Þjóðviljinn - 01.03.1985, Síða 17

Þjóðviljinn - 01.03.1985, Síða 17
MINNING Marteinn M. Skaftfells Fœddur 14. ágúst 1903 - Dáinn 20. febrúar 1985 ■ í dag kveðjum við hugsjóna- og baráttumanninn Martein Skaftfells. Marteinn var fæddur að Auðnum, Meðallandi 14. ág- úst 1903, en ólst að mestu upp á Álftanesi. Hann tók kennarapróf árið 1933 og bætti síðar við menntun sína í Askov, Kennaraháskóla Kaupmannahafnar og Háskóla íslands auk ýmissa námskeiða bæði utanlands og innan. Kennslu stundaði hann þar til hann fór á eftirlaun. Hann hóf sambúð með Þór- unni Björnsdóttur árið 1931, en þau slitu samvistum að sex árum liðnum. Þau áttu tvö börn saman, Heiðar kvikmyndagerðarmann í Vestmannaeyjum og Venný Keyth, gift og búsett í Vestur- heimi. Eftirlifandi kona hans er Ast- rid fædd Vik, hjúkrunarkona ætt- uð frá Noregi. Þeirra sonur er Hákon sem nú er framkvæmda- stjóri heildverslunarinnar Elm- aro. Marteinn lagði á sinni löngu ævi gjörva hönd á margt fleira en kennslustörf. Hann sat allra manna lengst í stjórn Náttúru- lækningafélags íslands og var einn aðalhvatamaður að stofnun Heilsuhælis NLFÍ í Hveragerði og NLFÍ búðarinnar. Hann var lengi formaður Dýraverndarfé- lags Reykjavíkur, vann að mál- efnum Sólskríkjusjóðsins og ýmsum öðrum dýraverndunar- málum. Þá þýddi hann eða frumsamdi fjölda barnabóka auk annarra rita um ýmis málefni. Þekktastur var Marteinn þó sennilega fyrir ótölulegan fjölda greina um heilsufræðileg efni, sem birst hafa í dagblöðum og tímaritum um heilbrigðismál, sérstaklega Heilsuvernd og Hollefni og heilsurækt, sem Heilsuhringur- inn gefur út, en Marteinn var fyrsti formaður hans. Marteinn var hugsjóna- og bar- áttumaður. Eigin reynsla ásamt skarpri greind og opnum hug fékk hann til þess að endurskoða hefðbundnar hugmyndir um sjúkdóma og heilbrigði. Hann veiktist mjög alvarlega árið 1946 og var þá ekki hugað líf. Hinn þekkti frumkvöðull og baráttu- maður Jónas Kristjánsson, lækn- ir, kom honum þá til aðstoðar og óbilandi viljaþrek Marteins og lækniskunnátta og hæfileikar Jónasar unnu það kraftaverk að koma honum til heilsu, þó að lík- amsþrek Marteins hafi þó líklega aldrei náð sér að fullu. Þetta opnaði augu hans fyrir því að læknisfræði væri að mörgu leyti á villigötum. Orsök ýmissa sjúkdóma mætti rekja til rangra lífsvenja og alveg sérstaklega til rangrar og ófullnægjandi næring- ar, sem fylgir efnaskertri mat- vöru í nútíma þjóðfélögum. Þetta leiddi til þess að hann fór að kynna sér gagnsemi bætiefna og hvernig skortur þeirra leiðir til sjúkdóma og vanheilsu. f milli þrjátíu og fjörutíu ár las hann allt sem hann náði í um vísindalegar rannsóknir um þessi efni og var áskrifandi að fjölda erlendra tímarita um slíkar rannsóknir og einnig um það sem á nágrannam- álunum er nefnt „alternativ me- dicin“, þ.e.a.s. óhefðbundnar lækningaaðferðir, sem sannan- lega gefa oft athyglisverðan ár- angur. Hann stofnaði innflutningsfyr- irtækið Elmaro árið 1946 til að bæta úr tilfinnanlegum skorti fæðubótaefna hér á landi. Mart- einn notaði þekkingu sína á þess- um vörum til að velja til innflutn- ings það sem hann taldi best og nauðsynlegast að fólk hefði að- gang að hér á landi. Fljótlega fóru þó vissir sterkir aðilar, sem ætla má að hagsmuna hafi átt að gæta í sambandi við innflutning lyfja, að reyna að hindra inn- flutning þessara efna. Beittu þeir til þess aðferðum sem Marteinn taldi brjóta í bága við lög og reglugerðir auk þess að vera ögr- un við heilbrigða skynsemi og rannsóknir þekktra erlendra vís- indamanna. Þá bendi hann á það með réttu, að túlkun hliðstæðra laga í nágrannalöndunum væri öll önnur en hér á landi og flest þau heilsubótarefni sem hér hefur verið reynt að banna sölu á væru seld hindrunarlaust þar. Vel má vera að einhverjum sem les þessar línur finnist ó- smekklegt í minningargrein að rifja upp þessi mál. Um