Þjóðviljinn - 01.03.1985, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 01.03.1985, Blaðsíða 23
ÍÞRÓTT1R Digranes Pressuleikur í karate Landslið íslands í karate fær sitt fyrsta verkefni á þessu ári um helgina. Á morgun, laugardag, kl. 16.30 mætir það pressuliði í Digranesi í Kópavogi. Ólafur Wallevik hefur tilkynnt iandslið- ið sem er skipað eftirtöldum sex mönnum: Atli Erlendsson, Árni Einars- son, Karl Sigurjónsson, Stefán Alfreðsson, Omar ívarsson og Sigþór Markússon. Lið pressunnar er þannig skipað: Ágúst Österby, Einar K. Karlsson, Erlendur Arnarsson, Gísli Klemenzson, Hannes Hilm- arsson, Sigurjón Kristjánsson, Svanur Eyþórsson og Ævar t*or- steinsson, en sá síðastnefndi stjórnar liðinu jafnframt. Þetta er fyrsta viðureign sinnar tegundar hér á landi og kjörið tækifæri fyrir Kópavogsbúa og fleiri að kynna sér karateíþrótt- ina sem á ört vaxandi vinsældum að fagna hér á landi. - VS Hafnarfjarðarmálsháttur Helgar- sportid Handbolti að FH Stórleikur helgarinnar er þessu sinni í 1. deild kvenna og Fram leika í Hafnarfirði kl. 14 á laugardag og getur sá leikur ráðið úrslitum um meistaratitil- inn. Fram dugir jafntefli til að standa uppi sem íslandsmeistari, en ef FH sigrar verða úrslitaleikir milli Fram, FH og Vals, ef Valur vinnur ÍBV í Eyjum kl. 14.45 sama dag og FH sigrar lokaleik sinn við 1A. Tveir aðrir leikir fara fram í deildinni, Þór A. og Víking- ur kl. 14 á Akureyri og KR-ÍA kl. 14.45 í Laugardalshöllinni. í 1. deild karla fara fram þrír leikir. FH-Stjarnan í Hafnarfirði kl. 15.15 á morgun, Þór Ve.- Valur í Eyjum kl. 13.30 sama dag og loks Þróttur-Breiðablik í Höll- inni kl. 21.15 á sunnudagskvöld- ið. í 2. deild karla eru tveir leikir í kvöld. Grótta-HK á Seltjarnar- nesi ki. 20 og Haukar-KA í Hafn- arfirði kl. 21.15. Á morgun leika Fylkir og KA í Seljaskóla kl. 13.30 og á sama tíma mætast Ár- mann og Fram í Laugardalshöll. Körfubolti Tveir síðustu leikir úrvals- deildarinnar fara fram um helg- ina. KR og Njarðvík leika í Haga- skóla kl. 14 á morgun og Valur leikur við Hauka kl. 20 á sunnu- dagskvöldið í Seljaskóla. Athygl- isverðir leikir því einmitt þessi fé- lög leika innbyrðis í úrslitakeppn- inni um meistaratitilinn sem hefst á miðvikudagskvöldið. í 1. deild kvenna leika KR og Njarðvík kl. 15.30 á morgun í Hagaskóla. í 1. deild karla eru tveir leikir kl. 14 á sunnudag. Reynir og Þór A. leika í Sand- gerði og Fram-Grindavík í Haga- skóla. Tveir bikarleikir karla kl. 20 í kvöld. Fram-KR b. í Haga- skóia og ÍBK-Breiðablik í Kefla- vík. Skíði Bikarmót í alpagreinum full- orðinna fer fram í Hlíðarfjalli við Akureyri um helgina. Bikarmót unglinga 15-16 ára í alpagreinum fer fram á Isafirði og bikarmót í göngu og stökki fullorðinna og unglinga fer fram á Ólafsfirði. Blak Mikið af leikjum um helgina - þeir markverðustu eru í Digranesi í kvöld. Þar leika kl. 20 HKog ÍS í 1. deild karla og síðan toppliðin í 1. deild kvenna., Breiðablik og ÍS. Júdó íslandsmeistaramótið, fyrri hluti, fer fram í íþróttahúsi Kenn- araháskólans á morgun, laugar- dag, og hefst kl. 15. Karate Pressuleikur í karate fer fram í Digranesi í Kópavogi á morgun, laugardag, og hefst kl. 16.30. Sjá annars staðar á síðunni. Körfubolti Fullreynt í fjórtánda sinn! Haukar sigruðu Njarðvík í 14. tilraun og eru komnir í undanúrslit bikarkeppninnar Nýr málsháttur tók gildi í Hafnarfirðinum í gær: „Fullreynt í fjórtánda sinn!