Þjóðviljinn - 02.06.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 02.06.1985, Blaðsíða 12
Sjðsókn ...og báturinn hreinlega spra kk Sigurdór rœðir við Sigurð Kristjánsson skipstjóra á Skarðsvíkinni __ Ef þú vilt tala við almennilegan sjómann, talaðu þé við Sigga Kristjáns á Skarðsvíkinni, sagði við mig sjómaður vestur á Snæ- fellsnesi, þegar ég hafði orð á því að ég hefði áhuga á að ræða við mann sem þekkti vel til sjó- mennskunnar þarna fyrir vestan. Og eftir smá krókaleiðum náði ég fundi Sigurðar Kristjánssonar, þess kunna skipstjóra á Skarðs- vík SH. Sigurður var fyrst spurð- ur að því hvort hann hefði verið sjómaður alla sína tíð frá því hann fór að vinna fyrir sér? Hafnaði skipstjórn ó togara Nei, ekki er það nú. Ég fæddist og ólst upp í Fróðárhreppi á Ytri Bug, en þegar ég var 16 ára fór ég að heiman og fékk vinnu hjá Karvel Ögmundssyni athafna- manni í Njarðvík. Þetta var vet- urinn 1947. Veturinn 1948/49 fór ég svo á sjóinn, á togara með þeim kunna skipstjóra Páli Pálssyni á Júpiter. Ég var um það bil eitt ár með Páli og líkaði vel. Ég fór svo í skipstjórnarnám og eftir það bauðst mér skipstjórar- staða á togara hjá Tryggva Óf- eigssyni, en ég sló ekki til. Þegar þetta gerðist var ég á bát hér heima á Snæfellsnesi og ég taldi mig hafa það gott og vildi ekki skipta. Hvenær byrjarðu skipstjórn fyrir vestan? Það mun hafa verið 1958 sem ég varð fyrst skipstjóri, þá bjó ég í Olafsvík og réri þaðan. Ég var með Orra SH, lítinn bát. Fyrsta Skarðsvíkin kom til sögunnar um 1960, þær eru nú orðnar þrjár. Þessi sem ég er með núna var smíðuð 1975 og er 347 brúttólest- ir. Nú ertu á loðnu með Skarðs- víkina, er hún ekki of lítil til þess? O, nei, þetta er gott skip, ég hef látið 650 lestir í hana og hún bar það með sóma. Þú varst fljótur með þorsk- kvótann þinn í vetur? Þetta var ekki neitt maður, rúmar þrjú hundruð lestir. Ég er auðvitað með skertan kvóta vegna loðnuveiðanna. Og í svona tíðarfari þegar ekki fellur dagur úr og með Breiðafjörðinn fullan af fiski er maður ekki lengi að ná þessu upp. Við dunduðum okkur við þetta. Þú hafðir orð á því í vetur að þú myndir ekki eftir jafn miklum fiski í Breiðafirði? Það er alveg rétt, ég man ekki eftir öðru eins. Það hefur svo sem fyrr komið loðna í fjörðinn og fiskurinn á eftir, en þetta var engu líkt. Annað sem var óvenju- legt var að það var bókstaflega sama hvar maður lagði, það var allsstaðar fiskur. Venjulega held- ur hann sig á ákveðnum svæðum, en núna var þetta um allan sjó. Gallinn var bara sá að fiskurinn var í svo miklu æti að það skemmdi hann. Fiskur sem er fullur af loðnu geymist ekkert og er því aldrei eins gott hráefni þeg- ar í land er komið og sá ætislausi. Þetta var góður fiskur svona 4-5 kg. uppistaðan í aflanum en svo komu hlaup af rígaþorski. Lótum illa að stjórn Þú hefur gagnrýnt kvótakerfið sem stjórnun við fiskveiðar Sig- urður. Nú er komin tveggja ver- tíða reynsla á kvótakerfið, ertu enn sama sinnis, að þetta sé ekki gott stjórnunarkerfi? Já, ég er það. Annars hygg ég að það sé þannig með okkur fs- lendinga að við látum illa að stjórn. Hitt er svo annað að mér þykir kvótakerfið koma mjög ó- réttlátt niður, samanber það að menn sem einhverra hluta höfðu verið lágir í afla tvö árin áður en kvótakerfið var sett á, geta aldrei unnið sig upp aftur meðan kvót- inn er við lýði. Ég þekki dæmi þess að mjög duglegir sjómenn eru fastir í þessu neti. Þetta nær auðvitað engri átt. Það er sorg- legt að sjá harðduglega sjómenn fá kvóta sem þeir eru svo sem einn mánuð að fiska uppí og eru svo úr leik það sem eftir er ársins. Annað er það, sem er nýtt í fiskveiðum okkar íslendinga en það er að menn henda veiddum fiski aftur í sjóinn. Mér er alveg sama hvað hver segir, ég veit að þetta er rétt. Kerfið