það verð- ur vitanlega hver og einn að hafa sína skoðun, en það er hreinlega ekki hægt að skrifa um Martein Skaftfells án þess að þetta sé rætt. Ég er þess fullviss að hvar sem andi Marteins dvelur nú, þá ætl- ast hann beinlínis til þess að ég minni á baráttumál hans í meira en þrjátíu ár í þessari grein. Hann barðist lengi vel, að mestu einn, við ofureflið og í fjölda greina í dagblöðum sést, að á stundum var sú barátta óvægin á báða bóga. Andstæðingar hans skreyttu nöfn sín oft með allskon- ar lærdómstitlum, en hann varð að láta sér kennaranafnbótina nægja. Þekking hans var þó svo yfirgripsmikil, að í fræðilegum efnum máttu „sérfræðingarnir" vara sig. Marteinn hafði hvassan stíl og var ófeiminn að segja það sem hann taldi sannast og réttast. Sumt af því var þess eðlis, að hefðu andstæðingar hans verið með algerlega hreinan skjöld málefnalega séð, þá hefðu þeir auðveldlega átt að geta höfðað mál á hendur honum og fengið orð hans dæmd ómerk. Engin hafði þó kjark til þess og sýnir það e.t.v. betur en flest annað hver hafði rétt fyrir sér. Sumt af hugsjónum Marteins er nú orðið að veruleika og hugmyndir hans hafa smátt og smátt síast út í þjóðfélagið, og einnig læknar hafa tileinkað sér þær. Annað bíður framtíðarinnar. Marteinn leitaði ávallt sann- leikans í hverju máli og þó að hann væri oft óvæginn í skrifum um andstæðinga sína, fyndist honum réttu máli hallað, var hann mikill mannþekkjari og fljótur til sátta ef hann taldi að einhver hefði af fljótfærni eða fá- visku fremur en af illvilja veist að honum eða sagt eitthvað sem hann taldi rangt. Hann hafði andstyggð á undirferli og flærð, enda voru þeir þættir skapgerðar einna fjarst eðli hans. Einnig var hroki í öllum myndum honum lítt að skapi. Sjálfur var hann allra manna ljúfastur, þrátt fyrir heita skapgerð, og allra vanda reyndi hann að leysa, væri það á færi hans. í blaðadeilum var oft reynt að láta líta svo út að hagsmunir Elm- aro væru það eina sem skipti máli fyrir Martein og fyrir hann væru hagnaðarsjónarmið aðalatriðið. Slík skrif verkuðu þó sem argasta öfugmæli á þá sem þekktu hann eitthvað. Fáa veit ég sem pening- agræðgi hefur minna þjáð en Martein. Allthans starf varunnið af hreinni hugsjón, en vitanlega getur enginn látið leggja ævistarf sitt í rúst án þess að bera hönd fyrir höfuð sér. Hversu margir hafa ekki heimsótt heimili þess- ara hjóna á liðnum árum og verið leystir út með gjöfum í formi bæt- iefna og hollra ráðlegginga? Kynni okkar Marteins hófust í Heilsuhringnum árið 1978 og hef ég síðan verið tíður gestur á heimili þeirra hjóna. Það er ávallt mikið lán að kynnast góðu fólki. Marteinn var óvanalegur og sér- stæður persónuleiki, sem öllum sem kynntust hlaut að þykja vænt um og verður ógleymanlegur í minningunni. Um þátt Astrid konu hans í lífs- starfi hans mætti skrifa langa grein en hún hefur alltaf staðið sem klettur við hlið hans í blíðu og stríðu, auk þess að búa honum fallegt heimili. Missir hennar er því sárastur, en ég veit þó, að hún býr yfir þeirri trúarvissu að skiln- aðurinn sé aðeins tímabundinn. Nú kveðjum við hugsjónamann- inn, baráttumanninn og mann- vininn Martein Skaftfells. Ég og fjölskylda mín biðjum þess að sá er öllu ræður veiti ástvinum hans styrk og óska þess um leið að við ættum fleiri menn sem líktust Marteini Skaftfells. Ævar Jóhannesson. Vinur minn Marteinn Skaftfells er látinn. Mikill baráttumaður hefur lok- ið ævistarfi sínu. Maður, sem þorði að standa við skoðanir sínar hvar og hvenær sem var. Eldhugi, sem aldrei þreyttist á því að vekja skilning manna á þeim einfalda sannleika að góð heilsa er dýrmætasta eign hvers manns, að við getum aflað okkur vitneskju um hvað er líkama okk- ar til uppbyggingar og hvað við verðum að forðast ef við óskum eftir því að lifa góðu lífi lengi. Marteinn Skaftfells missti heilsuna á besta aldri