Þjóðviljinn - 24.03.1985, Side 9

Þjóðviljinn - 24.03.1985, Side 9
AFMÆU Fimnntug Erna Hafdís Berg Á heiðursdegi sendi ég minni góðu æskuvinkonu árnaðaróskir og hjartahlýjar kveðjur með kærri þökk fyrir kynnin frá mér og mínum. Lítil börn léku sér saman í tún- inu, leikir bernskunnar bera enn með sér ilm úr grasi og angan blóma. Ljúf og björt er sú tíð í ljósri minning - löngu liðnar myndir vitja manns á kyrrum stundum og verma í hversdagsins kuldahretum. Þar á Haddý sinn vísa, góða stað, bjartleit og bros- hýr, ör og ærslagjörn, ofurlítið hrekkjótt, en ljúfur leikfélagi, þó á ýmsu gengi eins og jafnan gerist á þessu aldursskeiði og ekki þótti ávallt nógu virðulegt fyrir ungan herra að eiga leiki við stelpur. Eiðadvölin kemur upp í hugann, þar sátu vörm vinátta og hin sterku bernskutengsl í fyrirrúmi og svo hefur í raun jafnan verið í áranna rás. Gott er að rifja það upp nú á góðri stund. Óvægilega hafa örlaganornirn- ar leikið þig, grimm og köld er staðreynd dagsins með dvínandi þreki og dapurlegri heilsu en orð fá lýst. Og þó - svo ofurmannlegt sem það er - enn ljómar þér lífs- gleði úr augum - enn situr glett- nin góða í fyrirrúmi - og andlegt atgervi, sem ávallt hefur ein- kennt þig - er óskert og æðru- leysið hefur verið þér styrk vörn í mótlæti og þungri þraut. Gott er að eiga slíkt atgervi og ganga á móti örlögum sínum af slíkri reisn og eiga sér lífsfyllingu þrátt fyrir allt. Fleiri skulu þessi fáu orð ekki, en æðsta óskin er sú, að lífssýn þín og lífsgleði megi sem lengst lýsa upp veginn og færa þér gnótt góðra stunda í hugarheimi bjartra minningamynda, sem gefa líf og lit í grámósku dimmra daga. Við sendum þér öll okkar ein- lægustu kveðjur og biðjum verndara alls lífs að vaka yfir veg- ferð þinni. Kærar kveðjur mínar í dag til ljúfrar leiksystur og ein- lægrar og tryggrar vinkonu á ævi- veginum með vináttu og yl sem aldrei fyrnist yfir. Njóttu dagsins sem bezt, Haddý mín og gakktu á vit hins góða sem ætíð áður. Megi allar hollar vættir vernda þig um ókomna ævitíð. Helgi Seljan FLUGLEIÐIR Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn fimmtudaginn 28. mars 1985 í Kristalssal Hótels Loftleiða og hefst kl. 13.30. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Breytingar á 3. gr. samþykkta félagsins. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á aðalskrifstofu félagsins Reykjavíkurflugvelli, frá og með 25. mars nk. frá kl. 8.00 til 16.00. Afhendingu atkvæðaseðla lýkur á hádegi fundardag. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Stjórn Flugleiða hf. Hundahald - árgjald 1985- 86. Árgjald fyrir leyfi til að halda hund í Reykjavík féll í gjalddaga 1. mars sl. Eindagi gjaldsins er 1. apríl. Verði það eigi greitt fyrir þann tíma fellur leyfið úr gildi. Ath.: um leið og gjaldið er greitt skal framvísa leyfisskírteini. Gjaldið, sem er kr. 4800.- fyrir hvern hund, skal greiða hjá heilbrigðiseftirlitinu í Heilsuverndarstöð Reykjavík- ur, Barónsstíg 47. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkursvæðis. Sunnudagur 24. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 ÞÚ OG VID Okkar hlutverk er að veita þér þjónustu. Hér að neðan kynnistu hvernig við förum að því. Þjónusta. Meðalstór fólksbíll er samansett- ur úr allt að 10.000 hlutum. Það gefur augaleið, að þessir hlutir þurfa mismikið viðhald, t.d. er oftar skipt um kerti en aftursæti. Til þesS að fylgjast með eftir- spurn á einstökum varahlutum, no- tum við tölvu, sem skráir sam- stundis allar breytingar á birgðum, svo sem sölu og innkaup. Tölvan gerir vikulegar pantana- tillögur, sem við förum yfir og samræmum breytilegum þörfum eftir árstíma. Á þennan hátt kapp- kostum við aðhafa ávallt fyrirlig- gjandin ægilegt magn þeirra vara- hluta, sem löng reynsla hefur kennt okkur að þörf er fyrir. Ef við eigum ekki varahlutinn, sem þig vantar, pöntum við hann án nokkurs aukakostnaðar fyrir Þig- Verð. Við kappkostum að halda vöru- verði í lágmarki án þess að slaka á kröfum um gæði. Til að lækka vöruverð, pöntum við varahluti í miklu magni í einu og flytjum til landsins á sem hag- kvæmastan hátt. Síðan setjum við vörurnar í tollvörugeymslu og af- greiðum þær þaðan með stuttum fyrirvara eftir þörfum hverju sinni. Þannig lækkum við flutnings- kostnað og innkaupsverð vörunnar. •*. Vörugæði. Til að tryggja gæðin, verslum við eingöngu með viðurkenndar vörur með ársábyrgð gagnvart göllum. Afgreiðsla. í varahlutaverslun okkar eru sér- hæfðir afgreiðslumenn ávallt reiðu- búnir til aðstoðar, hvort sem þig vantar varahluti eða upplýsingar viðkomandi viðhaldi bílsins. Landsbyggðin. Ef þú býrð úti á landi, getur þú snúið þér til umboðsmanns okkar í þínu byggðarlagi eða hringt í okkur í síma (91)13450, (91)21240 eða (91)26349 og við sendum vara- hlutina samdægurs. Okkar markmið er: VÖRUGÆÐI, ÁBYRGD >ö GÓÐ ÞJÓNUSTA. Sættir þú þig við minna?

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.