Þjóðviljinn - 01.03.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 01.03.1985, Blaðsíða 13
LANDBÚNAÐUR I Eggjaframleiðslan Skipulag og samræming á félagslegum grundvelli Á vegum Sambands eggja framleiðenda hefur starfað nefnd, sem fjailar um útungun og ungauppeldi. Fyrir Búnað- arþingi lá álit nefndarinnar, „um stöðu eggjaframleiðsl- unnar og ábendingar til úr- bóta“. Nefndin segir: Eggjaframleiðsla í landinu er lakar á vegi stödd en hjá öðrum þeim þjóðum, sem við þekkjum til. Ef við berum okkur saman við Norðmenn, sem alltaf hafa séð okkur fyrir foreldradýrum, kem- ur fram, að þeir hafa 5,7% van- höld á sínum varphænum, en við höfum 28%. Þeir ná 75% i varp- prósentu en við 48,8%. Þetta þýðir að þeir fá 17 kg egg pr. hænu en við 10 kg á ári. I ljós kemur að Norðmenn nota 2,5 kg fóður pr. 1 kg egg en við notum 3,9 kg fóður pr. 1 kg egg. Mikill munur Hér er mikill munur, sem við sættum okkur ekki lengur við, og gefur ekki möguleika á rekstrar- grundvelli þessarar búgreinar. Við teljum helstur orsakir vera: 1. Eggjaframleiðendur hafa hingað til ekki getað staðið að endurnýjun á fuglum með þeim hætti, sem nauðsynlegur er talinn, sem er á þann veg, að skipta öllum fugium á búinu í einu, þ.e. „allt inn, allt út“ að- ferðin, vegna þess að hver ein- stakur hefur orðið að gæta síns markaðar til þess að tapa hon- um ekki. Á því hefur nú verið ráðin bót með tilkomu dreifingarstöðvarinnar í Kópavogi, sem nú getur miðl- að eggjum þótt einhver falli út meðan á skiptingu á fuglunum stendur. 2. Eggjaframleiðendur hafa heldur ekki átt þess kost, að ná því ungamagni á sama tíma, sem „allt út, allt inn“ krefst. 3. Fullorðin hænsni, útungun og ungauppeldi hefur ekki verið nægjanlegt og jafnvel engan veginn aðskilin sem þó er talið nauðsynlegt. 4. Félagshlið þessara mál er sú, að það hefur ekki náðst sam- staða eða skilningur á því, að þessa framleiðslu þarf og verð- ur að skipuleggja og samræma á félagslegum grundvelli. Það, sem við teljum til úrbóta er: 1. Að Samband eggjaframleið- enda nái sem bestri samvinnu og samstarfi við Norðmenn um þeirra tilrauna- og kynbót- astarf á alifuglum, og verði nánast félagi í þeirra deildum um ræktunarmál á varpfugl- um. Að íslendingar fái frá þeim foreldradýr, svo oft og svo mikið, sem nauðsynlegt er tal- ið hverju sinni. 2. Að skilja framleiðslustig fugla framleiðenda í: foreldradýr (stofn), útungun, uppeldi, þannig að innflutt foreldradýr séu algerlega einangruð frá öðrum fuglum, með til- heyrandi umgengni. Útungun sé einnig í einangrunarstöð, sem skilar daggömlum og kyn- greindum fuglum í einangrað uppeldi. Þaðan fái eggjafram- leiðendur fuglana 18-20 vikna gamla í „allt inn og allt út“. Við erum fúsir til að gefa skýringar ef óskað er. í nefndinni áttu sæti þeir Stefán Guðbjartsson, Sætúni, Kjalarnesi, Þorsteinn Sig- mundsson, Elliðahvammi, Kópavogi, og Skarphéðinn Össurarson, Blikastöðum, Mosfellssveit. Með nefndarálitinu er fylgi- skjal, þar sem greint er frá afurðamagni fugla á íslandi, Noregi og Hollandi, sem Þor- steinn Sigmundsson hefur tekið saman. Þær tölur, sem Þorsteinn rekur, verða ekki birtar hér en um þær segir hann: 1. Athuga ber mismunandi lengd varptíma, en eigi að síður tala þessar tölur sínu máli þar eð lengd varptíma í íslenska dæm- inu er þarna mitt á milli. 2. Benda má á þau miklu van- höld, sem koma fram í íslenska dæminu, en vanhöld af þessu tagi skekkja afurðatölur all nokkuð, af augljósum ástæð- um. Stjórnleysi Ennfremur segir Þorsteinn: Skoðun mín á þessum mismun er sú, að hér ríki algjört stjórn- leysi og ringulreið. Ég hef komið til margra landa og kynnt mér alifuglamál og hvergi kynnst Föstudagur 1. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 neinu þessu líkt: Þetta stjórnleysi í alifuglarækt kostar þjóðina hundruð miljóna sóun á gjaldeyri hennar. Einsog allirvitaer fugla- búskapur rekinn á innfluttu fóðri. Tillaga mín er, segir Þor- steinn: Að ríkið hjálpi alifuglabændum að koma stjórn á þessa hluti, þannig hafa aðrar þjóðir leyst þetta mál. -mhg. BODDÍ— HLUTIR Er bíllinn þinn tærður eða beyglaður? Ef svo er, þá eigum við mikið úrval stórra og smárra boddí- hluta, ávallt á lager. Póstsendum. SKEIFAN 5-108 REYKJAVÍK. S (91) 33510 - 34504 Hvað er eitt loftræstikerfi í hesthúsið á móti hestaheilsu gæðingsins? Globus hf, hefur á undanförnum árum útvegað hundruðum bænda og hestamanna um land allt Bruvik loftræstikerfi í allar gerðir gripahúsa. Bruvik loftræstikerfið er hannað af ráðunautum Landbúnaðar- háskólans á Ási í Noregi, að undangengnum margháttuðurrr rannsóknum. Við hjá Globus hf. leggjum í dag sérstaka áherslu á að útvega hestamönnum lítil, sjálfvirk loftræstikerfi fyrir 8-30 hesta hús. Við veitum einnig ráðleggingar varðandi val loftræstikerfa og uppsetningu. Útblástursvifta. Slaösett í strompi eöa útvegg. Viftan sér um aö endurnýja loftið í husinu. Sex þrepa hraöastillir. Breytir afköstum útblástursviftu frá 20-100% af hámarksafköstum. Hitastillir er einnig fáanlegur sem er hægt aö still frá +30° til -5°. Loftblandari. Staösettur i strompi, tekur inn kalt loft ► og blandar þvi saman viö loftið sem er fyrir i húsinu. Kemur í stað loftinntaks- opa eða opnanlegra glugga. Greiðslukjör LÁGMÚLA 5 - SlMI 81555 - REYKJAVIK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.