Þjóðviljinn - 02.06.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.06.1985, Blaðsíða 8
NÁTTÚRAN I í Snœfellsjökli Ari Trausti Guðmundsson skrifar í janúarbyrjun á þessu ári var Bjarnarfjall (Beeren- berg) á Jan Mayen allmikið í fréttum vegna lítils eld- goss sem þar varð á þeim tíma. Stundum er Bjarnar- fjalli og Jan Mayen líkt við utanvert Snæfellsnes. Eyjan er löng og mjó og á norðausturendanum trónir um 2300 metra jökulkrýnd eldkeila. Snæfellsnes er líka langt og mjótt með fag- urlaga eldfjalli vestast. Að vísu er það um 850 metrum lægra og nokkuð minna að rúmmáli en systkinið í norðri en engu að síður vel vaxið og líka með dágóðan jökul á kollinum (10-15 ferkm.). Svo tilheyra gos- bergstegundirnar sem koma upp í gosum á Jan Mayen og Snæfellsnesi sömu bergtegundaröðinni og í báðum tilvikum er virknin fremur lítil og venju- lega langt á milli gosa. Snæfellsjökull hlóðst upp í gjósku- og hraungosum í tugþús- undir, ef ekki hundruð þúsundir ára. Nesið liggur þvert á stefnu gosbeltanna á miðju íslandi og skiptar skoðanir eru um það hvernig skýra megi þetta hliðar- gosbelti sem skreytir Vestur- landið svona einangrað frá meg- ineldvirknissvæðunum. Ætla má að kvikuhólf sé undir Snæfellsjökli. Pegar ekki gýs úr því beint upp í gegnum fjallið, opnast sprungur á aflöngu svæði í Iáglendinu við jökulinn eða á hálsunum næst honum. Svæðið nær frá Öndverðanesi í norð- vestri, á ská yfir og umhverfis Jökulinn alla leið að Búðum og Búðakletti í suðaustri. Ásamt með eldkeilunni er það skilgreint sem eldstöðvakerfi, Þarna eru allmargar litla sprungueldstöðvar (gígaraðir) eða stakir gígar (eins og Búðaklettur) sem allir eru eldri en landnám en einhverjar eldstöðvanna kunna þó að vera frá því eftir Kristburð. Nokkur stórgos Á síðustu 10.000 árum (á nú- tímanum) hefur vafalítið oft komið upp eldur í Snæfellsjökli Undur kynlífsins Fyrst eru allir hommar svo giftast þeir konum! úr sprungum í hlíðunum, svipað og sást á fyrstu dögum Heklu- gossins 1970.Finna má ummerki eftir 10-20 slík gos. Þá hafa fá- einir gígar opnast í hlíðunum hverju sinni og hraunstraumar úr basalti (blágrýti) runnið niður þær, stundum allt til sjávar. Kannski hefur samtímis verið einhver virkni í toppgíg fjallsins, a.m.k. stundum. Ef til vill urðu slík smágos síðast fyrir 1200-1750 árum. Stóru Snæfellsjökulsgosin eru eiginlega betur þekkt en hin smærri þótt lengra sé liðið frá því að þau skóku hornsteina nessins en fyrr er getið. Þá er um að ræða öflug gjóskugos sem spúa gjósku vítt og breitt með skýrum um- merkjum. Hraunrennsli fylgir hugsanlega á síðari stigum hvers goss. Er nú vitað um þrjú stórgos í Snæfellsjökli á nútíma. Töluverðar hamfarlr Fyrir 7000-9000 árum kom upp mikið gjóskugos í jöklinum. Gjóskan er ljós, sögð vera súr og ganga slíkar bergtegundir undir nafninu líparít meðal almenn- ings. Gjóskulagið hefur aðallega fundist á svæði frá Ólafsvík yfir í Kolgrafarfjörð og er þykkt lags- ins frá 20 sm til u.þ.b. 50 sm á því svæði. Annað stórt gos varð fyrir um 3900 árum. Gjóskulagið hefur verið rekið allt til Stykkishólms og það er yfir 20 sm þykkt við Olafsvík. Nálægt fjallinu ber það ýmis einkenni þess að hafa sópast niður hlíðarnar í jökulhlaupi. Þriðja gjóskugosið varð fyrir um 1750 árum. Þá hefur orðið sprenging á fjallinu og allþykkt gjóskulag breiðst út til norðurs og austurs, sum staðar 20-30 sm þykkt. Mikið af gjóskunni hefur fallið í Breiðafjörð og hvítur vik- ur á Barðaströnd kann að vera ættaður úr þessu gosi. í gosinu kom líka upp svartur vikur og má vel vera að hraun hafi runnið og menn hafa látið sér detta í hug að hluti af fjallstoppinum hafi hrun- ið í sprengingunum. Nú sést vel að toppgígurinn er opinn til norðurs og alls ekki víst að jökul- rof hafi brotið fjallið fram þeim