Þjóðviljinn - 01.03.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.03.1985, Blaðsíða 9
LANDBUNAÐURI Dr. Stefán Aðalsteinsson: Það má líkja kynbótastarfi við að ganga upp tröppur. Mynd: eik. Laxakynbœtur Ein arðbærasta fjárfesting sem völ er á Árangur, sem næst meö kynbótum, er varanlegur mhg ræðir við dr. Stefán Aðalsteinsson um laxakynbætur Dr. Stefán Aðalsteinsson hefur nú um nokkurt skeið gaumgæft kynbætur á laxi og m.a. flutt um það efni fyrir- lestur á fundi hjá Líffræðifé- lagi íslands. Blaðamanni lék forvitni á að frétta af þessum athugunum dr. Stefáns og skrapp því upp á Keldnaholt til fundar við hann. Og við undum okkur beint að efninu. Árangur, sem næst með kynbótum, er varanlegur, sagði dr. Stefán. - Hann felst í því, að valdir foreldrar geta af sér af- kvæmi, sem eru að meðaltali betri en foreldrakynslóðin á undan. Sá ávinningur, sem hefur náðst í einum ákveðnum ættlið, helst áfram í stofninum og árang- urinn í næstu kynslóð bætist of- aná. Að ganga upp tröppur Það má líkja kynbótastarfi við að ganga upp tröppur. Hæðinni á tröppunum má líkja við yfirburði völdu foreldranna, sem skiia sér í afkvæmum þeirra. Þá er búið að lyfta stofninum á nýtt þrep. Hann helst á því þrepi þar til næsta for- eldrakynslóð er valin. Afkvæmi hennar verða einni tröppu ofar en kynslóðin á undan. Hæðin á hverri tröppu er árangurinn, sem næst í hverjum ættlið. Lengdin á tröppunni, innstigið, fer eftir því hve oft er skipt um ættliði, þ.e.a.s. hvað ættliðabilið er langt. Því strangara sem valið er í hverjum ættlið og því styttra, sem ættliðabilið er, þeim mun meiri árangur næst á hverju ári með kynbótum. Vaxtarhraði, lífsþróttur, gæði, kynþroski Til þess að kynbætur geti borið árangur þarf að vera breytileiki í stofninum, sem verið er að kyn- bæta. Hann þarf að vera arf- gengur að einhverju leyti og það þarf að velja til undaneldis for- eldra, er hafa sem allra mesta yfirburði yfir meðaltali sinnar kynslóðar. Það eru mismunandi eigin- leikar, sem hægt er að leggja áherslu á við kynbætur. Ef vi ætl- um að kynbæta eldislax, sem er að öllu leyti alinn í áheldi, þá er mikilvægast að kynbæta vaxtar- hraða, lífsþrótt, gæðinn á fiskin- um og síðbúinn kynþroska. Lax- inn má ekki verða kynþroska á fyrsta sumri í sjókvíum því við kynþroskann hættir hann að vaxa og breytir orkunni í vefjum lík- amans í vöxt og þroska á hrogn- um og svili. Þessir eiginleikar hafa allhátt arfgengi og jákvæð svörun fæst í þeim við úrval. Ef við ætlum að kynbæta haf- beitarlax þá verður efst á blaði að kynbæta endurheimtuhlutfallið. Auk þess viljum við gjarnan fá meiri vöxt í sjó á hafbeitarlaxin- um og þróttmikil sjógönguseiði, en þessa þætti er líka hægt að kynbæta. Reynsla Norðmanna Norðmenn hafa mestu reynslu allra þjóða í laxakynbótum. Þeir hafa einbeitt sér að því að kyn- bæta eldislax, en hafteit er lítið til umræðu hjá þeim því lax, sem þeir sleppa til sjávar, er veiddur í miklum mæli í sjó og skilar sér ekki aftur í árnar. Árangur Norðmanna í laxa- kynbótum er ævintýralegur. Þeir hafa fengið rúmlega 3% framför í vaxtarhraða á ári sem svörun við kynbótum, en sá árangur jafngildir því, að vaxtarhraðinn tvöfaldist á um 20 árum. Fleiri þjóðir hafa gert tilraunir með kynbætur á eldisfiksum og lang- flestar tilraunanna hafa gefið já- kvæða svörun. Talið er að reikna megi með 20% raunvöxtum af fjármagni, sem lagt er í kynbætur á eldisfiski. Kynbætur sjálfsagðar Sjálfsagt virðist að leggja áherslu á kynbætur sem mikils- verðan þátt í uppbyggingu laxeld- is hér á landi. Það er ljóst, að laxeldi er í örum vexti víða um heim og fyrirsjáanleg er harðn- andi samkeppni um sölu afurð- anna á erlendum mörkuðum á næstu árum. Einnig er ljóst að vaxtarhraði á laxi mun hafa veru- leg áhrif á hagkvæmni í rekstri eldisstöðva hér á landi. Hér er ekki hægt að hafa lax í sjókvíum nema tiltölulega stutt- an tíma úr árinu og því afgerandi að nýta þann tíma sem best með eins örum vexti og hægt er. Eins er ljóst, að háar endurheimtur úr hafbeit munu skipta sköpum um fjárhagslega afkomu hafbeitar- stöðva. Erlendar rannsóknir benda til þess, að auka megi endurheimtur á hafbeitarlaxi með kynbótum en hvergi er völ á skipulega kynbættum efnivið til hafbeitar. Hér þarf að byggja upp aðstöðu til þess að stunda kyn- bætur á hvorutveggja: eldislaxi og hafbeitarlaxi, og hefjast handa um kynbótastaf sem fyrst. Innflutningur á kynbættum stofnum Það er stundum nefnt, að við getum flutt inn kynbætta stofna og notað hér til þess að þurfa ekki að leggja í kostnað við eigið kyn- bótastarf og til þess að nýta þann árangur, sem aðrir hafa náð. í því sambandi er ástæða til að benda á, að aðstæður við laxeldi verða aðrar hér en erlendis. Hér verður reynt að nýta jarðvarma til að stytta vaxtartímann og sjávarhit- inn er lægri hér en t.d. í Noregi. Það er óvíst, að hve miklu leyti kynbótaárangur, sem náðst hefði íNoregi,nýttist hér. Aukþessmá benda á sjúkdómahættuna, sem Framhald á bls. 10 UMSJÓN: MAGNÚS H. GÍSLASON Föstudagur 1. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.