Þjóðviljinn - 18.12.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.12.1984, Blaðsíða 4
LEIÐARI Stjómarandstaöa Sjálfstæöisflokksins Sjálfstæöisflokkurinn, höfuöflokkur hinna ríku, hefursjaldan áttjafn litlu gengi aö fagnaog um þessar mundir. Þegar betur er aö gáð er nánast ekki hægt að finna þann hóg í þjóðfé- laginu sem ekki á Sjálfstæðisflokknum grátt aö gjalda vegna stjórnarstefnu núverandi ríkis- stjórnar, - fyrir utan stóru fyrirtækin og fjár- magnseigendurna. Auk þessa er Sjálfstæðisflokkurinn forystu- laus og enginn veit hverjir ráöa feröinni í flokkn- um, - aö ööru leyti en því að grimmúöleg frjáls- hyggja hefur oröiö ofan á sem pólitísk stefna flokksins í ríkisstjórn. Þetta ástand í Sjáfstæðisflokknum og meöal fylgis hans er fariö aö endurspeglast á alþingi íslendinga, þannig aö engu er líkara en fjöldi þingmanna Sjálfstæðisflokksins sé í raun kom- inn í harða stjórnarandstöðu. Reyndar á þaö einnig við um þingflokk Framsóknarflokksins - og fer þá að styttast í ævidaga ríkisstjórnarinnar sem margir efast um að tóri lengur en fram á næsta vor. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa með margvíslegum hætti látið ríkisstjórnina fá það óþvegiö og gefið í skyn aö þeir vildu stjórnina feiga og væru óánægöir meö forystu flokks síns. Aö undanförnu hefur hver þingmaöur Sjálf- stæðisflokksins á fætur öörum lýst yfir and- stööu sinni við stjórnarstefnuna á alþingi. Eyj- ólfur Konráð Jónsson hefur hvað eftir annaö á þinginu gefið í skyn að hann væri búinn að fá nóg af því aö styöja kolvitlausa peningamálapó- litík stjórnarinnar og ráðherra Sjálfstæðisflokks- ins sérstaklega. Þorvaldur Garðar Kristjánsson virðulegur forseti Sameinaös þings hefur lýst yfir andstöðu sinni viö kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar og hvaö eftir annað gefið í skyn, aö landsbyggðar- sjónarmiða sé ekki gætt af hálfu ríkisstjórnar- innar. Friðjón Þórðarson hefur haldiö eldmessu yfir frjálshyggjunni í Sjálfstæðisflokknum í þing- ræðu. Friðrik Sophusson varaformaður Sjálf- stæðisflokksins skrifar undir nefndarálit um söluskattshækkunina með fyrirvara. Þessi sölu- skattshækkun er að mati fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins ein af forsendum fjárlaga- frumvarpsins og hefur verið samþykkt í þing- flokki Sjálfstæðisflokksins. Meira að segja for- maður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Páls- son, tiplar eins og óþekkur kjördæmisstrákur við fjárlagaafgreiðslu á alþingi - og greiðir at- kvæði á móti tillögu, sem fjármálaráðherra hans eigin flokks leggur til. Slík fádæmi segja sína sögu um ástandið í Sjálfstæðisflokknum. Egill Jónsson eini þingmaður Sjálfstæðis- flokksins sem ber eitthvert skyn á gróður jarðar lætur hvað eftir annað í Ijós óánægju sína með fjandskap Sjálfstæðisflokksins við landsbyggð- ina. Egill hefur kvartað undan því á alþingi í síðustu viku að flokksbróðir hans Sverrir Her- mannsson iðnaðarráðherra hlustaði meira á aðra menn heldur hann sjálfan og Þorvald Garðar Kristjánsson þegar orkuverðið væri annars vegar. Reyndar lýsti þingmaðurinn sig andvígan stjórnarstefnunni og stefnu iðnaðar- ráðherra Sjálfstæðisflokksins í orkuverðsmál- um, enda stendur þar fátt eftir annað en svikin kosningaloforð. Guðmundur H. Garðarsson varaþingmað- ur Sjálfstæðisflokksins hefur hvað eftir annað bent á vitleysurnar í sjávarútvegsstefnu stjórn- arinnar og lýst yfir hálfgerðri stjórnarandstöðu í veigamiklum málaflokkum. Þannig mætti halda áfram að tína upp and- stöðuna, óánægjuna og sundurlyndið í þing- flokki Sjálfstæðisflokksins að ekki sé talað um óánægjuna meðal almennra flokksfélaga. Slík- ur þingflokkur er ekki líklegur til að standa að baki þessarar ríkisstjórnar né nokkurrar annarr- ar. Feigðarmerki stjórnarinnareru ótvíræð. Það er sama hvert litið er á vettvangi Sjálfstæðis- flokksins í þessari ríkisstjórn: svikin loforð, svið- in jörð og sundurtættur flokkur. KLIPPT OG SKORIÐ Jólagleðin I litla þorpinu Einsog menn muna var eitt helsta formannsheit Jóns Bald- vins Hannibalssonar eftir þing Alþýðuflokksins að leggja niður eigið málgagn, Alþýðublaðið, og gefa í þess stað út myndbönd úr flokksstarfinu og af heimilis- bragnum. Myndböndin hafa enn ekki komist í vídeóleigurnar og Alþýðublaðið kemur út enda var ritstjóri þess ekkert mjög glaður þegar Jón tilkynnti alþjóð áform sín um blaðið. Aftur hafa þau tíðindi gerst í útgáfustarfi Alþýðuflokks að hin nýja forusta hefur gefið út jóla- blað handa flokksmönnum. Það