Þjóðviljinn - 01.03.1985, Síða 4

Þjóðviljinn - 01.03.1985, Síða 4
LEIÐARI Fullvinnsla sjávarfangs Fiskveiðar og fiskvinnsla hafa um langan aldur verið burðarstoðir í atvinnulífi íslendinga. Sjávarafurðir héðan úr nyrsta afkima veraldar hafa fagnað góðum byr á erlendum mörkuðum pg af sölu fiskafurða spratt sú velsæld sem íslendingar til skamms tíma nutu. Það er hins vegar merkilegt að í mörgum greinum fiskvinnslu höfum við ekki svarað kröf- um tímans um betri nýtingu á sjávarafla og höf- um í allt of mörgum tilvikum flutt út lítt unnar fiskafurðir sem aðrar þjóðir hafa svo unnið til fulls og makað á sína króka. Það gefur hins vegar augaleið að með fullvinnslu sjávarfangs innanlands slægjum við tvær flugur í höggi: stórykjum verðmæti útfluttra sjávarafurða og sköpuðum jafnframt störf fyrir vinnufúsar hend- ur komandi kynslóða. Á þessu hefur Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, vakið athygli á Alþingi íslendinga og lagt fram þingsályktunartillögu þar sem skorað er á ríkisstjórnina að beita sér fyrir sérstökum ráðstöfunum til að efla fullvinnslu sjávarfangs hér á landi. Þessi tillaga er með merkari málum þingsins í ár og í umræðum á þingi fyrir skömmu hlaut hún mikla og verðskuldaða athygli manna úr öðrum flokkum. Það var að vonum, því í ræðu Guðmundar kom fram, að líklega mætti auka verðmæti út- fluttra sjávarafurða um þriðjung, eða um fimm og hálfan miijarð íslenskra króna! Á þessu ári er búist við því að viðskiptahalli verði óhagstæður við útlönd um fjóra miljarða. Með því að fullnýta sjávarafurðir með þeim hætti sem lagt er til í greinargerð með tillögu Guðmundar mætti því þurrka út allan viðskipta- hallann og eiga þó drjúgan miljarð til góða. Þarmeð skapast aukið svigrúm til eðlilegra og nauðsynlegra launahækkana. í greinargerð með tillögunni eru nefnd fjöl- mörg skýr dæmi um hvernig mætti auka verð- mæti með fullvinnslu. Eitt er tekið afgrásleppu- hrognum. Af þeim framleiðum við Islendingar bróðurpartinn af heimsframleiðslunni, eða 60 prósent. Stóran hluta af þessu seljum við úr landi, meðal annars til frænda vorra Dana, sem fullvinna hrognin, búa til úr þeim rándýran kaví- ar til að kitla góma evrópskrar yfirstéttar. Við vinnsluna tvöfalda Danir verðmætið. Auðvitað ætti að fullvinna þessa vöru hér á landi, einsog Guðmundur bendir á, Við virðumst hins vegar standa Dönum aftar við markaðsöflunina. Annað dæmi má taka af þorskhrognum. Við hendum þeim að verulegu leyti. Fyrir þann litla hluta sem við vinnum í niðursuðu fást þó hvorki meira né minna en 185 þúsund krónur á tonn- ið. En okkur virðist ganga illa að finna markað til að selja meira af niðursoðnum þorskhrognum en við gerum í dag. Enn eru það Danir sem skjóta okkur ref fyrir rass. Svona mætti lengi telja. Hvað verður um þorsklifrina? Sovétmenn pöntuðu á síðasta ári meira af niðursoðinni lifur en við gátum afgreitt. Við hendum nefnilega lifrinni frekar í múkkann en selja til útlanda. Þetta nær auðvitað ekki nokkurri átt og hér virðist sem vonda skipuleggi megi hafa til blóra. Pökkun á rækju í dýrustu neytendapakkning- arnar fer að mestu fram erlendis. Sama gildir um freðfisk og að sögn framleiðenda hér á landi stafar þetta af skorti á starfsfólki! Þetta er ótrú- lega vitlaus hagfræði. Með því að láta vinna fiskinn í dýrustu pakkningarnar fengju fram- leiðendur auðvitað meira fyrir afurðina og gætu þarmeð borgað mannsæmandi laun, svo