Þjóðviljinn - 18.12.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 18.12.1984, Blaðsíða 15
NYJAR B/EKUR Jón G. Sólnes Halldór Halldórsson skrdirviðburðaríka og stormasama œvi Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út æviminningar Jóns G. Sólness skráðar af Halldóri Halldórssyni blaðamanni. Á bókarkápu segir: Jón G. Sólnes er nafn sem allir þekkja. Hann er harðsvíraðasti kapítalistinn í Sjálfstæðisflokknum, fyrrverandi bankastjóri á Akureyri, Akur- eyrarmeistari í bæjarstjórnar- setu, fyrrverapdi þingmaður. Jón er jafnframt persónugervingur umdeildustu fjárfestingar á fs- landi hin síðari árin, Kröfluvirkj- unar. Hann hefur verið sakaður um mútuþægni og alls kyns spillingu, en alltaf staðið slíkar ásakanir af sér. Oftar en einu sinni kröfðust pólitískir andstæðingar þess, að hann segði af sér þingmennsku. í þessari bók ræðir Jón af hreinskilni um þessi mál, og eins og hans er von og vísa skefur hann ekki utan af hlutunum. Hann lætur forystu Sjálfstæðis- flokksins fá það óþvegið, ef hon- um finnst það við eiga. Pólitískir andstæðingar fá líka orð í eyra. Á valdi óstarinnar Út er komin hjá bókáútgáfunni Skuggsjá, Hafnarfirði, ný bók eftir Barböru Cartland, sem nefnist Á valdi ástarinnar. Þetta er ellefta bókin, sem Skuggsjá gefur út eftir Barböru Cartland. Lafði Vesta Cressington-Font ferðast til ríkisins Katonu til að hitta prinsinn, sem þar er við völd og hún hefur gengið að eiga með aðstoð staðgengils í London. Við komuna til Katonu tekur hinn myndarlegi greifi, Miklos, á móti henni, og hann segir henni, að bylting hafi verið reynd og að hún eigi strax að snúa aftur til Eng- lands. Vesta neitar því og segir, að hennar sess sé við hlið prins- ins, og gegn vilja sínum tekur greifinn að sér að fylgja henni til Djilas, höfuðborgar Katonu. Það verður viðburðarík ferð Átta flugfreyjur segja frd í fyrstu bók Bryndís- ar Schram ,,Hátt uppi“ heitir fyrsta bók Bryndísar Schram. En hér er að finna frásagnir átta íslenskra kvenna, sem allar hafa um lengri eða skemmri tíma stundað sama starfið. Þetta eru flugfreyjur, bæði fyrrverandi og núverandi. Þessar segja frá í bókinni: Edda Guðmundsdóttir, Elínborg Óladóttir, Ema Hjaltalín, Gerða Jónsdóttir, Ingigerður Karlsdótt- ir, Oddný Björgúifsdóttir, Kristín Snæhólm og Christel Þor- steinsson. Bryndís Schram segir m.a. í formála bókarinnar: „Þessar átta konur verða mér ógleymanlegar. Þær sögðu sína sögu hver á sinn hátt, opnuðu hug sinn og komu mér sífellt á óvart. Þær hrifu mig með sér. Ég vona að þeim takist líka að hrífa ykkur“ Hörpuútgáfan á Akranesi sendir nú frá sér nýja bók eftir norska rithöfundinn Asbjörn Ökscndal. Áður eru komnar út eftir hann bækurnar: „Þegar neyðin er stærst“, „Gestapo í Þrándheimi“, „Föðurlandsvinir á flótta“ og „Fallhlífasveitin“. 9. apríl 1940. Bílalest lagði af stað frá Osló með gullforða Norðmanna, samtals 50 smálest- ir. Þetta var upphaf ævintýralegs flótta og hrikalegra atburða, sem áttu sér enga hliðstæðu. „Flóttinn með gullið" er 151 bls. auk mynda. Skúli Jensson þýddi bókina. Rœða Svavars Þeir hafa það gott lán verslunarinnar um 1,5 miljarða króna, þar af til einkaverslunarinnar um 870 miljónir króna. 2. Á sama tíma jukst lán til iðn- aðarins um 800 miljónir króna - eða minna en aðeins til einkaverslunarinnar. 3. Á sama tíma og einkaverslun- in jók lánsfé úr bönkum um nærri 50% jókst hlutur sam- vinnuverslunarinnar um að- eins 35,4%. 