megin. Rúmmál gjóskunnar er óþekkt en getur verið yfir 1000 milljón rúmmetrar (yfir 1 rúm- kílómetri) sem myndi skipa svona gosi á bekk með Heklugos- inu 1104 og mörgum öðrum gjóskugosum af stærri gerðinni hérlendis. Engin óstœða til ótta Sambíar heitir örsmá og ein- angruð þjóð sem býr upp í fjöllum á Nýju-Gíneu í því ríki sem nú heitir Papúa. Þeir hafa svo sérstæða kynlífssiði að vísindamenn ætla að leita hjá þeim svara við því, hvers vegna sumir karlar eru hómó- sexúlistar eða hneigðir til sama kyns, en aðrir ekki. Fræðimenn hafa lengi deilt um það, hvað ráði mestu um það, að sumir menn hneigjast að sama kyni. Sumir leggja mesta áherslu á það, að verðandi hommar taki í arf einhverja þá hormóna sem hafa áhrif á kynhneigð þeirra í þessa sérstöku átt. Aðrir telja, að drengir séu aldir upp tii að vera hommar með því að venja þá á einhverskonar mök við sama kyn. Sálfræðingar hafa og verið mikið við hugann við það, að samkynshneigð mótist gjarna í bernsku hjá þeim drengjum sem eiga sér sterka og afskiptasama móður en veikgeðja föður. En nú er að segja frá Sambíum á Papúa. Þeir láta drengi alast upp í góðu yfirlæti hjá mæðrum sínum þar til þeir eru svosem tíu ára gamlir. Þá eru þeir teknir út í skóg og vígðir inn í karlasamfélag með því að veita kynferðilega þjónustu ungum og ógiftum körlum ættbálksins. Tengist það við hana, að þeir eiga að gleypa semjnest af sæði - en það er svo tengt þeirri trú Sambía að með sæðinu fái menn í sig hugprýði og þrótt til að standa sig vel á veiðum eða í stríði við grann- anna. Þegar svo drengirnir eru sjálfir kynþroska fá þeir þessa sérstæðu þjónustu hjá enn yngri strákum. En þegar ungir menn eru um tvítugt, þá giftast þeir og lifa í „venjulegu" kynlífi með sín- um konum upp frá því. Og fer sáralítið fyrir því að giftir menn sýni áhuga á drengjum. Þetta þykir allt saman beinast gegn þeirri kenningu að hómó- sexúalismi sé áunnin í uppeldi, en styðja miklu fremur það, að hann sé meðfæddur - enda þekkist hann í hinum ólíkustu samfé- lögum. Dæmið frá Papúafjöllum gæti og bent til þess, að hvað sem líður þessum venjulegu kyn- hneigðum, sem yfirgnæfandi meirihluti fólks fylgir, þá geti ákveðið sambýlismynstur breytt því ef henta þykir - og ef það er „eitthvað sem allir gera“. Því það fylgir sögunni aö ungir menn á Sambía láti sér vel líka hið hóm- ósexúala skeið ævinnar - þótt sú reynsla komi svo ekki í veg fyrir að þeir síðar meir sinni konum sínum oft og mikið. (byggt á Spiegel) Af ofanskráðu má ráða að Snæfellsjökull er ekki útkulnað eldfjall eins og margir halda. Hins vegar er langt milli gjósku- gosanna og hraungosin eru vafa- lítið smá úr hlíðarsprungum. Það gætu liðið 1000-2000 ár þar til næsta stóra gjóskugos getur hrellt nokkurn mann og ef til vill eru gos af því tæi úr sögunni í fjallinu. Eldfjöll reskjast og deyja eins og mörg önnur náttúrufyrirbæri. Síðasta gos á Snæfellsnesgosbelt- inu varð ekki í kerfinu kringum Snæfellsjökul heldur skammt frá Hítardal. Þar nær gíga- og sprungusvæði norðan af nesinu, frá Berserkjahrauni og yfir í Norðurárdal í Borgarfirði. Það er kennt við Ljósufjöll sunnan við Stykkishólm. Umrætt gos kom upp þar sem nú eru Rauðhálsar skammt frá landsfrægri Eldborg (sem sögð er á Mýrum en er í Kolbeinsstaðahreppi) fyrir um 1000 árum. Þar er líklega komið gosið í Landnámu sem löngum hefur verið tilfært Eldborginni. Eldborg og tengdir gígar eru mun eldri. Það er engin sérstök ástæða fyrir íbúa sveita og kauptúna á Snæfellsnesi að óttast Jökulinn hvíta. Nóg er að horfa á hann með hæfilegri virðingu. Drengir af Sambíaþjóð: hegðunarmynstrið er tengt trú fólksins á það hvernig karlar verði djarfir vígamenn. 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. júní 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.