og friðar-
samtök íslenskra kvenna gefa út.
Leikur barna að leikföngum í
vopnalíki hefur verið félagskon-
um þyrnir í augum. Síðustu ár
hafa samtökin unnið markvisst
að því að vekja athygli fólks á því
hve mikilvægt er að vanda vel val
leikfanga til jólagjafa. Úrvalið er
mikið og því auðvelt að velj a ann-
að en leikfangavopn.
-jP-
Seljendur
Vandið auglýsingar
Itilefni stóraukinna auglýsinga í
jólakauptíð hafa Neytendasam-
tökin sent frá sér ályktun þar sem
seljendum vöru og þjónusta er
bent á að geta um verð í auglýs-
ingum sínum hvenær sem hægt
er.
Segja samtökin að það sé ljóst
að auglýsingar séu í reynd „búð-
argluggi“ fyrir stóran hóp
neytenda og því í raun móðgun
við þá að geta ekki um verð í
auglýsingum. Skortur á slíkum
upplýsingum hafi í för með sér
óþarfa kostnað og fyrirhöfn fyrir
fjölda fólks. Þá bendir stjórn
Neytendasamtakanna á að með
auknu frjálsræði í verðlagsmálum
sé afar mikilvægt að upplýsingar
um vöruverð séu sem allra mestar
og að verðupplýsingar í auglýs-
ingum séu liður í aukinni sam-
keppni og auki möguleika á hag-
kvæmari innkaupum. _v.
-v.
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 18. dcsember 1984
Uglumar, pappírskiljur Máls og menningar, hafa slegið í gegn meðal þeirra sem kaupa bækur í jólagjafir. Mynd - eik
Bækur
Kíljumar mjög vinsælar
Halldór Guðmundsson hjá MM: Kiljurnar eru svar okkar við
peningaleysifólks. Ljónshjarta komið yfir3000
Sjónvarpsþáttur
Vegið að samtökum neytenda
Neytendasamtökin mótmæla harðlega ummælum semfram komu í
sjónvarpsþættinum „Heilsað upp áfólk“.