Þjóðviljinn - 02.06.1985, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 02.06.1985, Blaðsíða 24
Brosað fyrir Ijósmyndarann að leik loknum. Medalíur fyrir unnin afrek hanga við barm. Ljósm. -v. Tónl istarveisla í Óðinsvéum Frásagnarbrot úr hljómleikaferð Skólahljómsveitar Kópavogs til Danmerkur nokkra maídaga Helga Rós Gissurardóttir og Guðmundur Hafsteinsson léku einleiksmilli- kaflann af mikilli snilld. Ljósm. -v. Hverjum dettur ekki Skólahljómsveit Kópavogs í hug þegar minnst er á lúðrablástur? Svo er Birni Guðjónssyni trompet- leikara fyrir að þakka að krakkarnir úr Kópavogi hafa allt frá því 1967 borið merki tónlistar af slíku tæi hátt á lofti heima og er- lendis og nýjasta afrekið á erlendri grund var unnið dagana 12.-20. maí þegar sveitinni var boðið að heimsækja alþjóðlega tón- listarveislu í Oðinsvéum í Danmörku. Lagt af stað Það var hress hópur sem lagði í loftið sunnudaginn 12. maí síð- astliðinn. 43 félagar úr Skóla- hljómsveit Kópavogs, stjórnand- inn Björn Guðjónsson og hans elskulega kona Ingibjörg Jónas- dóttir ásamt fararstjóranum Guðrúnu Gunnarsdóttur, Guð- rúnu Árnadóttur, Gyðu Helga- dóttur og Valþóri Hlöðverssyni. Áfangastaðurinn var Óðinsvé á Fjóni, fæðingarstaður hins heimsfræga tónskálds Carl Nil- sens og ekki minni manns en H,- C. Andersen ævintýraskálds. Sveitinni hafði verið boðið að taka þátt í alþjóðlegu tónlistar- móti sem haldið var fyrsta sinni í Óðinsvéum en í tengslum við það fór fram einleikarakeppni túbu- leikara sem fremja sína músík sem áhugamenn. Spilað úti og inni Augnablikin verða ekki endur- tekin. Það er því þýðingarlaust að ætla sér að lýsa því fyrir lesendum Þjóðviljans hvaða strengir voru snertir þegar lúðrarnir voru þeyttir víða um hinn fallega bæ Óðinsvé. Spilað var á götuhorn- um, elliheimilum í Kongens Have niður í miðbæ og víðar. Alltaf dreif að fjölda fólks og greinilegt á undirtektum að Skólahljómsveit Kópavogs stendur í fremstu röð. Því miður gafst sveitinni ekki kostur á að spila í hinu glæsilega tónlistarhúsi þeirra Óðinsvéabúa en þar komu hins vegar fram sveitir sem innan- sveitarmaðurinn leyfir sér að full- yrða að hafi staðið Skólahljóm- sveit Kópavogs að baki. Ekki meira um það. Stjómandinn Það sæmir kannski ekki í mál- gagni sósíalismans að upphefja framtak einstaklingsins. Hitt skal fullyrt, án þess að vanmeta á nokkurn hátt dugnað krakkanna í Skólahljómsveitinni, að árangur þeirra mega þau þakka einum manni: Birni Guðjónssyni. Hann hefur allt frá því sveitin var stofn- uð árið 1967 unnið að mótum hennar af ótrúlegri elju og ósér- hlífni enda með ólíkindum hve vel honum hefur tekist að gera þjálfaða tónlistarmenn úr hinum unga og óþroskaða efniviði. I dag eru þeir líklega um 600 krakkamir í Kópavogi sem hafa öðlast sín fyrstu kynni af tónlist- argyðjunni fyrir tilverknað Björns Guðjónssonar. Sum hafa staðið stutt við eins og gengur en önnur hafa lagt í lengra nám og náð frama á tónlistarsviðinu heima og erlendis. Sumir valds- menn í héraði og á landsvísu hafa stundum haft lítinn skilning á þessu brautryðjendastarfi Björns Guðjónssonar enda er mannin- um lagið með skapfestu og tæpi- tungulausu orðbragði að fá slíka menn upp á móti sér. En árangur- inn af stjórnunarstarfi Björns hefur á móti ekki látið á sér standa og þeir eru vonandi marg- ir krakkarnir enn í Kópavogi sem eiga eftir að njóta leiðsagnar hans. Krakkamir Eins og áður sagði var undirrit- aður einn fararstjóranna í ferð Skólahljómsveitarinnar til Óðin- svéa. Það var ekki laust við að nokkurs kvíða gætti: eru þessir krakkar ekki snarvitlausir? Reynslan varð önnur og kom raunar í ljós strax á fyrsta degi að engin ástæða hafði verið til að óttast að hlutir fæm úr böndum. Auðvitað fylgja ærsl og fjör yfir fjömtíu krökkum á aldrinum 10- 16 ára en þegar liðið var komið í grænu búningana með Björn og sprotann fyrir framan sig færðist ró yfir og þeir spiluðu eins og englar. Að lokum Þessi brot fara ekki á pappírinn öðm vísi en maður þakki fyrir sig. Skólahljómsveit Kópavogs var ekki eini fulltrúi íslands á danskri grund þessa góðu vordaga á Fjóni heldur mætti og til leiks Skólakór Kársness- og Þinghólsskóla undir stjórn Þómnnar Björnsdóttur. Fyrir hönd okkar allra eru færðar þakkir fyrir að fá að vera þátttak- andi eina örskotsstund í menn- ingarævintýrinu mikla úr Kópa- vogi. -v Múgur og margmenni safnaðist jafnan saman þegar Skólahljómsveitin þeytti lúðrana. Ljósm. -v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.