Þjóðviljinn - 01.03.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 01.03.1985, Blaðsíða 16
MINNING Auk þeirra verka fyrir Rannsóknarstofnun landbúnað- arins sem hér hafa verið nefnd, gegndi Gunnar margvíslegum félagsmálastörfum og nefndar- störfum vegna landbúnaðarins og fyrir starfsbræður sína. Meðal annars átti hann sæti í Tilrauna- ráði landbúnaðarins um skeið. Þá starfaði hann í stjórn Félags ís- lenskra náttúrufræðinga um ára- bil og var formaður þeirra sam- taka nokkur ár. Það gefur auga leið að starfið gerði miklar kröfur til Gunnars og honum gáfust fáar stundir til að sinna öðrum áhugamálum, en á síðari árum mun hafa leitað á hann löngun til að gefa sig að þjóðlegum fróðleik og ritstörfum á því sviði. Hafði hann raunar hafist handa við að safna efniviði til slíkrar ritsmíði. Hugsaði hann gott til þess að fá síðar, er stundir liðu, meiri tíma til að sinna þessu hugðarefni sínu. Ekki er að efa að þar hefði hann einnig náð merkum árangri ef aldur hefði enst til. Það sem einkenndi öll störf Gunnars Ólafssonar var mikil trúmennska, vandvirkni og elju- semi. Ekkert var honum fjær skapi en kasta höndum til þeirra hluta, sem honum var til trúað. Sanngirni var honum í blóð borin og lipurð í samskiptum við náungann. Eigi að síður hélt hann af festu á hlut sínum, ef á hann var leitað og fylgdi þeim málum eftir af einurð, sem hann taldi rétt. Það var fjarri Gunnari að trana sér fram og leita eftir metorðum. Að eðlisfari var hann hlédrægur og laus við yfirlæti og hégóma- skap. Hæfileikar hans, réttsýni og samviskusemi leiddu hinsveg- ar til þess að til hans var leitað til að taka að sér forustu og mannaf- orráð. Við slíkum áskorunum brást hann af þeirri skyldurækni og trúmennsku sem honum var svo nærtæk og í verkum sínum brást hann aldrei þeim vonum sem við hann voru bundnar. í persónulegum kynnum var Gunnar hvers manns hugljúfi. Glaðværð hans, góðvíld og skop- skyn, sem hann beitti af nær- færni, gerðu öllum sem nutu nær- veru hans geðþekka. Gunnar Ólafsson var gæfu- maður í einkalífi sínu. Arið 1957 Þegar ég hitti Sverri og Steinunni í Berlín hafði ég í tösk- unni nokkrar eftirprentanir sem ég hafði keypt af rælni og ein var eftir Vermeer af ungri stúlku með sérkennilegan höfuðbúnað. Þetta finnst mér góð mynd, sagði ég hikandi og dauðfeiminn. Mér líka, sagði Sverrir og sagði síðan margt af Vermeer, sem enn situr einhversstaðar í sálarkirnunni enn í dag. Hann var vel að sér og um margt fleira en myndlist. Hafði alltaf eitthvað það til mála að leggja sem var vel grundað og einatt skemmtilegt og óvænt og hann kunni líka að hlusta og leita fregna. Af bókum kannski eða Rússum eða pólitík. í viðræðum og viðtölum þreyttist Sverrir ekki á að brýna það fyrir hverjum sem heyrði og las nauðsyn þess að listamaður- inn ynni sér rétt til frelsis með vinnu og þekkingu, með þeim tökum á tækni og efni sem engin geðhrif eða tilviljanir geta komið í stað fyrir. Þennan málstað varði hann af skemmtilegri einurð og það var erfitt annað en að trúa honum. Og vissulega fór hann með boðskap sem hann gat staðið við sjálfur. Hann telgdi stundum spýtur og niðurstaðan var af þeirri ætt að engu var líkara en Sverrir væri kínverskur bein- skurðarmaður með tuttugu kyn- slóða hefð á herðum. Hann sagði skilið við afstraktið og geómetríuna og gekk inn í annarlega birtu og galdra í lands- laginu í kringum okkur. Enginn gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Unni Marie Figved. Þau áttu fjögur mannvænleg börn og gott heimili. Við fráfall Gunnars Ólafssonar er höggvið vandfyllt skarð í raðir þeirra manna, sem stunda rann- sóknir í þágu íslensks landbúnað- ar. Við vinir hans og samstarfs- menn kveðjum hann með sökn- uði og trega, en minningin um góðan dreng og mannkostamann mun lifa með okkur. Sárastur harmur er kveðinn að fjölskyldu hans, konu og börn- um. Er þeim og öðrum aðstand- endum