Þjóðviljinn - 31.05.1985, Side 23

Þjóðviljinn - 31.05.1985, Side 23
ÍÞRÓTHR Brússelharmleikurinn Belgar banna Breta! Breskfélögoglandsliðútilokuð? UEFAóttast hliðarverkanir. Thatcher vill dæma þá seku strax. Öryggisgæslu Belga ábótavant? Kenny Dalglish tekur við stjórastöð- unni hjá Liverpool á erfiðum tíma. Fé- lagið vann engan bikar á nýloknu keppnistímabili og á yfir höfði sér langt bann frá Evrópumótum. Innanríkisráðherra Belgíu til- kynnti í gær að belgíska stjórnin hefði lagt bann við því að bresk knattspyrnufélög lékju þar í landi, í kjölfar hinna hörmulega atburða í Briissel í fyrrakvöld þegar rúmlega 40 manns létust fyrir úrslitaleik Liverpool og Ju- ventus í Evrópukeppni meistara- liða. Bannið mun gilda uns Bretar hafa náð að koma í veg fyrir skrílslæti á knattspyrnuleikjum, og það gæti tekið nokkur ár. Knattspyrnusamband Evrópu, UEA, íhugar að útiloka bresk fé- lög frá Evrópukeppni og ákvörð- Liverpool Dalglish ráðinn! Kenny Dalglish var í gær ráð- inn framkvæmdastjóri enska knattspyrnuliðsins Liverpool og tekur hann við af Joe Fagan sem tilkynnti í fyrradag að hann væri hættur vegna elli og þreytu. Dalglish er einhver frægasti knattspyrnumaður Bretlands fyrr og síðar. Hann er 34 ára og mun áfram leika sjálfur með Liver- pool, en Bob Paisley, fyrrum framkvæmdastjóri liðsins, mun aðstoða hann utan vallar. Dalg- lish var keyptur frá Celtic árið 1978 til að taka við af Kevin Ke- egan og síðan hefur hann skorað 112 mörk í 204 deildaleikjum með Liverpool. Liverpool samdi til þriggja ára við Dalglish og það verður fróðlegt að fylgjast með gengi hans í stjórastöðu eins frægasta knattspyrnufélags í heimi. -VS un þarað lútandi verður væntan- lega tekin á fundi sambandsins í júlí. Það hefur komið fram að UEFA óttast hliðarverkanir sem slíkt bann gæti haft, minnkandi aðsókn á Evrópuleikjum og þverrandi áhugi á Evrópumótun- um þar sem félög frá „smærri" þjóðum Evrópu líta á það sem mikla upphefð að dragast gegn enskum liðum í Evrópukeppni. Það kæmi fram sem beint fjár- hagslegt tap fyrir UEFA. Enginn vafi er þó á að Liverpool verður útilokað frá Evrópumótum næstu árin. Neyðarfundur var haldinn í bresku ríkisstjórninni í gær og Margrét Thatcher forsætisráð- herra lýsti því yfir að hún vildi að þeir sem ollu harmleiknum í Brussel yrðu dregnir fyrir dóm- stóla, dæmdir og útilokaðir frá knattspyrnuleikjum í framtíð- inni. Það kom fram í máli hennar að hún vill hafa náin samráð við enska knattspyrnusambandið um hvað gera skuli í málinu. Búist er við að reynt verði að koma saman einhverri refsilöggjöf sem nái til skrflsláta á knattspyrnuvöllum sem allra fyrst svo hægt sé að koma henni í gegnum breska þingið áður en það fer í sumarfrí. Þá vill Thatcher að Bretar verði á undan UEFA með að ákveða refsingar. Helgar- sportið Knattspyrna Fjórða umferð 1. deildar karla hefst í kvöld með tveimur leikjum. ÍA og Þrótt- ur leika á Akranesi kl. 19 og Valur-FH að Hlíðarenda kl. 20. Á morgun, laugardag, eru tveir leikir kl. 14, ÍBK-KR í Keflavík og Fram-Þór í Laugardalnum. Umferðinni lýkur síðan á sunnudagskvöld í Laugardalnum en þá mætast Víkingur og Víðir kl. 20. Fjórir leikir fara fram í 2. deild á morgun. Skallagrímur- ÍBV í Borgarnesi kl. 14, Völsungur-KA á Húsavík kl. 16, Breiðablik-Leiftur í Kópa- vogi kl. 16 og Fylkir-KS í Laugardal kl. 17. Á sunnudag leika svo Njarðvík og ÍBÍ í Njarðvík kl. 14. Heil umferð er í 3. deild í kvöld og á morg- un og leikið í öllum riðlum 4. deildar. Frjálsar Vormót HSK fer fram á Selfossi á