Þjóðviljinn - 01.03.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.03.1985, Blaðsíða 2
FRÉTHR Iðnaðarráðherra Iðntœknistofnun sœtir miklu ámœliþingmannafyrir óvandaða skýrslu um málefni saltverksmiðjunnar á Reykjanesi. Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra varði í gær af hörku þá ákvörðun sína að láta loka saltverksmiðjunni á Reykjanesi. Þingmenn, m.a. úr hans eigin flokki gerðu harða hríð að hon- um. Þá gagnrýndu þingmenn mjög harðlega Iðntæknistofnun Islands fyrir þá skýrslu sem iðn- aðarráðherra byggir ákvörðun sína á. Hjörleifur Guttormsson sagði meðal annars að skýrsla Iðn- tæknistofnunar væri ekki nærri jafn skýr og blaðsíðutalið gæfi til- efni til að ætla. Sagði hann skýrsl- una ruglingslega og merkilega afurð fyrir þá sök að hún fjallaði um að engin ákvörðun lægi fyrir. Þingið hefði á sínum tíma samþykkt að reisa 8000 tonna til- raunaverksmiðju. Til þess hafi alla tíð verið ætlast að ákvörðun um stóra verksmiðju (40000 tonn) yrði tekin þegar reynslan væri fengin af rekstri hinnar minni. Þessi reynsla væri alls ekki fengin og því með öllu ótímabært að hætta nú rekstri. Kjartan Jóhannsson og Ólafur G. Einarsson höfðu báðir mjög margt við skýrslu Iðntæknistofn- unar að athuga og töldu iðnaðar- ráðherra byggja ákvörðun sína á hæpnum forsendum stofnunar- innar. Sumt væri beinlínis rangt og lítið samræmi í niðurstöðum. Lagði Kjartan Jóhannsson til að skipuð yrði, af þinginu, sérstök nefnd til að kanna málið, þar sem fyrirliggjandi gögn væru ónothæf til að byggja ákvörðun á. Ólafur G. Einarsson benti meðal annars á að engin athugun lægi fyrir um hagkvæmni þess að nýta jarðvarmann sem verk- smiðjan ætti aðgang_ að til fisk- eldis samhliða saltvinnslu. Vir- kjunarkostnaði vegna orkuöflun- ar væri aldrei bætt við stofnkostn- að nýrra verksmiðja eins og Iðn- tæknistofnun gerði í sinni athug- un. Með þessu móti fengist niður- staða sem sýndi miklu lakari rekstrarafkomu en rök væru fyrir. Sverrir Hermannsson sagðist ráðinn í því að hætta fjáraustri í verksmiðjuna þó að fjármála- ráðuneytið hefði greitt til hennar 15.000.000,- þrátt fyrir aðvaranir sínar. Ungmennafélagsræður ráðuneytisstjórans í Fjármála- ráðuneytinu á aðalfundi fyrirtæk- isins breytt engu þar um. Taldi hann verkfræðingadótið framieiða endalausar skýrslur sem sýndu jákvæðar niðurstöður bara til þess eins að geta gert reikninga að geðþótta. Tilgreindi hann fjóra einstaklinga í því sam- bandi og upplýsti að þeir hefðu fengið upp í 1.600.000,- hver fyrir verk sín við Sjóefnavinnsluna. Það vantaði allt sem til þarf til að halda áfram, meðal annars all- ar markaðsrannsóknir, starfsem- inni yrði hætt. Hann ynni ekki undir hótunum og myndi ekki hlíta afarkostum sveitarfélaga á Suðurnesjum. -hágé. Blaðamenn fengu ekki að fara inn í Karphúsið í gær meðan samningafundur stóð yfír. Þessi mynd er tekin með aðdrætti fyrir utan Karphúsið og sýnir Guðlaug Þorvaldsson sáttasemjara. Mynd E.Ól. Pingsályktun Á að bjóða innflutninginn út? Ragnar Arnalds flytur tillögu um útboð á helstu neyslu- ogfjárfestingarvörum Sjónvarpið Alltof Iftill árangur Sérkjarasamningum starfsmanna sjónvarpsins lokið Þessir sérkjarasamningar verða ekki til þess að festa starfs- fólkið hjá sjónvarpinu, til þess er þetta allt of lítið. Samningarnir eru samt ckkert verri en aðrir sér- kjarasamningar sem gerðir hafa verið, sagði Ögmundur Jónsson fréttamaður, formaður starfs- mannafélags sjónvarpsins, en lokið er gerð sérkjarasamnings við starfsfólk sjónvarpsins. Gunnlaugur Jónasson var einn þeirra sem vann að gerð þessa samnings, sagði að meta mætti þá flokkatilfærslu sem náðst hefði fram um 10-12% hækkun á kaupi. Það væri alveg af og frá að þetta væri nóg til að sjónvarpið héldu sínu fólki. Hann nefndi sem dæmi að eftir 18 ára starf þá rétt næðu menn 30 þúsund krón- um á mánuði, en við sambærileg störf