Þjóðviljinn - 01.03.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.03.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR Hvað sögðu kennarar eför fundinn í gær? Kristján Thorlacíus. Kristín Jónsdóttir. Heimir Pálsson. Kristján Thorlacíus, formaður HÍK, ert þú ánægður með niðurstöðu fundarins? Ég er ánægður með hvað samstaðan og einhugurinn var mik- ill. Eg geri ráð fyrir því að þótt ekki hafi allir greitt tillögunni atkvæði, þá muni allur hópurinn ganga sameinaður út í þessa aðgerð. Att þú von á því að þetta verði langt stopp? Ég trúi því varla að stjórnvöld reyni ekki að leysa þetta með alvörusamningaviðræðum við okkar félag. Við erum með þessu að knýja á um að gengið verði að samningaborðinu í fullri alvöru. Lýsir niðurstaða fundarins mikilli reiði meðal kennara? Já, sú staðreynd að yfirgnæfandi meirihluti kennara skuli láta verða af þessari hótun lýsir mikilli reiði, sem hefur verið að safnast saman í mörg ár. Við höfum orðið vör við að það hefur verið mönnum aðhlátursefni að við skulum vera að standa í þessu starfi upp á þau kjör sem í boði hafa verið. Attu von á því að margir kennarar muni hætta fyrir fullt og allt? Það fer eftir því hvað stoppið verður langt. Ef það dregst lengi að semja heyri ég það á fólki að það muni leita í önnur störf. ólg. Kristín Jónsdóttir, ert þú ánægð með niðurstöðu fundarins? Já, ég er mjög ánægð. Það ríkti eindrægni og samstaða um þessi úrslit. Áttu von á löngu stoppi? Já, ég á allt eins von á því. Heldur þú að einhverjir kennarar muni hverfa úr starfi fyrir fullt og allt? Ákveðinn hluti kennara hefur þegar ráðið sig í aðra vinnu, og því lengur sem þetta stopp verður, þeim mun fleiri munu heltast úr lestinni. Annars hlýtur þetta að fara eftir endanlegri niður- stöðu. Verði samningstilboð ríkisstjórnarinnar lélegt leiðir það til þess að fleiri kennarar muni ekki snúa aftur. Hvað veldur þessum hörðu viðbrögðum kennara? Ríkisvaldið hefur vitað um okkar kröfur í 8 mánuði og ekki komið með neitt móttilboð allan þann tíma. Mælirinn er einfald- lega fullur. Ég vil að lokum taka það fram að niðurstöður endur- matsnefndar, sem menntamálaráðherra skipaði, og skilaði nið- urstöðum í dag, eru kennurum tvímælalaust mjög í hag og styðja fullyrðingu okkar um að kennarastéttin hafi dregist mjög aftur- úr í launalegu tilliti og að starf hennar hafi verið vanmetið af ríkisvaldinu. -ólg. Heimir Pálsson, hvernig túlkar þú niðurstöðu fundarins? Þessi afdráttarlausa niðurstaða sýnir svart á hvítu hvernig ástandið í skólunum er orðið. Þetta er bæði afdrifarík og afger- andi ákvörðun sem kennarar hafa tekið og hún er ekki tekin að tilefnislausu. Kennarar hafa verið seinþreyttir til vandræða, en nú sverfur svo að mönnum að þeir standa hér og geta ekki annað. Áttu von á að þetta verði langt stopp? Ég ætla að vona að það verði mjög stutt, en ég vil engu um það spá. Áttu von á því að einhverjir kennarar muni hverfa úr starfi fyrir fullt og allt? Ég trúi því að fyrir marga kennara verði það þung spor að snúa aftur til kennslu eftir það sem á undan er gengið. Ég vona hins vegar að niðurstaða þessarar deilu verði það góð að við getum aftur notið þeirra góðu starfskrafta sem nú hafa sagt upp störfum. Þar veltur allt á niðurstöðunni. ólg. Norðurlandaráð Háskólinn 730 manns á þingi Bókmenntaverðlaun afhent. Páll Pétursson kosinn forseti þingsins. 200 blaðamenn. Tillaga um norrœna líftœknistöð á íslandi Amánudaginn verður 33. þing Norðurlandaráðs sett kl. 12 í Þjóðleikhúsinu sem jafnframt verður þingstaður. Nefndarfund- ir og flokkafundir hefjast fyrr um morguninn og verða haldnir í Borgartúni. Þetta er langstærsta þing Norðurlandaráðs hingað til og munu þátttakendur vera um 730 manns, þar af 200 blaðamenn sem hafa aldrei verið svo margir. Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs verða afhent í Háskól- abíói meðan þingið stendur yfir en eins og menn rekur vafalaust minni til hlaut þau Finninn Antti Tuuri. Fyrir hönd íslands sitja eftir- taldir aðilar þingið: Páll Péturs- son sem kosinn verður forseti þingsins á mánudag og flytur jafnframt inngangserindi, Stefán Benediktsson, Friðjón Þórðar- son, Eiður Guðnason, Guðrún Helgadóttir, Ólafur G. Einars- son og Pétur Sigurðsson. ís- lensku fulltrúarnir munu leggja fram tillögu þess efnis að hér á landi verði sett upp norræn líf- tæknistöð. Ýmis önnur mál verða á dag- skrá þingsins. Er talið líklegt að allmiklar umræður spinnist um sjónvarpsmálin. Frá upplýsinga- nefnd mun koma fyrirspurn um Gyllenhammer-grúppuna svok- ölluðu en í henni sitja auðjöfrar og framámenn sem eru farnir að blanda sér í efnahagsaðgerðir Norðurlandaráðs og orðnir fyrir- ferðamiklir. M.a. fengu þeir lán uppá 1,5 milljónir sænskra króna úr Norræna fjárfestingarbankan- um, en afrakstur af starfi þeirra þykir lítill. Hafi einhver áhyggjur af kostnaði við að halda svona stórt þing hér á landi má geta þess að fulltrúar íslands svöruðu því ein- um rómi að tekjurnar sem eftir yrðu í landinu væru örugglega tvöfalt meiri en kostnaðurinn við þinghaldið. _ aró. Prófkjör um rektor I dag fer fram prófkosning um rektorsefni í háskólanum. Próf- kjörið er framið til að skýra lín- urnar fyrir rektorskjörið sjálft, 2. aprfl. Atkvæðisrétt eiga kennarar skólans nema stundakennarar, háskólamenntaðir starfsmenn stofnana og stúdentar. Atkvæði stúdenta gilda sem einn þriðji greiddra atkvæða. Þessi eru tíðn- efndust rektorsefni: Björn Björnsson (guðfræði), Jónatan Þórmundsson (lögfræði), Júlíus Sólnes (verkfræði), Páll Skúlason (heimspeki), Ragnar Ingimars- son (verkfræði), Sigmundur Guðbjarnason (efnafræði) og Sigurjón Björnsson (sálfræði). - m Listviðburður Tarkofskí til íslands Allar myndir þessa útlœga sovéska kvikmyndaleikstjóra sýndar hér Kvikmyndaáhugamenn fá það einstæða tækifæri dagana 9.- 15. mars að sjá allar myndir so- véska kvikmyndalcikstjórans Andrei 'I'arkofskís á einu bretti, sjö talsins. Og ekki nóg með það, þessari kvikmyndahátíð lýkur með því að sjálfur meistarinn kemur í heimsókn og verður hér ásamt konu sinni í 4-5 daga. Það er nýstofnuð Tarkofskí- nefnd sem ber veg og vanda af þessari hátíð. Hennar markmið er að styðja við bakið á Tarkofskí í þeirri frelsis- og mannréttindabaráttu sem hann á í við sovéska ríkið. Tarkofskí fór fyrir þremur árum til ftalíu til að gera nýjustu kvikmynd sína, Nostalgia (Heimþrá), og sneri ekki heim eftir það. Margt er á huldu um hvaða atvik leiddu til þess að hann tók þessa ákvörðun en hitt er víst að sovésk stjórnvöld hafa neitað Tarkofskt- hjónunum að fá börnin sín þrjú en þau urðu eftir heima. Nefndin hefur fengið inni í Háskólabíói og Regnboganum með myndir Tarkofskís. Þær eru sjö talsins og verða sýndar, ein á dag, í Háskólabíói en eftir það í Regnboganum. Það telst til ein- sdæmis hér á landi að fólki gefist kostur á að sjá allar myndir ein- stakra kvikmyndaleikstjóra. Nánar verður greint frá Tark- ofskí og hátíðinni í blaðinu á morgun og í næstu viku. - ÞH %Æk> Drifliðir og öxlar Vorum að taka upp driföxla og hjöruliði í margar gerðir fólksbíla. \ M.a. í Alfa, Citroen, Gottverð ^ Fiat, Honda, Saab, og Subaru. Póstsendum. * elj n:| li nn s/f SKEIFAN 5-108 REYKJAVÍK S (91) 33510 - 34504 Föstudagur 1. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.