“ Eftir 13 tapleiki í röð gegn Njarðvíkingum tóku Haukarnir sig til í gærkvöldi og sigruðu íslandsmeistarana 76-75 í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í körfuknattleik, og það suður í Njarðvík. Þar með eru aðeins tvö úrvalsdeildarlið, Haukar og KR, eftir í keppninni. Haukar skoruðu fyrstu körfu leiksins en síðan náði Njarðvík yfirhöndinni og leiddi uns ívar Ásgrímsson jafnaði, 24-24. Aftur tók UMFN forystuna og var yfir í hálfleik, 32-31. Ekki mikið skorað, taugaspennan tók sinn toll. Haukar komust fljótlega yfir eftir hlé, 36-38, en þá náðu Njarðvíkingar sínum besta kafla IR-basl Marði Stúdenta, 79-77 IR-ingar áttu í hinu mesta basli með ÍS er liðin áttust við í íþróttasal Kenn- araháskólans í gærkvöldi. Leikurinn var allan tímann hið mesta hnoð. í hálfleik höfðu Stúdentar sjö stiga forskot 38-31 en ÍR var sterkara liðið seinni hlutann og tryggði sér tveggja stiga sigur, 79-77. Þetta var síðasti leikur liðanna í sjálfri úrvalsdeildinni en liðin þurfa að heyja 3 leikja viður- eign um áframhaldandi veru í henni. Stig ÍR: Björn Steffensen 17, Kristinn Jörundsson 13, Hjörtur Oddsson 12, Gylfi Þorkelsson 8, Hreinn Þorkelsson og Bragi Reynissgn 6, Ragnar Torfason 4. Stig ÍS: Valdimar Guðlaugsson 18, Ragnar Bjartmarz 17, Árni Guðmundsson 15, Guðmundur Jóhannesson 12, Helgi Gústafsson 11, Ágúst Jóhannesson 4, Þórir Þórisson 2. - Frosti. Körfubolti Fram á von Framarar halda enn í veika von um að komast uppfyrir Keflvíkinga og uppí úrvals- deildina eftir öruggan sigur á Reyni í Hagaskóla á laugardag- inn, 89-68. Til þess þurfa þó bæði Reynir og Fram að vinna sigra í Keflavík í lokaleikjunum. Staðan í 1. deild karla er þessi: IBK....... 18 16 2 1513-1196 32 Fram...... 17 13 4 1286-984 26 ReynirS... 17 9 8 1145-1179 18 Þór Ak.... 17 8 9 1088-1131 16 Grindavik. 15 6 9 801-933 12 Laugdælir..20 0 20 540-950 0 Laugdælir gáfu síðustu sjö leiki sína í deildinni og eru fallnir í 2. deild. Ólafur Rafnsson lék vel eins og Haukaliöið allt I skoraði 15 stig í leiknum. Njarðvík í gærkvöldi. Hann Sérsamband Karatemenn r I Veitt aðild í gœrkvöldi Sérsamböndunum innan ÍSÍ fjölgaði um eitt í jjærkvöldi - Karate-samband Islands var formlega stofnað og var veitt að- ild að Iþróttasambandi íslands. Hannes Hilmarsson úr Stjörn- unni var kjörinn fyrsti formaður sambandsins en aðrir í stjórn eru Karl Gauti Hjaltason, Ævar Þor- steinsson, David Haraldsson og Stefán Alfreðsson. - VS Samningur FRI bara í Adidas Samningur tilfjögurra ára. FRÍfœr mikið magn af íþróttavörum á ári. Andvirði í dag 700þúsund Frjálsíþróttasamband Islands hefur gert samning við Heildverslun Björgvins Schram hf., umboðsaðila Adidas á ís- landi. Samningurinn gildir til fjögurra ára, frá deginum í dag til 31. desember 1988, og framleng- ist um eitt ár í einu nema annar- hvor aðilinn segi honum upp með þriggja mánaða fyrirvara. Samningurinn hljóðar uppá að Adidas mun láta FRÍ hafa visst magn af íþróttavörum á ári hverju og nemur verðgildi þess í ár um 700 þúsundum króna. Þarna er um að ræða 50 æfingag- alla, 50 trimmgalla, 100 T-boli, 