vottuð innileg samúð. Bjarni Arason Fráfall Gunnars Ólafssonar kom sem reiðarslag yfir þá, sem þekktu hann. Svo óvænt og hörmulegt. Hann var á besta aldri, starfandi af fullum krafti fyrir stofnunina, sem hann veitti forstöðu af festu og framsýni, en einnig þeirri lipurð og ljúf- mennsku, sem voru augljósustu skapgerðareinkenni í fari hans. Hann starfaði lengst af við rannsóknir í íslenskum landbún- aði, lengi vel sem vísindamaður, en síðan sem stjórnandi. Hvort tveggja virtist láta honum jafn vel, en slíkt er ekki á allra færi. Algengara er, að mönnum láti annað hvort. Þessir eiginleikar gerðu hann að einum farsælasta liðsmanni í landbúnaði á íslandi. Hann féll því frá á viðkvæmum tíma, er hann hafði hrundið af stað vinnu við endurskoðun á til- högun landbúnaðarrannsókna, sem hann batt miklar vonir við, að leiða myndi til virkrar nýskip- unar. Ég minnist þess einmitt glöggt, er hann skýrði mér sl. haust frá þeim hugmyndum sín- um, hvernig hann fylltist eldmóði yfir því, að breytingarnar, sem í hugmyndum hans fólust, mættu leiða til framfara í rannsóknastarfinu. Því miður auðnaðist honum ekki að sjá þær verða að veruleika. Minningu hans væri mestur sómi sýndur, ef svo yrði. Æviatriði hans verða rakin á öðrum stað og skulu elcki endur- tekin hér. En þess má þó minn- ast, að hann hlaut fjölþætta menntun í vísindagrein sinn í mörgum löndum. Hann naut gat forðast sterk áhrif þessara mynda: stundum varð moldin lif- andi hold sem hafði margt reynt, stundum urðu steinhellur að höfuðbeinum forsögulegra dýra og yfir mela og þingvelli nágrenn- isins breiddist annarleg og kann- ski ískyggilega falleg birta sem vísaði bæði á gráa forneskju og möguleg stórslys framtíðarinnar. Hann var merkilegur maður og listamaður sem við eigum margt að þakka. Verði honum moldin létt sem fiður. Árni Bergmann Það er október 1965 og Kjar- valshátíð í Menntaskólanum í Reykjavík á vegum Listafélags- ins. SjávarmyndirKjarvalshanga á veggjum í kjallara Casa Nova og nú á að flytja leikrit hans sem heitir „Einn þáttur“ þó að það sé raunar í tveim þáttum. Meistar- inn sjálfur gengur að ræðupúlti og flytur ávarp til prúðbúinna menningarvita bæjarins og það er svona: „Frjálst er í fjallasal, fagurt í skógardal, heilnæmt er heiðloftið tæra“. Svo er leikið og Náttúruandi lætur móðan mása yfir skáldi og skáldið yfir skrifara. Þá birtist skyndilega annar nátt- úruandi og í hlutverki hans er annar meistari, listmálari af yngri kynslóð, Sverrir Haraldsson. Eg hafði skilið eftir miða til Sverris þar sem stóð: „Viltu leika Nátt- mikils trausts sem vísindamaður, sem m.a. má marka af því, að hann var um árabil ritari raunvís- indadeildar Vísindasjóðs og var síðustu árin stjórnarmaður þar. Ennfremur af þátttöku hans í al- þjóðasamstarfi vísindamanna. Kynni mín af honum hófust á umhverfismálaráðstefnu í Noregi fyrir 15 árum á vegum félags nor- rænna búvísindamanna, en þá dvaldi hann í Noregi við doktors- nám. Þá strax laðaðist ég að hon- um fyrir hið Ijúfa fas og léttu lund, sem ætíð einkenndu hann á óteljandi samfundum okkar síð- an. Hann var einn þeirra manna, sem maður hlakkaði alltaf til að hitta og fór glaðari en áður af fundi hans. Gunnar var einn þeirra. sem átti þá hugsjón að sjá ísland grænka. Þannig hafði hann ein- lægan áhuga á starfi okkar skóg- ræktarmanna og vildi liðsinna okkur í hvívetna, enda reyndist hann okkur margsinnis betri en enginn. Við blessum minningu hans. Ég færi eftirlifandi konu hans, Unni Maríu Figved, og börnum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Sigurður Blöndal Fréttin um skyndilegt fráfall Gunnars Ólafssonar, forstjóra Rannsóknarstofnunar landbún- aðarins, 21. febrúar sl., kom eins og reiðarslag, en minnti okkur á, að dauðinn heggur oft skjótt og þar sem sízt varir. Það er raun að kveðja kæran vin og vandi að skrifa um hann minningargrein, þótt minning- arnar