og barðist við sjúkdóminn af slíkri karl- mennsku og einurð að með ein- dæmum var. Árangurinn lét ekki á sér standa. Árin urðu áttatíu og eitt og þrekið síst minna en al- mennt gerist. Marteinn var aðal- hvatamaður að stofnun Heilsu- hringsins árið 1977. Byrjað var að gefa út tímarit félgsins Hollefni og heilsurækt árið 1978. Fyrstu árin var Marteinn formaður fél- agsins og átti alltaf glæsta drauma um framtíð þess. Sumir þeirra hafa ræst, aðrir eru enn í deiglunni, en árangur starfs hans og annarra innanlands sem utan, er vinna að því að glæða áhuga manna á heilbrigðu lífi, lýsir sér í því, sem glöggt má sjá hvarvetna í dag: áhugi fólks og skilningur á þessum efnum hefur stóraukist og fer stöðugt vaxandi. Digur sjóður er enginn til í eigu félagsmanna og vinna við blaðið er öll unnin í sjálfboðavinnu, en samvinna er góð. Við óskum þess af alhug að draumur vinar okkar Marteins Skaftfells megi rætast - að maðurinn læri að varðveita líkamlega heilsu sína og vinni gegn mengun og niðurrífandi efn- um í umhverfinu. Móðir mín og ég þökkum Marteini holl ráð á síðastliðnum áratug og óskum honum farsæld- ar á nýjum leiðum. Astrid konu hans vottum við innilega samúð. Hún hefur með huga og höndum hjálpað svo mörgum, að hún hlýtur að fá ríkuleg laun. Elfa-Björk Gunnarsdóttir Kveðja frá Heiisuhringnum Marteinn Skaftfells, vinur okk- ar og félagi átti frumkvæðið að stofnun Heilsuhringsins árið 1977 og var fyrsti formaður félagsins. Með honum hverfur af sjónar- sviðinu iitríkur, sterkur og heill- andi persónuleiki, sem verður öllum ógleymanlegur sem kynntust honum. Hann var flest- um fróðari um allt er snerti holla lifnaðarhætti og fagurt mannlíf og var óspar á að miðla öðrum af þekkingu sinni, sem hann stöðugt bætti við og endurnýjaði. Hann var mikill höfðingi heim að sækja og verða okkur ógleymanlegar margar stundir á heimili hans og Astrid, sem hvatti mann sinn til allra góðra verka. Hann fræddi og leiðbeindi án þess að prédika og dæma eða skipa fyrir. Hann var örlátur og gaf af sjálfum sér og var ákaflega næmur á tilfinningar og líðan annarra, ekki einungis manna heldur einnig málleysingja. Hann lét því ekkert tækifæri ónotað ef hann taldi sig geta orðið þeim að liði, sem voru hjálparþurfi og minni máttar. Marteinn var fullhugi og bar- áttumaður allt til hinstu stundar og hopaði hvergi, þótt stundum sýndist við ofurefli að etja. Hann lét aldrei sinn hlut ef honum þótti gengið á rétt almennings til greiðari aðgangs að heilsubæt- andi fæðuefnum. Við þökkum Marteini sam- fylgdina og allt það góða, sem hann gaf af örlæti hjarta síns. Astrid eiginkonu hans, börnum og öðrum ástvinum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Stjórn Heilsuhringsins Deildarþroskaþjálfi Þroskahjálp á Suöurnesjum óskar aö ráöa deildar- þroskaþjálfa og þroskaþjálfa til starfa við Ragnarssel dag- og skammtíma heimili félagsins að Suðurvöllum 7 í Keflavík. Allar nánari upplýsingar veitir rekstrarstjóri, Hjördís Árnadóttir í síma 92-4333. Stjórnin Tilkynning til skattgreiðenda Dráttarvextir vegna vangreiddra þinggjalda verða reiknaðir að kvöldi mánudagsins 4. mars nk. Vinsamlegast gerið skil fyrir þann tíma. Fjármálaráðuneytið, 26. febrúar 1985 SJ4IST mcd endurskini Umferöarr^ö eSt. Jósefsspítali Landakoti Lausar stöður á eftirtöldum deildum: Hjúkrunarfræðingar: - Handlækningad./augndeild l-B - Gjörgæsludeild - Lyflækningadeildum l-A og l-A - Barnadeild - Skurðdeild Sjúkraliðar: - Lyflækningadeild - Handlækningadeild Einnig óskast hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar til sumarafleysinga. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra sem veitir nánari upplýsing- ar í síma 19600 frá kl. 11.00 -12.00 og 13.00 -14.00 alla virka daga. Reykjavík 26/2 1985 Skrifstofa hjúkrunarforstjóra

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.