fólk sé ekki að flýja fiskiðnaðinn sökum hróp- lega slakra kjara, einsog nú er að gerast^ En fullvinnsla sjávarfangs gerist auðvitað ekki af sjálfu sér. Hún kostar átak. Hún kostar í upphafi ákveðið fjármagn. Þessvegna leggur flutningsmaður til að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að auknu fé verði veitt til uppbyggingar vinnslustöðva, afurðalán verði hagstæðari, og síðast en ekki síst verði rannsóknir, þróunar- störf og markaðsleit stórefld. Fullvinnsla sjávarafla er mál sem allir íslend- ingar hljóta að geta sameinast um. - ÖS KLIPPT OGSKORIÐ Aðeins almenn mál- efni rædd við KGB - sagði Arne Trcholt í varnarræöu sinni í gær Vildi auka skiln- ing og bæta samskiptin Tr»K,.H l*yA, 4hrr*lw r * A ^ “r.«í7«ír‘»‘ír.- barnið var ________ tilbúningur Svailveisla í Moskvu festi Treholt í netinu 8»gði SAkaðltiiArinii I ákgnreðui Staksteinar Morgunblaðsins hafa nokkrar áhyggjur af því í gær, að Þjóðviljinn hafi ekki upp- lýst lesendur sína um framvindu réttarhaldanna yfir Arne Trehotl í Osló. Staksteinar reyna af mætti að sýna þá sanngirni að minna á, að Þjv. birtir ekki erlendar dags- fréttir, en segja mál til komið að fjalla í fréttaskýringu um svo merkilegt mál. Það getur vel verið. En satt að segja er það ekki ýkja mikið sem bæst hefur við í málinu síðan það var á hvers manns vörum í fyrra - nema þá málsvörnin. í fyrra stefndu fréttir af málinu fyrst og síðast í þá að Arne Treholt væri með kæðustu njósnurum. Afbrot mörgog stór og skaðsejni gla ans seint ofmetin. Það hefurh; egarsést á ýmsum norskum skrifum nú fyrir réttarhöldin, að málsækj- endur eru í einhverjum vanda. Sá vandi sýnist einkum í því fólginn að sönnunargögn séu ekki jafn stórvægileg og afdráttarlaus og fyrst var talið. Hvað er nýtt? Og það er í framhaldi af þessu sem málaferlin hafa orðið frétt- næm með nokkuð óvæntum hætti. Þar sem fyrr segir er átt við málsvörn hins ákærða. Arne Tre- holt hefur, eins og mjög rækilega kemur fram í daglegum fréttum, tekið þann kost að gera eins lítið úr þýðingu samskipta sinna við sovéska erindreka og hann treystir sér til. Hann hafi ekki sýnt þeim annað en heldur ómerkileg skjöl og sé drjúgur hluti þeirra merktur trúnaðarmál að ástæðulausu. Hann hafi ekki átt samskipti við njósnara, heldur hafi hann ætlað að leika einskon- ar einleik í alþjóðlegum stjórnmálum. Hann hafi viljað bæta sambúð austurs og vesturs. Hann hafi borið fyrir brjósti jafnt hag grískra andófsmanna á tím- um herforingjastjórnarinnar þarí landi, tékkneskra andófsmanna undir sovésku hernámi og svo Noregs. Það eru að sönnu fróðlegar fréttir að Arne Treholt skuli taka þennan pól í hæðina. En enn er ekki margt vitað um framvindu málsins - hvernig og hvort sak- sóknara tekst að hrekja þessa málsvörn. Enn sem komið er eru áheyrendur varla mikið lengra komnir en að þeir hafa heyrt full- yrðingu standa gegn fullyrðingu. Menn geta kannski leyft sér að spá í framhaldið. Kannski verður niðurstaðan fyrir dómstólum ein- hversstaðar nálægt miðju. Leyniskjölin sem Arne Treholt lét af hendi eða seldi ómerkilegri en fyrst var haldið. En athæfi hans samt miklu skuggalegra og refsiverðara en hann vill sjálfur vera láta. Nokkrir möguleikar Þeir njósnarar fyrir Sovétmenn sem afhjúpaðir hafa verið, hafa átt sér margskonar sögu. Sumir eru kannski óprúttnir ævintýra- menn í fjárkröggum. Sumir hafa verið neyddir til njósna vegna þess að sovésk leynilögregla