Þjóðviljinn - 18.12.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.12.1984, Blaðsíða 9
MENNING Sigurður Thoroddsen segir frd mörgu smdskrýfilegu d kjarnmikinn og launfyndinn hdft Sigurður Thoroddsen verk- fræðingur kemur til dyranna eins og hann er klæddur, hreinn og beinn, og hlífir hvorki sjálfum sér né öðrum. „Eins og gengur", heita endur- minningar hans sem hann var reyndar ekki búinn að Ijúka við er hann lést 29. júlí 1983. Það kemur fram í eftirmála Hall- dóru dóttur hans að síðustu blaðsíðuna skrifaði hann nokkrum tímum fyrir andlát sitt. „Þetta gengur svona,“ var orðtak hans og af því dregur bókin nafn sitt. Endurminningar Sigurðar Thoroddsen ná aðeins fram til stríðsloka en þá átti hann reyndar eftir að vinna það starf sem lengst mun standa, brautryðiandastörf hans í stórvirkjunum íslendinga sem gerði verkfræðistofu hans að stórveldi á íslenskan mælikvarða og þá stærstu hérlendis. Meginhluti endurminninganna fjallar um æsku hans og námsár og kemur þar við sögu mikill fjöldi ættingja hans og samferð- armanna og sagan er morandi af smáskrýtilegum sögum og bros- legum atvikum. Hún er þannig nokkuð góður aldarfarspegill frá fyrstu áratugum aldarinnar og þeim anda sem sveif yfir á einu frægasta heimili þjóðarinnar og í höfuðstað landsins sem var óðum að breytast úr þorpi í borg. Sigurður Thoroddsen er fædd- ur á Bessastöðum þar sem faðir hans var eins konar „gentleman farmer", stórbóndi en sat sjálfur í skrifstofu í sínu stjórnmála- vafstri, stjórnaði verslun og rit- stýrði Þjóðvilja, en lét aðra sjá um búskapinn. Síðan byggir hann stórhýsið að Vonarstræti 12 og þangað flyst fjölskyldan þegar Siggi litli er 6 ára gamall. Heimili þeirra Skúla og Theodóru var ákaflega barnmargt og líflegt. Svo mikið frjálsræði var á börn- unum að góðborgarar ýmsir hneyksluðust. Og heimilið var opið jafnt listamönnum sem flæk- ingum. Þar var leikið, sungið, farið með skáldskap og talað um stjórnmál. Það er því engin tilvilj- un að sterk listaæð er í börnunum og mörg af þeim fara út í pólitík, öll róttæk. Lýsing Sigurðar á æskuheimili sínu er ýtarleg og ákaflega fróðleg. Og þar er ekki vikist undan því að segja frá tilheyrandi drykkjuskap og prakkarastrik- um. Við lestur sögunnar hefur maður það á tilfinningunni að Sigurður segi hlutina eins og þeir koma honum fyrir sjónir en reyni hvorki að breiða yfir né fegra. Er hætt við að sumum einstaklinum muni svíða nokkuð undan um- mælum hans. Um sjálfan sig og verkfræðinám sitt í Kaupmanna- höfn segir hann: „Sjálfur var ég alla tíð hinn mesti trassi og dró alltaf allt til síðustu stundar. Aldrei hvarflaði það heldur að mér, að ég væri að leysa raunveruleg verkefni, sem ættu eitthvað skylt við lífið eða framtíðarstarf mitt. Fyrir mér vakti það eitt að fullnægja kröf- um skólans til þess að fá stimpil og það á sem auðveldastan hátt, þótt skömm sé að segja frá.“ Það kemur líka fram hjá Sig- urði að fyrstu árin eftir að hann kemur heim sér hann eftir að hafa valið sér verkfræðina enda fékk hann lítið að gera frá því að hann kemur heim 1927 og allt þar til stríðið skall á. Fékkst hann við ýmislegt á þessum árum, teiknaði og fór jafnvel hjólandi um bæinn sem rukkari. En stríðið breytti öllu, þá fer hann að eigin sögn á kaf í hermang og dregur ekkert undan um alla þá spillingu sem þar var. Árið 1942 er Sigurður kjörinn sem landskjörinn þingmaður fyrir Sósíalistaflokkinn en kaflinn um þingmennskuna er ekki fyrir- ferðarmikill í bókinni enda segist Sigurður yfirleitt hafa verið þægi- legur já-maður í sínum flokki. Gildi þessarar bókar er fyrst og fremst fólgið í þeirri mynd sem Sigurður dregur upp af æsku- heimili sínu, námsárum í Reykja- vík og Kaupmannahöfn, sumar- vinnu víðs vegar um landið, og þeim erfiðleikum sem verkfræð- ingum mætti er þeir voru að hasla sér völl í þjóðfélaginu. Um það segir hann: „Verkfræði og verkfræðingar voru heldur ekki í miklu áliti hér á landi, væri þeir ekki útlendir. Br j óstvitið var í hávegum haft, og við íslensku verkfræðingarnir vorum taldir óþarfa afætur. Að til væri verkfræðingur með verksvit var alveg af og frá og eimir nokk- uð eftir af þessu enn.