hreinlega býður uppá þetta. Það gefur augaleið að bátur sem fær kvóta sem hann getur veitt upp á einum til tveimur mánuðum hlýtur að sjálfsögðu að ieggja alla áherslu á að koma með að landi besta hrá- efnið, það sem hann fær mest fyrir. Dettur einhverjum í hug að slíkur bátur komi með 3ja nátta dauðblóðgaðan fisk, fullan af æti, að landi? Ertu sammála því að ekki megi veiða meira en leyft er? Um það vil ég ekki dæma. Ég geri mér aftur á móti ljóst að stjórnun verður að vera á veiðun- um. Afkastageta íslenska fiski- skipaflotans er slík orðin, að ef flotanum væri hleypt í þetta óheft, þá væri það meira en ís- landsmið þola að mínum dómi. Hvernig myndir þú stjórna veiðunum ef þú réðir? Ég myndi fyrst af öllu banna allar fiskveiðar frá 15. júlí til 15. ágúst ár hvert. Það er sá tími sem fólk vill taka sumarleyfi sitt og þá er verið að notast við óvana ung- linga í fiskvinnslunni og útkoman verður sú að ekki hefst undan að vinna aflann sem kemur að landi, með alkunna vondum afleiðing- um. Eins myndi ég banna veiðar frá 15. desember til 15. janúar. Þá er kostnaður við veiðarnar mestur og inní kemur svo jóla- helgin og áramótin. Þá myndi ég einnig láta stoppa 10-14 daga um páska. Ég vildi einnig afnema helgarfrí á netabátum, meðan ekki er hægt að selja skreið. Sá afli sem komið er með úr netun- um eftir helgar er vont hráefni. í stað þess að taka helgarfrí, myndi ég leggja til að menn fengju í staðinn 4ra daga frí í mánuði, skipstjóri réði því hvenær þessir frídagar væru teknir og hann þá skyldaður til að taka öll net úr sjó. Mig skortir þekkingu á toga- rafískiríð til að dæma þar um. Margir halda því fram að stytta ætti úthaldatúra togaranna, og ég er ekki frá því. Mér segir svo hug- ur líka, varðandi togarana að það sé ekki burðugt hráefni sem kem- ur úr þessum stóru hölum og ekki hefst undan að slægja um borð. Styttri togtími kæmi því til greina. 6 tommu möskvann a að banna Ég held að með þessum aðgerðum væru allar línur hreinni varðandi fiskveiðistjórn- unina og þetta kæmi réttlátar nið- ur en kvótakerfið. 12 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 2. júní 1985 Sigurður Kristjánsson og Skarðsvíkin hans. Mér heyrist það á mörgum sjó- mönnum á Snæfellsnesi að það sé fásinna að leyfa 6 tommu möskva á netum, hvert er þitt álit? Ég er alveg sama sinnis. Við sjómenn fyrir vestan teljum að það eigi alls ekki að leyfa 6 tommu möskvann í Breiðafirðin- um. Net með 6 tommu möskva hreinlega sigtar úr smáfiskinn en stóri fiskurinn sleppur, hann fest- ist ekki í svo litlum möskva. Ég get nefnt þér sem dæmi að í vor gerðum við tilraun með þetta. Við notuðum net með sjö og kvart tommu möskva og meðan 100 fískar fengust í eitt slíkt net fengust allt uppí 300 fiskar í 6 tommu netið og þessir 100 fiskar vigtuðu álíka mikið og hinir 300. Þetta segir ekki svo lítið. Enda var það svo að heimabátarnir á Snæfellsnesinu tóku helst ekki 6 tommu möskva netin. Við verð- um að gæta að því að inná Breiða- fírði er mikið af smáfiski, þar eru uppeldisstöðvar hans og það er hreinlega hægt að hreinsa þessi kóð með 6 tommunni. Loðnukvótinn réttlötur Talandi um kvótakerfi. Þið hafíð búið við kvótakerfi í mörg ár á loðnuveiðunum og menn virðast ánægðir með það kerfí, hver er munurinn á því og kvóta- kerfí þorskveiðanna? Kvótakerfið á loðnunni er miklu réttlátara kerfí. Þar er bát- unum úthlutað kvóta eftir stærð þeirra. Og því sitja allir við sama borð. Við á minni bátunum eigum aldrei möguleika að veiða jafn mikið af loðnu og þeir stærstu, svo sem Sigurður og Júp- iter, svo dæmi séu nefnd. Þar ræður burðargeta skipanna öllu. Ég teldi það sanngjarnt að þorsk- kvótanum væri úthlutað eftir sömu reglum. Jafn stórir bátar fái jafn mikinn kvóta. Ég á hér við þá báta sem eingöngu