50töskur, llOvesti, lOOstuttbux- ur, 100 sokkapör, 50 pör af kepp- nisskóm og 50 pör af æfi jaskóm á ári hverju. Útúr búð í dag kost- ar þessi búnaður um 700 þúsund krónur. Þetta tryggir íslensku landsliðs- og úrvalsflokkafólki í frjálsum íþróttum allan nauðsyn- legan íþróttabúnað. Á móti skuldbindur FRÍ sig til að allir þeir sem keppa á vegum og ruku framúr, 50-44. Haukar kvittuðu, 52-52 og náðu síðan forystunni og létu hana ekki af hendi eftir það. Komust í 56-61, ÚMFN minnkaði í 63-65, Haukar juku í 65-72 og 71-76 en Njarðvík saxaði á í lokin. Árni Lárusson fékk tvö vítaskot hálfri mínútu fyrir leikslok en nýtti bara annað, 74-76. Njarðvík fékk boltann aft- ur og ísak Tómasson fékk færi á að jafna úr tveimur vítaskotum 3 sekúndum fyrir leikslok. Aðeins það síðara tókst, Haukar höfðu sigrað. Baráttan var mikil í lokin og leikmenn tíndust af leikvelli með 5 villur einn af öðrum í hamaganginum. Haukaliðið var mjög jafnt í þetta skiptið. Pálmar Sigurðsson og ívar Webster einbeita sér að því að leika meira fyrir liðið en áður og er það vel því mannskap- urinn er nægur. Hreiðar Hreiðarsson og fsak voru bestir Njarðvíkinga og Valur Ingi- mundarson var drjúgur að vanda. Þá lék Jón Viðar Matthíasson með liðinu að nýju og átti gott „comeback". Stig Hauka: Ólafur Rafnsson 15, Hálf- dán Markússon 15, Ivar W. 13, Pálmar 11, Henning Henningsson 10, Kristinn Krist- insson 6 og Ivar Á. 6. Stig UMFN: Valur 18, Hreiðar 15, Isak 12, Ellert Magnússon 10, Jón Viðar 8, Helgi Ratnsson 6, Árni Lárusson 4 og Gunnar Þorvarðarson 2. Kristinn Albertsson og Rob Iliffe dæmdu leikinn vel. -SÓM/Suðurnesjum. Sovét og A-þýskir Sovétmenn og Austur- Þjóðverjar leika til úrslita um sig- urinn í B-keppninni í handknatt- leik sem nú stendur yfir í Noregi. Sovétmenn unnu Tékka 22-21 í gærkvöldi og A.Þjóðverjar sigr- uðu Pólverja 25-21. Önnur úrslit urðu: Noregur- Finnland 29-24, Spánn- Frakkland 30-22, Ungverjaland- Holland 25-29 og Búlgaría- Bandaríkin 18-16. Tékkar og Pól- verjar leika um 3. sætið, Spán- verjar og Ungverjar um 5. sætið, Norðmenn og Búlgarir um 7. sæt- ið, Finnar og Bandaríkjamenn um 9. sætið og Frakkar og Hol- lendingar um 11. sætið. -VS sambandsins muni einungis klæð- ast vörum frá Adidas í öllum mótum, innanlands sem utan, sem og í viðtölum við frétta- menn. FRÍ heimilar Adidas að kalla sig „opinberan veitanda (of- ficial supplier) Frjálsíþróttas- ambandsins", og samþykkir að gera ekki auglýsingasamning við samkeppnisaðila Adidas. Brot á samningnum varðar sekt sem er ákveðin 20 þúsund pund, eða um 260 þúsund ís- lenskar krónur. - Frosti/VS. Föstudagur 1. mars 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 23 4. deildin Tjörnes styrkist Tjörnesingarnir, sem komu mjög á óvart í fyrra á sínu fyrsta ári í 4. deildarkeppninni í knatt- spyrnu, hyggja á enn stærri hlut á komandi sumri. Þeir hafa fengið til sín fjölmarga nýja leikmenn, kunnastir eru Pétur Pétursson og Sigurður Illugason, sem léku með Völsungi í fyrra, Arnar Sig- urðsson, einn af efnilegustu leik- mönnum Völsungs, og Gunnar Bogason, áður Völsungur, sem lék með HSÞ.b í 3. deildinni í fyrra. Tjörnes komst í úrslita- keppnina í fyrra - hvað gerist í ár? - VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.