Þjóðviljinn - 02.06.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 02.06.1985, Blaðsíða 15
oo Frjálssem Jfuglim ífluQ oa bíl FEWUMSl MEÐ FEwmmöÐimi 0222 Flug og bíll verð kr. 15.119 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 6.700.-. Brottför laugardag. rsE Flug og bíll miðað við 4 í bíl verð kr. 15.119, barnaafsláttur kr. 6.700. Brottför föstudaga. STOKKHOLMUR 18.537 Flug og bíll verð kr. 18.537 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 6.500. Brottför Laugardaga. Flug og bíll verð kr. 14.271 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 6.500. Brottför laugardaga. Flug og bíll verð kr. 12.915 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 5.600. Brottför fimmtudaga. EDINBORG 14.271 12-915 12.915 Flug og bíll verð kr. 12.915 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 5.600. Brottför föstudaga og laugardaga. LUXEMBOURG 13.936 Flug og bíll verð kr. 12.915 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 5.600. Brottfór fimmtudaga. Flug og bíll verk kr. 14.853 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 6.400. Brottför fóstudaga. Flug og bíll verð kr. 15.915 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 6.500. Brottför sunnudaga. Flug og bíll verð kr. 13.879 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 6.500. Brottför sunnudaga. SALZBURG 14.853 5.915 13.915 11.784 Flug og bíll verð kr. 11.784 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 5.000. Brottför miðvikudaga. BOURNEMOUTH INSKA RIVIERAN 15.611 Sumarleyfisparadís Engiendinga. Bjóðum góða gistingu í íbúðum og á hótelum. Innifalið í verði er flug, gisting íslensk fararstjórn og keyrsla til og frá flugvelli. Verð fyrir 4ra manna fjölskyldu frá kr. 15.611. Ath. einnig að frítt er fyrir börn á aldrinum 0 —4 ára í íbúðunum. Brottför alla laugardaga. ligi FERÐA m MIDSTODIIM AÐALSTRÆTI9&28T33 Bjarki Bjarnason: Dagbók af sjó Fyrsti hluti Dagbók afsjó heitir frásögnfrá sumrinu 1982 eftir Bjarka Bjarnason sem verður birt hérsem framhaldssaga í nœstu helgarblöðum. Hún geymirýmsar vangaveltur sem skjótast upp íhugann viðþað sem einn landkrabbi sér og heyrirþegar hann bregður vana sínum ogfer í veiðitúrmeð togara. Föstudagur 27. ágúst í kvöld var ég aö glæða síðustu viðarkolin úr pokanum sem kost- aði 147 kr. í Kauffélaginu (er allt svona dýrt hjá SÍS?) og ætlaði að fara að grilla pylsur. Þá varð mér hugsað um surtarbrand sem líkur er viðarkolunum að því leyti að hvort tveggja er þetta jurtaleifar sem hægt er að kveikja í. Ég veit um mann sem sótti surt- arbrand upp í hlíð, vakti honum glóð og bauð svo frænda sínum í pylsupartí. Þegar mér hafði tekist að kveikja í viðarkolunum hringdi til mín maður sem spurði hvort ég vildi fara með einn túr á togara sem væri að leggja af stað úr Reykjavíkurhöfn og hefði einn skipverjinn hætt við (klikkað) á síðustu stund. Eftir að hafa spurt konuna mína sagði ég: - Jú ég kem. - Taktu leigubíl, ég borga (þetta var reyndar útgerðarmað- urinn og sjeffinn). Ég setti dótið mitt niður í tvær handtöskur og fór með leigubíl niður að höfn. Ekkert merkilegt gerðist á leiðinni nema að ég tók eftir því að leigubílstjórinn var kona, en konur eru farnar að vinna margs konar störf meðal annars sem bíl- stjórar á litlum og stórum bílum. Nú ég skellti mér um borð og það er sleppt og siglt úr höfn. Veðrið er sérstaklega skemmti- legt á leiðinni út Faxaflóann, fjöllin falleg bæði í Mosfells- sveitinni og Akrafjall (574 m) og Skarðsheiði. Og það er engu lík- ara en að við stefnum beint á Snæfellsjökul. Ókunnugir gætu haldið að það væri kviknað í hon- um því að hann er allur roða- gylltur.