Þjóðviljinn - 01.03.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.03.1985, Blaðsíða 8
GLÆTAN Sigurður sinnir kallinu. Ljósm. - E.ÓI. Hér er fjörið Föstudagur 1. mars Ársel: Diskótek frá 8 til 11.30 Bústaðir: Diskótek frá 8 til 12 Fellahellir: Diskótek frá 8 til 12 Tónabær: Diskótek frá 8 til 11 Þróttheimar: Diskótek frá 8 til 12. Á laugardag 2. mars Agnarögn: Diskótek frá kl. 9 til 1. Traffic: Diskótek föstudags- og laugardagskvöld frá kl. 10 til 3. Á laugardagskvöld er einnig á dagskrá kynning á Tískunni ’85 í snyrtivörum, hárgreiðslu og fötum. Talía, leiklistarsviö Mennta- skólans við Sund sýnir Drauga- sónötuna eftir Strindberg í hús- næði skólans föstudagskvöldið 1. mars og sunnudagskvöldið 3. mars kl. 20.30. Atriði úr Draugasónötunni. Túkall verður Útkall Rœtt við Sigurð B. Stefánsson, 17 ára ritstjóra ung- lingablaðsins Nýlega barst hingað í Glætuna 2. tölublað unglingablaðsins Út- kalls. I „leiðara" þess stendur að því sé fyrst og fremst ætlað að vara afþreyingarblað fyrir ungt fólk. Ritstjóri og ábyrðarmaður er Sigurður B. Stefánsson 17 ára unglingur úr Kópavogi en sér til aðstoðar hefur hann Guðna Björnsson. Þar sem það er ekki á hverjum degi að ungt fólk ræðst í blaðaútgáfu fengum við Sigurð til að segja aðeins frá sér og blaða- mennskunni. - Ahuginn vaknaði þegar ég starfaði við félagsblað. Svo var ég í starfskynningu á Tímanum vor- ið 83. Blaðið Útkall vinn ég að mestu leyti sjálfur nema Guðni teiknaði forsíðuna á báðum blöð- unum. Ég hef aðgang að ritvél og kom mér upp ljósaborði heima og lími allt upp á því. Blaðið er offsetfjölritað á fjölritunarstofu. Það er dálítið dýrt að gefa út blað en ég reyni að fjármagna útgáf- una með auglýsingum. Það gekk ágætlega með seinna blaðið. Nafn blaðsins? Ja það er dregið af orðinu túkall, umsnúið verður það útkall. Það er ætlunin að gefa út 3-4 blöð á ári og ég býst við að reyna að fá annan með mér. Blaðið er selt í lausasölu, ég reyndi að fá áskrifendur í fyrra en það gekk illa og ég hætti við það. Þá er líka komin aukavinna í kringum það. Blaðinu er dreift í sjoppur og fé- lagsmiðstöðvar, og kostar 5o krónur. Næsta blað kemur út sennilega um mánaðamótin apríl-maí. Efni blaðsins er komið á hreint í meginatriðum. Það verða í því 2 viðtöl, 1 aðal og 1 auka. Viðtölin tek ég upp á segul- band og breyti engu en reyni að láta málfarið koma skemmtilega út. Viðmælandi fær auðvita að sjá viðtalið áður en ég set það. Einn- ig verður grein um popphljóm- sveit. Ég fylgist með flestöllu poppi og les bæði erlend blöð og innlend. Greinarnar sem ég svo upp úr því sem ég hef lesið og veit. Uppáhaldshljómsveit á ég samt ekki. Það fylgir með blaðinu popp-„plaggat“. Einnig verður grein um Islandsmótið í fótbolta. Keppnistímabilið hefst um það leyti sem blaðið kemur út. Að lokum verður svo grein um skemmtistaði almennt. Allt efni utanað er líka vel þegið. Það er ætlunin að stækka blaðið úr 12 síðum upp í 24. Einn ■ óbyggðum Það hefur verið tekið afskap- lega vel í