Þjóðviljinn - 18.12.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.12.1984, Blaðsíða 8
MENNING Milliliðalis 5 sœnskir listamenn frá Gautaborg sýna á Kjarvalsstöð um Hið forna og eyðileggingin III (Antiken og förintelsen III) eftir Lennart Landqvist. Um þessar mundir stendur yfir sýning 5 sænskra málara á Kjar- valsstöðum. Reyndar heitir sýn- ingin „5 frá Gautaborg", því það- an koma listamennirnir Tore Ah- noff, Erland Brand, Lennart Landqvist, Jens Mattiasson og Lars Swan. Allir gengu þeir í sama listaskólann, Valand- listaskólann í Gautaborg og eins og í hinni vönduðu sýningarskrá stendur, hafa þeir allir verið að fást við ljós og birtu í verkum sín- um. Þetta eru þó mjög ólíkir lista- menn þótt af svipaðri kynslóð séu og búi í sömu borg. Sýningin 5 frá Gautaborg er farandssýning, sem hóf göngu sína í Gautaborg, en mun þræða Norðurlöndin fram til ársloka 1986. Það er greinilegt að mikið hefur verið lagt í þessa sýningu, því fjármögnun hennar tekur bæði til sjóða og stórfyrirtækja og fleiri manns standa að baki henni. Þá er Listasafn Gauta- borgar og Listahöll aðilar að framkvæmdinni. Sýnir þetta hvemig listpólitík er rekin meðal frændþjóða okkar, en þær virðast iíta afurðir menningar sinnar öllu skilningsríkari augum en við okk- ar eigin menningarpródúkt. Mér er sem ég sjái íslensk stjórnvöld eða stórfyrirtæki einhvern tíma greiða þannig götu íslenskrar myndlistar á erlendum vettvangi. Til að svo fjarstæðukenndur draumur yrði að veruleika þyrfti að koma til kraftaverk. Þrátt fyrir mikið umstang er til- gangurinn með þessari sýningu nokkuð óljós. Bæði er það að mér er ekki fullkunnugt um stöðu þessara listamanna innan sænskr- ar listar, né fyrir hvað þeir standa. Eru þeir merkir fulltrúar fyrir ákveðna kynslóð, eða er þetta einhvers konar sænskur Septem-hópur sem einungis sýnir saman vegna gamals kunnings- skapar? Hver svo sem ástæðan er, þá er víst að þessi sýning er dálítið á skjön við tíðarandann í listum eins og hann er í dag og því syndir hún í dálitlu tómarúmi. Þetta er nefnilega akkúrat list gærdagsins og of nálægt okkur í tíma til að geta talist áhugavert, sögulegt fyrirbæri. Þó kemur ýmislegt í ljós við lestur þessara mynda. Maður uppgötvar hve mjög sænsk list hefur haft áhrif á íslenska list, ekki sem frumvaldur heldur milliliður eða miðill enskra og amerískra áhrifa. Því virðist nefnilega eins varið með vissa myndlist og aðrar menntir, að þegar skeggrætt er um sænsk áhrif í íslensku skólakerfi, þá eru það raunar engilsaxnesk áhrif sem átt er við, komin hingað via Svíþjóð. Það er t.d. ekki erfitt að greina ensk popp-áhrif í verkum Lenn- art Landqvist, hvort sem þau eru komin frá Richard Smith eða Anthony Donaldson. Á svipaðan hátt eru þeir Jens Matthíasson og Lars Swan undir sterkum áhrif- um frá bandarísku ab- straktmálverki, sá fyrrnefndi er í ætt við Mark Rothko og ýmsa síð- abstraktmálara og skyldleiki Swan við kalifornískar myndir Richard Diebenkorn er of sláandi til að hægt sé að leiða hann hjá sér. Vissulega er ekki ástæða til að væna þessa mætu málara um stuld, en tilfinningin að maður hafi séð svona eða svip- aða listtjáningu áður, dregur óneitanlega úr áhuga manns, hversu falleg sem verkin kunna að vera. Þeir Tore Ahnoff og Er- land Brand eru öllu frumlegri, en á móti kemur að sá frumleiki er of sérviskulegur og