“ „Eins og gengur“, eftir Sigurð Thoroddsen er hins vegar bráð- Æv\ og starf íslenskra kvenna úlvarpserindi Bjargar Einarsdóttur koma út d bók Útvarpserindi Bjargar Einars- dóttur „Úr ævi og starfi íslenskra kvenna" eru væntanleg á bóka- markaðinn fyrir jól. Af 29 erind- um sem flutt voru í ríkisútvarpið síðastliðinn vetur koma nú 22 þau fyrstu á bók. í erindunum fjallaði Björg meðal annars um konur sem voru brautryðjendur á ýmsum sviðum, svo sem í verslun og verkalýðs- málum, listum og vísindum, skólamálum, líknarmálum og fleiru. Bókin, sem verður um 400 blaðsíður á lengd, er prýdd fjölda áhugaverðra mynda. I þeim 22 erindum sem koma nú á prent er sagt frá 27 konum, sú elsta var fædd 1770 og yngsta 1891. Þættimir sem eftir standa, og ekki rúmuðust í þessu bindi, munu væntanlega koma út síóar ásamt viðbótarerindum um sama efni. Vinna við bókina hefur taf- ist vegna verkfalla, en góðar horfur em á að hún komi í tæka tíð fyrir jól. skemmtileg aflestrar og aragrúi persóna dreginn fram á sviðið og margt kyndugt sagt af bjástri þeirra. Ég læt hér fljóta með eina sögu er hann hefur eftir mági sín- um, Haraldi Jónssyni lækni sem kallaður var Ibsen: „Guðmundur Hannesson hafði m.a. umsjón með krufn- ingu læknaskólapiltanna. Krufn- ingunni fylgdi alla jafna í þann tíð drykkjuskapur strákanna og var jafnan farið á eitt eða fleiri fyll- erí, meðan á hverri krufningu stóð. Mun það eftir sögusögn Ibsens hafa verið föst venja, að lögfræðistúdentum var boðin þátttaka í einhverju þeirra. í eitt sinn þræddu þeir spotta þannig í líkið, að þegar kippt var í spottan rétti líkið upp höndina. Eftir þennan útbúnað, sem Skúli Guðjónsson prófessor, Ibsen og fleiri höfðu hannað og gert, buðu þeir lögfræðingum inn. Var svo hellt í glös og Skúli sagði við líkið um leið og hann rétti því staup: „Skál, gamli.“ Ibsen tók í spott- ana og líkið rétti fram höndina á móti staupinu, en lögfræðingarn- ir ruku á dyr.“ Þetta er hinn létti andi sem svíf- ur yfir vötnum endurminninga Sigurðar Thoroddsens og verður m.a. til að maður leggur þær ekki frá sér fyrr en eftir síðustu blað- síðu. Þess skal að lokum getið að töluvert af myndum er í bókinni og er hún vel frá gengin að öllu leyti. -GFr SAGNAKVER Skula Gíslasonar Útgáfa Sigurðar Nordal Myndskreytt af Halldóri Péturssyni Hundrað þjóðsögur og sagnaþættir Skemmtileg og þjóðleg lesning í skammdeginu Bók sem brúar kynslóðabilið Verð kr. 889.20,- *■- . ---- 1 ''W VKiilmmm Ijdpfdl Unuhúsi Veghúsastíg 5, sími 16837 GOTT TÆKIFÆRI GOTT VERÐ GOÐ VARA Nú gefst tækifæri til hagstæðra innkaupa á ýmsum hlutum viðkomandi tölvum. Eftirfarandi verðlisti sýnir einingaverð á nokkrum þeirra. Disketta 1 kr. 239.- Disketta 2D kr. 279.- Disketta 2D í PC kr. 212.- Litaband í PC kr. 336,- 500 bls. A4 pappír kr. 207,- Að sjáifsögðu býðst enn betra verð með magn- kaupum eða t.d. PC pökkum. PC-pakki I PC-pakki II 20 stk. diskettur 2D 30 stk. diskettur 2D 500 bls. A4 pappír 500 bls. A4 pappír 2 stk. litabönd á kr. 4.560.- 3 stk. litabönd á kr. 6.950.- Gríptu þetta tækifæri, hafðu samband ísíma 91-68 73 73, það borgar sig. IBM á íslandi, Skaftahlíð 24, Reykjavík, sími (91) 68 73 73. Þriðjudagur 18. desember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.