veiða þorsk. Hinir sem fara á sfld eða loðnu, það er sjálfsagt að skerða kvóta þeirra. Veiðimanns- eðlið er sterkt Ykkur sjómönnum og þá ef til vill fyrst og fremst skipstjórum er kennt um það að hugsa meira um magn en gæði aflans, er þetta rétt? Já, ég er viss um að þetta er rétt. Menn hugsa meira um magn en gæði, það er þetta sterka veiðimannaeðli sem þar ræður ferðinni. En þegar við minnumst á hráefnisgæði í fiski, þá er hægt að gera margt til að breyta þessu. Ég er undrandi á því og hef undr- ast það lengi að ekki skuli fyrir löngu vera búið að lögleiða það hér að ísa allan físk um borð í bátum, alveg sama hvort um er að ræða lengri túra eða land- róðra. Á stærri bátunum er hægt að ísa fisk í kassa sem er það besta, en hjá stórum hluta flotans er það mjög erfitt, nánast ófram- kvæmanlegt. En bara það að ísa fiskinn um borð er ekkert mál og myndi stórbæta hráefnisgæðin. Menn mega ekki gleyma því að fiskurinn er aldeilis ekki kominn í neytendapakkningar þótt hann sé kominn á land úr bátnum. Blundar aflakóngs draumur í öllum skipstjórum? Já, svo sannarlega. Hver ein- asti fiskiskipastjóri á sér þann draum að verða aflakóngur á vertíð, hvort sem um þorsk- veiðar, loðnuveiðar eða sfld- veiðar er að ræða, hvort það nú er. Heldurðu að það setji ekki metnað í menn að heyra sífellt í fréttum að þessi eða hinn bátur- inn er með mesta aflaverðmætið, og veistu það að aflakóngarnir eru sjaldnast með mesta afla- verðmætið. Ég er alveg sann- færður um að ef í fréttum væri ekki tekið fram hver hefði komið með flest tonnin að landi, heldur hver væri með mesta aflaverð- mætið þá myndi þetta breytast og menn leggja aukna áherslu á gæði í stað magns. Ég veit að afla- kóngsdraumurinn kemur til af eðlilegu keppnisskapi hvers manns, en það er hægt að leiða keppnisskap manna í þá braut sem ég nefndi áðan - hver er með mesta atlaverðmætið. Nótaveiðin iang- skemmtilegust Þú hefur prófað allar tegundir fískveiða Sigurður, hvaða veiðar eru skemmtilegastar? Nótaveiðin maður, hún er lang skemmtilegust, hún er svo spenn- andi. Það ríkir alltaf þessi logandi spenna á nótaveiðum, bæði fyrir skipstjóra og skipshöfn og talandi um nótaveiðar er sfldin í al- gjörum sérflokki. Þótt útsjóna- semi þurfi við allar veiðar, þá þarf lang mesta útsjónasemi við nótaveiðarnar. Það er svo ótal- margt sem taka þarf með í reikninginn við nótaveiðarnar. Það eru straumar, ganga fisksins og fleira og fleira. Nú eru menn komnir með þessi fullkomnu tæki við fiskveiðar, er málum svo komið að menn þurfí fyrst og fremst að kunna á þessi tæki til að vera góðir fiskimenn í stað mannlega þáttarins sem áður var? Nei, það eitt að kunna vel á tækin dugar skammt. Ef við tölum aftur um nótaveiðarnar, þá held ég að enginn veiðiskapur út- heimti jafn mikla reynslu og þekkingu og hann ef árangur á að nást. Auðvitað verða menn að kunna á þau tæki sem þeir eru með og margt annað þarf að vera með ef vel á að fara. Það er með nótaveiðar eins og allt annað, reynslan er númer eitt. Skipið sprakk Reyndir þú sfldveiðar án þess að hafa þessi nýtísku tæki? Ég get-varla sagt það, jú, eitt sumar á fyrstu Skarðsvíkinni, en hún fór nú niður eftir fyrsta árið. Hvað gerðist? Hún bara sprakk, sprakk í sundur. Við vorum búnir að róa á bátnum í rúmt ár, þegar togarinn Elliði fórst út af Breiðafirðinum. Við vorum í hópi skipa sem voru að leita. Við vorum búnir að vera að leita í rúman sólarhring og það var andskoti mikill sjór. Við á Skarðsvík fundum mennina sem var verið að leita að, þeir voru í gúmbjörgunarbát, en því miður voru þeir látnir. Skömmu eftir að varðskip var búið að taka líkin og bátinn um borð, tókum við að lóna í land. Þá allt í einu komu þessir einkennilegu hnútar sem enginn skilur hvernig myndast eða afhverju koma og