Þjóðviljinn - 31.05.1985, Síða 24

Þjóðviljinn - 31.05.1985, Síða 24
Kísilmálmviðrœðurnar voru ekki taldar með ísvari Sverris Hermannssonar. Samtals hefur Guðmundur G. fengið 636.400 krónurfyrir nefndastörfin 1984 eða 53 þúsund á mánuði! Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. UOÐVIUINN Guðmundur G. Þórarinsson jangur Að viðbættum 115 þúsund króna tckjum fyrir viðræður um eignaraðild að Kísilmálm- verksmiðjunni fyrirhuguðu á Reyðarfirði hafði Guðmundur G. Þórarinsson stóriðjunefndar- maður samtals 636 þúsund krón- ur fyrir nefndastarfið 1984. Það jafngildir 53 þúsund krónum á mánuði. Það vakti athygli í svari iðnað- arráðherra við fyrirspurn Geirs Gunnarssonar á alþingi í vikunni að hvergi var talinn kostnaður af viðræðum vegna Kísilmálmverk- smiðjunnar á Reyðarfirði, sem þó er eitt af verkefnum stóriðju- nefndar skv. ákvörðun ráðherra. Heildarkostnaðurinn í fyrra nam 1767 þúsund krónum eins og skýrt var frá í Þjóðviljanum í gær og samkvæmt upplýsingum Geirs A. Gunnlaugssonar, fram- kvæmdastjóra félagsins skiptist hann þannig: Formaður nefndarinnar, Birg- ir fsl. Gunnarsson fékk 60 þús- und krónur fyrir nefndarfundi og aðrir nefndarmenn 40 þúsund, þeir Axel Gíslason, Geir H. Haarde og Guðmundur G. Þór- arinsson. Fyrir samninga- og við- ræðufundi hefur einstaka nefnd- armönnum verið greitt 60% af taxta ráðgjafarverkfræðinga og nam sú fjárhæð samtals 252.080 krónum í fyrra. Birgir fékk 101 þúsund, Guðmundur G. 75.400, Axel Gíslason 59.500 og Geir Haarde 18 þúsund tæpar. Aðkeypt sérfræðiþjónusta var 172.627 þúsund krónur 1984. Engir nefndarmanna fengu greiðslur af þessum lið. Þá er ótalinn ferðakostnaður og annar kostnaður, samtals 1150 þúsund krónur og eru dagpening- ar nefndarmanna innifaldir í þeirri tölu. -ÁI Guðmundur G. sló elgið met í gær og fékk samtals 53 þúsund á mánuði fyrir nefndastörf í fyrra en ekki fram kom í svari ráðherra í vikunni. 115 þúsund í viðbót Skjalafalsið Þriggja miljóna svindl Falsararnir játuðu ígær. Höfðu selt bréffyrir 800þúsund. Mestafalsmál lengi Aðstandendur Brúðubílsins með afkvæmum í góða veðrinu í gær. Ljósm. Valdis. Reykjavík Brúðubíllinn ræstur Mennirnir tveir sem í fyrradag voru teknir fyrir mcint skjal- afals játuðu í gær að hafa falsað 25 veðskuldabréf samtals uppá þrjár milljónir króna. Þeim fé- lögum hafði tekist að selja tíu bréf uppá samtals 800 þúsund. Rann- sóknin verður send saksóknara á næstunni. Rannsóknarlögreglan sat í fyrradag fyrir einum viðskipta- vina borgarfógeta eftir að starfs- menn höfðu tilkynnt um tor- tryggileg skuldabréf og gripu hann þegar hann hugðist sækja bréfin þinglýst og stimpluð. Sama dag var svo náð í lögfræðing mál- inu tengdan. Mönnunum var sleppt eftir játningu síðdegis í gær, enda kröfðust rannsóknar- hagsmunir þess ekki, að krafist yrði gæsluvarðhalds, að sögn Erlu Jónsdóttur deildarstjóra hjá Rannsóknarlögreglu. Erla sagði að afbrot