Úr fjarska mætti halda að hann flyti ofan á sjónum í mestu makindum. Skyldum við kannski byrja á því að sigla upp á Jökulinn eins og Nói gerði forðum í barna- bókinni eftir Walt Disney? Hvað verður þá um skuttogarann sem allur er svo flottur og fínn og reyndar smíðaður á Akureyri fyrir nokkrum árum? Ég nenni ekki að bíða eftir því hvernig þetta endar, fer til kojs og sofna. Skiptstjórinn heitir Guðmund- ur; við biðjum guð að blessa hann og áhöfn hans sem er bæði menn og skjóttur hundur. Góða nótt. Laugardagur 28. ágúst Ég vaknaði snemma morguns og sé að skipið líkist helst fljót- andi hóteli og vantar hér hvorki gufubað né videó. Um er að ræða bæði upptekið efni úr íslenska sjónvarpinu og heilar myndir sem teknar eru á leigu. Þær eru upp og ofan eins og fólk er flest. Sumar eru þunnar eins og þorskurinn, aðrar eru harðsvíraðar eins og hákarlinn, flóknar eins og marhnúturinn eða bláar, stinnar og gljáandi eins og ufsinn. Lestarformaðurinn sagði eftir fyrsta hal, að komnir væru sex kassar af ufsa í skipið. Það eru 270 kíló sagði ég við sjálfan mig í huganum því hver kassi tekur 45 kíló nema þeir sem taka 60 kíló en þeir taka fullmikið og er oft erfitt að burðast með þá. íslendingar éta helst ekki ufsa nema kannski í bollum. Aftur á móti servera útlendingar hann steiktan og þykir kostafæða stundum mánaðar gamlan og út- miginn úr íslenskum togaralest- um. (Þetta sagði mér íslenskur námsmaður sem var við narh í Þýskalandi í nokkur ár og kynntist þessari afburðaþjóð á sviði ufsaáts og framleiðslu blárra mynda). Ein þeirra fjallar um mann sem sleppur út úr fangelsi oglendirbeintinnákven... RIT- SKOÐAÐ! Sunnudagur 29. ágúst Sunnudagur, hvfldardagur og höfuðdagur. Ég var nú ekki sérstaklega var við þennan merkilega dag því hér um borð gekk allt sinn vanagang þó að næstum því tvö þúsund ár séu liðin frá því að Radísus (ef ég man rétt) lét saga hausinn af Jó- hannesi skírara og Salome horfði á. Frá þessu segir Oscar Wilde í leikritinu Salome sem kom út árið 1946, í ritröðinni Bókasafn Helgafells en f þeirri seríu komu út margar góðar bækur, m.a. Jökullinn eftir Jóhannes V. Jens- en, Nóa Nóa eftir Paul Gauguin og ein bók eftir William Heinsen sem ég man ekki hvað heitir í svipinn. Ég get nú ekki gert að því að spauga dálítið vegna þess að mér datt í hug við matarborðið hvort ekki hefði verið passlegt að hafa kindahausa (svið) í matinn, svona í stíl við nafnið á deginum. En ég þorði ekki að minnast á þetta því menn hefðu haldið að ég væri kominn með höfuðverk svo að ég steinhélt kjafti og við fengum steikt læri og ís á eftir, ágætismat, guð blessi kokkinn og störf hans. En eitt ,7ar þó í stíl við höfuð- daginn. Þegar við vorum að hífa, eitt sinn sem oftar, þá kom á höfuðdaginn að höfuðlínan var í lamasessi og drjúgur tími fór í að gera við hana. Margir vita sjálf- sagt ekki hvað höfuðlínan og annað á trollinu er, en hún er al- sett plastkúlum sem toga efri partinn á trollinu upp í sjónum en á neðri kantinum eru svokallaðir bobbingar sem eru þungir og leita til botns. Nú, þarna aftur af þrengist trollið í langan belg sem endar í poka. Þegar búið er að slaka trollinu í sjóinn er skipið keyrt áfram á rólegri ferð oft í 3-4 klukkutíma. Þá er híft og safnast aflinn í neðsta hluta trollsins þ.e. pokann. Hann er opnaður og aflinn streymir á dekkið. Ekki kom nú mikill afli úr pokanum hjá okkur í dag, kannski hefur íslensk togaraútgerð farið endan- lega á hausinn í dag í tilefni dags- ins og ísland þar með sokkið. Það geturverið,a.m.k. sáéghvergi til lands. Það er eins gott að vera á traustu skipi og nógur matur um borð. Framhald um næstu helgi. Sunnudagur 2. júní 1985 ÞJÓOVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.