inniklemmdur til að verk þeirra geti talist ris- mikil. En hvað segir þetta okkur? Jú, þótt nöturlega kunni að hljóma virðast Svíarnir fimm þjást af hin- um landlæga skandinavíska menningarsjúkdómi sem herjar á alla þá sem sætta sig við listrænan hjáleigubúskap. Þrátt fyrir það að Norðurlöndin séu afar meðvit- uð um menningarlegt sjálfstæði sitt, virðist þeim örðugt að sanna það með list sinni. í stað þess að leita uppi sitt eigið frum er frjó- kornið flutt inn og staðfært. Ut- koman verður ávallt annars flokks því í hana vantar sérkenni innflutningsaðilans. En þessi lín- udans virðist viðgangast gagnrýnislaust ár eftir ár, þar til menn fara að trúa því að Skand- inavar geti ekki gert betur. Við höfum þó dæmi um hið gagnstæða. Ibsen, Strindberg og Munch gerðu rúmrusk í híbýlum heimslistarinnar og kvikmynda- leikstjórinn Ingmar Bergman hefur sýnt það í þrjá áratugi að skandinavísk list þarf ekki að vera svona déskoti ósjálfstæð. Með aukinni sjálfsgagnrýni og auknum kröfum listneytenda ætti að vera mögulegt að efla innri sem ytri virkni Norrænna lista. HBR Prjcir íslenskar fyrir litlu krakkana Heiga Steffensen: (brúöur, leiktjöld og texti) Brúðubíllinn. Afmælisdagur- inn hans Lilla. Forlagið 1984. Á síðustu árum hefur ekki ver- ið mikið um frumsamdar íslensk- ar myndabækur fyrir smábörn. Það er því töluvert gaman að fá nú upp í hendurnar þrjár nýjar sem segja sögur í máli og mynd- um hver á sinn sérstaka máta. Afmælisdagurinn hans Lilla byggist á ljósmyndum í lit úr brúðuleikhúsi því sem krakkar í Reykjavík og víðar þekkja undir naftiinu Brúðubfllinn en hann er vorboðinn á barnaleikvöllum hér syðra. I stuttu máli þá finnst mér myndirnar af brúðunum vera bæði fallegar og skemmtilegar og trúi að ólæsir krakkar hafi gaman af að skoða þær. Það er nefnilega hægt að lesa söguna af myndun- um einum saman og slíkt er kost- ur. Sjálf sagan er tvískipt, sagt er frá afmæli Lilla en sú saga er eiginlega ekkert nema upptaln- ing á þeim sem koma í veisluna og hvaða gjöf þeir færa Lilla. Síðan er saga í sögunni, þ.e. Gústi frændi segir Lilla sögu fyrir svefn- inn sem verður aðalsaga bókar- innar, 14 bls. af 25. Sú er í ævin- týrastíl um litlu ungana og vonda refinn sem fær makleg málagjöld. Hún er einföld og aðgengileg fyrir smábörn, en galli finnst mér hins vegar að kynna til sögu a.m.k. ópersónur semfásvoekk- ert að vera með meira. Bókin er frumraun á sínu sviði og er full ástæða til að binda vonir við að næst takist að semja frum- legri og bitastæðari sögu um þess- ar líka fínu fígúrur sem myndast svona vel. Þóranna Gröndal: Músikalska músin Margrét Magnúsdóttir mynd- skreytti Helgafeil 1984 Músikalska músin er sagan af því þegar kisa kom heim með mús sem var eftir allt saman alls ekki dauð. Hún faldi sig í píanó- inu og setti heimilislífið dálítið úr skorðum í einn sólarhring. Sögu- maður er barn, en galli er að les- endur fá ekki að vita hvort það er strákur eða stelpa eða hvað gam- alt það er. Ég tel að til bóta hefði verið að leggja meira í persónu- sköpun sögumanns og nota sjón- arhorn bamsins, segja söguna greinilegar frá sjónarhóli barns. Slíkt gerir börnum auðveldara að lifa sig inn í sögur. En söguþráð- urinn er mátulega einfaldur og spennan sem skapast er ágætlega við hæfi litlu krakkanna. Klippimyndir Margrétar er ég ekki eins viss um að séu góðar fyrir smábörn. Þær eru t.d. stfl- færðar á þann hátt að stundum eru hendurnar ekki festar við búkinn og stundum vantar munn (Bls. 11,15,17). Þettafinnst mér ekki gott fyrir lítil börn sem eru að átta sig á því hvernig samhengi hlutanna er. Þroskandi eru þær myndir sem hjálpa þeim til þess, þessar hér gætu verkað öfugt. I stað þess að lýsa söguna getur sturidum farið svo að myndirnar trufli hana. „Mamma, af hverju er höndin ekki föst við lögguna og hvar er hin höndin?