Þjóðviljinn - 01.03.1985, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 01.03.1985, Blaðsíða 24
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Föstudagur 1. mars 1985 50. tölublað 50. örgangur DJÖÐVIUINN Sjómannadeilan Farmenn semja - sjómenn ekki Óskar Vigfússon: Úrslitakröfum okkar sópað af borðinu. Ríkisstjórnin beitti sér ímálinu. Ég lýsi það helber ósannindi að Sjómannasambandið hafi lagt fram nýjar og óvaentar kröfur einsog LÍÚ hefur sagt. Við slógum af okkar kröfum einsog hægt var en útvegsmenn sópuðu kröfum okkar af borðinu. Þá höfðum við ekkert lengur að gera þarna og gengum út. Þetta sagði Óskar Vigfússon í viðtali við Þjóðviljann seint í gær-, kvöldi, eftir að sjómenn höfðu gengið út af samningafundi. Farmanna- og fiskimannasam- bandið samdi hins vegar við LÍÚ á grundvelli miðlunartillögu sem sáttasemjari lagði fram um fimm- leytið í fyrrinótt. Guðlaugur Þorvaldssson, ríkissáttasemjari, sagði í gær- kvöldi við blaðið að sáttatillaga hans hefði miðast við ákveðna yfirlýsingu frá ríkisstjórninni um mögulegar aðgerðir hennar, sem hann gæti ekki greint frá fyrr en það hefði verið kynnt á félags- fundum hjá FFSÍ. Óskar Vigfússon sagði að um klukkan 18 í gærkvöldi, þegar í undirbúningi voru viðræður við FFSÍ án beinnar vitneskju sjó- manna þá hefðu þeir lagt fram sínar úrslitakröfur, þar sem með- al annars voru sektarákvæði sökum verkfallsbrota, sem út- gerðarmenn hefðu fyrst og fremst staðið að. „Síðan sömdu FFSÍ við útvegs- menn á grundvelli miðlunartil- lögu sáttasemjara sem við höfðum hafnað. Þá komu útvegs- menn og höfðu sópað úrslitatil- lögum okkar af borðinu og vildu einungis láta okkur fá grunninn sem við vorum búnir að hafna. Þá gengum við út“. Guðlaugur Þorvaldsson sagði að hann myndi hitta sjómenn að máli í hádeginu í dag. -ÖS Hafnarfjörður „Við söfnuni liði“ A 3. hundrað manns sóttu op- inn fund í Hafnarfjarðarbíó í gærkvöldi þar sem þingflokkur Alþýðubandalagsins sat fyrir svörum. Fjörugar umræður urðu á fundinum sem stóð langt fram á kvöld. Fjöldi fyrirspurna var bor- inn upp m.a. um stefnu Alþýðu- bandalagsins í kjara-, atvinnu-, sjávarútvegs-, húsnæðis- og skattamálum. Geir Gunnarsson, Guðrún Flelgadóttir og Svavar Gestsson fluttu ávörp á fundin- um. Svavar sagði m.a. í fundar- lok að nú þyrfti félagshyggjufólk að samstilla sig í baráttunni. „Fyrsta skrefið er að safna liði í faglegri og pólitískri baráttu verkalýðsins og annað skrefið að koma stjórninni frá. Við erum þegar farin að safna liði“, sagði Svavar Gestsson. -lg Landsbankinn Fer Bjami til ÚA? Gísli Konráðsson framkvstj. ÚA: Of dýrt en ekki um aðra kosti að velja Síminn Sex- bilun Um klukkan 17 í gærdag sló út öllum númerum í Reykjavík sem byrja á sex. Þessi sex-bilun hjá Reykjavíkursímanum olli því að hvorki var hægt að hringja í sex- númer eða úr þeim. Hjá Bilanadeild Pósts og Síma fengust þær upplýsingar að þrír menn væru önnum kafnir við við- gerðir á stöðinni, og var búist við að sexið myndi verða í lagi í við- komandi númerum þegar liði á nóttina. -ÖS að er alveg Ijóst að verðið