Þjóðviljinn - 02.06.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.06.1985, Blaðsíða 6
Aðalinngangur sýningarinnar, Porte de Pantin. Þrettándi Parísarbíennalinn var opnaður í nýju 20000 fer- metra húsnæði í La Villette, út- hverfi í norðurhluta Parísar, hinn 21. mars s.l. að viðstaddri síðmó- dern frumsýningargensíu með sólgleraugu og kumpánlegum og sósíal menningarmálaráðherra, Jack Lang, sólgleraugnalausum í jakkafötum. í miðjum hópnum stóð ameríski graffiti- listamaðurinn, Keith Haring, með pentskúf og dollu af sjálflýs- andi tískumálningu og var í óða önn að máia orm með langa klofna tungu á kjól svartklæddrar konu, vafalaust með leyfi henn- ar. Fígúrar Keith þessa Haring eru að verða eins konar Mikki mús 9. áratugarins vestan hafs, komnar á úr, servíettur, penna, boli og bréfsefni og hérna austan megin eru þær farnar að sjást á tískufatnaði líkt og verk sumra ungu, frönsku „nýju málaranna". Að menningin selji fiskinn, er stundum verið að reyna að segja okkur ísiendingum. Frakkar hafa lengi vitað að hún selur ilmvötn og föt. Hins vegar er það tiltölu- lega nýtt í iistasögunni að lista- menn standi sjálfir í fatasaumi og ilmvatnsframleiðslu og reki tísk- uverslanir. Að ganga í iistaverk- um er tvímælalaust tískan í ár. Og tískusýningar eru greinilega ekki bara skemmtiatriði á þorrab- lótum á íslandi, því það var ein - með listrænu sniði - í gangi opn- unarkvöidið á bíennalnum, fyrir framan saxófónband sem lék við innganginn. Ef við lítum okkur nær, þá myndu eflaust margir vilja eiga skyrtu með teikningum á, t.d. eftir Helga Þorgils Friðjónsson („í ástleitnum anda“). Það er hins vegar alls óvíst, jafnvel þótt skír- skotað væri til gjaldeyrisöflunar og viðskiptajöfnuðar, að hægt yrði að telja íslenska listamenn á það að fólk fengi að ganga í verk- um þeirra. Ungdóms- bíennalinn fyrir bí í rauninni er ekkert sameigin- legt með hinum nýja Parísarbí- ennali, (Nouvelle Biennale de Paris), og þeim sem á undan hafa farið, nema nafnið og fram- kvæmdastjórinn, George Bouda- ille. í fyrsta lagi þá er bíennalinn fluttur úr gamla Móderne- safninu niður við Signu, (sem hann var löngu búinn að sprengja utan af sér), rétt út fyrir borgar- mörkin, í La Villette, hverfi sem þéttsetið er innflytjendum frá Norður-Afríku. Þar hefur hann fengið framtíðaraðsetur í stór- skemmtilegu og sögufrægu húsn- æði, sem Jules nokkur Mérindol reisti um miðja síðustu öld sem stærsta sláturhús Frakklands. Eftir að hætt var að leiða nautgripi til slátrunar í La Vil- lette, var húsnæðið um tíma not- að undir verkalýðssamkomur, pólitíska baráttufundi og til tónl- eikahalds, eða þar til franska stjórnin festi á því kaup og fól tveim arkitektum, Reichen og Robert, að sjá um gagngera endurskipuiagningu á því með til- liti til Bíennalsins 1985. En það er ekki aðeins húsnæð- ið sem er nýtt, heldur og allt fyrir- komulag sýningarinnar. Það sem greindi Parísarbíennalinn, (sem eins og nafnið gefur til kynna er tvíæringur, haldinn 2. hvert ár, í fyrsta skipti árið 1959), frá hinum stóru alþjóðlegu myndlistarsýn- ingum, einkanlega Dokument- unni í Kassel og Feneyjarbíenn- alnum, og gerði hann „öðruvísi“, var fyrst og fremst 35 ára aldur- sreglan. Þátttakendur urðu að vera yngri en 35 ára. Öll aldur- stakmörk hafa nú verið afnumin og í ár er ekki nema rúmlega fjórðungur listamanna undir 35 ára aldri. Hefði aldurstakmörku- num ekki verið breytt þá ættu Frakkar ekki aðra fulltrúa á þess- ari (fyrrverandi) Parísarhátíð en ungu nýbylgjurstrákana í „frálsa" málverkinu, „Figuration libre". En það er einmitt nýlokið með þeim stórri sýningi í Móderne- safninu. Þátttakendur á sýningunni í ár eru á aldrinum 25-89 ára. Yngstu er Basquiat (f. 1960), frá Brookl- yn í New York, sem hóf feril sinn sem málari, „underground" með því að mála á vagna neðanjarð- arlestarinnar í borginni, en er nú löngu kominn upp á yfirborðið og gerir það gott í galleríum í Banda- ríkjunum, Evrópu og Japan. Við getum hugsað okkur hann sem eins konar tákn fyrir ungdómsbí- ennalinn sem var, og eins fyrir listheiminn í dag, þar sem lista- menn eru á toppnum tvítugir, sem var óhugsandi ekki fyrir löngu. Elstir á sýningunni eru Pólverjinn Josehp Czapski (f. 1896),ogþeirLundquist(sem er eini sænski listamaðurinn), og Frakkinn Hélion, báðir fæddir árið 1904. Það hefur lengi staðið til hjá Frökkum að jafna metin við Dokumentuna í Kassel og Fen- eyjarbíennalinn og í því tilefni tala sumir um „come back“ París- ar upp á listaheimsvðið... Hvað sem því líður þá hefur Parísarbí- ennalinn nú glatað sérstæði sínu ... og „Nýja konungsríkið" eftir Hélion, sem er 81 árs og fylgist vel með. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. júní 1985 sem tilrauna- og gróðrarstöð ung- ra myndlistarspíra. Fimm manna nefndin Áður var það í höndum kom- misserí í hverju landi að tilnefna listamenn til þátttöku og hafði þá hver þjóð nokkurn veginn sama fjölda fulltrúa, þrjá til fjóra til fimm, nema gestgjafarnir sem höfðu eitthvað fleiri. Nú skal hins vegar „ekki valið eftir þjóðum, heldur eftir listamönnum", eins og það heitir í stefnuskránni. Afl- eiðingin er sú að það fá ekki lengur „allir að vera með“. Þann- ig eiga Islendingar engan fulltrúa í ár, en þeir hafa tekið þátt í bí- ennalnum að staðaldri síðan árið 1961, með tveimur undantekn- ingum (1963 og 1971). Að vísu tekur Guðmundur Erró Guð- mundsson þátt í sýningunni, en í landsliði Frakka. Sú stefna hefur verið tekin að fækka listamönnum verulega, þrátt fyrir nýju 20000 fermet- rana, en gera hins vegar hverjum og einum betri skil. A síðasta tví- æringi, árið 1982, voru listamenn 350 frá 40 þj óðum, en í ár eru þeir 119 frá 23 þjóðum. Val þeirra er alfarið í höndum 5 manna nefndar, sem í eiga sæti, þau George Boudaille, fram- kvæmdastjóri sýningarinnar, Ac- hille, Bonito Oliva, guðfaðir ítöl- sku trans-avantgarde-hreyfingar- innar, Alanna Heiss sem er með „Project Studio One“ í Dússeld- orf, og loks Gérald Gassiot-Tala- bot, fulltrúi franska menningar- málaráðuneytisins og alsjáandi auga ríkisins, sem tífaldaði fjár- veitingu sína til sýningarinnar í ár. Til þess að verk yrði samþykkt á sýninguna, þurfti formlega séð einróma samþykki dómnefndar. Engu að síður ber yfirbragð hennar öll merki málamiðlunar. (Ég skal taka við neó-expressjón- istanum þínum, ef þú samþykkir anakrónistann minn...“). Ge- orge Boudaille, sjeffinn, segist að vísu hafa „stungið sínum per- sónulega smekk í rassvasann“, meðan hann sinnti nefndarstörf- um, en þegar upp er staðið, þá koma 89 af 119 þátttakendum sýningarinnar frá löndum nefn- darmannanna fimm. (Alanna Heiss mun hafa „séð um“ bæði Bretland og Bandaríkin). Frá Frakklandi koma 27 listamenn, 18 frá Bandaríkjunum, 17 frá ít- alíu, 16 frá V-Þýskalandi og 11 frá Bretlandi. Aðrar þjóðir koma Iangt á eftir, með einn eða tvo fulltrúa hver, t.d. er aðeins einn listamaður frá hverju Norður- landanna, að íslandi undan- skildu, svo sem fyrr er getið. Nýfrjáls aksjónverk eftir stráka Fígúrasjón og húmanismi er stefnan í ár. „Við viljum halda okkur við hið húmaníska svið“ (?), segir framkvæmdastjórinn. Ánnað er nokkuð óljóst. Um tíma kom reyndar til greina, með tilliti til húsnæðisins, að byggja sýninguna eingöngu upp á þrí- víddarverkum, skúlptúrum og umhverfisverkum. Slíkt hefði „Zydeco" ör eftir yngsta þátttakandann á sýningunni, Basquit.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.