Þjóðviljinn - 24.03.1985, Page 8

Þjóðviljinn - 24.03.1985, Page 8
Norska leitin að þriðju leiðinni Sósíalíski vinstriflokkurinn tíu óra gamall m©d hver og fodte rtin|is- 16 re- 3er, et- ms rðll- ten >ie sá er i ir hun . -,..er flest io ár pá sin •ppiaít Orientering 'c/öovsr knalíseí&i Undef er d(>t htó- ■att fj&rnsyfífsk(é(' útter kommutteval' tar. Efri myndin sýnir allskonar vinstrimenn fagna sigrinum mikla 1973. Á neðri myndinni eru oddvitar SV að skoða óhagstæð úrslit á skjánum tveim árum síðar. Kommar Allt frá því að verkaiýðs- hreyfing Evrópu fór að koma sér upp pólitískum flokkum hafa átök milli tveggja meginstrauma innan hennar ráðið miklu: annars vegar fóru þeir sem treystu á gjörtækar breytingar sem fyrst, hins vegar þeir sem ætluðu að bæta samfélagið smám saman. Upp úr rússnesku byltingunni köstuðu þessir straumar akker- um í afstöðunni til Sovétríkj- anna: kommar vildu fylgja hinu rússneska fordæmi um íeið og færi gæfist, kratar settu traust sitt á umbætur og þingræði. Svo leið fram tíminn og margt varð úrelt í þessari tvískiptingu. Og þegar kaldastríðsandrúmsloft hopaði á hæl, og þegar menn upp úr 1956 vissu miklu fleira um flokksræðið sovéska en áður, þá fer í vaxandi mæli að bera á viðleitni til að leggja hina „þriðju leið“ ívinstri- pólitík. Sem hafnaði bæði trú á flokksræðið austurevrópska og hinni kratísku hógværð, sem leitt hefði til stöðnunar. Menn ætluðu að hugsa sín dæmi upp á nýtt. Og sósíalisminn og lýðræðið áttu að ganga í innilegum hjúskap - hvort sem væri í Prag eða París. Sigurinn 1973 Stundum gerðist þessi þróun innan flokks og má þá nefna til dæmis Kommúnistaflokk Ítalíu. Stundum urðu til nýir flokkar. Einn þeirra var að haída upp á tíu ára afmæli sitt um daginn. SV, Sósíalíski vinstriflokkurinn í Nor- egi. Fróðlegur flokkur á ýmsan hátt. SV varð til við aðstæður sem um margt voru mjög sérstæðar. í baráttu gegn aðild Noregs að Efnahagsbandalaginu lentu hlið við hlið óánægðir kratar, SF (Sós- íalíski alþýðuflokkurinn, sem brottgöngumenn úr Verka- mannaflokknum og Natóand- stæðíngar höfðu áður stofnað), vinstrisinnar „án heimilisfangs“ og svo kommúnistar, sem voru þá dottnir út af þingi. Árið 1972 gerðust svo þau afdrifaríku tíð- indi að aðild Noregs að EBE var felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Upp úr þessu var búið til SV, sem þá hét Sósíalískt kosningabanda- lag og vann það mikinn sigur í þingkosningum 1973. Fékk ellefu prósent atkvæða og 16 þing- menn. Sjálfum sér verstir Þetta var mikið áfall fyrir hefð- bundna sósíaldemókrata í Verka- mannaflokknum norska og neyttu þeir allra bragða til að kveða aftur niður þessa „rauðu hættu“ sem risið hafði við hlið þeirra. Þeim varð fljótlega nokk- uð ágengt. En þó reyndust hinir mislitu vinstrimenn í SV sjálfum sér verstir. Þegar efnt var til stofnþings SV sem flokks (m.ö.o. kosningabandalagi átti að breyta í formlegan flokk eins og gert var í Alþýðubandalaginu íslenska 1968) fyrir réttum tíu árum, þá var þegar uppi djúpstæður á- greininguríflokknum. Meirihluti kommúnista ákvað að ganga ekki í nýjan flokk en halda áfram í litlum og Moskvuhollum flokki. Ýmsir þeirra sem eftir urðu í SV héldu samt áfram að fegra fyrir sér ástandið í Austur-Evrópu og leita að einskonar samstöðu með ríkjandi kommúnistaflokkum þar og fældi þetta all marga frá SV. I þriðja lagi voru ungliðar flokksins firnaduglegir við afar kreddubundnar umræður um ríkiseinokunarkapítalisma og marx-leninisma (einatt með maó- ískum blæ) og var þetta lið einatt svo fyrirferðarmikið, að verka- menn og trúnaðarmenn í verka- lýðshreyfingunni yfirgáfu þessa hreyfingu og leituðu aftur til Verkamannaflokksins, þar sem fengist var við hin praktísku mál. Við allt þetta bættist, að árið 1974 klofnaði þingflokkur SF út af álmálum (norsk kaup á hluta- bréfum í Álcan) og út af afstöð- unni til Verkamannaflokksins. Hinn nýstofnaði flokkur gekk því sár og móður til bæjarstjórna- kosninga 1975 og missti um helm- ing fylgis síns. Arið 1977 tapaði hann enn meiru og átti aðeins eftir tvo menn á þingi - en þess ber reyndar að gæta, að norsk kosningalög veita smærri flokk- um miklu færri þingsæti en þeir ættu rétt til samkvæmt fylgi. í síð- ustu kosningum vænkaðist hagur flokksins