Þjóðviljinn - 02.06.1985, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 02.06.1985, Blaðsíða 20
LEHDARAOPNA ■f TITt~a r>' i r ^ ' I»i<ri^MBa.fi|HWPiplpWUo^...A s Kjt | \ \ 1 f rrBTWL—*. \ 'V", \ l V 1 \|\- Baráttunni er ekki lokið Sjómenn í langri og strangri kjarabaráttu Kjaramál sjómanna hafa verið í brennidepli meira og minna það sem af er þessu ári sem svo oft áður. A síðasta vetri náðist víðtæk samstaða meðal sjómannastéttarinnar um sameiginlegar kröfur í þeirri kjarabaráttu sem þá stóð fyrir dyrum og hefur enn í dag rúmu hálfu ári síðar ekki verið að fullu leidd til loka. Enn stendur stór hópur sjómanna í verkfallsátökum og nær allur fiskiskipaflotinn í höfuðborg- inni einni stærsu verstöð landsins liggur bundinn við bryggju. Reykvískir sjómenn eru að fylgja eftir með baráttu sinni þeim sigrum sem einstök sjó- mannafélög víða um land, eink- um fyrir austan og vestan knúðu í gegn í vor eftir að heildar- samkomulag hafði náðst um Iausn á stóru málunum svoköll- uðu, lífeyrismálinu sem farsæl- lega hefur verið leitt til lykta og ýmsum tryggingar- og bóta- greiðslum. Krafan um stórlækk- un greiðslna framhjá hluta- skiptum náðist ekki fram, en kauptrygging var hækkuð veru- lega og í sérsamningum náðust fram merkir áfangar eins og leng- ing uppsagnarfrests allt í þrjá mánuði eins og hjá landfólki og ekki síst langþráður áfangi varð- andi starfsaldurshækkanir. Þessi tvö síðastnefndu mál eru einmitt þau sem eru á oddinum hjá reykvískum sjómönnum sem hafa í tvígang fellt nýgerða kjara- samninga á þessum vetri. Út- gerðarmenn hafa ekki viljað ræða kröfur reykvískra sjómanna til þessa og því stefnir í hörð átök. Pví reynir nú á samstöðu sjó- manna ekki aðeins í höfuðborg- inni heldur um allt land að stað- festa endanlega þá sigra sem hafa náðst í baráttunni á síðustu mán- uðum. -lg- LEIÐARI Verkfall sjómanna í Reykjavík Um árabil hafa kjör íslenskra sjómanna farið versnandi. Miklu veldur að verulegur hluti afla hefur hin síðustu árin verið tekinn af óskiptum afla og færður útgerðinni fram hjá hlutaskiptum. Afrakstur sjómannsins hefur að sjálfsögðu rýrn- að í beinu hlutfalli við það. Því miður bendir ekkert til þess að breyting á þessu afleita fyrir- komulagi sé í augsýn. Menn greinir ekki á um að starf sjómannsins er ekki einasta erfitt, heldur líka ein hættuleg- asta starfsgreinin á ísa köldu landi. Og það er einfaldlega staðreynd, sem meira að segja út- gerðarmenn neita ekki, að kjör sjómanna eru ekki í nokkru samræmi við átökin og hætturnar sem starfanum fylgja. Útgerðarmenn og þjóðfélagsstoðir þreytast ekki á því að lofsyngja sjómannastéttina fyrir dugnað og þrek. Þrátt fyrir skjallið á tyllidögum fylgja orðum útgerðarmanna ekki ýkja burðugar athafnir þegar sest er við samningaborðin til að ákveða kaupin og kjörin. Þannig er það heldur nöturleg staðreynd, að í dag, á sjálfan sjómanna- daginn, þá eru sjómenn í Reykjavík í erfiðu verkfalli, sem furðuleg óbilgirni útgerðarmanna hefur beinlínis knúið þá út í. Verkfall Sjómannafélags Reykjavíkur hófst eftirað reykvískir sjómenn höfðu tvívegis fellt þá samninga sem útgerðarmenn gáfu færi á. Fyrir bragðið er nú allur fiskiskipafloti borgarinnar að stöðvast. Sjómenn á smærri togurunum og bátaflotanum hafa þegar verið í verkfalli í meir en viku, en samúðarverkfall sjómanna á stærri togurunum hófst á föstudag. Sáttafundur er ekki boðaður fyrr en á mánudag, sem bendir til þess að útgerðarmönnum liggi ekki beinlínis lífið á. Um hvað snýst þá deilan - hyaða kröfur eru það sem útgerðarmenn neita að ganga að? Þær eru ekki ýkja flóknar né dýrar. Meginkröf- ur Sjómannafélags Reykjavíkur eru tvær: • Farið er fram á að uppsagnarfrestur sjó- manna í Reykjavík verði sá sami og ráðist fram í samningum sjómanna á Vestfjörðum, Seyðis- firði og Stöðvarfirði: þrír mánuðir. • Jafnframt vilja reykvískir sjómenn fá starfs- aldurshækkanir, einsog fengust fram í samn- ingum sjómanna á Patreksfirði og ísafirði fyrr í vetur. Einsog þetta ber með sér, þá eru sjómenn í Reykjavík ekki að fara fram á himin og jörð í kjarabætur. Þeir eru einfaldlega að fara fram á sömu leiðréttingu og sumir starfsbræður þeirra hafa þegar fengið. Að streitast gegn þessum kröfum er ekkert nema ósanngirni og óbilgirni af hálfu útgerðarmanna. í dag búa reykvískir sjómenn við viku upp- sagnarfrest. Þetta hafa útgerðarmenn misnot- að æ ofan í æ meði því að segja upp mönnum meðan þeir eru enn á sjó, þannig að þeir ættu engar skyldur við þá þegar til hafnar kemur. Svona óöryggi er ekki lerigur hægt að bjóða fólki upp á. Rétt er að minna á, að auk þes sem sjómenn á ofangreindum stöðum hafa nú náð fram þriggja mánaða uppsagnarfresti, þá býr landverkafólk allt við þriggja mánaða frest sömuleiðis. Það er hreint og klárt óréttlæti að meina sjómönnum í Reykjavík sama réttar. Hvað varðar kröfuna um starfsaldurshækk- anir, þá er rétt að benda á, að sjómenn eru eina stéttin á öllu landinu þar sem starfsaldur og sú reynsla sem siglir í kjölfar hans, eru ekki metin að neinu í launum. Einsog fyrr segir náðist fram í samningum sjómanna á Patreksfirði og ísafirði að starfsaldur verði metinn í framtíðinni, og því er ekki nema sjálfsagt að sjómenn annars stað- ar fái sömu bætur. Ef útgerðarmenn ætla sér að láta fiskiskipa- flota borgarinnar stöðvast útaf þessum einföldu réttindamálum, og koma þannig í veg fyrir að sjómenn njóti sömu réttinda og allar aðrar stéttir á landinu þá er ekki hægt að lýsa viðhorfi þeirra nerna á einn veg: í augum þeirra eru sjómenn annars flokks starfsstétt. Og því verður ekki unað! -ÖS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.