sem borgað verður fyrir þetta skip, hver sem hefði keypt það, er allt of hátt verð fyrir skipið raun- verulega. Það er bara ekki um neina kosti að velja í dag fyrir þá sem þurfa að fá skip“, sagði Gísli Konráðsson framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa h/f. Landsbankinn hefur samþykkt að ganga til samninga við Útgerð- arfélagið um sölu á togaranum Bjarna Herjólfssyni AR sem bankanum var sleginn á nauð- ungaruppboði skömmu fyrir ára- mót, og eru viðræður þegar hafn- ar um kaupin. Bankinn bauð 82 miljónir í tog- arann á sínum tíma og fékk síðan 8 tilboð frá útgerðarfyrirtækjum í hann. Segir bankastjórnin að til- boð ÚA hafi verið hagstætt auk þess sem fjárhagur fyrirtækisins geri því kleift að taka á sig þær skuldbindingar sem kaupunum fylgja. Gísli Konráðsson vildi í gær ekki segja hvert tilboð ÚA hefði verið. „Ég ætla ekki að gefa út um það, en bankinn hefur sjálf- sagt haft í huga að sleppa skað- laust út úr þessu“. -Ig- Framsóknarflokkurinn Óánægja með forystuna Bœndafulltrúar Framsóknar á Búnaðarþingi öskureiðir við flokksforystuna Oánægja Framsóknarmanna með frammistöðu ráðherra flokksins hefur verið mjög áber- andi á Búnaðarþingi scm nú stendur. Á fundi þar sem flokks- forystan var mætt á dögunum með fulltrúum á Búnaðarþingi munu sumir forystumanna bændasamtakanna hafa hótað úrsögn úr flokknum ef undanlát- seminni við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórninni linnti ekki. Gífurleg óánægja bænda með ríkisstjórnina og þá sérstaklega eftirgjafir Framsóknarflokksins í málefnum Framleiðsluráðs land- búnaðarins hefur hvað eftir ann- að komið uppá yfirborðið. Val- inkunnir forrystumenn bænda- samtakanna sem einnig eru í flokknum eru sagðir hafa gefið út yfirlýsingar um að þeir myndu ganga úr flokknum ef hann gæfi eftir gagnvart Sjálfstæðisflokkn- um í því málþófi sem nú stendur yfir milli sjórnarflokkanna um breytingar á lögum um Fram- leiðsluráð Landbúnaðarins. Full- trúar flokksforystunnar hafa fengið óblíðar viðtökur meðal bænda á Búnaðarþingi. -óg Flotinn Lögðu ekki í smokkinn Þrátt fyrir miklar smokkfísk- göngur fyrir vesturlandi og vest- fjörðum á sl. hausti veiddust að- eins tæpar 1500 lestir af þessari úrvals beitu. Þcgar í janúarlok var víðast hvar orðið smokkfisks- laust og Ijóst er að flytja þarf hátt í 2000 lestir af smokkfiski til landsins í beitu á þessu ári og kemur hluti af þeirri sendingu allt frá Falklandseyjum eins og Þjóð- viljinn hefur áður skýrt frá. Smokkfiskveiðarnar á liðnu ári urðu tilefni umræðna á Alþingi á dögunum er Skúli Alexandersson spurði sjávarútvegsráðherra hvaða ráðstafanir hafi verið gerð- ar til að auðvelda og tryggja veiði úr smokkfisksgöngunum. Sagði Skúli það mikið slys að ráðuneyt- ið hefði ekki haft betri stjórn á þessum veiðum og greitt fyrir þeim. Ein höfuðástæðan fyrir því að bátar fóru ekki á smokkfisk- veiðar væri sú, að þeir lögðu ekki í að hætta þorskveiðum þar sem þeir óttuðust að þorskveiðitími smábátanna yrði styttur eins og raun varð á. ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.