Þjóðviljinn - 02.06.1985, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 02.06.1985, Blaðsíða 11
Meira að segja út á rúmsævi lesa þeir Þjóðviljann. Lói lopa til vinstri gýtur augunum upp úr leiðaranum en Elli hænsnasmali er svo niðursokkinn í bíósíðuna að hann tekur ekki einu sinni eftir gagginu í myndavélinni. „Rótfiskinn andskoti", sagði gamall Seyðfirðingur og hristi sinn úfna haus, þegar Jón Pálsson, skipstjóra á Gullveri NS-12, barst í tal. „Hann dreymir ábyggilega fyrir þeim gula. Það er ekki mennskt hvernig hann hittir alltaf á réttu slóðina “. Hvort sem Jón Pálsson hæst- ráðandi á Gullverinu, flaggskipi Seyðfirðinga, á sér leiðsagnar- anda sem teymir hann á hjarðir þroska á botni sjávar sem bíða þess eins að villast niðrí trollpoka og þaðan oní lest Gullvers eður ei, þá er það samt staðreynd að undir stjórn Jóns er Gullver búið að hasla sér völl sem eitt helsta aflaskip okkar. f fyrra bar það að landi fimmta hæsta aflaverð- mætið yfir allt landið og nú er Gullverið hæst togaranna fyrir austan, búið að róta á land milli 16 og 17 hundruð tonnum frá ára- mótum. Sonur Jóns, Jónas, er á góðri leið með að feta svipaða slóð og sá gamli. Hann er búinn að taka Gullverið nokkra túra og fiska einsog einungis fæddir skip- stjórar gera. Þann 20. maí kom Gullverið úr veiðiferð með 140 tonn sem veiddist suður af Fæli og var landað á Seyðisfirði. í þeirri för tók brasarinn um borð, Óttar Magni Jóhannsson, nokkrar myndir sem við fengum leyfi til að birta hér í tilefni sjómanna- dagsins. „Ég stríðel þá“, sagði Óttar Magni þegar við leituðum frétta af viðurværinu um boð. „Þeir éta líka einsog veðhlaupahestar, en maður gefur þeim hollustu inn á milli, svo þeir hlaupi ekki alveg í spik. Þeir fá allt milli himins og jarðar, stríðsárastöppu og nagla- súpu, og einstaka sinnum gömul gúmmístígvél. Þess á milli tros“. Allir komu þeir samt aftur og enginn þeirra dó, svo kokkurinn kann sitt fag. Eða þannig... -ÖS Þórir Dan Friðriksson - eða Tóti Dan - fær sér kríu í borðsalnum milli hola. Þegar verkjar í fingurna eftir aðgerðina og búið að standa tímunum saman er ekki mikill vandi að detta útaf einsog sleginn. Tóti Dan, Grétar Vigfússon (Billi bátsmaður) og Drelli horfa á eina dökkbláa í vídeóinu. Einar Hilm- arsson vélstjóri horfir í gaupnir sér, enda blóðþrýstingurinn far- inn að hækka... Sunnudagur 2. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.