morgun, laugardag. Golf Opna Dunlop-mótið fer fram á Hólmsvelli í Leiru á 'vegum GS á laugaradag og sunnudag. Leiknar eru 36 hol- ur, með og án forgjafar, og er þetta stigamót. Vouge-kvennamótið fer fram í Grafarholti á vegum GR á morgun. Leiknar verða 18 holur, með og án forgjafar. Þegar stuðningsmenn Juventus komu heim til Ítalíu í gær var þeim fagnað eins og hermönnum úr stríði. Mikil sorg ríkir á Ítalíu, ekki aðeins í Torino, heimaborg Juventus, heldur víðar þar sem stuðningsmenn Juventus koma víðsvegar að úr landinu. ítalir eru að sjálfsögðu bitrir útí Englend- inga, en ekki síður útí Belga fyrir að gera ekki nauðsynlegar varúð- arráðstafanir. UEFA hefur einn- ig látið í veðri vaka að Belgar beri mikla ábyrgð og sérstök nefnd hefur verið sett á laggirnar til að kanna hvort öryggisgæslu hafi verið ábótavant. Stuðningsmenn Liverpool og Juventus voru hafð- ir of nálægt hverjir öðrum og þeir ensku áttu auðvelt með að ryðj- ast yfir á „ítalska svæðið". Þess er örugglega langt að bíða að öll kurl komi til grafar í þessu máli. Rætt hefur verið um að úti- loka ensk lið frá Evrópumótum og banna enska landsliðinu að taka þátt í úrslitum heimsmeist- arakeppninnar á næsta ári. Slíkar refsingar myndu því miður ekki bitna á réttum aðilum - hinn fá- menni minnihluti sem stendur fyrir skrílslátunum flokkast ekki undir knattspyrnuáhugamenn - tilgangur þessara ribbalda er ekki að horfa á knattspyrnu heldur að komast í slagsmál og hasar. Knattspyrnuvellirnir hafa því miður orðið þeirra vettvangur, þar er fólkið flest og auðveldast er að hverfa í mannþröngina. Þetta er angi af þjóðfélagslegu vandamáli í Bretlandi, vandamáli sem á ekki síst rætur sínar að rekja til atvinnuleysis og stjórn- arstefnu frú Thatchers sjálfrar. -VS Kvennaboltinn Inga afgreiddi KA Knattspyrna Boniek borgaði sig Frá Brussel til Albaníu - og sigurmark Pólvefjar náðu sér í dýrmæt stig í markið, innan við sólarhring ettir undankeppni HM í knattspyrnu í gær leikinn harmþrungna gegn Liver- er þeir sigruðu Albani 1-0 í Tirana í 1. pool. riðli. Þar með er riðillinn orðinn að Staðan í 1. riðli: einvígi milli Belga og Pólverja, annað liðið kemst beint til Mexíkó en hitt Pólland...5 3 1 1 10-6 7 leikur aukaleiki við Hollendinga um Belgía....5 3 11 7-3 7 sæti í lokakennninni Albama 5 113 5-8 3 sæti i loKaKeppnmni. Grikkland.5 113 4-9 3 Zbigmew Bomek, sem í fyrrakvold varð Evrópumeistari með Juventus í póiverjum dugir því jafntefli á Brússel, matti hraða sér til Albamu til heimavelli gegn Belgum er þjóðirnar að leika þennan mikilvæga leik. Það mætas( . ,oka,eik riði|sins þann n borgaði sig fyrir Pólverja að senda september til að hljóta efsta sætið. eftir honum - Bomek skoraði sigur- _y§ Gullskórinn Gomes öruggur Portúgalinn Gomes sem leikur Martin McGaughey, leikmaður með meisturum Porto er öruggur með Linfield á Norður-frlandi. með Gullskó Adidas sem veittur Hann gerði 34 mörk í 26 leikjum. er markahæsta knattspyrnu- f þriðja sæti er Valid Halihodzic manni f Evrópu ár hvert. hjá Nantes í Frakklandi en hann Gomes hefur skorað 38 mörk í hefur gert 28 mörk í 37 leikjum og 29 1. deildarleikjum Porto í vetur á einn leik eftir. og á einn leik eftir. Næstur er _ ys Bikarkeppnin ísfirðingar til Tvær viðureignir 2. deildarliða Það liggur Ijóst fyrir hvaða fé- Árvakur-Tálknafjörður lög mætast í 2. umferð bikar- Breiðablik-Gnndavík keppni KSÍ næsta miðvikudag, fStói! Kf?V' að öðru leyti en því að Einherji og Leiftur-KS Leiknir F. eiga eftir leik sinn í 1. Huginn-Austri umferð. Hann verður leikinn um ÞróttLlr N Einh./Leiknir F. leið og leikir 2. umferðar. Þarna er áhugaverðastur leikur Þessi félög leika saman: ÍBV og ÍBÍ, efstu liða 2. deildar- IK-Grótta innar, í Vestmannaeyjum. Einn- !gvSíkBí"a9n'mUr '8 viðureign nágrannaliðanna Víkingur ó.