4. Lán til húsbyggjenda og íbúð- akaupenda jukust hins vegar á sama tíma um 27% - eða minna en til annarra! 1. Gjaldeyrissala bankanna til verslunar- og viðskiptaferða jókst um 95,3% á föstu verð- lagi á fyrstu 9 mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. 2. Fyrstu 9 mánuði ársins í ár fór út úr bönkunum gjaldeyrir í viðskiptaferðir upp á 461 milj- ón króna. Á sama tíma í fyrra - á sambærilegu verðlagi - fóru til verslunar- og við- skiptaferða 237 miljónir króna. Hvaðó barnið að heita? Setberg hefur gefið út bókina „Hvað á barnið að heita?“ eftir séra Karl Sigurbjörnsson. í bók- inni er að finna 1500 stúlkna- og drengjanöfn með skýringum. Hvað á barnið að heita? er spurning sem allir verðandi for- eldrar velta fyrir sér meðan beðið er komu hins nýja einstaklings, og komast ekki hjá því að svara, þegar hann er í heiminn kominn. Þessi bók er ætluð til aðstoðar foreldrum við val á nafni handa börnum sínum. Og eins og fyrr segir er birt skrá yfir 1500 íslensk mannanöfn og gerð grein fyrir merkingu þeirra eftir því sem unnt er. Mörg nafnanna hafa fs- lendingar borið svo lengi sem byggð hefur verið í landi. Önnur eru tilkomin í nútímanum. Ætti hér að vera að finna allflest nöfn, sem notuð eru um þessar mundir, og nothæf mega teljast. í bókinni er einnig fjallað um lög, reglur og siðvenjur, sem varða nafngjöf og skírp í íslensku þjóðfélagi, og tíndur til margvís- legur fróðleikur úr nafnasögunni. Dauðinn er ekkitil Út er komin hjá ísafoldar- prentsmiðju hf. bókin Dauðinn er ekki til eftir flnnska lækninni Rauni-Leena Luukanen í þýðingu Björns Thors. Bókin skiptist í tvo hluta. í fyrri hlutanum er m.a. fjallað um huglækningar, hugsanaflutning, hlutskyggni, hugarorku, lausn úr líkamanum og endurfæðingu. En seinni hlutinn er boðskapur sem höfundur tók á móti með ósjálf- ráðri skrift frá látinni móður- ömmu sinni. Bókin er 191 bls. og er að öllu leyti unnin hjá ísafoldarprent- smiðju hf. Útsöluverð bókarinn- ar er kr. 678.00. NÝ ÍSLENSK BARNABÓK Þóranna Grundal MÚSÍKALSKA MÚSIN Músíkalska músin eftir Þórönnu Gröndal fékk viöurkenningu Sam- taka móðurmálskennara í samkeppni um smásögur fyrir börn í fyrra. Skemmtileg saga um litla mús sem settist að í píanói og spaugileg atvik sem af því hlutust. Letur sem hæfir vel þeim sem eru að byrja að lesa. Margrét Magnúsdóttir myndlistar- nemi myndskreytti bókina. Stórar lit- ríkar myndir í hverri opnu. Verð kr. 370.50,- Þessa bók er gaman að gefa í jólagjöf og fá í jólagjöf (jdgofdl Unuhúsi Veghúsastíg 5 sími 16837 Dr. Charles Francis Potter ÁRIN ÞÖGLU ÍÆVI JESÚ Öldum saman hafa unnendur biblíunnar velt fyrir sór þeirri spurningu hvar Jesús hafi veriö og hvaö hann hafi haft fyrir stafni hin svonefndu „átján þöglu ár“ i ævi sinni, frá tólf ára aldri til þrítugs. Hið mikla handritasafn, bókasafn Essena, sem fannst í Kúmran hellunum viö Dauðahaf 1945 og næstu ár á eftir, hefur loks gefiö svar viö þessari spurningu. Þaö verður æ Ijósara, eftir því sem rannsóknum handritanna miðar áfram, aö Jesús hefur á þessum árum setið viö hinn mikla menntabrunn sem bókasafn Essena var og haft náin kynni af háþróuöu samfélagi þeirra. Glöggt má greina náinn skyldleika með kenningum Jesú og Essena, jafnvel oröalagiö í boöskap Jesú ber ótviræðan essenskan svip. Fágaö og fagurt verk. pófeaútgáfatifljóööaga Dr. Charles Francis Potter Árin þöglu í ævi Jesú Priöjudagur 18. desember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.