út á hinum almenna vinnu- markaði byrjuðu menn með 40- 50 þúsund krónur á mánuði. Á meðan munurinn væri svona mik- ill væri þess engin von að sjón- varpið héldi í starfsfólkið. -S.dór. Fiskimjölsverksmiðjur 100 miljónir í mengunar- vamir Helgi Seljan hefur lagt fram breytingartillögu við lánsfjár- áætlun sem nú liggur fyrir efri deild, þess efnis að útveguð verði lán til orkusparnaðar og mengun- arvarna í fiskimjölsverksmiðjum. Gerir tillaga Helga ráð fyrir því að Framkvæmdasjóði íslands verði heimilað að taka 100 miljón króna lán til að endurlána Fisk- veiðasjóði í þessum tilgangi. Ragnar Arnalds hefur lagt fram þingsályktunartiilögu um út- boð á nokkrum algengum neyslu- og fjárfestingarvörum. Tilgang- urinn er að stuðla að hagkvæmari innkaupum ríkisfyrirtækja á inn- lendum og innfluttum vörum og lægra vöruverði til neytenda. I greinargerð minnir Ragnar á þá staðreynd að almennt vöru- verð hér á landi er óeðiilega hátt miðað við nálæg lönd. Hann minnir einnig á könnun Verð- lagsstofnunar á innflutningsversl- uninni 1979, en hún leiddi í ljós að lækka má verðlag til neytenda um 10% með því að tryggja sama innkaupsverð og gerist á Norður- löndum. Nú er hver vörutegund flutt inn af ótal heildsölum og þar sem markaðurinn er Iítill fyrir, verður sjaldnast um magnafslátt eða annað hagræði í innkaupum að ræða. Samkvæmt tillögunni mun Innkaupastofnun í sámráði við Verðlagsstofnun bjóða út nokkr- ar valdar tegundir af vörum. Þeir sem bjóða skulu tryggja að varan verði seid í smásölu sem víðast ef tilboðinu verður tekið og skal dómnefnd skipuð fulltrúum Neytendasamtakanna, ASÍ og1 Kaupmannasamtakanna. Vör- urnar skulu auglýstar sérstaklega í fjölmiðlum og njóta forgangs í innkaupum ríkisfyrirtækja. Þannig hlyti sá sem tógst býður, ótvíræða opinbera viðurkenn- ingu og rækilega auglýsingu á vörunni í fjölmiðlum, en útboðin skulu ekki útiloka að aðrar vörur, sömu tegundar, séu á boðstólum. Þetta er því ekki tillaga um inn- flutningseinokun, segir í greinar- gerð, heldur um að efla frjálsa samkeppni undir forystu ríkis- valdsins og veita innflutnings- versluninni aukið aðhald. Ekki vissi ég að ráðuneytis- stjórinn væri í ungmennafé- laginu! Akureyri Fyrsta staðbundna utvarpid Frjálst Ríkisútvarp fyrir norðan verður fyrst til að útvarpa staðbundnumfréttum Fyrsta staðbundna útvarpið á íslandi tekur til starfa á morgun, föstudag kl. 7.30 og verður út- varpa í þrjátíu mínútur. Ríkisút- varpið á Akureyri ríður þannig fyrst á vaðið í fyrramálið og síðar um daginn kl. 18.00 verður út- varpað aftur í 30 mínútur. Jónas Jónasson útvarpsstjóri sagði í samtali við Þjóðviljann að þessar tilraunaútsendingar yrðu þannig að til að byrja með yrði útvarpað fimm daga í viku á FM- bylgju 96.5 megariðum. 1. júní verður árangurinn veginn og metinn og breytingar gerðar eftir þörfum. Jónas kvað fagmenn telja að útvarpið heyrðist á Akureyri, í Eyjafirði og í Mývatnssveit. Ut- varpið mun flytja staðbundnar fréttir, upplýsingar, auglýsingar, tónlist, viðtöl og fleira. Jónas bað fólk að skrifa símanúmerið hjá sér, en það er 96-26499 en sími auglýsinga er 96-26496. -óg Verðlagsstofnun Villandi auglýs- ingar Nýverið sendi Verðlagsstofnun út fréttatilkynningu þar sem var- að er við vúlandi auglýsingu um kínverskt grenningarte. Þar segir m.a. að skrumkenndar auglýs- ingar um megrunarlyf séu árviss viðburður á þorra. í auglýsingu um ágæti grenn- ingartesins segir m.a. að auka- verkanir tesins séu engar, æfingar engar, ekkert svelt né breyttar matarvenjur. Hver tepoki kostar 11 krónur og mánaðarskammtur tæpar 1000 krónur. f bók sænsku neytendastofnunarinnar er því hins vegar slegið föstu einu sinni enn að í baráttunni við offituna dugi engin undralyf. Það er ein- U^glu hfgt aö 8rennast með því ao boröa minna og hreyfa sig meira. -aró 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.