Þjóðviljinn - 02.06.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.06.1985, Blaðsíða 2
FLOSI af stöðu kvikmyndarinnar Á dögunum barst mér í hendur bókarkorn frá aldamótum og eftir einn ágætan guðsmann, þjónandi klerk úti á landi. Bókin heitir „Um guð, alheiminn og ýmis- legt fleira smávegis”, ágæt bók, sem varpar skýru Ijósi á viðfangsefnið og gerir því tæmandi skil, einsog bækur, rit, ritlingar, blaðagreinar og álitsgerðir eiga að gera. Það hlýtur að vera megintilgangur hvers þess sem setur sig í stellingar með stílvopn í hendi, hvort sem það nú er griffill, blýantur, penni, ritvél eða tölva, að brjóta viðfangsefnið til mergjar, varpa Ijósi á efnisþætti þess, mynda sér um þá skoðanir, draga síðan ályktanir og komast að niðurstöðu, sem alþjóð, og þegar best lætur heimurinn allur, getur dregið lærdóm af og stig- ið í leiðinni eitt skrefið enn á þróunarferli manns- andans í áttina að settu marki. Stundum velja menn sér þrengri svið en guð og alheiminn og sem dæmi um það ætla ég í dag að fjalla um stöðu kvikmyndarinnar í mannlegu samfélagi. Þetta geri ég öðru f remur vegna þess að mjög er í tísku um þessar mundir að skýra og skil- greina „stöðu” allra hluta milli himins og jarðar. Orðið „staða” er sjálfsagt gamalt, komið úr spila- og taflmáli, en hefur á síðari árum verið yfirfært á, mér er nær að halda, allt sem ekki er „óumbreytanlegt”, einsog það er kallað. Sú „staða”, sem meirahefurveriðgaumgæfð á síðari árum en allar aðrar „stöður”, er tví- mælalaust staða konunnar. Fyrir svona tveim þrem áratugum var sú staða ekki til, mér vitan- lega, en þegar menn, eða öllu heldur konur, uppgötvuðu fyrirbrigðið, fangaði það hugi og hjörtu hugsandi fólks að því marki að um annað hefur ekki verið meira rætt og ritað síðan. Áður en staða konunnar var dregin framí dagsljósið höfðu menn einblínt á stöðu karlsins enda talið hana grundvöllinn að viðgangi mannlífsins á jörðinni. Að þessum almenna inngangi slepptum er mér ekkert að vanbúnaði að fara að fjalla um stöðu kvikmyndarinnar í mannlegu samfélagi. Ég er búinn að setja niður fyrir mér, hvernig ég ætla að byggja greinina upp. Ég býst við að ég byrji á því að tala um stöðu kvikmyndarinnar svona almennt og þá á ég við kvikmyndarinnar „sem slíkrar í markaðslegu samhengi, en með tilliti til hennar sem listgreinar”. Þetta er að vísu búið að vera efst á baugi í fjölmiðlum undanfarna daga og vikur. Blöð hafa fjallað um efnið í löngu máli viturra og sérfróðra manna og í sjónvarpinu hafa því verið gerð verðug skil, svo að alþjóð megi skilja um hvað málið snýst. Og nú er ég tilbúinn að byrja greinina um stöðu kvikmyndarinnar í mannlegu samfélagi. Ég fæ mér heitara kaffi í bollann, kveiki mér í vindli og kem mér vel fyrir við ritvélina. Mér er ekkert að vanbúnaði. Þá er það að ég hugsa sem svo: - Ég er eiginlega alltof andskoti þvingaður í þessari skyrtu og vesti. Það væri nú rétt að spara þessar buxur, sem ég keypti í Svíþjóð um árið fyrir morð fjár. Þetta mál hugleiði ég vel og lengi, reyni að vega það og meta og komast að vitsmunalegri niðurstöðu. Loksins dettur mér