Þjóðviljinn - 18.12.1984, Blaðsíða 7
Hvítigaldur
Umberto Ecos
Umberto Eco. Nafn rósarinnar.
Thor Vilhjálmsson þýddi.
Svart á hvítu 1984.
Þá er þessi fræga og lærða og
skemmtilega metsölubók komin
á íslensku og það er fagnaðarefni.
Stundum er verið að spyrja að
því, hvort sá höfundur sé betri
sem fetar öngstigi í verki sínu þar
sem hann á aðeins von á fáum
útvöldum, eða sá sem freistar
margra til að fylgja sér eftir - til
dæmis með því að bjóða upp á
eitt dularfulít morð á hverjum
degi sögunnar eins og Umberto
Eco gerir í þessari bók. Við því
fást engin svör, enda eins líklegt
að heimskulega sé spurt. Sögu-
menn geta ekki annað betra gert
blátt áfram, en að vera trúir sjálf-
um sér, skrifa eins og næst stend-
ur skilningi þeirra og forvitni um
menn og bækur.
Umberto Eco er galdramaður
mikill, sem fléttar af ærnu hugviti
margskonar fróðleik saman við
glæpasögu sem gerist í miðalda-
klaustri. Ekki nóg með að morð
gerist upp á dag hvern, heldur
virðast þau fylgja ískyggilegu
mynstri úr Opinberunarbókinni.
Og margt fleira er á seyði. f glæp-
aklaustrinu er tekist á af heift og
lævísi um stórpólitík fjórtándu
---------/--------------------
aldar, um páfa og keisara, sundr-
ung í kirkjunni, um fátækt Krists
og ríkidæmi kirkjunnar og um
uppreisnarmenn sem eru ofsóttir
fyrir villur sínar og þó einkum
fýrir tilræði við eignarréttinn eða
við „afnotarétt" af jarðneskum
gæðum.
Um leið sannast það skemmti-
lega á Umberto Eco, að þegar
menn skrifa um fortíðina eru þeir
að skrifa um samtímann. Bókin
ögrar lesandanum á útsmoginn
hátt með tilvísunum í rit og at-
burði og kenningar, sem eru á
dagskrá í okkar tíma. Höfundur-
inn fer með dár og spé um alman-
akið, og gætir þess um leið, að
ekki verði missmíð á séð í þeim
skilningi, að lesanda finnist nú-
tíminn ryðjast inn í miðaldaheim-
inn með frekju. Ágætt dæmi um
þetta eru yfirheyrslur yfir Re-
migio kjallarameistara, sem eitt
sinn var í flokki villutrúarmanns-
ins Dolcinos. Við erum stödd í
stéttaátökum miðalda, sveipuð-
um í guðfræði, við finnum fnyk-
inn af sviðnu holdi villumanna,
við heyrum djöfla særða fram -
en um leið vitum við af merki-
legum hliðstæðum við okkar
tíma, við risaveldin tvö sem þá
hétu páfi og keisari, við yfir-
heyrslur í alræðisríkjum okkar
tíma, við kommúníska „villutrú"
borgarskæruliða á Ítalíu og í
Þýskalandi. Þetta er einkar áhrif-
asterkur kafli. Og ekki er síðri til
dæmis uppgjörið undir lokin milli
fulltrúa húmanismans og erind-
reka hins myrka aga, sem telur
nauðsynlegt að stjórna lýðnum
með ótta og átoriteti. Og undar-
lega víða á þessi setning við, sem
Vilhjálmur hinn skarpgreindi
(sagður í ætt við Sherlock Holm-
es en miklu gáfaðri) segir við
Adso lærisvein sinn þá er dregur
að bókarlokum:
„Óttastu Adso, spámenn og þá
sem eru reiðubúnir að deyja fyrir
sannleikann, því alla jafna láta
þeir marga deyja með sér, oft á
undan sér, stundum í sinn stað“.
Það er kannski út í hött að
breiða sig lengi út um svo fræga
bók. En þá er að segja frá hlut
þýðandans, Thors Vilhjálms-
sonar. Hann hefur ráðist í mikið
verk og vandasamt og er þar
skemmst frá að segja, að það er
prýðis vel af hendi leyst. Thor
hefur fundið sér skynsamlega
leið, sem skapar stíl sem er í góðri
nálægð við sögutímann og helgar
bækur af ýmsu tagi - án þess að
þessi stíll hljómi forneskjulega,
verði tyrfinn eða kauðskur. Svo
mikið er víst, að miklu sælli var
þessi lesandi hér með íslensku
þýðinguna á Nafni rósarinnar en
þá ensku, sem forvitnin rak í
hendur hans í vor.
Á.B.
NÝJAR B/ÍKUR
Jón úr Vör: Gott er að lifa...
Ljóð. Bókaútgáfa Menningar-
sjóðs 1984.
f bálki sem kallast Myndasafn-
ið er ljóð um unga og fallega
konu á rauðum hesti, minningin
um þau frá bernskudögum
skáldsins hefur
verið að koma til mín öðru hvoru
að heimta afmér spariföt Ijóðsins
en alltaf hafa orð mín verið
of fútœkleg.
