Þjóðviljinn - 01.03.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.03.1985, Blaðsíða 5
Iþróttir Misnotkun iyfja að aukast Örvandi lyfnotuð íflestum greinum íþrótta. „Bolinnu getur leitt til krabbameins auk annarra meina. Vaxtar- hormón og blóðgjafir notuð í auknum mœli. Keppnismcnn í íþróttum víðs vegar um heiminn hafa á seinni árum gripið til lyfjanotkunar í æ ríkari mæli til að efla getu sína á keppnisvöllunum. Upphaf- lega var neysla örvandi og vaxtarhvetj- andi lyfja einskorðuð við greinar sem íþróttamannsins. Hér er um svokallaöa anabolic steroids að ræöa, sem hafa á tungu mæðranna hlotið slanguryrðið bolinn að nafngift. Testosterone og ýmis afbrigði þess eru efst á blaði, en það lyf er karlkyns kynhormón og þarf ekki að fara mörgum orðum um hvernig afleið- ingar hann hefur á konur. Þó ekki vaxi beinlínis á þær tippi verða þær miklu vöðvameiri, brjóstaminni, fá djúpa rödd og stundum skeggvöxt! Að auki getur neysla þessara lyfja leitt til krabbameins og lifrarkrabbi er Vaxtarhormón - ný aðferð Með auknum prófunum hafa íþrótta- menn snúið sér í miklum mæli að vaxtar þurfa mikilla krafta við, svo sem lyft- inga, en hefur síðan breiðst einsog sinu- eldur til flestra greina frjálsíþrótta. Hópíþróttir á borð við knattspyrnu hafa verið blessunarlega lausar við þennan óþverra en nú virðist sem lyfjan- eysla sé líka að hasla sér völl innan vé- banda þeirra. Michel Platini, fyrirliði franska knattspyrnulandsliðsins, sagði þannig fyrir skömmu að lyfjaprófanir á suðurevrópskum knattspyrnumönnum myndu leiða neyslu örvandi lyfja í ijós. Bolinn Lyfin, sem eru einna útbreiddust, eru tilbúnir kynhormónar sem örva vöxt vöðvafruma og auka þannig styrk Blóð-„dóping' Heimsmet Jouko Kuha Blóðgjöf fyrir keppni leiðir til skammvinnrar afburðagetu Jouko Kuha var finnskur hindrunar- hlaupari sem þótti ekki líklegur til stór- afreka á íþróttasviðinu. Árið 1968 kenn- di hann magnleysis og slappleika og fór til læknis rétt fyrir stórmót í Stokkhólmi. „Blóðleysi“ sagði læknirinn og dældi dágóðum slurk af blóði í æðar hans. Ör- skömmu síðar skundaði Jouko Kuha útá völl og setti heimsmet í hindrunarhlaupi (8 mín 24,2 sek, 17. júlí 1968). Af hon- um hafa litlar sögur farið síðan. Mönnum var gersamlega hulið hvernig stóð á þessari skammvinnu afburðagetu Finnans. Eftir nokkrar pælingar komust læknar að þeirri niðurstöðu að blóðgjöf- in væri orsök hennar og það var síðan staðfest með tilraunum. Þetta var upphaf þess sem síðan hefur verið kallað blóð-„dóping“ og Finnar hafa löngum verið grunaðir um að nota á hlaupara sína þegar dregur til stór- móta. -ÖS banamein þó nokkurra íþróttamanna sem hafa glæpst til að bryðja bolann í óhóflegu magni. Þrátt fyrir þetta er það staðreynd, að margir þjálfarar sem fá í hendur góð íþróttaefni beinlínis hvetja skjólstæð- inga sína til að taka inn hormóna til að efla sig. „Pað er eina leiðin til að komast á toppinn" er viðkvæði þeirra, megi marka grein sem birtist í breska blaðinu Observer fyrir skömmu. Hröð utbreiðsla Einsog fyrr segir var neysla örvandi lyfja í fyrstu mestmegnis takmörkuð við íþróttagreinar sem byggjast á miklum vöðvamassa, einsog lyftingum og kast- greinum. í hlaupum og stökkum var neysla miklu minni. í fyrrnefndri grein í Observer er þetta undirstrikað með því að bera saman þróun heimsmeta síðustu 25 árin í kúluvarpi annars vegar og 1500 metra hlaupi hins vegar. í 1500 metra hlaupinu, þarsem vitað erað lyfjaneysla hefur verið í lágmarki, hefur heimsmet- ið verið bætt um einungis 2,4 prósent í aldarfjórðung. í kúluvarpinu þar sem lyfjaneyslan hefur sannarlega verið all- útbreidd, hefur heimsmetið á hinn bóg- inn verið bætt um 15 prósent! Því miður virðist nú sem neysla hórm- óna og örvandi lyfja sé nú að færast hratt yfir í hlaupagreinarnar