Þjóðviljinn - 01.03.1985, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 01.03.1985, Blaðsíða 21
Listasafn ASÍ Nótlúruböm frá Nicaragua Sýning á verkum alþýðumálara frá Nicaragua Á morgun, laugardag, verður opnuð í Listasafni ASI við Grensásveg sýning sem hlotið hefur heitið Náttúrubörn frá Nicaragua-alþýðumálar- arfrá Solentiname. Á henni er 41 olíumálverkeftirbændurá eynni Solentinama. Alþýðulist hefur blómgast mjög í Nicaragua eftir byltingu og tengist sú endurreisn nafni menn- ingarmálaráðherrans, Ernesto Cardenal. Hann var áður prestur á Solentiname og studdi þá og síðar við bakið á alþýðumálurum eyjarinnar. Myndaflokkur eftir þetta bændafólk, Fagnaðarerind- ið í Solentiname, hefur verið gef- inn út í bókarformi og vakið heimsathygli. Myndirnar á þessari sýningu eru unnar af sama fólkinu. Sýningin stendur í þrjár vikur og er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-20 og um helgar kl. 14-22. -ÞH Hótel Borg Olof Palme ó ffiðarfúndi Ásunnudaginn kl. 14verður haldinn stofnfundur Samtaka um kjamorkuvopnalaust ís- land að Hótel Borg. í fréttfrá undirbúningsnefnd segirað þar sameinist „einstaklingar, sem líta á tilvist kjarnorku- vopna og áætlanir um notkun þeirra sem siðlausa ógnun við mannkynið og lífríki jarðar og hafna öllum hugmyndum sem byggja á beitingu þessara vopna hvort heldur er til sókn- areðavarnar". Hótel Borg Fimm framsöguerindi verða flutt á fundinum. Tveir fram- sögumenn eru íslenskir, þau Sól- veig Georgsdóttir og sr. Gunnar Kristjánsson, og þrír erlendir, Anker Jörgensen fyrrum forsæt- isráðherra Danmerkur, Erlendur Patursson þingmaður f Færeyjum og einn fulltrúi frá Grænlandi sem óvfst er hver verður. Útlendingarnir eru komnir hingað til lands til að sitja fund Norðurlandaráðs en þeir flýttu för sinni um einn dag til að mæta á stofnfundinn. Auk þeirra sem nefndir eru að ofan er talið víst að Olof Palme forsætisráðherra Sví- þjóðar mæti á fundinn og ef að líkum lætur blandar hann sér í umræðurnar. Auk framsöguerinda verður einleikur á píanó, Þorsteinn Gauti Sigurðsson leikur, og Elísabet F. Eiríksdóttir syngur einsöng. Fundarstjórar verða Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og Ásgeir Haraldsson læknir. -ÞH TÓNLIST GERÐ VIÐ FLYGIUNN Martin Berrkofsky. „Tónleikarnir í heild voru i háum gæðaflokki". Martin Berkofsky píanóleikari sem er okkur fslendingum að góðu kunnur hélt tónleika í Þjóð- leikhúsinu 18. febr. s.l. til ágóða fyrir tónleikahús hér í borg. Þetta er í annað sinn sem Berkofsky heldur hér tónleika eingöngu með verk eftir Liszt á efnisskrá, þeir fyrri voru líka í Þjóð- leikhúsinu árið 1983, en ég átti því miður ekki þess kost að heyra þá. Martin Berkofsky hefir lagt sig fram við að leika og kynna verk Liszts og er það vel. Liszt samdi píanóverk svo tugum ef ekki hundruðum skipti og er þar margt misjafnt að finna, en þegar best lætur eru þar ein frumleg- ustu og kyngimögnuðustu verk píanóbókmenntanna. Það er því úr vöndu að ráða hvað velja skuli á efnisskrá sem eingöngu er helg- uð Liszt. Efnisskráin sem Berkofsky bauð okkur nú upp á núna var skemmtilega samansett: Ung- versk rapsódía nr. 9 „Le Carna- val de Pesth“, Harmonies