svo nokkuð aftur og tvöfaldaði hann þá þingmanna- tölu sína. Nú sitja fjórir frá SV á þingi, þar af tvær konur. En það er reyndar eitt af því sem flokkur- inn telur sér til ágætis; að hann hafi tekið upp kvennakvóta á framboðslistum. Og þótt hlegið væri að honum í fyrstu hafa aðrir flokkar í Noregi fylgt á eftir. Staðan í dag Svo er að sjá af málgagni SV að flokkurinn telji sig nú hafa kom- ist yfir ýmsa barnasjúkdóma og eigi von á vaxandi gengi. Menn hafi lært að það eigi ekki að daðra við hugmyndafræði alræðisins. Einnig það, að flokkur sem lokar sjálfan sig inni í fræðilegri um- ræðu sem nær litlum tengslum við hinn pólitíska hversdagsleika, hann hljóti fljótt að missa af áhuga stórra kjósendahópa. SV telur sér það til ágætis að hafa unnið vel að jafnréttismálum kynjanna, að menningarmálum og umhverfismálum og svo í and- stöðu við vígbúnaðarkapp- hlaupið. Flokkurinn hafi verið að afla sér aukins trausts sem val- kostur í senn jarðbundinn og rót- tækur, sem möguleiki til að fara aðrar leiðir en kratar og borgar- ar. Um leið viðurkenna talsmenn SV, að enn eigi þeir langt í land. Þeir séu enn sem fyrr alltof bundnir menntamönnum og eigi erfitt með að ná eyrum verka- manna. Bæði í verkalýðshreyf- ingunni og í afstöðunni til Verka- mannaflokksins fari alltof mikið fyrir ýmsum þeim meydóms- flækjum sem standi árangursríku ■starfi flokksins fyrir þrifum. Hann hafi og ekki gert það upp við sig enn, hvað gerast muni ef SV og Verkamannaflokkurinn ná saman meirihluta á þingi í haust, sem vel gæti verið. Enda þótt bæði Einar Förde, varaformaður Verkamannaflokksins, og Berge Furre, einn helsti foringi SV, leggi á það áherslu, að ágreining- ur milli flokka þeirra sé miklu minni en áður. Og hefðbundnar skammir lagðar af að mestu. Meydómur og raunsœi Berge Furre skrifar einmitt um meydómsvandann í afmælistút- gáfu Ny tid nú á dögunum. Hann segir á þessa leið: Fyrir lítinn flokk sem á sér há- leit markmið getur það verið ær- inn vandi að sýsla við pólitíska og jarðbundna baráttu fyrir dæg- urmálum. Markmiðin háleitu og framtíðarsýnirnar geta lyft póli- tíkinni upp úr þessum heimi. Flokkurinn verður fyrir suma einskonar lífsskoðunarsamféiag, þar sem réttar trúarkenningar skipta mestu, og þá meiru en að flokkurinn komi einhverju af stefnu sinni í framkvæmd, meiru en það, hvort flokkurinn er stór eða lítill. Fyrir þá sem trúa, verð- ur málamiðlunin viðbjóðsleg, því hún er svik við það sem rétt er. Þeim finnst að meðan flokkurinn hefur rétt fyrir sér skipti það ekki svo miklu hvort honum takist að sanna það í verki. Berge Furre minnist þess, að framan af var það afar algengt í hreyfíngu norskra vinstrisósíal- ista að líta svo á, að þeir væru einir í heiminum - það erum við á móti öllum hinum. Það dugði um skeið - en svo urðu fylgismenn þreyttir á öllu saman og spurðu ekki eftir framtíðarsýnum, held- ur þeim mönnum sem gætu gefið svör við spurningum sem vörð- uðu kjör þeirra og öryggi hér og nú. í framhaldi af þessu mælir Berge Furre með vinsamlegum samskiptum við sósíaldemó- krata. Hann er samt ekki reiðu- búinn til að mæla með stjórnar- samstarfi eftir hagstæð úrslit kosninga í haust, enda veit hann sem er að forysta Verkamanna- flokksins mundi varla leita eftir formlegu stjórnarsamstarfi við flokk sem er svo miklu minni. En hann mælir með samkomulagi og málamiðlun um vissa mála- flokka. Við getum þá átt það á hættu, segir Berge Furre, að vera kennt um eitthvað sem við berum í raun ekki ábyrgð á. En hin hætt- an gæti orðið stærri og alvarlegri - að við sviptum sjálfa okkar möguleikum á að ná pólitískum árangri - með því að snúa upp á okkur og fást ekki til að vera með í neinu. Margt er ólíkt í pólitísku lífi Norðmanna og íslendinga, það er líka margt ólíkt með t.d. SV og Alþýðubandalaginu. En að ein- hverju leyti nærast þessir flokkar þó báðir á svipuðum straumum og hneigðum í okkar tíma. Það hlýtur því jafnan að vera ómaks- ins vert að hafa í huga reynslu norskra vinstrisósíalista, sem og allra þeirra annarra sem í ná- lægum löndum hafa lagt út í þá vegagerð sem ber nafnið „þriðja leiðin“. -ÁB REYR - HÚSGÖGN FRÁ SPÁNI NÝKOMIN ★★★i Munið okkar hagstæðu greiðsluskilmála Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.