hafði um þá niðurlægjandi upp- lýsingar eða annað kverkatak á þeim. Enn eru þeir sem byrjuðu sinn njósnaferil á hugsjóna- grundvelli. Kim Philby hinn breski er til að mynda sagður hafa ákveðið að leggja Sovétmönnum lið eftir kynni sín af skuggalegum tíðindum í Austurríki á upp- gangstímum nasismans. Sænskur herforingi, sem dæmdur var fyrir njósnir, bar fyrir sig einskonar „sólóspil" í alþjóðamálum - hann leit svo á, að Bandaríkjamenn væru hættulega langt þá á undan Sovétmönnum í vígbúnaðarmál- um og kvaðst vilja leggja fram sinn skerf til að jafna þann mun. Það er nokkuð merkilegt, að í umræðum og fregnum af máli Arne Treholts hafa allir þessir möguleikar komið upp. Samband hans við íraka og greiðslur frá þeim benda til ævintýramanns í fjárkröggum. Sagan af mynda- tökum í svallveislu í Moskvu hef- ur gerst margoft áður. Og sjálfur ber Arne Treholt einkum fram kenninguna um „óvenjulegar að- ferðir“ hans sjálfs í alþjóðlegum samskiptum. Or þeirri flækju hefur enn ekki verið greitt fyrir dómstólum í Osló. Meðan svo er ekki er kann- ski best við hæfi að taka nokkuð tillit til athugasemda eins og þeirra, sem faðir hins ákærða hef- ur látið falla: fjölmiðlarnir hafa dæmt manninn fyrirfram. Þetta er rétt hjá gamla manninum. Njósnir og landráð eru nógu fyrirlitleg og refsivert athæfi þótt ekki verði illt verra með því að refsa margsinnis, ef svo mætti að orði kveða, sakborningi og þá hans nánustu. Dylgju- stefnan Hitt er svo ekki nýtt, fremur en margt annað í þessu máli, að Morgunblaðið vill gjarna, í leiðurum og staksteinaskrifum, nota Treholt til að dylgja með heiðarleika vinstrimanna hér á landi. Röksemdafærslan er eitthvað á þá leið, að úr því Arne Treholt var norrænn vinstrikrati sem hérlendis hafa fyrr eða síðar látið í ljós einhver svipuð viðhorf í alþjóðamálum að vera njósnar- ar einnig. Og þessi fólska hér er undanskilin: reyndu bara að sanna það sjálfur að þú sért ekki njósnari helvískur! Þetta er svosem allt við hæfi og í föstum stfl. Og í anda viðbragðs- sálfræðinnar, sem menn tengja í huga sér við hunda Pavlovs, sem slefuðu glatt þegar þeir fengu merki um matargjöf, hvort sem matur fylgdi á eftir eða ekki. Þetta fræga slefukerfi komst inn í Morgunsblaðsmenn fyrir 30-40 árum, á dögum kalda stríðsins sem við vorum að rifja upp í sjón- varpinu á mánudagskvöldið. Það hefur haldist í þeim óbreytt allar götur síðan - eins þótt skipt hafi verið um hunda á blaðinu. Eitthvað er það í heiminum, sem menn geta treyst á, þrátt fyrir allt. AB DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Óssur Skarphóöinsson. Rltatjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Olafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Einar Ólason, Einar Karlsson. Útllt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvœmda8tjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbroiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsinga8tjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgreiðslustjóri: Ðaldur Jónasson. Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavarsla: Margrót Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmœður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Bílstjóri: Ólöf Siguröardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasöiu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskriftarverð ó mánuði: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.