de Soir (nr. 11 úr „Étýdes Transcendent- ales“), Un Sospiro (konsertetýða í Des-dúr), Rapsódía nr. 12 sem kom í staðinn fyrir „Lyon“ sem var skráð í efnisskrána. Það var skaði að fá ekki að heyra „Lyon“- verkið því það hefði orðið frum- flutningur hér á landi og mjög forvitnilegt. Eftir hlé var „Valse Oubliée Nr. 1“, „Waldesrauschen" kons- ertetýða og „Eftir fyrirlestur Dantes" (Fantasia quasi Sonata). Martin Berkofsky lék af miklum krafti og af músíkalskri yfirsýn þessa þrælerfiðu og áhugaverðu efnisskrá. Ég get ekki sagt að eitt verkið hafi verið betra en annað. Þó verð ég að minnast á „Harm- onies de Soir“ (Hljómar kvölds- ins) sem Berkofsky lék mjög fal- lega, að ógleymdu Waldes- rauschen (Skógarþytur) en það er með skáldlegustu etýðum Liszts. Dante-sónatan hefir aldrei verið í neinu uppáhaldi undirritaðs. Uppistaðan í verk- inu er frekar á þunnum ís byggð og jafnast ekkert á við stórvirki eins og t.d. sónötuna í h-moll, og er merkilegt hve mörgum píanist- um þykir þetta eftirsóknarvert verk að spila. Auðvitað eru í því áhrifamiklir sprettir og nóg er af inn, því hann var svo rammfalsk- ur alveg frá byrjun tónleikanna, að til mikillar vansæmdar var, og skemmdi mjög fyrir áheyrendum að njóta músíkurinnar. Annað- hvort er hljóðfærið svona illa far- ið vegna hirðuleysis eða þá að þeir sem voru til þess fengnir að stilla það, eru ekki starfi sínu vaxnir. 1 hléinu var auðheyran- lega reynt að laga verstu gallana og hljómaði allt betur fyrst eftir hlé, en það sótti fljótt í sama horf- ið. Það er mikil synd og skömm ef svona afbragðs hljóðfæri er látið grotna niður, og skora ég á stjórn Þjóðleikhússins að vanda bráðan bug að því að láta yfirfara það. Það er hvergi eins ánægjulegt og afslappandi að hlusta á góða tón- list hér í borg og einmitt í nota- legum húsakynnum Þjóðleik- hússins, en þá þurfa allar aðstæð- ur að vera í lagi. Leikur Berkofskys vakti mikla hrifningu áheyrenda og svaraði hann stormandi klappinu með eigin útsetningu á „The Stars and Stripes Forever" eftir Sousa, spil- að „a la Horowitz“ og ætlaði þá allt niður að keyra. R.S. áður orðið var við hjá honum. Hann má samt enn passa að fort- ið verði ekki of hart, en hann átti til verulega fallega mýkt þegar því var að skipta og voru tónleik- arnir í heild í háum gæðaflokki. En því miður var einn galli á, og þar átti Berkofsky enga sök. Flygillinn sem einu sinni var hreinasta gersemi virðist illa far- píanistískum flækjum en áhugi minn nær ekki til þessa verks. Það er svo misjafnt hvað höfðar til manna og er ekkert við því að segja. Verkið getur verið jafn gott fyrir það. En Berkofsky gerði verkinu mjög góð skil og yfirleitt spilaði píanóleikarinn af meiri hugsun í lit og tón en ég hefi RÖGNVALDUR SIGURJÓNSSQ Listmunahúsið Magnús Kjartansson sýnir Magnús Kjartansson mynd- listarmaður opnar sýningu á verkumsínum í Listmunahúsinu Lækjargötu 2 á morgun, laugardag kl. 14. Á sýningunni verða uþb. 30 verk unnin á sl. tveimur árum. Ýmiss konar tækni er beitt, svo sem vatns-, þekju- og akr- ýllitum sem og Ijósnæmum efnum og tækni frá bernsku Ijósmyndarinnar. _þh Föstudagur 1. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.