hrannist upp í huga mér, sem ég sit og pára þessar línur. En mig langar til að minnast hans með fáeinum kveðjuorðum með þakklæti fyrir áralanga vináttu og samstarf. Lífshlaup okkar Gunnars var undarlega samtengt. Ég kynntist honum fyrst á Stóra-Kroppi í Borgarfirði, þar sem við, smá- pollar úr Reykjavík, vorum í sveit hjá bændahöfðingjanum og fræðimanninum Kristleifi Þor- steinssyni og konu hans, Snjáfríði Pétursdóttur, áem var systir Pál- ínu, föðurömmu Gunnars. Hjá þeim hjónum og öðru ágætis- fólki, sem þar bjó, vorum við- samtíða í sex sumur, og þar kom- umst við fyrst í snertingu við úruanda II í leikriti Kjarvals og segja: Hvað ertu að gera við manninn?“ Og nú er Sverrir bú- inn að læra replikuna sína og gengur inn á sviðið. En þar stend- ur hann eins og þvara og muldrar og getur ómögulega munað eitt einasta orð. Daginn eftir Kjarvalshátíðina hóf Sverrir að leiðbeina á teikni- námskeiði hjá okkur í Listafé- laginu og sumarið eftir var hann tilbúinn til að sýna í Casa Nova fyrstu olíumyndirnar eftirmargra ára hlé, eftir sprautumyndatíma- bilið og eftir lægð og heilsuleysi. Þær urðu margár ferðir mínar frá Nökkvavoginum yfir í Sogamýr- ina til Sverris og Steinunnar á þessum árum. Þar sat ég fyrir, við hlustuðum á Bartók og Duke Ell- sveitalíf og náttúru landsins. Betri stað hefðum við ekki getað kosið okkur, og ég veit, að dvölin á Stóra-Kroppi hafði óafmáanleg áhrif á líf og starf Gunnars, ekki siður en mitt, og réði úrslitum um ævistarf okkar beggja. Gunnar var fjórum árum yngri en ég og leið eflaust stundum önn fyrir þann aldursmun. Það hefur þó ekki verið alvarlegt, því að á þessum árum tókst með okkur sú vinátta, sem ég minnist ekki, að nokkurn tíma hafi borið skugga á. Sumarið 1946 var hið síðasta, sem við vorum saman á Stóra- Kroppi, og eftir það skildust leiðir í nokkur ár. Við hittumst að vísu stöku sinnum á förnum vegi, en sökum aldursmunar og fjar- lægðar milli Austur- og Vestur- bæjar, sem var mikil í þá daga, var samgangur lítill og kunn- ingjahópurinn annar. En síðan var eins og gripið væri í taumana og leiðir okkar sveigðar saman að nýju. Ég minnist þess ekki, að við höfum nokkurn tíma á æskuárun- um rætt um framtíðaráform hvor annars, hvorki í námi né starfi, enda sjaldnast hugsað langt fram í tímann á þeim árum. En örlögin - eða hvað það nú er - höguðu því þannig til að eftir að stúdentsp- rófi lauk snerum við okkur báðir að sama námi - í landbúnaðarf- ræðum. Án nokkurs samráðs hvor við annan lá leið okkar beggja fyrst á bændaskóla og síð- an á Landbúnaðarháskólann á Ási í Noregi, þar sem hann hóf sitt nám sama ár og ég lauk mínu. Árið 1960, þegar Gunnar hafði lokið kandídatsprófi frá Ási, kom hann til starfa við núverandi Rannsóknarstofnun landbúnað- arins, og þar hófst samstarf okk- ar, sem stóð í nær aldarfjórðung að nokkrum námshléum undan- skildum, en er nú lokið með ó- tímabæru fráfalli hans. Skömmu eftir komu Gunnars á stofnunina hóf hann þátttöku í þeim rannsóknum á íslenzkum beitilöndum, sem þá hafði verið unnið að í nokkur ár. Sérgrein hans var fóðurfræði búfjár, og auk þeirrar þekkingar, sem hann fékk í vegarnesti í þeirri grein frá Ási, leitaði hann víða fanga, m.a. í Bretlandi. Hann flutti með sér til landsins ýmsar nýjar hug- myndir og aðferðir við fóður- ington (sem hann kenndi mér að meta), skoðuðum listaverkabæk- ur, flugum listilega gerðum flug- drekum og borðuðum rúllutertu. Sverrir opinberaði mér fjársjóði myndlistarinnar, sýndi mér hvar honum fannst vinnubrögðin vönduð og andagiftin ósvikin og hvað var fúsk og sýndarmennska. Vermeer var kannski mesti snill- ingurinn í hans augum og í raun- inni andlega skyldur. Sama vand- virknin sem leitaði fullkomnunar, sami tærleikinn og birtan sem opnaði glufu inn í eilífðina. Það spillti ekki vináttu okkar að við vorum frændur, þó fjar- skyldir værum; foreldrar mínir vinafólk fjölskyldu