heitir Á aðventunni, og útgefandi er Félagsmiðstöð jafnaðar- manna. Það forlag hafði enginn heyrt um áður. Efni aðventu- blaðsins er að vonum fjölbreytt enda er ritstjórinn ekki af verra tæi: sjálf Bryndís Schram. Að öðru efni ólöstuðu ber af lyk- ilsmásagan Jólagleðin í litla þorp- inu þarsem auðvitað er átt við Al- þýðuflokkinn. Langi Jón með leynda þrá í blaði litla þorpsins er ekkert verið að fara út fyrir bæjarmörk- in. Á forsíðunni er stór mynd af Jóni Baldvin Hannibalssyni ásamt frétt um afrek formannsins síðan á þinginu, síðan er grein um kvenfólk eftir Jón Baldvin Hann- ibalsson, síðan úrklippur úr dag- blöðum um kosningar þarsem Jón Baldvin Hannibalsson var kosinn, síðan kemur hjartnæm grein eftir Bryndísi Schram: Þeg- ar ég var lítil, síðan kafli úr bók sem Bryndís Schram skrifaði nú fyrir jólin. Loks er löng drápa eftir höfund, sem því miður vill ekki láta nafns síns getið, en yrkir um ákveðinn flokksformann og konu hans: Langi Jón með leynda þrá litla flokkinn veðjar á Hún kyssir kalla hann kyssir alla sem kosningarétt hafa og á kjörskránni lafa Og að lokum er þessi mikla lýs- ing á þeim sem „sjarmerar með sætum róm“: málskrafsvélin malt og salt malar skjótt og getur allt hermannlegt er höfuðlag hár og skegg með glœsibrag kempan unga kann sitt fag og klæðist samkvœmt tísku enginn nefnir nísku Skáldið slær hér gamalkunna íslenska hörpu sem fyrst var höfð til dýrðar konungum í Noregi, síðan hetjum kristinnar kirkju, síðast Jósef Stalín, og nú Jóni for- manni. Rúsínan í pulsuenda aðventu- blaðsins er svo kafli úr nýrri bók sem heitir Pólitískur farsi. Trúarbragða- styrjöld í Alþýðu- flokknum? í síðustu viku birti Alþýðu- blaðið nokkrar gagnrýnisgreinar um orgelsöfnun þá hina miklu sem vinir Hallgrímskirkju hafa hrundið af stað í miðju Eþíópíu- hungrinu, og hafa menn lagt eyru við þeirri gagnrýni: hingaðtil hef- ur þjóðkirkjan verið heilög kýr og fengið að rása átölulaust hvert sem vill. En aðventublaðið hefur slegið dygga lesendur Alþýðublaðsins rækilega útaf laginu í þessu máli. Ekki nóg með að þar auglýsi vel- unnari: Orgelsjóður Hallgríms- kirkju kemst upp (hvert upp?), heldur er vegleg auglýsing um aðra orgelsöfnun: Styðjið Orgel- sjóð Fríkirkjunnar. Innanflokksmálin hjá krötum eru sýnilega flóknari en við héld- um. En þessi kirkjutónlistardeila í flokki formannsins skýrist kann- ski eitthvað með Matteusi 24.31: Og hann mun senda út engla sína með hljómsterkum lúðri, og þeir munu safna saman hans útvöldu frá áttunum fjórum, himinsend- anna á milli. Bingó, ekki jólabónus Meðan hljóðfæraslátturinn ómar úr litla þorpinu heyrist grát- ur og gnístran tanna úr öðrum stað: þær fréttir berast að eftir verkfall og prentvélarkaup er Ár- vakur orðinn peningalítill og get- ur ekki gefið starfsmönnum sín- um á Morgunblaðinu jólabónus sem tíðkast hefur í áravís og verið góð búbót fyrir kollega á Mogga. Við samhryggjumst innilega. Hitt er annað að Morgunblað- ið hefur nú tekið upp einkenni- legan leik í sunnudagsútgáfunni og er farinn að merkja síðurnar dularfullum táknum á borð við: B7, C3 o.s.frv. Sú skýring hefur komið upp á þessum furðum að á Morgunblaðinu hafi starfsmönn- um verið bættur jólabónusinn með heljarmiklu bingói, og séu þetta tölurnar á bingóreitunum. Við teljum að Birni Bjarna veiti ekki af að vinna eftir síðustu hrakfarir í hernaðarmálunum... - m DJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Út0«fandl: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rftst/órar: Ámi Berqmann, össur Skarphéðinsson. Rftatjómarfulltrúi: öskar Guðmundsson. Fréttaatjóri: Valþór Hlóðversson. Blaðamann: Ájfheiður Ingadóttir, Ásdís Þórtiallsdóttir, Guðjón Friðriksson, Jóna Pálsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). yósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Ottlt og hónnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrtta- og prófarkatoctur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrffstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjórl: Ragnheiður Óladóttir. Augiýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Margrót Guðmundsdóttir. Afgreiðslustjórl: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigrfður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, ólöf Húnflörð. Innhsimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskriftarverð á mánuði: 300 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Þriðjudagur 18. desember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.