útgáfuna. Ég hef fengið stuðning hjá Eðvarði (Ingólfs- syni) og Jens (Guðmundssyn) en þeir þekkja báðir vel til í blaðaút- gáfu. Éðvard er ritstjóri Æskunnar og Jens er ritstjóri Hjáguðs. Kunningi minn sem er mikið í blaðamennsku hefur einnig leiðbeint mér. Það fer geysilegur tími í þetta en fyrir utan blaðamennsku stunda ég lítillega fótbolta og er formaður í Hrönn.félagi ung- templara. Hrönn er 25 ára gamalt félag, en starfsemin hefur verið í miklum dvala, við erum að reyna að lyfta félaginu upp. Það eru um 200 manns á skrá félagsins. Innan þess er starfrækt skíðadeild og knattspyrnudeild. Við gáfum út söngbókina Spangólínu sem seld- ist geysilega vel. Það er alltaf yfir- drifið nóg að gera. í nánustu framtíð ætla ég að fá mér vinnu, hef von um vinnu hálfan daginn, þó ekki í sam- bandi við blaðaútgáfu. í haust ætla ég í skóla. Mig langar til að læra eitthvað í sambandi við blað- amennsku en verð þá að fara til útlanda eftir stúdentspróf. í sumar segi ég sennilega skilið við blaðamennskuna í bili og sækji um starf sem landvörður í Galtalækjarskógi. Þar hef ég ver- ið undanfarin sumar og vona að ég komist þangað í sumar líka. Þetta er vel borgað starf og skemmtilegt. Ég sé um tjaldstæð- in, rukka inn fyrir þau og svo vinn ég að undirbúningi mótsins sem er þar á hverju sumri um verslun- armannahelgi. Það má segja að þetta sé vinna allan sólarhring- inn. Það er skrýtið að vera þarna, þetta er langt uppí landi, fyrir ofan Búrfell. Stundum hef ég ver- ið einn þarna í miðri viku ef engir gestir eru og langt á næstu bæi. Þarna er heldur enginn sími svo maður er svo sannarlega einn upp í óbyggðum, sagði þessi starfs- glaði piltur og var þar með rok- inn. aró Vinsældalistar Þjóöviljans Fellahellir ( 1) 1. Forever young - Alphaville ( —) 2. This is not America - David Bowie ( 4) 3. Method of modern love - Hall and Oates ( 5) 4. Sounds like a melody - Alphaville ( -) 5. Solid - Ashford and Simpson ( -) 6.1 want to know what love is Foreigner ( -) 7. We belong - Pat Benatar ( 6) 8. Invisible - Alison Moyet ( 9) 9. Don’t look any further- Dennis Edwards (10)10. Neutron dance - Pointer Sisters Rás 2 ( 2) 1. Save a Prayer - Duran Duran ( 3) 2. Love and Pride - King ( 1) 3. Moment of Truth - Survivor (12) 4. Solid - Ashford and Simpson ( 6) 5. Shode - Tears and Fears ( 5) 6. Everything she wants - Wham! ( 7) 7. Forever young - Alphaville (11) 8.1 know him so well - Paige og Dickson ( 4) 9.1 want to know what love is - Foreigner (17) 10. This is notAmerica - David Bowie og Pat Metheny Group Grammið ( 1) 1. Hateful of hollow - The Smiths ( 4) 2. Dreamtime - Cult ( 6) 3. The walking hour- Dali’s Car ( 5) 4. Aura - King Sunny Adé and African Beats ( 8) 5. The wonderful and frightening world of the Fall ( 3) 6. Pop - Tones on Tail ( 7) 7. It’s my life - Talk Talk ( -) 8. She’s the boss - Mick Jagger ( ~) 9- This is not America — David Bowie ( —)10. Fans - Malcolm MacLaren

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.