-Augnablik Leifturs og KS á Ólafsfirði en Reynir s.-Léttir bæði leika í 2. deild. Þór vann KA 1-0 í þriðja leik 1. deildar kvenna í knattspyrnu í ár sem fram fór á Þórsvellinum í gærkvöldi. Sigur Þórs var sann- gjarn, liðið fékk fjölda dauða- færa sem ekki nýttust. KA fékk hins vegar aðeins eitt umtalsvert færi í leiknum. Það var Inga Huld Pálsdóttir sem skoraði sigurmarkið eftir 25 mínútna leik. Hún fékk knöttinn rétt utan við vítateigshorn og lyfti honum snyrtilega í boga yfir Handbolti Skóli í sumar Flugleiðir og HSÍ standa að handknattleiksskóla sem haldinn verður að Varmá í Mosfellssveit dagana 22.-27. júní í sumar. Skólinn er fyrir 5. flokkspilta (11-12 ára) og3. flokksstúlkur (13-14 ára). Þátttökutilkynningar Jrurfa að berast skrifstofu HSI fyrir 15. júní 1985. Þátttökugjald er kr. 3.900 og innifalið er gisting, matur o.fl.. Þátttak- endum verður boðið á landsliðsæfingar og að sjá landsleiki í Flugleiðamótinu. Flugleiðir bjóða hagkvæm fargjöld fyrir þátttakendur af landsbyggðinni. Þjálfarar verða Geir Hallsteinsson og Viðar Símonarson. Eyja í 2. umferð í 3. umferð leika síðan saman sigurvegararnir úr eftirtöldum leikjum: Reynir/Lóttir-lR/Skallagrímur VlK.Ó/Augnablik-Stjarnan/Njarövík Breiöab/Grindav-Árvakur/Tálknafj iK/Grótta-lBV/lBl Leittur/KS-Tindastóll/KA Huginn/Austri-Þróttur/Einh/Leiknir Sigurvegararnir í leikjum 3. umferðar fara síðan í 16-liða úr- slit ásamt 1. deildarliðunum tíu. - VS markvörðinn og í hornið fjær. -K&H/Akureyri Kvennaboltinn ÍBK áfram ÍBK sigraði Víking 3-2 í hörku- spennandi leik í bikarkeppni kvenna í knattspvrnu í Keflavík í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 1-1 og mörk heimaliðsins gerðu þær Svandís Gylf- adóttir, Guðný Magnúsdóttir og Guð- rún Sigurðardóttir. Keflavíkurstúlk- urnar mæta ÍR eða FH í 8-liða úrslit- um keppninnar. -VS Hafnarfjörður Ársþing ÍBH 34. ársþing íþróttabandalags Hafn- arfj arðar verður haldið laugardaginn 1. júní í samkomusal íþróttahússins við Strandgötu og hefst kl. 10 f.h.. ÍBH er 40 ára, var stofnað 28. apríl 1945, og verður þess minnst á þinginu og verða m.a. heiðraðir menn sem hafa unnið að félagsmálum íþrótta- fólks á undanförnum árum. England Lokastaðan Lokastaðan í 1. deild ensku knattspyrnunnar 1984-85 sem lauk á þriðjudagskvöldið varð þessi: Everton........42 28 6 8 88:43 90 Liverpool......42 22 11 9 68:35 77 Tottenham......42 23 8 11 78:51 77 Man.Utd........42 22 10 10 77:47 76 Southton.......42 19 11 12 56:48 68 Chelsea........42 18 12 12 63:48 66 Arsenal........42 19 9 14 61:49 66 Sheff.Wed......42 17 14 11 58:45 65 Nott. For......42 19 7 16 56:49 64 AstonV.........42 15 11 16 60:60 56 Watford........42 14 13 15 81:71 55 W.B.A..........42 16 7 19 58:62 55 Luton..........42 15 9 18 57:61 54 Newcastle......42 13 13 16 55:70 52 Leicester......42 15 6 21 65:73 51 WestHam........42 13 12 17 51:68 51 Ipswich........42 13 11 18 46:57 50 Coventry.......42 15 5 22 47:64 50 O.P.R..........42 13 11 18 53:72 50 Norwich........42 13 10 19 46:64 49 Sunderland.....42 10 10 22 39:62 40 StokeCity......42 3 8 31 24:91 17 Oxford, Birmingham og Manchester City taka sæti Norw- ich, Sunderland og Stoke í 1. deild næsta vetur. - VS Föstudagur 31. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.