í þessu Ijóði, sem og
allmörgum öðrum, fer Jón úr Vör
mjög nálægt prósanum, hann er
ekki ýkja myndsækinn, hann er
ófeiminn við að láta ljóðið breiða
úr sér, hann er ekki að prófa þan-
þol málsins eða leggja upp í
ævintýraferðir gegn bannhelg-
inni. Stundum liggur við að smá-
saga á mörkum ljóðsins blasi við,
stundum er brugðið upp
mannlýsingu - og hún getur líka
gengið í bandalag við líf náttúr-
unnar eins og í kvæðinu sem segir
af fögrum ástum kríunnar í loft-
inu. Og það ber við að lögð er
stund á vangaveltur um lífið og
tímann og kannski eiga einmitt
þær mest á hættu að lyppast niður
í afstraksjón: „Tíminn ersú elfur
sem að eilífu rennur í hring. í
hana koma allar uppsprettur",
segir í ljóði sem sett er upp í ellefu
línur.
Það sem einkennir þessi ljóð
öðru fremur er einfaldleiki, skýr-
leiki í meðferð máls, hófstilling.
Þessi aðferð reynist í góðu sam-
sins
ræmi við sáttfýsi, angurværð og
trega á lífsins hausti, sem ein-
kennir svo mörg kvæðanna. Þess-
ar eigindir ljóðanna koma einkar
fallega saman í hinum milda tóni
kvæða sem þessa hér:
Jón úr Vör.
Nú á ég ekki framar
von á neinu
sem gœti komið mér
á óvart,
ég vaki og ég sef.
Eins og gamall sjómaður
geng ég á strönd orðsins
með net mfn í dögun
endurnœrður
eftir langan nœtursvefninn.
Ég horfi á eftir þeim ungu
sem róa bátum sínum
út á hafið...
og er glaður. ÁB.
Mikið rit
um
Skaftárelda
Mál og menning hefur sent frá
sér bókina Skaftáreldar 1783-
1784, ritgerðir og heimildir, og er
útgáfan gerð í samvinnu við
Sagnfræðistofnun Háskóla ís-
lands. Tilefnið er, að á þessu ári
eru tvær aldir liðnar frá lokun
Skaftárelda.
í fyrri hluta þessa umfangs-
mikla verks eru ritgerðir um
Skaftárelda og Móðuharðindin.
Hér skrifa margir okkar bestu
fræðimanna á sviði sagnfræði,
jarðfræði, læknisfræði og landa-
fræði um þetta mesta gos frá því
land byggðist og afleiðingar þess.
Sagt er frá nýjustu jarðfræðinið-
urstöðum um eðli gossins, gerð er
grein fyrir áhrifum þess á byggð,
bændur og búalið, og rakin við-
brögð stjómvalda í Kaupmanna-
höfn og „aðstoð“ einokunar-
verslunarinnar. í síðari hluta
verksins eru birt skjöl og aðrar
frumheimildir um eldana. Mark-
ast efnið í tíma annars vegar af
fyrstu fréttunum af eldinum
sumarið 1783 og hins vegar af að-
gerðum Rentukammers út af
harðindunum á íslandi í janúar
1785. Er óhætt að fullyrða að hér
séu á ferðinni einstæðar heimildir
um einhverjar mestu hörmungar
íslandssögunnar.
í ritnefnd Skaftárelda 1783-
1784 áttu sæti þeir Sveinbjörn
Rafnsson, Þorleifur Einarsson,
Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Gylfi
Már Guðbergsson og Sigurður
heitinn Þórarinsson. Bókin er
450 bls. að stærð, og er í henni
fjöldi sögulegra mynda, korta og
litmynda frá Lakagígum og svæð-
inu þar sem hraunið rann. Hilmar
Þ. Helgason sá um útlit verksins.
Bréftil
Jóns
Sigurðs-
sonar
Hið íslenska þjóðvinafélag gef-
ur nú út á vegum Bókaútgáfu
Menningarsjóðs og Þjóðvinafé-
lagsins 2. bindi úrvals bréfa til
Jóns Sigurðssonar. 1. bindi kom
út árið 1980.
f þessu bindi eru bréfritarar
þrír: Jens Sigurðsson, bróðir
Jóns, kennari og síðast rektor
Lærða skólans í Reykjavík, Jón
Pétursson, sýslumaður og síðar
háyfirdómari, og loks Jón Guð-
Jón Sigurðsson
mundsson alþingismaður og rit-
stjóri, forvígismaður stjórnmála-
baráttunnar heima fyrir og höfu-
ðstuðningsmaður Jóns Sigurðs-
sonar, þótt stundum greindi þá á
um leiðir. Bréfin til Jóns Sigurðs-
sonar segja oft mikla sögu ekki
síður en bréf hans sjálfs. Bréfa-
söfn semþessi eiga erindi til allra,
er unna sögu þjóðarinnar og
kynnast vilja ævikjörum og lífs-
viðhorfum íiðinna kynslóða.
Finnbogi Guðmundsson ann-
aðist bréf Jens Sigurðssonar, Jó-
hannes Halldórsson bréf Jóns
Péturssonar og Einar Laxness
bréf Jóns Guðmundssonar, sem
mest eru að vöxtum í þessu bindi.
UMSJÓN: GUÐJÓN FRIÐRIKSSON ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
\