og stökkgreinar líka. Með aðstoð hormónanna er iðk- endum þessara íþrótta kleift að æfa mun meira en áður, því hormónarnir auðvelda fólki meðal annars að ná sér eftir erfiðar æfingalotur, menn geta því lagt harðar að sér við æfingar og þarmeð uppskorið betri árangur í keppnum. hormón. Það er framleitt í líkama mannsins, þannig að ókleift er að finna með mælingum, hvort viðkomandi íþróttamaður hafi bætt á sig utanaðkom- andi vaxtarhormóni eða ekki. Hormón- ið stjórnar nánast öllum vexti í líkaman- um og getur stórlega eflt vöðvastyrk. Það er unnið úr heiladinglum dauðra manna, og notað sem lyf til að sporna við dvergvexti hjá börnum sem hafa skemmdan heiladingul. íþróttamenn hafa hins vegar getað komist yfir það með því að greiða fyrir það dýrum dóm- um á svörtum markaði. Blóðgjafir Önnur aðferð til að „dópa“ íþrótta- fólk fyrir keppni, sem virðist nánast ómögulegt að uppgötva, er það sem kallast blóð-„dóping“. Aðferðin byggist á því, að því meir sem er af rauðum blóðkornum í æðum íþróttamanna, þeim mun meira súrefni kemst til vöðv- anna og þess meiri vinnu geta þeir af- kastað. Með því að nota blóðgjafir til að auka blóðmagnið í æðum íþróttafólksins er geta þess stóraukin. Þetta gerist þannig, að nokkrum vik- um fyrir mót er um það bil hálfur lítri af blóði tekinn úr íþróttamanninum. Líkaminn sér svo um að framleiða blóð í Vörnin Tilviljanakennd lyfjaprof allt árið Margir hafa velt fyrir sér hvernig væn- legast sé að tálma íþróttamönnum neyslu örvandi og vaxtarhvetjandi lyfja. Svo virðist sem besta ráðið myndi vera að stofna til tilviljanakenndra lyfjapró- ana allt árið um kring, sem yrðu ekki í tengslum við mót. íþróttamaðurinn ætti með öðrum orðum von á því að eftirlits- menn heimsæki hann á æfingum og tækju sýni til prófunar. Með því yrði ■ komist hjá því að íþróttafólk notaði lyf til að byggja sig upp en aflétti notkun rétt fyrir stórmót þar sem búast má við lyfjaprófunum. Þetta er niðurstaða Christophers Brasher í grein sem hann skrifaði fyriri skömmu í breska stórblaðið Observer, en hann er þekktur sérfræðingur í þess- um málum. -ÖS stað þess sem tekið var burt. Þegar kem- ur að keppninni er hins vegar hálfa lítr- anum dælt inní æðar hans aftur, og geta blóðsins til að flytja súrefni þannig aukin umlO til 15 prósent. Þessi aðferð er líklega útbreiddari en menn gera sér grein fyrir. Nýlega játuðu til að mynda bandarískir ólympíuverð- launahafar í hjólreiðum að þeir hefðu fyrir Los Angeles leikana verið dópaðir með blóðgjöfum. Þessi aðferð hefur ýmsar hættur í för með sér, en þó ekki líkt eins miklar og bolinn og aðrar horm- ónagjafir. -ÖS Misnotkun lyfja - hverjir eru sökudólgarnir? Tafla yfir þá sem Alþjóöasamband áhugaiþrótta- manna (IAAP) hefur bannaö keppni sökum lyfja- misnotkunar.: íþróttagreinar Menn Konur Alls Kastgreinar.............. 16 13 29 Millivegalengd............. 3 3 6 Spretthlaup................ 1 5 6 Stökk...................... 3 2 5 Lönd Menn Konur Alls Finnland................. 4 0 4 Pólland................. 23 4 Rúmenía.................. 0 4 4 Búlgaría................. 1 3 4 Grikkland................ 2 1 3 V-Þýskaland.............. 3 0 3 Austurríki............... 0 2 2 Kanada................... 0 2 2 Kúba..................... 0 2 2 Dómíníkanska lýðveldið................ 2 0 2 Noregur.................. 2 0 2 Ungverjaland............. 1 1 2 Svíþjóð.................. 1 1 2 Bandaríkin............... 2 0 2 Ástralía.................. 0 1 1 Belgía................... 1 0 1 A-Þýskaland............... 0 1 1 íran..................... 1 0 1 Portúgal................. 1 0 1 Spánn.................... 0 1 1 Alls. 26 27 53 UMSJÓN: ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Föstudagur 1. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.