lík þessu kæmust upp af og til, en hér væri þó um að ræða mestu upphæð lengi. Ranghermt var í frétt blaðsins í gær að sá sem gripinn var hjá fóg- eta væri löggiltur endurskoðandi. -m Skjalafalsið Ekki endurskoð- andi í frétt Þjóðviljans í gær um skjalafalsið var ranghermt að annar svikaranna væri löggiltur endurskoðandi. Maðurinn er ekki einu sinni endurskoðandi hvað þá löggiltur. Starfsheitið endurskoðandi er lögverndað og getur enginn skreytt sig slíku heiti nema hafa lokið tilskildum prófum. Brúðubfllinn er ferðbúinn ní- unda sumarið í röð, fullur af sprellfjörugum brúðum. Frum- sýning verður á mánudag þriðja júní. Brúðubíllinn er rekin á vegum Reykjavíkurborgar og orðinn ár- viss viðburður og vinsæll meðal Farið á alla gœsluvelli yngstu borgaranna. Brúðubíllinn heimsækir alla 28 gæsluvelli Reykjavíkur og fer tvisvar á hvern völl. Sýnd eru tvö atriði: Feluleikur og Lilli gerist barn- fóstra og tekur sýningin hálfa klukkustund. Handrit, brúðugerð og leiktjöld eru eftir Helgu Steffen- sen. Hún stjórnar brúðunum ásamt Sigríði Hannesdóttur sem og semur vísumar sem sungnar eru. Síðastliðin fimm sumur hefur brúðubíllinn ferðast um lands- byggðina en í sumar bregður bíll- inn sér til Færeyja og sýnir í Nor- ræna húsinu í Þórshöfn. SVR Kaupir Scania Strœtó mun skrýðast nýjum búningi Stjórn Strætisvagna Reykja- víkur hefur ákveðið að ganga að lægsta tilboði sem barst í kaup á 20 nýjum strætisvögnum og munu því næstu tveir tugir vagna hjá SVR verða af gerðinni Scan- ia, sem er sænsk bifreiðategund. Guðrún Ágústsdóttir, sem sæti á í SVR sagði í samtali við Þjóðvilj- ann að stjórnin hefði verið sam- mála um að kaupa Scania bflana. Bflarnir tuttugu verða afhentir á næstu misserum. Þeir koma fullbúnir frá Svíþjóð en ekki var unnt að taka tilboði frá Nýju bfl- asmiðjunni í yfirbyggingar. Vágnar þessir eru framleiddir eftir sænskum staðli, þrennra dyra og nýmæli er að þegar dyr hafa verið opnaðar sígur vagninn niður þannig að uppstig verður minna en ella. Jafnframt þessu var samþykkt tillaga frá Guðrún Ágústsdóttur um að breyta lit á vögnum SVR og mun fyrsti vagninn af Scania gerð verða í nýjum búningi. Lit- urinn hefur ekki verið ákveðinn. Síðan munu eldri vagnar sprautaðir í hinum nýja lit eftir því sem þörf verður á að mála þá. -v. Eyjamótið Helgi vann Tisdall Fjórum skákum var lokið úr 2. umferð alþjóðaskákmótsins í Vestmannaeyjum þegar Þjóðvilj- inn fór í prentun á miðnætti en þá var verið að tefla þrjár biðskákir. Úrslitin í gærkvöldi urðu þau að Helgi vann Plaskett, Karl Þor- steins vann Jóhann, Tisdall vann Björn Karlsson og þeir Ingvar og Guðmundur Sigurjónsson gerðu jafntefli. Staðan á mótinu er nokkuð óljós vegna biðskákanna sem ekki var lokið en þeir Helgi, Guðmundur og Tisdall hafa hlotið 1 Vz vinning hver og Lomb- ardi, Lein, Jóhann og Jón L. eru með 1 vinning og biðskák.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.