“ Þá er galli að myndirnar snúa ekki alltaf rétt fyrir skoðandan- um. Sigrún Eldjárn: (myndir og texti) Langafi prakkari Iðunn 1984 Síðast en ekki síst er saga Sig- rúnar Eldjárn af Langafa prakk- ara og Önnu litlu sem er framhald af Langafi drullumallar sem kom í fyrra. Sigrún er að hasla sér dá- lítinn völl á þessu sviði því að á undan þessum sendi hún frá sér bækurnar Allt í plati og Eins og í sögu. Þær eru við hæfi ögn eldri barna en langafabækurnar eru góðar fyrir u.þ.b. 2-4ra ára. Sigrún segir í nýju bókinni ein- falda, fyndna sögu af því þegar Anna og afi reyna að veiða lang- ömmu handa langafa svo að hann hafi einhvern til að dansa við gömlu dansana. „Við setjum eitthvað sem lang- ömmu líkar vel hjá gildrunni og svo kemur ein góð lang- amma og ætlar að taka það - og BANG - hún festist í gildr- unni! En hvað skyldi lang- ömmum líka vel við?“ „Það veit ég,“ segir langafi. „Konfekt, sérrí og börn!“ Sögurnar segir hún bæði með myndunum og textanum sem mynda trausta heild að mínu mati. Myndirnar eru fullar af lífi húmor og hlýju og bókin verður þess vegna góð til að skoða aleinn þegar enginn nennir að lesa fyrir mann. Langafi er frumleg persóna í smábarnabók. Þessi langafi er kannske ekki dæmigerður en skemmtilegur er hann. Og þó að , Fimmtu og sjöttu tónleikar Islensku hljómsveitarinnar á þessu starfsári bera yfirskrift „Vetrarsólstöður". Efnisskrá þessara aðventutónleika verður frumflutt í Nýja íþróttahúsinu í Keflavík í kvöld kl. 20.30 og endurtekin í Bústaðakirkju í Reykjavík á morgun kl. 20.30. Stjómandi er Guðmundur Emils- son og jafnframt söngstjóri söngsveitarinnar Fílharmoníu en kórinn flytur tvö verkanna á tón- leikunum og leiðir fjöldasöng tónleikagesta Iíkt og á fyrri jóla- textinn sé einfaldur er hann fjöl- breyttur og líflegur. Afinn hefur sinn sérstaka talsmáta: „Tja, það er nú það, heillin mín,“ og hann er allt öðru vísi en talsmáti Qnnu: „Ha-ha-ha, ferlega ertu vitlaus, langafi, heldurðu að ég sé lang- amma þín? Nei, þú ert nú al- gjör!“ Þetta er eina bókin af þessum þremur sem ekki er prentuð í lit. Ekki þar fyrir að hún er falleg svona en satt að segja finnst mér nú að það mætti splæsa litprentun á sögur Sigrúnar því þær eru eins og langafi myndi orða það „svo assi skondnar." Þ.J. tónleikum hljómsveitarinnar. Á tónleikunum verður leikið á mildum tónum með kórsöng, víólu- og sellóleik. Flutt verða verk eftir Holst og Vaughan- Williams og er einleikshlutverk víólunnar í höndum Ásdísar Valdimarsdóttur. Þá flytur söngsveitin einnig Cantique eftir Fauré. Sænski sellóleikarinn Mats Rondin er í aðalhlutverki í sellókonsert Tartinis. Þá er einn- ig á dagskrá Adagio eftir Jón Nordal. -GFr Langafi dettur í gildru - úr bók Sigrúnar Eldjárn 8 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 18. desember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.