snjallræði í hug og ég hugsa sem svo: - tg skrifa bara greinina í sænsku buxunum, skyrtunni og vestinu. Læt mig hafa það. En nú er kaffið orðið kalt og dautt í sígarnum. Svo ég stend upp, næ mér í heitt kaffi, kveiki í nýjum vindli, set blað í ritvélina og skrifa efst á það: - Staða kvikmyndarinnar í mannlegu samfé- lagi. Um leið og ég set punktinn á eftir i-inu í samfélaginu, kveður við bylmings hurðar- skellur. Og ég hugsa sem svo: - Konan mín er komin heim. Varla er ég búinn að Ijúka þessari hugsun, þegar hún stendur á miðju gólfi á kontórnum mínum, hlaðin pinklum og pokum og segir: - Ertu að skrifa? Þessu gæti ég auðvitað svarað með afskap- lega neyðarlegri athugasemd, svona einsog t.d. hvað hún héldi að ég væri að gera annað við ritvélina. En þetta er nú einu sinni konan mín og af því að mér er nú ekki sama um hana segi ég bara: - Já, ég er að skrifa. - Um hvað? - Stöðu kvikmyndarinnar. - Ef hún er að losna, þá fær hana víst áreið- anlega eitthvert karlrembusvínið, segir hún. Ég býst við að þetta eigi að vera brandari. En hún heldur áfram: - Annars í alvöru. Ég þarf að tala við þig. En ég ákveð að láta hana ekki slá mig útaf laginu, svo ég segi: - Gefðu mér nú hint. Segðu mér hvað þú heldur að helst geti bætt stöðu kvikmyndarinn- ar. Hún svarar að bragði: - Góðar kvikmyndir. Og þar sem mér hafði ekki dottið þetta í hug frekar en öðrum þeim sem að undanförnu hafa verið að fjalla um kvikmyndir og kvikmynda- gerð, þá hugsa ég sem svo: - Best að bíða svolítið með greinina. Ensk kryddsíld Það þarf ekki að segja neinum að blaðamenn starfa í kappi við tímann og þessvegna er ekki legið lengi yfir öllu þvi sem í blöðum birtist. Stundum tapa blaðamenn þessu kapphlaupi og oft með kynd- ugum hætti. Þetta kemur til dæmis fyrir við þýðingar á er- lendum fréttaskeytum, sam- anber hina frægu kryddsíldar- veislu sem Morgunblaðið bauð til Vigdísi forseta og Margréti Danadrottningu hér um árið. Þá höfðu þær stöllur staðið sig vel í „krydsild”, (kross-eldur) á spurninga- fundi, en þetta danska orð er hernaðarlegt og notað um ákafa skothríð úr ýmsum átt- um. A stríðsárunum gerðist einn af liðsoddum bandmanna nákominn lesendum Alþýðu- blaðsins með svipuðum hætti. Það var stríðskappinn Staff hershöfðingi sem með afdrifaríkum ákvörðunum hafði úrslitaáhrif á gang styrj- aldarinnar. Staff hershöfðingi kviknaði af enska hugtakinu „General Staff” sem þýðir yfirherráðið eða eitthvað álíka. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunn NT hefur nú bætt um betur. I fréttum í gær er sagt að for- sætisráðherra breta hafi kall- að til sín formann enska knattspyrnusambandsins „og Ted Croker Home, ritara sambandsins”. Hið rétta nafn ritarans mun vera Ted Crok- er, og titill hans „Home secr- etary”, eða yfirumsjónarmað- ur innanlandsmála.B Deyjandi flokkur - aukið fylgi Gamlir Alþýðuflokksmenn ótt- ast mjög um framtíð flokksins eða öllu heldur flokksmaskín- unnar eftir að flokkurinn varö nánast að Hyllingasamtökum í kringum einn mann. Svo undarlega bregður við að eftir að flokksráð og nefndir hættu að starfa og næstum því drapst