Þjóðviljinn - 02.06.1985, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 02.06.1985, Blaðsíða 23
„Soffía Guðmundsdóttir hafði þegar tekið upp merki flokksins". Ég fékk bréf aö norðan í morgun í tilefni viðtals, sem birtist í Þjóðviljanum á sunnu- daginn. Bréfritari, samherji minn og baráttufélagi í mörg ár, orðar það nú ekki svo, en þó er efni þessa bréfs býsna hvöss spurning um það, hvort Stefán Jónsson ætli að láta þetta blaðaviðtal standa sem eftirmæli sín um framboð og pólitískt starf í Norðurlands- kjördæmi eystra. Ekki ætlaðist ég nú til þess. Þeim hafði ég ætlað ýtarlegri um- fjöllun og meira pláss í bókar- korni. Þó fór það nú svo, þegar ég hafði rennt augunum yfir bréfið og skoðaði viðtalið gagnrýnum augum vinar míns, að ég varð skelfingu lostinn við þá tilhugsun að ég hrykki kanski uppaf og skyldi þetta eftir mig sem prívat og persónuleg sannindi um störf- in fyrir Alþýðubandalagið á norðausturlandi. Það er beinlínis af ótta við það, að umhugsunin haldi fyrir mér vöku í nótt að ég hripa þessa stuttu viðbót, nú í há- deginu við spurningu Sigurdórs, sem var svolátandi: Segðu mér þá fyrst aðdragenda þess að landsfrægur útvarpsmað- ur og eyrnamerktur framsóknar- maður fer allt í einu í framboð fyrir Alþýðubandalagið? Á eftir frásögninni af því, hvers vegna undirritaður afþakkaði framboð á Suðurlandi en bauðst í staðinn til þess að fara fram í Norðurlandskjördæmi eystra hefði þurft að standa: Ekki svo að skilja að flokkur- inn ætti ekki mann í efsta sæti listans fyrir norðan. Soffía Guð- mundsdóttir hafði þegar tekið upp merki flokksins á Akureyri eftir brottför Björns Jónssonar og sigrað í bæjarstjórnarkosning- um. Akureyringar áttu ekki síður rétt á fyrsta sæti á flokkslistanum í sínu kjördæmi en Vest- manneyingar í sínu. Ég geri ráð fyrir að það, sem gerði mig að æskilegum frambjóðanda fyrir Alþýðubandalagið eins og þá var ástatt í kjördæminu hafi einmitt verið það sem fram kemur í spurningunni, að ég var lands- frægur útvarpsmaður og gamal- eyrnamerktur úr röðum her- stöðvaandstæðinga Framsóknar- flokksins - og þar af leiðandi lík- legur til þess að draga að atkvæði umfram flokksfylgi. Á þennan veg ætla ég að svarið yrði a.m.k. nokkuð í áttina til sanninda. Hitt er svo efni í miklu alvarlegri og tímafrekari vanga- veltur hvert breikkunarviðleitni Sósíalistaflokksins, síðar Al- þýðubandalagsins, hefur leitt samtökin í eftirsókn eftir auknum þingstyrk. Stundum, þegar ég hugleiði hlutskipti þeirra fágætu manna, sem hafa haldið tryggð við flokkinn gegnum brimskafla síðustu áratuga, suma komna austan um hafið, aðra risna af grunnslóð heima fyrir þá sé ég þessa þyrpingu lífs og liðinna „Ég held hún hafi hreint ekki sóst eftir þakklæti fyrir framlag sitt í þágu Al- þýðubandalagsins". fyrir mér sem hetjur margra von- brigða. f brjósti þeirrar fylkingar blasir við mér ásýnd Soffíu Guð- mundsdóttur. Ég held að hún hafi hreint ekki sóst-eftir þakklæti fyrir framlag sitt í þágu Alþýðu- bandalagsins, enda ekki verið boðið upp á ýkjamikið af slíku. En svo hefði ég mátt haga orðum mínum í fyrrnefndu viðtali að vinur minn hefði ekki þurft að fara í grafgötur um það, að við sáum annað og meira í atfylgi Soffíu Guðmundsdóttur við hug- sjónir sósíalismans en sýningu þekkilegra fótleggja á útifundin- um sællar minningar í Hrísey. Ná langt, Kínverjar Ef allir Kínverjar stæðu upp á öxl hvers annars næðu þeir býsna langt upp í loftið: þrisvar sinnum lengra uppí geiminn en nemur fjarlægðinni milli jarðar og tungls. Reykingar hœttulegar Nikotínið frá sígarettureyking- um foreldra mælist greinilega í þvagi frá smábömum þeirra. Einnig er hægt að mæla magn tíðni reykinga. Þannig er eitrið í líkömum barnanna á heimilum þar sem foreldrar reykja 5 til 10 sígarettur á dag helmingi minna en þar sem reyktar eru yfir 20 sígarettur. Hitinn í sauna-baði í röku Iofti eins og í sauna-baði getur mannskepnan haldið út hita allt að 140 gráðum á Celsíus. Á hinn bóginn eru mörkin talin vera við 260 gráður í þurru lofti. Greindustu menn í heimi? Samkvæmt vísindablaði nokkru sem Þjóðviljinn hefur komist í, eru Japanir greindasta þjóð í heimi. Að meðaltali hafa Japanir fæddir 1960-61 greindar- vísitöluna 115 og minnst 10% þjóðarinnar eru með víistölu yfir 130. Að öllum líkindum hafa ís- lendingar ekki lent í úrtaki meðal þjóða í þessum greindarmæl- ingum, þannig að máske er þetta ■ ekki alveg rétt með greindustu þjóðina. Stefán Jónsson. Af heimagerðu tilefni eftir Stefán Jónsson a< aa'Gra EINFÖLD OG ÓDÝR LAUSN Hvar á að geyma blöðin? Prjónadótið? Lausa- glingrið? Verkfærin? Vantar þig bókageymslur? Fataskápa? Eða bara alhliða geymslupláss? CARTOMOBILI leysir vandann. Lygilega einföld og ódýr lausn. CORTOMOBILI er til í smáum sem stórum einingum. Þú raðar eftir eigin hugmyndum. Kannaðu möguleikana áður en þú leitar á dýrari mið. Hrein og klár bylting á geymsluplássi. Framleitt úr sérlega styrktum harðpappa með áferðarfallegri glanshúð. Kassaeiningarnar eru járnstyrktar og þola allt að 100 kg þunga. Litir: hvítt, rautt, gult, blátt og bleikt. Endalausir möguleikar á uppröðun. CARTOMOBILI er lausnin sem þig vantaði. Dreifing á íslandi: r: dfopinn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.