hans í Vestmannaeyjum, faðir minn kenndi honum í skóla. í öllu hafði hann verið flinkastur, hvort sem það var að teikna og mála, spila á orgel, renna sér á skautum eða sjarmera stelpurnar og í skólan- um var hann dúx. Það var bara í Kjarvalsleikritinu sem hann kunni ekki replikuna sína. Á þessum árum sem ég kynntist Sverri var hann eins og að stíga inn í nýjan heim. Hann hafði yfirgefið abstraktið og fannst það mikil frelsun. Nú opn- aðist landslagið í málverkunum með miklum og stundum dular- fullum víddum, svo fullt af fegurð og lífi, jafnt í því stóra sem því rannsóknir, sem ekki hafði verið beitt hér áður. Rannsóknir Gunnars á næringargildi íslenzks beitargróðurs voru nánast hinar fyrstu sinnar tegundar hér á landi, og því var við ýmsa erfið- leika að etja og mörg vandamál, sem þurfti að leysa. Á þessu sviði vann hann mikið brautryðjanda- starf, sem verður byggt á um langa framtíð. Verkefnið tók huga hans svo fanginn, að hann vann úr því doktorsritgerð sína, sem hann lauk á Ási í Noregi 1972. Niðurstöður þeirrar rit- gerðar og ýmissa annarra rannsókna Gunnars hafa verið ómetanlegt framlag til ákvörðun- ar á beitarþoli og nýtingu ís- lenzkra beitilanda. í mörg ár, bæði sumar og vetur, ferðuðumst við Gunnar saman um landið „hátt og lágt“, ýmist tveir eða í fjölmennari hópum. Það voru eftirminnilegar ferðir, því að betri félaga var naumast hægt að hugsa sér. Þær ferðir urðu sjaldnari, þegar hann varð forstjóri stofnunarinnar, því að þá tóku önnur vandamál og við- fangsefni við. Eðli sínu trúr lagði hann mikla vinnu í það starf og oft langt umfram það, sem góðu hófi gegndi. Það voru farin að sjást á honum þreytumerki og ég veit, að hann var farinn að hlakka til að snúa sér aftur að rannsóknarstörfum. Upp á síð- kastið ræddum við oft um, að það færi að verða tímabært að hefja ferðir saman að nýju, en nú er það um seinana. Ég trega fráfall Gunnars Ólafs- sonar, því að með honum er genginn einn ágætasti maður, sem ég hef þekkt og starfað með. Hann var viðkvæmur í lund, hreinskiptinn og grandvar til orðs og æðis og afburða samvisku- samur vísindamaður. Sem yfir- maður stofnunarinnar naut hann óskoraðs trausts og vináttu starfs- fólks síns. Það er mikil harmsaga, þegar góður drengur og mikil- hæfur maður hverfur fyrir aldur fram frá ástvinum og frá ótal við- fangsefnum, sem hugur hans stóð til að fást við. Við vottum Unnu Maju, börn- um þeirra Gunnars og aldraðri móður hans dýpstu samúð okkar og biðjum Guð að blessa minn- ingu góðs drengs. Ingvi Þorsteinsson smæsta. Eftirprentun þarf að vera góð til að allt komi fram enda sá hann að miklu leyti sjálf- ur um bókina fallegu með verk- um hans sem kom út 1977. Eftir þessi fyrstu ár urðu sam- skipti okkar ekki eins tíð og áður. Ég stofnaði fjölskyldu, var í út- löndum mörg ár og þegar heim kom hófust húsnæðisskuldirnar og aukavinnan. Aldrei rofnaði þó vináttan og varla leið sá dagur að ég hugsaði ekki til hans enda stóð hann mér nær en flestir aðrir menn. Nú fóru veikindin að ágerast hjá Sverri, hver sjúkrahúsvistin rak aðra, uppskurður eftir uppskurð. Handtakið var fegins- amlegt og hlýtt þegar ég vitjaði hans og við töluðum um að hittast nú almennilega þegar hann yrði hressari og ég fengi meiri tíma. En hann varð ekkert hressari og ég fékk ekkert meiri tíma og nú er hann allur. Sverrir lifði sterkt og áorkaði miklu. Hann gekk nærri sjálfum sérog stundumöðrumlíka. Hann kynntist mörgu góðu fólki á lífs- leiðinni sem mat hann umfram aðra menn. Steinunn Mart- einsdóttir átti með honum mörg ár bæði feit og mögur og Guðrún Sverrisdóttir reyndist honum stoð og stytta síðustu árin. Þeim og Önnu móður hans, börnunum Önnu og Haraldi og öðrum að- standendum sendum við hjónin dýpstu samúðarkveðjur og þökkum viðkynningu við góðan dreng. Þorsteinn Helgason Minning Svenir Haraldsson 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.