á maskínunni, þá fór fylgið að skila sér í skoðana- könnunum. Á dögunum var haldinn fundur í 60 manna flokksstjórn Alþýðuflokksins og mættu 15 manns á fund- inn. Óttast gömlu mennirnir um afdrif Alþýðuflokksins eftir formannsdaga Jóns Bald- vins...B 2. júní 1985 Gaflarar orðnir þyrstir Það þykja sjálfsagt tíðindi að í allan vetur hefur ekki verið opið eitt einasta veitingahús með vínveitingar í Hafnarfirði og bjórlíkiskrár þekkjast þar engar. En Gaflarar eru greini- lega orðnir mikið þyrstir því mikill skriður er kominn á veitingamálin. Diskókóngur- inn Ólafur Laufdal hefur fest kaup á húsnæði þar sem veitingastaðurinn Tess var áður til húsa og hyggst opna þar sína þriðju diskóhöll. í miðbænum er verið að Ijúka við smíði á nýjum veitingastað sem á að heita Riddarinn í höfuðið á Bjarna heitnum riddara og í næsta nágrenni keppast eigendur Arnarbak- arís við að endurbyggja gamla Hansenshúsið sem breyta á í veitingastað. Við íþróttahúsið eru síðan ungir athafnamenn að endursmíða elsta íbúðarhúsið í Hafnarfirði í upprunalegri mynd og auðvitað verður þar bjórkrá, hvað annað? Og ekki nóg með þetta heldur er hafin und- lirskriftasöfnun í bænum þar sem farið er fram á að við næstu bæjarstjórnarkosn- ingar verði greidd atkvæði um hvort opna eigi áfengisútsölu í bænum eöur ei.B Vín skal til vinar drekka Gústaf Á. Níelsson sagn- fræðingur er nú farinn að vinna við vínsölu og innfluting hjáÁfengisversluninni. Það er að vísu fremur sérstæður starfi fyrir sagnfræðing, en Gústaf þessi er einn helstur kosningastjóri hjá Albert nokkrum Guðmundssyni. Albert er núna fjármálaráð- herra og þarf að launa sínum liðveisluna. Yfirmaður ÁTVR hefur ágæt laun og erillausan starfa og gæti því sem hæg- ast sinnt sögulegum áhuga- málum sínum meðfram, og þarf ekki einusinni að fella mann og annan til að rétta vís- indamanninum bróðurlega hjálparhönd því að Ragnar Jónsson í áfenginu hættir í haust fyrir aldurs sakir. Og auðvitað verður að undirbúa Gústaf áður en hann tekur við stjórnartaumunum úr hendi vínumboðsmannsins í ráð- herrastólnum. Að augiýsa starfann? Örugglega óþarfi.B Umbunarstóll Jón Baldvin Hannibalsson er hættur við að leggja Alþýð- ublaðið niður samkvæmt nýj- ustu kjaftasögum í bænum. Eftir að Guðmundur Árni! Stefánsson ákvað að hætta ritstjórastörfum leitaði leiðtogi1 Hyllingasamtakanna að góð- um manni í stólinn. Hafði hann augastað á Helga Má Arthúrssyni baráttujaxli og neðanjarðaráróðurs meistara úr BSRB, en Helgi er ekki sagður á þeim buxunum að taka bónorði frá Jóni Baldvin. Eftir langa leit er sagt að for- maðurinn hafi fengið augast- að á leynipenna sínum úr les- endadálkum dagblaðanna Bjarna Pálssyni, sem hefur staðið dyggan vörð um for- manninn. Bjarni var áður skólastjóri á Núpi og fram- bjóðandi Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna á Vestfjörðum gegn þeim Karvel/Jóni Baldvin. Um síðir gekk hann hyllingasam- tökunum um Jón á hönd og hefur sótt og varið fyrir hann í dagblöðunum. Ritstjórastóll- inn verður þannig léður Bjarna í umbunarskyni.B

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.