Þjóðviljinn - 31.05.1985, Page 22
UM HELGINA
Lokatónleikar
Söngskólans
Tólfta starfsári Söngskólans í
Reykjavík lýkur nú um helgina
meö tónleikahaldi og skóla-
slitum. Á morgun, laugardag,
kl. 15verðatónleikarísal
skólans þar sem Margrét
Pálmadóttirsópran og Þor-
geir Andrésson tenórsyngja
við undirleik Jórunnar Viðar
og Guðrúnar A. Kristins-
dóttur.
Skólaslitin verða á sunnudag
kl. 16 í Gamlabíói en þar koma
fram nemendur af öllum stigum
ásamt píanóleikurum skólans. Á
mánudaginn kl. 20.30 verða tón-
leikar í sal skólans en þar koma
fram söngkennararnir Ásta Vald-
imarsdóttir og Kristín Jóhannes-
dóttir ásamt píanóleikaranum
Guðrúnu A. Kristinsdóttur.
Skólinn útskrifar að þessu sinni
þrjá söngkennara og fimm nem-
endur af VIII. stigi almennrar
deildar sem er jafnframt inn-
tökupróf í einsöngs- og kennara-
deildir skólans.
-ÞH
Sigur&ur Sólmundarson myndlistarmaður úr Hveragerði heldur nú um
helgina sýningu á verkum sínum í grunnskólanum á Hellissandi. Þar sýnir hann
40 verk unnin úr timbri, grjóti og ýmsum gróðri. Er þetta 6. einkasýning
Sigurðar. Sýningin verður opin í dag, föstudag, frá kl. 14-22 og á morgun og
sunnudag kl. 18-22.
-ÞH
Þrennir
kórfónleikar
Karlakór Akureyrar er í söng-
ferð sunnan fjalla um þessa
helgi. Heldur kórinn þrenna
tónleika, þá fyrstu í kvöld,
föstudag, kl. 21 í Hlégarði í
Mosfellssveit, síðan á morgun
kl. 13.30 í Selfossbíói og loks
kl. 18 á morgun í Hafnarfjarð-
arkirkju.
Á söngskránni eru bæði inn-
lend og erlend lög og eitt þeirra
innlendu er eftir Atla Guðlaugs-
son stjórnanda kórsins en það
verður frumflutt hér syðra. Einn-
ig verður boðið upp á einsöng,
tvísöng og tvöfaldan kvartett.
Undirleikari er Antonía Ogonov-
sky.
-ÞH
Sigríður Svava Gestsdóttir sýnir í Ásmundarsal um þessar mundir. Mynd: Valdís.
Sigríður Svava
í Asmundarsal
Stofnfundur
hlufafélags
Á sunnudaginn kl. 15 verður
haldinn stofnfundur hlutafélags
um Félagsheimili tónlistarmanna
sem ráðgert er að koma upp að
Vitastíg 3 í Reykjavík. Fundur-
inn verður haldinn á Gauki á
Stöng og er hann opinn öllu
áhugafólki um málefnið. Hluta-
fjársöfnun hefur staðið yfir und-
anfarinn mánuð og þegar safnast
uþb. helmingur þess hlutafjár
sem að var stefnt. Fundarmenn
geta skráð sig fyrir hlutum en
hver þeirra er 10 þúsund krónur.
-ÞH
Óháði söfnuðurinn
Fjölskylduskemmtun
Á morgun, laugardag, kl. 15 un n kirkju og safnaðarheimili.
gengst Óháði söfnuðurinn fyrir Meðal þeirra sem fram koma
fjölskylduskemmtun í Gerðu- eru Omar Ragnarsson, djass-
bergi í Breiðholti. Tilgangur hljómsveit Árna Elfars og Dúa
hennar er að afla fjár svo hægt sé Einarsdóttir söngkona en kynnir
að ljúka viðgerðum og endurnýj- verður Bryndís Schram. -ÞH
Vortónleikar
Um þessar mundir heldur Sig-
ríður Svava Gestsdóttir sýn-
ingu á verkum sínum í Ás-
mundarsal. Þarsýnirhún40
verk, flest vatnslitamyndir.
Sigríður Svava lærði í Mynd-
iistarskólanum í Reykjavík en er
nú búsett á Selfossi. Hún hefur
haldið nokkrar einkasýningar í
Listasafni Árnessýslu og í
Norrœna húsið
Norskur píanóleikari
Á sunnudaginn kl. 20.30
verða haldnir þriðju tónleik-
arnir í tónleikaröð Norræna
hússins, Ungirnorrænirein-
leikarar. Tilefni þessara tón-
leika er að árið 1985 er bæði
ár æskunnar og tónlistarinnar
og bauð Norræna húsið því
ungum og efnilegum ein-
leikurum, einum frá hverju
landi, til tónleikahalds.