einn lenti á Skarðsvíkinni og það hreinlega snérist uppá bátinn í orðsins fyllstu merkingu, og hann sprakk. Þetta var tréskip, en mér er alveg sama ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Báturinn var að sjálfsögðu galopinn um leið og sökk á örskömmum tíma. Mér tókst samt að kalla á hjálp og við komust allir í gúmbát. Nú það var fullt af skipum þarna nærri, skip sem höfðu verið í leitinni eins og við og okkur var bjargað eftir skamma stund. Síðan hef ég átt tvær Skarðsvíkur, báðar úr stáli. Er þetta versti hnútur sem þitt skip hefur fengið á sig? Það er nú kannski ekki víst, því að þessi stóru skip þola svo miidu meira. Ég man eftir því einu sinni, þá kom hnútur, örmjór strókur sem lenti á kýrauganu hjá mér. Glerið í rúðunni er óbrjót- anlegt en hnúturinn var svo sterk- ur að hann reif lausar festingar gluggans sem eru koparhlunkar og klefann fyllti af sjó. Heldur að það sé afl maður sem rífur upp þessar sterku festingar. Maður er farinn að lýjast Margur skipstjórinn hefur ver- ið spurður þeirrar spurningar, hvers vegna einn maður er meiri veiðimaður en annar þegar báðir hafa jafna möguleika, allt hafíð, góð skip og fullkomin tæki? Ég held að það sé eins og allt annað, það eru engir tveir menn eins, einn hleypur hraðar en hin- ir, annar er sterkari en aðrir menn, ég held að þetta sé af sama toga. Dreymir þig fyrir veiði og ferðu eftir draumum? Ég er stein hættur því núna, en hér áður fyrr dreymdi manni fyrir afla. Og eina reglu hef ég alltaf haldið, ég fer alltaf á þann stað til að leggja, hvort heldur erlínaeða net, sem mér dettur fyrst í hug að fara á, alltaf. Maður má aldrei hætta við að fara á þann stað sem manni dettur fyrst í hug eða lang- ar til að fara á. Alveg sama þótt aðrir hafi farið á staðinn á undan honum og ekkert fengið. Svo skiptir geysilega miklu máli fyrir skipstjóra að hafa góða áhöfn, það er lykil atriði. Hafi maður ekki valinn mann í hverju rúmi, þá kemur vinnan svo ójafnt niður á mannskapinn. Vinnan lendir þá á þeim duglegu en drullusokk- arnir sleppa og það gengur aldrei til lengdar. Er eitihvað um það að ungir skipstjórar, sem eru að byrja elti þessa eldri karla eins og þig um .miðin? Nei, það held ég ekki. Sá sem er orðinn skipstjóri, hann er það reyndur að hann veit að það veiðir enginn annars fisk úr sjó. Menn verða að vera sjálfstæðir í þessu, öðru vísi gengur það aldrei. Er það lýjandi starf að vera skipstjóri? Mjög svo og ég finn að ég er farinn að gefa eftir. Það þarf hel- vítis hörku til að mynda á loðnu- veiðunum, maður þarf stundum að standa í sólarhring eða meira og þetta er ekki fyrir nema unga og hrausta menn fulla af metnaði og keppnishörku. Ég finn að ég er farinn að lýjast. Ertu kannski farinn að hugsa til þess að fara í land? Það er aldrei að vita, svo ég tali nú ekki um ef þorskveiðarnar verða teknar af manni. Ég bara þoli það ekki að sjá bátinn minn bundinn við bryggju hálft árið, eins og verður ef maður fær bara loðnuveiðar og sfldveiðar. Nú verður Skarðsvíkin bundin í allt sumar. Og hvað gerirðu þá? Við förum á trillu, ég og sonur minn. Ég verð að hafa eitthvað að gera, um leið og maður getur ekki eða fær ekki að vinna þá er lífið búið. Ég gæti aldrei hugsað mér að fara í land og setjast í helgan stein. Það kæmi aldrei til greina. Ég fer ekki í land nema hafa loforð um að einhver vilji taka mig í vinnu. -S. dór. Sunnudagur 2. júnf 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Viðtalið við Sigurð á Skarðsvíkinni var tekið fyrir Vesturlandsblaðið sem Alþýðubandalagið gefur út í fjórðungnum og dreift er á hvert heimili vestra. Vesturlandsblaðið kom út nú um helgina fjölbreytt að efni undir traustri ritstjórn þeirra Sigurdórs og Skúla. \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.