Þjóðviljinn - 01.03.1985, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 01.03.1985, Blaðsíða 11
Óttar Geirsson LANDBÚNAÐUR I Votlend tún og vélaumferð Akiö ekki um blaut tún umfram það, sem óhjákvæmilegt er Forðast skyldi eftir megni að fara með dráttarvélar um blaut tún. í Norður-Noregi hefur meðaluppskera af hverjun ha túns farið minnkandi síðari árin meðan hún hefur vaxið annarsstaðar á landinu, sagði Ottar Geirsson ráðunautur á ráðunautafundinum á dögun- um. Norðmenn telja vélaumferð- ina aðal orsökina. Ekki þó af því, að umferð véla um ræktunarlönd í N-Noregi hafi aukist meira en í öðrum landshlutum, heldur sé orsökin sú, að þar er meiri hluti túnanna ræktaður upp af mýr- lendi, og því viðkvæmari fyrir umferð auk þess sem gróðurskil- yrði eru að ýmsu leyti lakari en sunnar á landinu. Við íslendingar getum dregið af þessu lærdóma því aðstæður eru að ýmsu svipaðar hér því sem gerist í N-Noregi. Dráttarvélar skera sig oft niður úr rökum jarð- vegi, svo að af hljótast verulegar og varanlegar skemmdir. Skepnur geta og sparkað sundur rakan jarðveg. Nokkrar tilraunir sýna, að túngrösin bera vélar og búfé mis- vel. Samkvæmt þeim dugar vall- arsveifgrasið best, þá túnvingull, axhnoðapuntur, sandfax, strand- reyr, hávingul og vallarfoxgras. Varnir gegn þessum umferðar- skemmdum má flokka í fernt: 1. Vanda framræsluna og er sú vörn veigamest, þurr jarðveg- ur fjaðrar, blautur ekki. Burð- arþol yfirborðsins er einnig meira á þurru landi en blautu. 2. Aka ekki um blaut tún um- fram það, sem óhjákvæmilegt AIVR ZETOR 3. Nota breið eða tvöföld dekk undir dráttarvélina þurfi að aka um blautt land. 4. Forðast að nota þyngri vélar en þörf er á. Við áburðardreif- ingu og heyskap eru oft notað- ar óþarflega þungar vélar vegna þess að léttari vélar eru ekki til á býlinu. -mhg Verðskerðing Mjólk og kindakjöt Á sl. ári nam verðskerðing á mjólk samtals 11,5 milj. kr. Ell- efu mjólkurbú greiddu þessa upp- hæð vegna þess að bændur höfðu framleitt meiri mjólk en heimilt var að greiða fullu verði. Verðskerðingin er tæpar 5 milj. kr. hjá Mjólkurbúi Flóa- manna, 3,2 milj. hjá Mjólkur- samlagi KEA, 813 þús. kr. hjá Mjólkursamlaginu á Sauðár- króki, 598 þús. kr. hjá Mjólkur- samlaginuí Borgarnesi.Hjá öðr- um samlögum var upphæðin lægri. Sama ár var heildarverðskerð- ing hjá 43 sláturleyfishöfum vegna kindakjötsframleiðslu um- fram kvóta 4 milj. kr.. Mest var hún hjá Sláturfélagi Suðurlands, 651 þús. kr. -mhg ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Fjórhjóladrifinn og fjölhæfari en nokkru sinni fyrr íslenskir bœndur víta manna best hvemig góðar dráttarvélar eiga að vera. Pað segir því meira en mörg orð að undanfarin 6 ár hefur nœr annar hver bóndi valið Zetor þegar um dráttarvélakaup hefur verið að rœða. Með nýja 47 ha. Zetornum verður valið enn auðveldara því auk þess að vera nú fjórhjóladrifinn er hann búinn glœsilegri nýjungum og fullkomnari íylgihlutum en nokkur önnur dráttarvélategund. ■ Nýtt olíuverk, sem gerir vélina þýðgengari og spameytnari. ■ Kröftugra vökvakefi,sem eykur verulega lyftigetu þrítengibeislis og annarra viðtengdra tœkja. ■ Fislétt vökvastýri ■ Enn öflugri miðstöð ■ Nýtt hljóðeinangrað hús og rúmbetra en nokkru sinni með opnanlegum hliðar- og afturgluggum ■ Nýr dráttarkrókur ■ Stereo útvarp og segulband - leiðbeiningarsnœlda fylgir vélinni ■ Ryðvörn. Ofangreindar nýjungar og fylgihlutir eiga einnig vid um aðrar gerðir nýju Zetoranna. Wi/W’í íslensk-tékkneska verslunarfélagið hf. Lágmúla 5, sími 84525, Reykjavík. TÍMABÆR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.