Fulltrúar Danmerkur og Sví-
þjóðar hafa þegar mætt til leiks
en nú er röðin komin að norð-
manninum og pianóleikaranum
Christian Eggen. Hann er 28 ára
gamall og kom fyrst fram opin-
berlega 13 ára gamall. Hann var
aðeins 17 ára þegar hann lék fyrst
inn á hljómplötu og síðar hefur
hann margsinnis komið fram sem
einleikari og hljómsveitarstjóri
auk þess sem hann hefur samið
tónverk. Eftirlætisverkefni hans
eru Vínartónskáldin, einkum
Mozart, en hann fæst einnig við
nútímaverk. Efnisskráin á tón-
leikunum í Norræna húsinu hefur
að geyma verk eftir Grieg, Moz-
art, Chopin og Carl Nielsen.-|>H
Argentínskur
gitarleikari
Á mánudagskvöldið kl. 20.30
heldur argentínski gítarleikar-
inn Ernesto Bitetti tónleika í
Norræna húsinu. Á efnis-
skránni eru verk eftir ýmis
spænsk og suðuramerísk tón-
skáld, mörg hverskrifuðfyrir
Bitetti.
Ernesto Bitetti er fæddur í
Argentínu en hefur búið í Madrid
frá 1968. Hann hefur haldið tón-
leika um allan heim, allt frá Bols-
hoi í Moskvu til Kennedy Center
í Washington, og leikið með fjöl-
mörgum heimsþekktum hljóm-
sveitum. Hann hefur hlotið verð-
laun í heimalandi sínu, á Spáni og
í Bandaríkjunum og tónlistar-
gagnrýnendur skipa Ernesto Bit-
etti á fremsta bekk meðal gítar-
leikara heimsins. _|>h
Akureyri
Kötturinn
fer sínar
eigin
leiðir
Reykjavík sýndi hún síðast árið
1982.
Sýningin íÁsmundarsal verður
opin daglega frá kl. 14-22 fram á
sunnudagskvöld. _j>h
I kvttld, föstudag, og annað kvöld verða tvær síðustu sýningarnar á Leður-
blökunni eftir Johann Strauss sem íslenska óperan hefur sýnt að undanförnu
við góðar undirtektir. Hefjast sýningar bæði kvöldin kl. 20.
Orgeltónleikar
Samkórs Kópavogs
Samkór Kópavogs heldur ár- kirkju á morgun, laugardag, kl.
lega vortónleika sína í Kópavogs- 16. Áð þessu sinni eru eingöngu
íslensk verk á efnisskránni, lög og
ljóð eftir Jón Ásgeirsson, Inga T.
Lárusson, Emil Thoroddsen,
Halldór Laxness og Sigvalda
Kaldalóns. Stjórnandi Samkórs
Kópavogs er Stefán Guðmunds-
son.
-ÞH
Á mánudagskvöldið kl. 20.30
verða fimmtu tónleikarnir í röð
orgeltónleika sem Félag ís-
lenskraorgelleikara, Kirkju-
kórasamband íslands og
söngmálastjóri þjóðkirkjunnar
standa fyrir í tilefni af því að í
ár eru liðin 300 árfráfæðingu
Johans Sebastians Bachs.
Verða þeir í Kristskirkju.
Tónleikarnir hefjast á því að
Glúmur Gylfason leikur Prelúdíu
og Fúgu í C-dúr, þá leikur Ort-
hulf Prunner fjóra sálmforleiki,
Sigríður Jónsdóttir, David
Knowles og Guðni Þ. Guð-
mundsson leika fjóra sálmfor-
leiki til viðbótar, Kristín G. Jóns-
dóttir leikur Canzonu í d-moll og
að lokum leikur Guðni Þ. Guð-
mundsson Toccötu og Fúgu í d-
moll. _þh
Á sjómannadaginn sem er á
sunnudag verður allra síðasta
sýning á barnaleikritinu Köttur-
inn sem fer sínar eigin leiðir eftir
Ólaf Hauk Símonarson en það er
sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar.
Þá fer sýningum á söngleiknum
um Edith Piaf einnig að fækka en
hann verður sýndur tvívegis um
helgina, föstudag og laugardag
kl. 20.30.
22 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. maí 1985