Þjóðviljinn - 18.12.1984, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 18.12.1984, Blaðsíða 17
U-SÍÐAN Bók um ávana- og fíkniefni Ut er komin bók um ávana- og fíkniefni á vegum Hafnar- fjarðarbæjar. Ber hún nafnið „Kennslubók um ávana- og fíkniefni fyrir skóla og almenn- ing“. Höfundur bókarinnr er Vilhjálmur G. Skulason, dr. phil. en fjögurra manna starfs- hópur var honum til aðstoðar við gerð hennar. í bók þessari er vendilega út- listað hvaða áhrif neysla vímu- efna hefur, bæði tímabundið og svo langvarandi. Þá er talað um aukaverkanir, fráhvarfseinkenni og notagildi efnisins sem lyfs. Ég er á þeirri skoðun að mikið skorti á fræðslu fyrir börn og ung- linga einmitt um þessi mál, en það ber að varast að sú fræðsla hafi ekki röng áhrif. Hvernig röng? Jú, td. eins og í verkfallinu þegar stór hluti þjóðarinnar þjáð- ist af tóbaksleysi. Ég hef aldrei verið eins nálægt því að byrja að reykja eins og þá! í verkfallinu hefði einmitt verið rétti tíminn fyrir herferð gegn reykingum, skaðleg áhrif þeirra útlistuð. Þess vegna finnst mér í bókinni vera kaflar sem auka löngun til að prófa ýmis lyf og maður þarf ekk- ert að pæla í því hvernig á að neyta efnisins, því að það stendur allt í bókinni. Það er bara von- andi að sá sem les bókina með því hugarfari að hann lesi líka kafl- ann á eftir um skaðleg og lang- varandi áhrif efnisins um auka- verkanimar og allt það. Áþ. Úr myndasafninu Fimm villur Þessar myndir sýnast í fljótu eins á báðum. Hvaða atriði eru bragði eins, en þær eru það ekki. það? Það eru fimm atriði sem ekki eru (Úr Sumarbókinni). Þaö reynir a dómqreina og viljastyrk unglmga. þegar t>eir norfast i „ igu viíi freistmgarnar Tvöljóð eftir Ara Gísla Gangan Æi, ég vil hvíla og sofa í faðmi þínum ég vil hlæja, gráta og dansa með þér Rauðavatn, - bás fimmtíu og fimm. En tíminn leið og ekkert gekk fólkið hélt áfram að skokka dilludans nútímans með Uno í hægri og skeiðklukku í vinstri. Hann (skáldið) hélt þó sínu striki þó honum fyndist hausinn vera að springa af spurningum og vafa. Hann hélt göngu sinni áfram í frakkanum, með sígarettuna og glottandi augun misstu ekki marks hvort sem um fjöldafundi var að ræða ellegar stefnumót við þögul umferðarskilti sem virtust eftir allt skilja hann best. Hann staðnæmdist þó dag einn og sneri sér í hálfhring leit til himins og það virtist eitthvað renna upp fyrir honum hann fann hjartað hætta að slá og æðarnar blána. Hann snerist í annan hálfhring og glotti en brosið var horfið og nóttin skollin á. Við fæðumst í dag í dag er dagurinn okkar við lifum breytum og byltum Fuglinn flýgur yfir götuna og fellur á gangstéttarbrúnina og deyr Við hoppum og syngjum því dagurinn er fagur fyrir okkur Litla barnið gengur hægum en snöggum barnslegum skrefum fram á hátt fjall en er skotið og deyr Kannski erum við tilfinningalaus börn á göngu á fjallið stóra. Verum glöð í dag. Töh/utöfrar Nú til dags eiga allir tölvur, að minnsta kosti allir sem eitthvað eru komnir áleiðis í skóla. Þið sem eruð yngri og hafið ekki enn eignast tölvu hljótið að geta fengið hana lán- aða smástund hjá eldra systkini eða foreldrum svona rétt til þess að sýna, hve snjöll þið eruð. Bragðið á að vera hægt að gera á flestum tölvum. Sláið töluna 37037 inn í tölv- una. Biðjið síðan vin ykkar að velja uppáhaldstöluna sína frá 1 upp í 9 og segja ykkur hana. Látið vininn ýta á margföldunartakk- ann á tölvunni. Nú margfaldið þið sjálf í huganum tölu vinarins með þremur. Segið honum töl- una sem þið fáið út, en ekki hvers vegna eða hvernig hún er fengin. Látið vininn slá hana inn og þrýsta síðan á samlagningar- takkann. Vini ykkar til mestu furðu (iuui5i9qjBiuns jq) •jb>(jia pgejqnAipj Bjjacj 8iuj3Aq pas picj pijsg puBAS B BJI[ QB JACj Q3UI §0 JnUISJcj Q3UI 6!PIBJS'1BJ'J •BunAjpj i uui LÍOLi 6ÍPIS ‘8=TX8 :siuiæp px ubibj BSaiBunjddn uiejj jnma^ j qouj QnpipjSjBUI B[BJ JOAquiS :usne~| „uppáhaldstalan" hans njög sérstæðan hátt á Þriðjudagur 18. desember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.