Þjóðviljinn - 31.05.1985, Page 9
Tölvan og verkalýðshreyfingin
Verði mannshöndin
leyst af hólmi
Rætt við Ásmund Stefánsson um
tölvuvæðinguna, afleiðingar og nauðsynleg viðbrögð
Ásmundur - getur verkalýðs-
hreyfingin nýtt sér tölvuvæðing-
una til að sækja fram til betri
kjara?
Tækniþróunin hefur verið
meginaflvaki þeirra efnahagsf-
ramfara sem við höfum notið síð-
ustu áratugi og mér finnst því
nánast sjálfgefið að svo verði
áfram. Með tækniframförum er
lögð forsenda að auknum þjóð-
artekjum, þar með auknu ráð-
stöfunarfé einstaklinga og meira
fé til sameiginlegra þarfa.
En andspænis nýjum aðstæð-
um þarf verkaiýðshreyfingin
sennilega margs að gæta?
Tæknibreytingar gera auðvitað
nýjar en þó fyrst og fremst
breyttar kröfur til einstaklinga.
Hlutverk verkalýðshreyfingar-
innar er í fyrsta lagi að sjá til þess
að afrakstri nýrrar tækni sé rétt-
látlega skipt og í öðru lagi að
tryggja að fólki gefist kostur á að
laga sig að breyttum aðstæðum.
Um hið fyrrnefnda er það að
segja að verkalýðshreyfingin
verður að búa svo um hnútana að
ágóðinn verði jafnt nýttur til að
styrkja það félagslega öryggisnet
sem hér hefur verið riðið sem og
til að bæta kjör launafólks þannig
að jöfnuður komist á í þjóðfé-
laginu.
Síðarnefnda markmiðinu verð-
ur hins vegar best náð með því að
skipulega sé að breytingum stað-
ið í fyrirtækjunum og mikið unn-
ið að endurmenntun og þjálfun
starfsfólksins. f>að þarf að auka
atvinnuöryggi og gefa verkafólki
ákvörðunaraðild að því hvernig
ný tækni er notuð.
Og hvernig heldurðu að best
verði að málum staðið?
Á vettvangi heildarsamtak-
anna held ég að málið snúist um
að verkalýðshreyfingin marki
heildarstefnu. Hún þarf að sjá
fyrir hver þróun verður og hafa
áhrif á hvert stefnir.
Verkalýðshreyfingin verður
með samningum að tryggja
launafólki lengri uppsagnarfrest
og rétt til endurmenntunar á
iaunum. Hún verður og að fá því
framgengt að fyrirtæki komi til
móts við breyttar aðstæður með
endurmenntun og tilflutningi
Föstudagur 31. maí 1985 j ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9